Þjóðviljinn - 11.04.1980, Page 15

Þjóðviljinn - 11.04.1980, Page 15
Föstudagur 11. apr» 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Dæmigert atriöi úr mynd meö Gög og Gokke. Sjaldan er em báran stök Nú ætti enginn aö vera i vandræöum meö aö halda krökkunum innan dyra i kvöld: Gög og Gokke eru i sjónvarpinu. Sýnd veröur syrpa úr gamanmyndum þeirra. Gög og Gokke hétu reyndar Stan Laurel og Oliver Hardy. Þeir byrjuöu aö leika i kvik- myndum hvor i sinu lagi en slógu fyrst rækilega i gegn þegar þeir tóku upp samstarf og bjuggu til persónurnar sem viö þekkjum öll: hrakfalla- bálkana dæmalausu Gög og Gokke. 1 kvöld veröur rakinn ferill Sjónvarp kl. 20.40 þeirra félaga. Sýndar veröa myndir sem geröar voru meöan þeir léku hvor i sinu lagi, þá er fjallaö um upphaf samstarfsins og sýnt hvernig persónur þeirra taka á sig endanlega mynd. Auk þeirra tveggja koma viö sögu margir kunnir leikarar frá timum þöglu myndanna, m.a. Jean Harlow, Charlie Chase og Jimmy Finlayson. Góöa skemmtun! Sjónarmið verkafólks Kjaramálin og erlend kjörbörn á íslandi til umræðu í Kastljósi Kjaramálin veröa til um- fjöllunar f Kastljósi i kvöld. Ómar Ragnarsson fréttamaö- ur leiöir saman I sjónvarpssal talsmenn þeirra aöila sem nú sitja á samningafundum: Ragnar Arnalds fjármálaráö- herra, Kristján Thorlacius formann BSRB, Þorstein Pálsson framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambands og Asmund Stefánsson fram- kvæmdastjóra Alþýöusam- bandsins. Einnig er ætlunin aö reyna aö fá einhvern talsmann Verkamannasambandsins til aö ræöa viö einhvern úr hdpi verkafólks i Vestmannaeyj- um. Verkakvennafélagiö Snót I Eyjum geröi nýlega harö- oröa ályktun, þar sem Verka- mannasambandiö var átaliö Sjónvarp kl. 22.15 fyrir linkind i samningamál- um. Eflaust veröur tilbreyting aö fá nú aö heyra sjónarmiö hins almenna verkamanns og ætti aö vera hressandi innlegg I umræöuna, þar sem sömu foringjarnir hittast venjulega aftur og aftur. Guömundur Arni Stefánsson blaöamaöur fjallar um útlend börn, sem hafa veriö ættleidd hingaö til lands. Veröur rætt viö kjörforeldra slikra barna m.a., en þessi hluti þáttarins veröur tekinn ýmist á filmu eöa i upptökusal. -eös Skikkaður til Grímseyjar Sagt frá séra Oddi V. Gíslasyni Baldvin Halldórsson leikari byrjar I kvöld lestur nýrrar kvöldsögu. Þaö er reyndar ekki saga I venjulegum skiln- ingi, en „nokkrar staöreyndir og hugleiöingar um séra Odd V. Gislason og lifsferil' hans,” eftir Gunnar Benediktsson rit- höfund. Gunnar nefnir saman- tekt sina „Oddur frá Rósu- húsi”. „Þaö er svo undarlegt, jafn mikiö og búiö er aö skrifa um Odd, hvaö heimildir um hann hafa veriö lltiö hagnýttara,” sagöi Gunnar er viö ræddum viö hann I gær. „Oddur var frægur fyrir bjargráö sin gagnvart sjóslysum, en hann skipulagöi sjóslysavarnir á undraskömmum tíma og var þar algjör brautryöjandi. Fyrst varö hann þó frægur 1861 , þegar hann var skikkaöur til aö veröa prestur I Grtmsey. Hann færöist undan þvi, en viö þvl lágu ströng Útvarp kl. 22.40 viöurlög. Hann komst þó undan þessu á heilsufarsvott- oröi frá landlækni. Um þetta var mikiö talaö á sinum tima þvi aö Oddur var annálaö hraustmenni.” Oddur varö lika frægur fyrir brúöarrániö, er hann sótti brúöi sina suöur I Kirkjuvog i Höfnum. Um þaö hafa spunnist miklar og „dásamlega skemmtilegar og spennandi þjóösögur,” eins og Gunnar Benediktsson sagöi. Oddur var prestur I Grinda- vik 1887-90, en 1894 fór hann vestur til Kanada og geröist prestur þar. Hann tók læknis- próf og fékk inngöngu I lækna- félag Bandarikjanna áriö 1910, en lést skömmu siöar, I janúar 1911. -eös. Markmiðið er jöfnun flutningskostnaðar Síaukinn flutningskostn- aður á vörur, sem seldar eru utan Stór-Reykja- víkursvæðisins, er um- talsef ni þessarar greinar, sem birtist í Austurlandi fyrir skömmu. Fyrir Alþingi liggur nú tillaga um afnám söluskatts af flutn- ingsgjaldi. Tillaga þessa efnis hefur oft komiö fram áöur. Siöast báru þeir Helgi Seljan og Stefán Jónsson tillögu um þetta fram á þingi á siöustu dögum rikisstjórnar Geirs Hallgrimssonar. Þá náöi máliö enn ekki fram aö ganea. Nú viröist máliö loksins hafa fengiö þannig undirtektir aö góöar horfur eru á aö þaö nái fram. Þeir sem tjáöu sig um til- lögu Sigurlaugar Bjarnadóttur töldu aö hér væri brýnt rétt- lætismál á feröinni og er þaö vel en hér þarf aö ganga lengra. Jöfnuöur flutningskostnaöar veröur aö vera markmiöiö. Viö fábreyttara vöruvali úti á landsbyggöinni veröur litiö gert en aö erfiöir aödrættir séu rikinu tekjulind er auövitaö smánarlegt. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar kaupir visitölu- fjölskyldan (hjón meö tvö börn, sem aö sjálfsögöu er miöaö viö aö búi I Reykjavik) hreinlætis- vörur fyrir u.þ.b. 102 þúsund á ári. Þegar sama magn af hrein- lætisvörum er keypt I Neskaupstaö hafa eftirtaldar álögur komiö á vöruna umfram þá álagningu sem fjölskyldan I Reykjavik þarf aö borga: Flutningskostnaöur (á heildsöluverö) 6.120 Alagning á flutningskostnaö 1.836 Söluskattur af flutningskostnaöi og álagningu á flutningskostnaö 1.751 Fjölskyldan I Neskaupstaö borgar þvi 111.707 fyrir sömu vöru eöa kr. 9.707 meira. A Noröfiröi eru um 500 fjöl- skyldur. Miöaö viö ofangreinda meöalnotkun af hreinlætis- vörum greiöa þær 875 þúsund krónur til rikisins sem auka- skatt vegna langs flutnings vörunnar. Alls greiöa Noröfirö- ingar 5 miljónum kr. meira en Reykvikingar fyrir sama magn af hreinlætisvöru. Þessi vara er eftir upplýsingum Hagstofunnar aöeins um 1—1 1/2% af neyslu- vöru visitölufjölskýldunnar. Austurland fékk þær upplýs- ingar hjá Gisla Haraldssyni, kaupfélagsstjóra Kaupfélagsins Fram á Neskaupstaö, aö sölu- skattur af flutningskostnaöi á vefnaöar- og byggingarvöru seldri af fyrirtækinu s.l. ár hafi numiö 3.7 milljónum króna, 3.7 milljónir sem rikiö heföi ekkí fengiö heföi varan veriö keypt I Reykjavik. Og þá kemur enn eitt óréttlæti inn I máliö. Sölu- skattskyldur aöili sem rekur verslun og flytur vöru frá Reykjavtk þarf aö borga sölu- skatt af flutningskostnaöi en ef einstaklingur kaupir vöruna beint og greiöi flutning sjálfur kemur enginn söluskattur á flutninginn. Ekki beint til aö draga úr erfiöleikum dreifbýlis- verslunarinnar. ’ Noröfiröingar borga þvl 21 millj. kr. meira Fjögurra manna fjöiskylda á Neskaupstaö borgar nærri io þús. krónum meira fyrir sama skammt af hreinlætisvörum og reykviska visitölufjölskyldan er talin brúka árlega. alls fyrir þessa vöru en Reykvlkingar. Gisli sagöi ennfremur, aö bara þessi skattur af seldri vöru kaupfélagsins sem flutnings kostnaöur kæmi á heföi oröiö 9.2 milljónir s.l. ár ef ekki heföu komiö til þær aðgeröir vinstri stjórnarinnar slöustu aö af nema söluskatt af matvöru sem lækkaði þessa upphæö til muna og meö þvl aö flytja stóran hluta vörunnar beint inn heföi einnig tekist aö lækka upphæöina. Vissulega munar landsbyggö- ina um afnám söluskatts af flutningskostnaöi en enn meira um útjöfnun flutnings- kostnaöar. Fyrir þá sem álita aö þaö sé of erfitt I framkvæmd og þýöi of miklar álögur á neytendur 1 Reykjavlk skal bent á athyglis- veröa tilraun sem kaupfélögin hafa gert meö þvl aö jafna niöur flutningskostnaöi á tilboðsvöru sina. Otkoman varö sú, aö ofan á vöruna lagöist 0.3-0.4% um land allt I staö 0.0% I Reykjavlk og um 7% á Austfjöröum. Þetta var óvænt niöurstaöa og hún sýnir aö þetta er mjög vel framkvæmanlegt. Reyndar er flutningskostnaöi þegar jafnaö út á ýmsum vörum eins og kunnugt er s.s. kartöflum, ollu og bensini og mjólkurvöru en alger jöfnun flutningskostnaöar er lágmarkskrafa. Brennivinslegill (Þjóöminjasafniö. -Ljósm.:gel).

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.