Þjóðviljinn - 27.06.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 27.06.1980, Blaðsíða 8
8 SIÐA — bJÓÐVILJINN Föstudagur 27. júnl 1980. Föstudagur 27. júnl 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Sophusson lltur upp úr Þjóöviljanum og igrundar ástandió. ÞautlöindiurðuIGrundarfiröiaöþarsásttilvatnsbllsogveghefils úöur en fjárveitinganefnd bar aö garöi. Alexander Stefánsson þingmaöur er þungt hugsi yfir hag kjördæmisins. Fjárveitinganefnd Alþingis heimsótti Grundarf jörö 19. júní sl. og skoðaði skemmdir á haf- skipabryggjunni í fylgd hreppsnefndar. Ekki var annað að sjá en að þeir væru undrandi á ástandi bryggjunnar þrátt fyrir að þeim hefði verið kynnt þetta mál margoft bæði munnlega og skriflega á undanförnum árum.Einnig skoðaði nefndin nýjan leik- skóla sem vígður var sautjánda júni sl. For- göngu um byggingu leikskólans hafði Rauðakrossdei Idin í Grundarfirði. Fulltrúar fjárveitinganefndar voru undrandi yfir ástandi hafskipa- bryggjunnar þó aö máliö hafi margsinnis veriö kynnt. Gengið um Grundarf jörð Leikskólinn Sólvellir er glæsi- legt hús og vel búiö leiktækjum. Eftir aö hafa skoöaö skólann litu nefndarmenn inn i heilsugæslu- stöö sem veriö er aö innrétta I húsi sveitafélagsins aö Hrannar- stig 3, en Grundfiröingar hafa sótt þaö fast aöfá hingaö ráöinn lækni. Grundfiröingar veröa aö sækja alla sina læknishjálp i Stykkis- hólm. Enginn sjúkrabill er i Grundarfiröi og veröur þvi aö flytja sjúklinga meö lögreglubiln- um þrátt fyrir bann dómsmála- ráöuneytisins þar aö lútandi. Lögreglan er tiöum aö sinna öörum málum sem eölilegt veröur aö teljast en þó er bót i máli aö hér er staösett ljósmóöir Hiidur Sæmundsdóttir sem vinn- ur sitt starf af elju og samvisku- semi viö mjög ófullnægjandi aö- stæöur. Hún er einnig formaöur Rauöakrossdeildarinnar og þvi ein aöalhvatamanneskjan aö áöurnefndri leikskólabyggingu. Viö vigslu hans 17. júni sl. gat Hildur þess I ávarpi sinu aö næsta verkefni deildarinnar yröi kaup á sjúkrabil. Þaö hillir þvi undir lausn á ófremdarástandinu sem •hér ríkir i heilbrigöismálum. Vatnsbíll hefur aldrei sést Fjárveitinganefnd skoöaöi aö lokum sundlaug og búningsklefa sem enn biöa eftir iþróttahúsi. Aö lokum þáöu nefndarmenn veitingar af hreppsnefnd. En margt er skrýtiö i kýrhausnum. Þann 19. júni birtist grein eftir undirritaöan I Þjóöviljanum um hafnarmál Grundfiröinga. Einnig var litil- lega minnst á vegamál sveitar- innar, en -einmitt þann sama dag kom sjálf fjárveitinganefnd hins háa Alþingis i heimsókn. Rúsinan i pylsuendanum er aö sjálfsögöu aö vatnsbill frá Vegageröinni birtist snemma morguns meö veghefil á hælunum, en siöast sást til veghefils á þorranum. Vatnsblll hefur aldrei sést hér fyrr. Hvaö veldur öllu þessu? Treystu herrarnir sér ekki á vegina okkar eins og viö höfum átt aö venjast þeim? Eöa vildu yfirmenn vegamála á Vesturlandi ekki aö upp kæmist um vanrækslu þeirra i starfi? Grundfiröingar hlægja nú dátt aö þessum dæmalausa skripaleik. Fjárveitinganefnd: veriö ævin- lega velkomnir. Þaö fæst þó alla- vega heflaö, hvaö sem fjár- veitingum llöur! Ingi Hans. Grundarfiröi Heimamenn voru llka hugsandi yflr ástandi bryggjunnar á daaskrá >,,Óafvitandi hleypa karlframbjóðendur púkanum Vinnuþrælkun kvenna úr y skjóðunni er þeir reyna að troða skessunni Vigdísi í hana. Berrassaðir skulu þeir standa, segir enda í þulunni” Allir krakkar, allir krakkar... Nú eru aöeins tveir dagar til kosninga, en þótt úrslit liggi ekki fyrir, er þó hægt að draga ýmsar ályktanir af kosningabaráttunni. I þessari grein mun ég fjalla um fáein atriöi sem öörum fremur hafa sett svip sinn á þessar for- setakosningar. Stjórnmálaforingjar og forsetakjör Eitt af þvi sem einkennt hefur kosningabaráttuna er hversu litil afskipti stjórnmálamanna og annarra fyrirmanna hafa veriö. Enginn flokksformaöur hefur lýst opinberlega yfir stuðningi viö ákveðinn frambjóöanda, nema Steingrimur. Um afstööu fæstra ráöherra er vitaö. Þetta kemur eflaust til af þvi aö stjórnmála- menn telja afskipti af forsetakjöri áhættusöm — hætta er á tapi án vonar um verulegan ávinning. Einnig er minna leitað tii stjórn- málamanna varöandi forseta- kjöriö en áöur. Frambjóöendur vita sem er, aö stuðningur stjórn- málamanna getur veriö tvi- bentur. Valdsviö stjórnmálamanna hefur þrengst til muna á siöasta áratug eða svo. Aðeins dálæti Framsóknarmanna á Ólafi Jó- hannessyni minnir á þá „góðu, gömlu” daga, þegar flokksfor- ingjum var sjálfkrafa skipaö i tölu heilagra. Þessari þróun veröur vart viö snúið, þótt ein- staka fyrirmenn viröast ekki skilja þaö. Tilgangslitlar kosningar? 1 þessari kosningabaráttu hefur talsvert borið á úrtölurödd- um — forsetinn sé bara topp- og skrautfigúra og þvi skipi engu máli hver vermi stólinn. Enn- fremur hefur fyrsta kvenfram- boöiö oröiö mönnum tilefni til vangveltna um stööu kvenna i þjóöfélaginu og m.a. veriö bent á aö þótt kona sitji embættiö breyti það engu um hina raunverulegu stööu — viö hinar sitjum eftir sem áöur jafn slyppar og snauöar. Þessum fussum-svei- röddum, sem einskoröa sig viö aö senda öörum róttækar heila- bylgjur, vil ég benda á eftirfar- andi: táknmáliö er eitt þaö áhrifamesta uppeldistæki sem til er og vissulega skiptir máli hvert tákniö er. Hvaö ungur nemur, gamall temur, segir máltækiö, og mikiö vildi ég óska aö fleiri konur heföu veriö áberandi „toppfig- úrur” þegar ég var aö alast upp. Fussum-svei mönnum væri nær aö taka til hendi en biöa hins rósrauöa morguns. Sú biö getur oröið æöi löng og árangur hennar vart annar en sá aö slita buxnasetum. Málefnaleg barátta? Sumir hafa haft á orði, aö þessi barátta sé mjög drengileg og máf efnaleg. Ég efast stórlega um að svo sé. Má vera aö rógurinn og slúöriö séu minni en áriö 1968, enda sló „söguþjóöin” sjálfri sér viö það ár. Beinn skætingur og óhróöur i garö einstakra fram- bjóöenda er einnig sjaldgæfur. Engu aö siöur er margt harla lág- kúrulegt sem sagt er og skrifaö til stuönings karlframbjóöendunum þremur. Hamraö er á þvi, aö ekki sé kosiö um forseta heldur forsetahjón. Allir karlframbjóö- endu eru sammála um aö ekki gætu þeir setiö ógiftir á Bessa stööum. Þessum rökum er aö sjálfsögöu beint gegn fyrstu kon- unni i forsetakjöri — Vigdisi Finnbogadóttur. Þarna er verið aö höföa til þeirra fordóma, aö ógift kona sé sjálfkrafa litilmót- leg miöaö viö kvæntan karlmann sem leggur húsfreyju i bú meö sér. Kosningabaráttan núna sker sig úr fyrri kosningabaráttum hvaö þetta varöar. 1 kosning- unum 1952 voru i kjöri Ásgeir, Bjarni og Gisli: i kosningunum 1968 þeir Kristján og Gunnar. Núna eru i kjöri Albert+Bryn- hildur, Guölaugur + Kristin, Pétur+Oddný — og Vigdis. Þetta hljónabragö sýnir, aö aðrir fram- bjóöendur óttast mest fylgi Vig- disar og þangaö beinast þvi spjótin. En sé nú grannt skoðaö og skyggnst undir þjóöarkápuna kemur i ljós, aö spjótin beinast i raunaðþeim sem á halda. Hjóna- hjaliö er nefnilega ekki eingöngu áróöursbragö — þaö endur- speglar ákveöna staöreynd i is- lensku þjóölifi og vikur huganum aö draug, sem erfitt hefur reynst að kveöa niöur þrátt fyrir mikla umræöu. Þennan draug þurfa allar islenskar konur aö bera á bakinu meira og minna hjálpar- lausar. Draugur þessi nefnist vinnuþrælkun. Þaö er staöreynd, aö um 70% giftra kvenna á Islandi vinnur utan heimilis og þaö er einnig staöreynd aö þær bera byrðarnar af heimilishaldi nær óstuddar. Þaö, aö karlframbjóð- endur i þessum kosningum hafa aliir lýst yfir aö kvenmanns- lausum yröi þeim starfiö um megn, en kvenframbjóöandinn treystir sér til að gegna starfinu ánannarra húsfreyja, lýsir i raun þessari staöreynd betur en nokkur orö. Oafvitandi hleypa karifram- bjóðendur púkanum Vinnu- þrælkun kvenna úr skjóöunni er þeir reyna aö troöa skessunni Vigdisi i hana. Berrassaöir skulu þeir standa segir enda i þulunni. Nú munu flestir sammála um, aö forseta tslands þurfi fremur öllu aö prýöa viösýni, viötæk starfsreynsla og innsýn í islenska þjóöarsál. Af hverju ættum viö þá ekki aö velja til forseta mann- eskju meö þekkingu á störfum bæöi utan og innan heimilis? Svo vill til, aö almenningur i landinu á beittara vopn i fórum sinum en nöldurog nagg á siöum dagblaöa. Mótmælum Skessuleiknum þann 29. júni! TIL VIGDÍSAR Um leið og ég tíni ormana úr þorskinum hvet ég þig til dáða. Ég læt hnífinn vaða í þorsk eftir þorsk sem allir fá að heyra boðskapinn áður en þeir falla í öskjurnar og sigla til USA. Um leið og ég vind bleyjurnar og skelli óhreinum diskum í vask sendi ég þér í huganum baráttukveðjur, þríf hastarlega til i öllu mínu drasli, reyni að beisla kraftinn sem ætlaður er þér. Þú manst að barátta þín er fyrir okkur hundruð mæðra í hundruðum eldhúsa þúsund ára daglegt strit í harðbýlu landi. Haltu áfram og ég held áfram að hvísla því að þorskinum en þrái mest að fræða son minn í fyllingu tímans um kjark þinn. Elísabet Þorgeirsdóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.