Þjóðviljinn - 24.07.1980, Side 3

Þjóðviljinn - 24.07.1980, Side 3
Fimmtudag'ur 24. júLI 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Af kvennaráöstefnunni í Köben: __ Island undirritar sáttmálann gegn misrétti Gróusögur um forsetakosningarnar í Politiken Kvennaráðstefnan i Kaup- mannahöfn heldur áfram af full- um krafti. Annars vegar er veriö að fara yfir framkvæmdaáætlun Sameinuðu þjóðanna fyrir næstu fimm ára jafnréttisbaráttu á hinni opinberu ráðstefnu og hins vegar eru hápólitisk mál ákaft rædd á opnu ráðstefnunni. I samtali við Vilborgu Harðar- dóttur sem situr ráðstefnuna ásamt 8 öðrum íslendingum, kom fram aö i gær barst skeyti til Ein- ars Agústssonar formanns isl. sendinefndarinnar um að heimilt væri að undirrita sáttmálann um afnám misréttis fyrir lslands hönd og verður önnur undirritun- arathöfn haldin áður en ráðstefn- unni lýkur 30. júli. Vilborg sagði að þau tiðindi hefðu gerst i svokallaöri fyrstu nefnd að fulltrúi íslands, Guðrún Erlendsdóttir hefði veitt Norður- landaþjóðunum áminningu. Dani nokkur ræddi um aðskilnaðar- stefnu yfirvalda I S-Afrfku og taldi sig vera fulltrúa allra Norð- urlandaþjóðanna, án þess að mál hans heföi verið borið undir is- lensku nefndina. Sá Guðrún ástæðu til að gera athugasemd við þetta og baðst daninn afsök- unar. Þetta vakti mikla athygli á þinginu enda fátftt að samstarfs- aðilar setji ofan i við hverri ann- an. Vilborg sagðist hafa verið á opnu ráðstefnunni i gær og voru þar miklar umræður i gangi um umskurð á stúlkum i Afrikulönd- um. Voru tvær skoðanir á lofti, annars vegar að allt ætti aö gera . til að berjast gegn þvi að þessar hryllilegu aðgerðir séu fram- kvæmdar og hins vegar að ekkert sé hægt að gera i málinu fyrr en afriskar konur risa sjálfar upp. Það er mjög áberandi að um- skurðurinn er eitt aðalmálið á opnu ráðstefnunni, en það er ekki minnst á það á hinni opinberu. Vilborg sagöi að konurnar frá þriðja heiminum teldu þetta dæmigert fyrir þá hagsmuni sem blandast inn I umræðurnar. Að- eins tvö lönd hafa tekið þetta mál fyrir, ísland og Sviþjóð. Þá eru miklar umræður að hefjast um S-Afriku og Palestinu- málið og er greinilegt að einnig þar spila hagsmunir einstakra rikja inn I umfjöllunina. Banda- rikin, Frakkland og Israel mega ekki heyra minnst á frekari að- gerðir gegn S-Afriku, enda mikil viðskipti I húfi. „Undanfarna daga hefur með- ferð lögreglunnar á konum frá Bólivíu verið harðlega fordæmd I dönskum blöðum, enda baðst menntamálaráðherrann Lise östergárd afsökunar” sagði Vil- borg. „Hins vegar hefur það vak- iö athygli að dögum saman hafa útlagar frá Úkrainu verið I hung- urverkfalli utan við ráöstefnusal- inn og enginn hefur ýtt við þeim. Það er ekki sama hver mótmælir hverju.” Þá bætti Vilborg þvi við aö dag- blaöiö Politiken hefði I gær birt grein eftir dönsku skáldkonuna Ullu Dahlerup sem var nýlega á ferð hér á Islandi. Hún fjallar meðal annars um forsetakosning- arnar og aðdraganda þeirra og eru þar tuggöar upp ýmsar kjaftasögur um Vigdísi Finn- bogadóttur sem öll islensku dag- blöðin voru sammála um að láta hvergi birtast. Sagði Vilborg að öll Islenska sendinefndin hefði verið samtaka I að fordæma þessa grein, sem sýndi að það er varasamt að segja hvað sem er við erlenda blaöamenn og okkur sisttil sóma að slikt blaöur birtist á prenti erlendis. — ká. tslenska sendinefndin að störfum I Kaupmannahöfn frá vinstri: Guörlöur Þorsteinsdóttir, Vilborg Haröardóttir, Berglind Asgeirsdóttir, Guörún Erlendsdóttir og Bergþóra Sigmundsóttir. Ljósm: Leifur. Elliot Richardson, oddamaöur Jan-Mayen nefndar: Hefur fimm mánuði Tillögur um landgrunnsskiptíngu ekki bindandi fyrir rfldsstjórnirnar Elliot Richardson, sendi- herra, og formaður banda- rísku sendinefndarinnar á Haf réttarráðstefnunni, verður oddamaður nefnd- ar sem gera á tillögur um skiptingu landgrunnssvæð- isins milli fslands og Jan AAayen innan fimm mán- aða. Richardson var dóms- málaráðherra um tíma í stjórn Nixons forseta og var mikið stjörnuskot á himni bandarískra stjórn- mála um skeið og nefndur til æðstu embætta í fjöl- miðlaumræðum vestra. I Jan-Mayen samkomulaginu sem undirritaö var hinn 28. mai sl. I Reykjavik var ákveöið aö skipuð yrði sáttanefnd þriggja manna um skiptingu landgrunns- ins. 1 nefndinni eru ásamt Richardson Hans G. Andersen sendiherra og Jens Evensen sendiherra. Nefndarskipun þessi er sam- kvæmt 9. grein samkomulagsins háð þvl að báðir aðilar samnings- ins geti sætt sig við oddamann- inn. Um hlutverk nefndarinnar segir svo: „Hlutverk nefndarinnar skal vera aö gera tillögur um skipt- ingu landgrunnssvæðisins milii Islands og Jan Mayen. Við gerð slikra tillagna skal nefndin hafa hliðsjón af hinum miklu efna- hagslegu hagsmunum tslands á þessum hafsvæðum, svo og land- fræðilegum, jarðfræðilegum og öðrum sérstökum aðstæöum. Nefndin setur sér sjálf starfs- reglur. Samhljóða tillögur nefndarinnar skulu lagðar fyrir rikisstjórnirnar svo fljótt, sem verða má. Aöilar miða viö að til- lögurnar veröi lagöar fram innan> fimm mánaða frá skipun nefndarinnar. Tillögur þessar eru án skuld- bindingar fyrir aðilana, en þeir munu taka sanngjarnt tillit til þeirra I frekari málsmeöferö.” Ljóst er af þessu að kjósi full- trúar tslands eða Noregs að gera ágreining I nefndinni litur ekkert samhljóða álit dagsins ljós. Máliö yrði þá væntanlega að taka upp að nýju í beinum samningum milli rikisstjórna Islands og Noregs. Til sllkra samninga hlýt- ur að draga við lokameðferð málsins þvi tillögur sáttanefndar eru án skuldbindingar fyrir aðila samningsins eins og áður sagði. —ekh. Elliot Richardson fær fimm mánuöi til þess aö sætta sjónar- miö islendinga og Norömanna. Veidipallar fyrir fatlaða vid Helluvatn Á laugardaginn afhentu félagar úr Kiwanisklúbbn- um Kötlu Veiðifélagi Elliðavatns þrjá veiðipalla sem ætlaðir eru fötluðum. Pallarnir eru við Helluvatn sem tilheyrir Elliðavatni. Liggur að þeim ágætur vegur sem opinn er öllum sem stendur en síðar er ætlunin að hann verði ein- göngu fyrir fatlaða. Kiwanismenn smíðuðu pallana sjálfir og fjár til smiðinnar var aflað með ýmsu móti,m.a. mál- verkauppboði I vor. Einnig styrktu fyrirtækið Lionsklúbbur- inn Þór og Veiöifélag Elliðavatns. Jakob Hafstein fiskiræktarfull- trúi sagðist vonast til aö þessi ágæta gjöf Kiwanismanna kæmi fötluðum að sem mestum notum, ekki veitti af að hlúa sem best að þeim hópi manna sem erfitt á meö að komast um meö venjuleg- um hætti. Þeir þyrftu þó ekkert siöur en aörir aö njóta útivistar. Veiðifélag Elliðavatns hefur gefið Sjálfsbjörgu oglþróttafélagi fatlaöra leyfi til að veiða þarna ókeypis og veiðileyfi þarf ekki aö hafa I höndum til að geta veitt. — hs Tilraunir meö geymslu og flutninga á ferskfiski í ís-og sjókœldum gámunu Betra geymslu- þol á ferskfískí Geymsluþol á ferskum þorski og loðnu i Is/sjó-kældum gám er mun meira en þegar fiskurinn er geymdur Isaöur I kassa, eru helstu niöurstööur tilraunar, sem Sigurjón Arason deildarverk- fræðingur hjá Rannsóknarstofn- un fiskiönaöarins hefur staöið fyrir undanfarið ár. Gámageymsla og -flutningur á fiski er hvergi hafinn i riku mæli I heiminum, en mjög viöa eru gerðar tilraunir I þessa átt, eins og t.d. I Noregi, Danmörku, Kanada, Bretlandi og vlöar. Ennþá er hvergi hafin fjölda- framleiðsla á sllkum Ilátum og geturþvl hér orðið um mikilsvert frumkvæöi að ræða fyrir islensk- an iðnað. Gámarnir sem notaöir voru við geymslu- og flutningatilraunirnar voru af tveimur stærðum, 1750 litra gámur, klæddur álplötum og fóðraður þykku korki, og tveir gámar, sem taka 1340 hvor með ytra byrðiúr stáli og það innra úr trefjaplasti og polyurethan ein- angrun. Aðferöin viö Is/sjó-gáma- geymslu á ferskfiski byggist á þvi að blanda saman fiski, Is og sjó I ákveðnum hlutföllum, og er þessi blanda sett I gám strax um borð I veiðiskipinu og geymd þar til fiskurinn er tekinn til vinnslu I landi. Sjórinn veldur þvl að fisk- urinn helst fljótandi I gámunum og auðveldar varmaskipti milli fisks og kælimiöils. Fiskur sem geymist fljótandi heldur sinni eðlilegu lögun betur en kassalsað- ur fiskur og þess vegna er hann auðunnari I vélum. Sl. vetur var farið i tvær veiöi- ferðir með þorskveiðiskipi og loðnubát þar sem gerðar voru til- raunir meö gámageymslu á þess- um fisktegundum. Helstu niöur- stöður úr þessum tilraunum eru, að geymsluþol óslægðs þorsks, blóðgaös lifandi er á bilinu 5—8 sólarhringar, bæði kassaisaður og sjó-Iskælds. Óslægöur þorskur, blóögaður lifandi og Isaður I gám geymist I vinnsluhæfu ástandi i 3—5 sólarhringa. Geymsluþol loðnu I Is/sjó-kæld- um gám er 8—9 sólarhringar samanborið við 6 sólarhringa ef loðnan er Isuð i kassa. Unnið hefur verið að fram- haldsrannsóknum varðandi geymsluþol fleiri fisktegunda og er að vænta niöurstaðna bráð- lega. Fyrst um sinn er ekki við þvi að búast að gámar komi I stað fiski- kassa um borð i togurum, en slik- ir gáma r gætu hentaö vel um borö i bátaflotanum fyrir slægðan eöa óslægðan fisk þar sem kassar þykja yfirleitt óhentugir. Einnig mundu slíkir gámar henta vel til flutnings á neyslufiski með bræösluafla nótaskipa og ýmiss konar aukaafla sem næst meö spærhngi, humri og rækju. —Ig. Hvalfriðunarmenn: r ' Afstaða Islands vonbrigði Tillaga Bandarlkjamanna og Astrala um allsherjarbann við hvalveiöum var felld á þingi al- þjóðahvalveiðiráðsins I Brighton I fyrradag. Friðun hvalsins hefur verið mikið kappsmál margra hér heima og þvl hljóta úrslit at- kvæðagreiðslunnar og afstaða ts- lands að vera þeim mikil von- brigði. Við höfðum samband við Arna Waag kennara sem verið hefur mikill forvigismaöur hvalafrið- unar og spurðum um hans álit á úrslitum atkvæðagreiðslunnar. Hann sagöi að saga hvalveiöa i heiminum væri sorgarsaga. Þær tegundir sem fyrst hefðu verið veiddar væru nú óöum aö hverfa úr lifrlki hafsins og með öllu óljóst hvort þær myndu halda velli. Þá sagöi hann að mikið væri gengið I þá stofna sem eftir væru eins og t.d. Langreiði og þeir þvl einnig I hættu. Rússar og Japanir hefðu veittLangreiðiárum saman( og talið að þar sem sama magn væri veitt frá ári til árs héldi stofninn sér jafn. Það hefði verið reiðarslag fyrir þessar þjóðir þegar I ljós kom að stofninum haföi fækkaö gifurlega og þvi varö að gripa til alfriöunar I suð- urhöfum. Svipuð rök sagði Arni að væru færð hér heima fyrir jafnvægi hvalastofnsins og væri það mjög varasamur málflutn- ingur. Allar rannsóknir vantaði i þessum málum og meðan svo væri aöhylltist hann alfriðun Langreiðar hér við land. Þá sagði Arni að vitað væri að meðallengd Búrhvala minnkaöi frá ári til árs og gæti hver sem er sagt sér út frá þvi hvaö væri aö gerast meö þá. Sagði Arni að lftkum að sjálfsagt væri i sambandi við þessi mál að halda áfram aö vinna aö alheims- friöun hvala þvi eins og málin stæðu I dag heföum við allt of litla undirstöðuþekkingu til að llfs- grundvöllur hvalastofnsins væri tryggöur. — áþj.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.