Þjóðviljinn - 24.07.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.07.1980, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 24. júll 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Fréttaskýring I Hungursneyð i / Austur- \Afríku Mesta hörmungasvæði heims hefur llklega undanfarið verið svokallað austurhorn Afriku. Þar hefur mánuðum saman geisað hungursneyð sem enginn veit hve mörgum hefur þegar i hel komið. Samkvæmt sumum fregnum eru tvær miljónir manna á þeim slóðum I bráðri hættu á hungurdauða, sam- kvæmtöðrum fimm. Allmikið af matvælum og öðru til hjálpar hefur borist til hungursvæðanna frá Vesturlöndum, en sums- staðar að minnsta kosti nýtist það ekki að fullu vegna óstjórnar og óaidar. Austur-Afrikumenn að bana komnir af hungri. ---------------------------------, stóli fyrir rúmu ári. A0 honum • var að sjálfsögðu landhreinsun, | en hitt er verra aö I noröurhluta I landsins að minnsta kosti hefur | alls engin stjórn komið i stað ■ vondrar stjórnar. Núverandi I stjórn ásamt með tansanska hernámsliðinu virðist eiga fullt 1 | fangi með að halda I horfinu i ■ suðurhlutanum og lætur hinn I fátækari og á margan hátt I frumstæöa noröurhluta að | mestu eiga sig. ■ Verster ástandið i Karamoja, I norðausturhéraði landsins, sem I hafði fyrir hungursneyðina um | 250.000 ibúa. Nálægt sl. áramót- ■ um dóu þar 200 til 500 mánns úr I hungri daglega, að sögn I hjálparstofnana. Erföavenjur I Karamajong, eins og ibúar • landshlutans eru kallaðir, hafa I hér haft alvarlegar afleiðingar. I Karamajong lifa mest af bú- I fjárrækt og aðalfæða þeirra er • mjólk og blóð, sem þeir taka I húsdýrum sinum, hið sama er I ÍÞurrkar, uppblástur gróðurlendis j | og grímm sturlungaöld leggjast á eitt j ■ Hungursvæöið nær yfir I mestan hluta Sómalflands, suð- • austurhluta Eþiópiu, hluta af IDjibúti, noröurhluta Keniu og Oganda og talsverð svæði 1 Súdan og Zaire. Hér er um að • ræða þurrlendissvæöi og viða Ihálfgerðar eyðimerkur, þar sem fólk framfærir sér helst með kvikfjárbúskap og margir J eru að meira eða minna leyti j hirðingjar. Af ýmsum ástæðum (m.a. mikilli fólksfjölgun og I miður skynsamlegri nýtingu J lands, ef til vill einnig þurrara veðurfari) virðast lifsskilyrði fara versnandi bæði á þeim • slóðum, sem hér um ræöir, og I* öllu beltinu fyrir sunnan Sahara; sá mikli eyðisandur er sagður færast út suður á bóginn um nokkra kflómetra árlega, ! jafnt og þétt. Meginástæöan til yfirstand- andi hungursneyðar I Austur- [ Afriku er þurrkatimabil, sem ! staðið hefur yfir i hátt á annað ár. En valdhafar hlutaðeigandi rikja eiga lika sína sök, ýmist vegna hrottalegra tiltekta eða kæruleysis. Erfðir og ástand samfélagsins I sumum héruö- um, svo og afleiðingar styrj- alda, koma hér einnig við sögu. 1 Sómalilandi er nú um það bil hálf miljón (sumir segja heil) flottamanna frá fylkinu Ogaden, sem skagar vestan úr Eþlópiu inn I miðju Sómali- lands. Ibúar I Ogaden eru flestir sómalskir og una illa yfirráðum Eþlópíu. Þetta leiddi til striðs milli Eþlópíu og Sómalilands, sem lauk með miklum hrakför- um sómalska hersins snemma árs 1978 fyrir kúbönsku hjálpar- liði Eþlóplustjórnar. Ogaden fór eins og nærri má geta ekki var- hluta af eyðileggingunni, sem þvi striöi fylgdi, og I kjölfar þess komu þurrkarnir. Sómalskir skæruliðar, flestir llklega ætt- aöir frá Ogaden, hafa slðan haldiö uppi skæruhernaði gegn eþiópska hernum. Sómalir full- yröa aö Eþiópar beiti nú fullum fetum sviðnu jarðar aðferðinni til að „friða” Ogaden, þorp séu jöfnuðu við jörðu, brunnar eitr- aðir, búpeningur skotinn niöur. Neyðin ýkt? Þetta er einkum haft eftir Sómölum, en grunur leikur að vlsu á aö þeir færi bæði hernaö Eþiópa og hungursneyðina sjálfa i stilinn til að fá þeim mun meiri aöstoð frá Vesturlöndum. I þessu sambandi sjá sómalskir valdhafar, sem ráöa einhverju sárfátækasta riki heims, sér trúlega leik á borði aö slá sér mynt úr margumtalaðri þrætu austurs og vesturs. Enda má ætla að sú hjálp, sem Sómalir hafa fengið frá Vesturlöndum (og hún er veruleg), hafi sum- part fengist vegna þess að þeir eru fjendur Eþiópiu, skjólstæð- ings Sovétrikjanna. Ogaden á valdi skæruliða Blaðamaður frá sænska blað- inu Dagens Nyheter sem i vor feröaöist bæði um Sómaliland og Ogaden, fékk frá öllum tals- mönnum sómalskra stjórnvalda sömu söguna um landauðn af völdum eþiópska hersins I Ogaden. En I Ogaden sjálfu höfðu viðmælendur hans flestir litt eða ekkert séð til Eþiópa svo mánuðum eða árum skipti. Blaðamanninum skildist að landshluti þessi væri þegar að mestu á valdi skæruliða þaðan ættaðra, og hefði eþfópski her- inn lltiö haft sig þar I frammi lengi. Hinsvegar sá hann flutn- ingabfla sómalska hersins flytja fólk úr þorpunum I Ogaden til flóttamannabúða I Sómalilandi. Aö honum læddist sá grunur að stjórnvöld Sómalilands vildu fá sem flest fólk I búðirnar til að fá ástæðu til að krefjast þeim mun meiri hjálpar. Erfitt er að ganga úr skugga um þetta, þvi aö Sómalir leyfa engum utanaö- komandi að rannsaka þetta mál og verða erlendar hjálparstofn- anir I þvl efni að byggja ein- göngu á upplýsingum frá sómölsku stjórnarvöldunum sjálfum. Reyndu að leyna hungursneyðinni I Keniu kemur hungursneyðin mest niður á þjóðflokki þeim er Turkana heitir og býr I noröur- hluta landsins. Stjórn þessa lands hirðir aldrei þó að þeir drepist og skarst fyrst I leikinn er biskup einn I þeim héruöum, mikill áhrifamaður, beitti áhrif- um sinum á Daniel arap Moi forsætisráðherra. Ráöamenn Keniu óttuöust að land þeirra, sem hefur verið vinsælt á Vesturlöndum vegna vináttu ráðmanna i garð þeirra landa og kapitalisma i efnahagsmál- um, fengi á sig óorð ef fréttist af hungursneyöinni og reyndu þvi framan af að leyna henni. Þar að auki lita núverandi vald- hafar, sem flestir eru af þjóö- flokkunum Kíkújú og Luo, niöur á Turkana, sem eru hirðingjar og halda fast við forna siði. óöld í Karamoja 1 tJganda steypti tansanskur her harðstjóranum Idi Amin af aö segja um matseðil fleiri þjóö- t flokka með svipaða búskapar- j menningu á þessum slóðum. , Meöal þeirra er það forn siöur ■ að einn ættflokkurinn stelur eða I rænir búpeningi frá öörum, ef | svo ber undir, og þótti sérstak- ■ lega mikill garpskapur af ung- I um og upprennandi mönnum að I leggja slíkt fyrir sig. Af þessu | hafa Karamajong aldrei vanist . fullkomlega og á slðustu I mánuöum, þegar bókstaflega I engin yfir- eða stjðrnarvöld | skiptu sér af þeim, hafa þeir ■ tekiö upp á þessu af endur- I nýjuöum krafti. Enginn hörgull á vopnum J Þetta hefur leitt til hinnar I mestu sturlungaaldar, þar sem I allir berjast við alla. óöldin er | enn verri sökum þess, að nú ■ geta allir vopnast sem enn geta I vopni haldið fyrir sulti. Það I helsta, sem flutt var inn i tíö Idi | Amins, voru vopn handa her ■ hans, og með upplausn þess I hers dreiföust þessi vopn um I allt og gat hver tekið til sin svo I mikiö af þeim sem hann vildi. ■ Þetta tækifæri forsómuðu I Karamajong ekki. Þar að auki I eru margir fyrrverandi her- I manna Amins enn á rápi um • norðurhluta landsins, vopnaðir I og fara með ránum. Bæöi þeir I og Karamajong-striösmenn I ræna að vild birgðum sem • hjálparstofnanir senda, en I spilltir áhrifamenn valda þvi I raunar, að mikið af þeim birgð- I um kemst aldrei til hungur- ' svæöanna, heldur er selt á I svörtum markaði I höfuöborg- I inni Kampala. _____________________-d.Þ_j Kínverjar stíga á bak hjólhestum Kínverjar eru orðnir mestu hjólreiðamenn heims; ekki I kappreiðum heldur i daglegu llfi. Þar eru nú tæplega áttatlu miljónir reiðhjóla I notkun. t fyrra voru framleidd i Klna meira en tiu miljónir reiðhjóia. Kinverjar eru farnir að flytja mikið af reiöhjólum úr landi — meðal annars til tslands. I Peking eru nú þrjár miljónir reiðhjóla i notkun, og eru ekki fleiri sllkir gripir I öörum borg- um. Blaðið China Reconstructs segir, að reiðhjól sé nú tákn um velmegun I fjölskyldum með sama hætti og armbandsúr og saumavélar. Sama blað segir, að hinn mikli fjöldi hjólreiðamanna i höfuö- borginni hafi skapað viss vandamál. Ekki sé nóg gert til aö leysa þá umferðarhnúta sem myndast þegar sem flestir eru á leið úr og i vinnu. Reiðhjól urðu völd aö 60—70% umferðarslysa I Peking I fyrra og 30% af þeim sem slösuðust I umferöinni voru hjólreiðamenn. China Reconstructs segir, að útbreiösla reiðhjóla sé ekki liður I að vinna gegn mengun eða spara orku. Kina sé blátt áfram þró- unarland og bifreiðar séu tiltölu- lega fáar miðað viö fólksf jölda og allar i opinberri eigu. Þaö er enn ekki komiö aö þvl að spyrja þeirr- ar spurningar hvort einkabilismi verður tekinn upp segir blaðið ennfremur. Reiðhjólið er á góðum vegi meö aö verða þjóöarfarkostur I Kína. En það á sér allfræga sögu þar um slóðir; kínverskir sirkus- meistarar hafa getið sér frægð fyrir kúnstir á hjólum, og fyrir um fimmtiu árum vann ungur Kinverji sér það til frægðar aö hjóla kringum hnöttinn. Kinverj- ar efna og til sérkennilegrar keppni á reiðhjólum: sá vinnur sem hjólar hægast einhverja vegalengd, verður siðastur I mark. Þetta er náttúrulega ekki aflraun heldur jafnvægislist. — áb. Hjólasafn mikið á aðaltorgi Peking (sem nú á vlst að skrifa Beijing), Tien an Men

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.