Þjóðviljinn - 27.06.1980, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 27.06.1980, Blaðsíða 1
«SfiÍfl UJOÐVIUINN Föstudagur 27. júní 1980, 144. tbl. 45. árg. r Eirnr Sveinsson framkvœmdastjóri BUR: Nóg af ódýru frysti- rými í Bandaríkjunum „Það liggur alveg ljóst fyrir að það er nóg framboð á frystirými í Bandarikjunum i dag, og það er mjög hagstætt leiguverð fyrir þessar geymslur miðað við það sem þekkist hér heima”, sagði Einar Sveinsson framkvæmdastjóri Bæj- arútgerðar Reykjavikur í samtali við Þjóðviljann i gær. „Vandamálib núna er ekki geymsluplássið, heldur það að koma fiskinum i þær geymslur sem standa til boða. Við þurfum að þrauka með það sem við höf- um hérheimanæstu vikur, en sið- an ætti að vera hægt að afskipa og / _ / 1 480 krónur Rikisstjdrnin hefur heimilað hækkun bensins I um 480 krónur literinnoghækkun gasoliu i 196,40 krdnur literinn. Ekki lá ljóst fyrir I gær hvort bensin myndi hækka i 480 krdnur literinn eða 481 krónu. Fyrir hækkunina var bensinlit- erinn 430 krdnur og gasoliulit- erinn 155,20 krónur. Hækkun þessi stafar fyrst og fremst af gengis- lækkun Islensku krónunnar. —þm Enn hækkanir flytja i geymslur ytra”,sagði Ein- ar ennfremur. Þorsteinn Gislason fram- kvæmdastjóri Coldwater Seafood I Bandarikjunum vinnur nú að frekari athugun þessara mála fyrir Bæjarútgerðina að sögn Einars, en fulltrúar i sendinefnd SH, sem fór utan til að kanna markaðsmál fyrr i mánuðinum, könnuðu I leiðinni möguleika með leigu á frystirými þar ytra. Eins og fram kom i Þjóðviljan- um I gær, ákvað útgerðarráö BOR á fundisinum i fyrradag, að stöðva ekki rekstur frystihússins, heldur leita nýrra markaða fyrir fiskafurðir sinar I Evrópu, auk þess sem fundið yrði geymslu- pláss i Bandarikjunum fyrir þær afurðir sem eiga að fara þangað á markað. —lg. Forseti tslands hr. Kristján Eldjárn tendrar eld tþróttahátiðar tSt við Tjörnina i gær. Við hlið hans stendur GIsli Halldórsson foreti tSt. Sjá tþróttasiðu. — Mynd —gel. Fjöldauppsagnir eystra og í Vestmannaeyjum ,,t>£ir sögðu mér það tveir i dag að fólkið myndi fá uppsagnirnar í launaumslögunum á morgun. Þetta er stór hluti starfsfólks frysti- húsanna á Norðfirði, Seyðisfirði og Eskifirði og er fólkinu sagt upp með löglegum fyrir- vara.” Þetta sagði Sigfinnur Karlsson formaður Alþýöusambands Austurlands, þegar Þjóöviljinn spuröi hann I gær hvort sú frétt ætti við rök að styöjast aö fyrir- hugaðar væru uppsagnir i miklum mæli i frystihúsunum á Austurlandi. Sigfinnur sagðist ekki hafa fréttir frá fyrstu hendi af Seyðis- firði, hins vegar hefði Ölafur Gunnarsson forstjóri Sildar- vinnslunnar á Noröfiröi staðfest þetta og eins Aðalsteinn Jónsson framkvæmdastjóri Hraöfrysti- húss Eskifjaröar. Hið sama er að gerast i Vest- mannaeyjum. Þar var verkalýðs- félaginu tilkynnt á þjóðhátiðar- daginn að um mánaðamótin júli ágúst yrði frystihúsinu þar lokað. Jón Kjartansson formaður Verkalýðsfél. Vestmannaeyja sagði I samtali við Þjóöviljann i gærkvöld aö sér heföi verið sagt aö fólkinu myndu berast upp- sagnirnar i launaumslögunum i dag. Astæðan fyrir uppsögnum þessum I Eyjum og á Austurlandi eru sagöar vera mikil birgöa- söfnun I landinu og slæmur rekstrargrundvöllur. Bæði Sigfinnur og Jón sögðu að farið myndi að lögum varðandi uppsagnir þessar en uppsagnar- frestur er mislangur og fer eftir starfsaldri. Þeim sem unnið hafa skemur en eitt ár er sagt upp meö viku fyrirvara, mánaðarfyrirvari er hjá þeim sem unnið hafa i eitt ár og þeir sem unniö hafa i 5 ár eöa lengur fá þriggja mánaða uppsagnarfrest. —hs Sumarfrí tekín 20. júlí Langflest frystihúsin á Vest- fjöröum hafa tilkynnt fastráðnu starfsfólki sinu að það verði að taka sumarfri sin frá og með 20. júli n.k., að þvi er Pétur Sigurðs- son forseti ASV sagði i samtali við Þjóöviljann I gær. Pétursagði að ákvöröun um að stööva frystihúsin kæmi verst viö sumarfólk sem hefði ætlaö að heyja sér vetrarforöa i sumar en við fastráðna fólkiö að þvi leyti að ekki væri um sjálfsákvörðunar- rétt þess að ræöa hvenær það færi I sumarfri. Þá veröur að sjálf- sögðu aðeins um dagvinnukaup að ræða á meöan,en engan bónus. —GFr Rikisstjórnin staðfesti á fundi i gær ákvörðun verölagsráðs um hækkun á unnum kjötvörum, um 12—13%, ysu og þorski um 12% og taxta leigubila um 12%. Kemur hækkun kjötvara og soðningar- innar I framhaldi af nýlegri hækkun landbúnaðarvara og hækkun fiskverðs. —vh Féll af 3. hæð Islensk stúlka 19 ára gömul féll ofan af 3. hæð á hóteli einu á Ibisa á Spáni. 1 fyrstu var taliö að hún heföi slasast mjög alvarlega, en siðar kom I ljós aö hún hafði mjaðmagrindarbrotnað og brotn- aö á báðum handleggjum. Hún er nú á batavegi. Nefnd ASÍ á fund ríkís- stjórnarinnar Aðalsamninganefnd ASl kom saman til fundar i gær og var þar samþykkt að senda nefnd á fund rikisstjórnarinnar til aö kynna henni stööu mála eins og þau horfa viö verkalýðsfélögunum. Þá var og samþykkt itarleg ályktim um gang mála i viðræöunum siðustu daga og vinnubrögð VSI fordæmd. Sjá 3. slöu. Fólk flykktist I bliðviðrinu I gær á útifund Alberts Guðmundssonar á Lækjartorgi. — Mynd: —gel

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.