Þjóðviljinn - 08.08.1980, Side 7
Föstudagur 8. ágúst 1980. ÞJÓÐVILJXNN — SIÐA 7
Kæri félagi Steinþóra Einars-
dóttir!
Mig langar til aö senda þér
héöan aö noröan á þessum
merkisdegi þær innilegustu af-
mæliskveöjur, sem ég get tjáö!
Þessar afmælisóskir minar eru
ekki nýjar af nálinni. Þær eiga
rætur sinar aftur i 4. og 5. áratug-
num, og eru raunar frá fleirum en
mér, — á þeim árum þegar býsna
margir Islendingar töldu sálar-
heill sinni og réttlætinu best
borgiö meö þvi aö fylkja sér undir
merki hamars og sigöar og ganga
I Kommúnistaflokkinn.
Vakning þessi sinnti litiö um
viöbrögö atvinnurekenda og af-
stööu smáborgaranna — útilokun
frá vinnu, brottrekstra úr skólum
og af heilsuhælum. Barsmiö og
pústrar höföu svipuö áhrif og
þegar á aö hegna gæs meö þvi aö
skvetta á hana vatni. Þaö er i
þessu timabili, sem kveöjurnar á
afmælinu þinu i dag eiga rætur,
árunum, þegar þaö þótti ævintýri
likast aö gista bæinn okkar
sumarlangt, afla sér fjár og
„frama” og ekki hvaö sist aö
kynnast hinni ungu hreyfingu,
kommúnismanum, sem talinn
var blómstra hér.
Um f jármálaþáttinn fer
ýmsum sögum. En fullyrt er aö
fólkiö I bænum hafi ekki brugöist
ævintýragjörnum hugsjóna-
mönnum, sem lögöu leiö sina
hingaö. Þaö er sagt, aö maöurinn
lifi ekki á einu saman brauöi, og
skil ég þaö svo aö blanda beri
sjálfkjörinn til aö ganga I fylk-
ingarbrjósti, vegna þess álits,
trausts og vinsælda, sem hann
naut, og næst honum stóö jafnan
Steinþóra eiginkona hans.
Þau Gunnar og Steinþóra voru I
fullan þriöjung aldar I hópi þess
fólks, sem mestan svip setti á
Siglufjörö, og áttu mikinn þátt I
aö móta sögu hans. Gunnar var
jafnan I sviösljósinu, en allir, sem
þekktu hann og þau hjón bæöi,
vissu, hvilikan bakhjarl hann átti
i eiginkonu sinni og heimili.
Þegar gamlir vinir Gunnars
Jóhannssonar minnast hans, þá
minnast þeir ævinlega Steinþóru
um leiö. Þessi þrekmikla og harö-
skeytta kona, sem enn nýtur hylli
vina og samherja umfram flestar
yngri konur, þótt hún sé oröin
niræö, er þó ekki virt fyrir þaö eitt
aö vera góös manns ekkja,
heldur fyrir eigin veröleika og
eigin þátt i islenskri alþýöuhreyf-
ingu. Gamlir félagar muna kjark
hennar og áræöi, stælta skapgerö
hennar, dugnaö hennar, störf I
félagasamtökum verkalýösins,
og kolamolana, sem hún var sögö
hafa kastaö i Dettifossslagnum.
Og þrátt fyrir háan aldur er hún
enn meö i verkalýöshreyfingunni,
þótt hún tjái hug sinn meö ööru
móti en foröum. Þeir sem koma
inn i húsakynni verkalýösfélags-
ins Vöku á Siglufiröi hafa fyrir
augum bókasafn þeirra Gunnars,
sem hún ásamt öörum erfingjum
hans gáfu félaginu, og fagra
hannyröagripi, sem hún hefur
jpÍ-aJSÍ
« | 'Æ
kæfa þá glóö, sem lifnar, meö ein-
hverju samsulli frá ábyrgöar-
fullum „aöilum Vinnumarkaöar-
ins.”
Margar fleiri minningar myndu
kalla á hliöstæöur I pólitiskum
efnum. Og best gæti ég trúaö aö
okkur Steinþóru þætti saman-
buröurinn ekki þaö fýsilegur aö
hann sé æskilegt umtalsefni.
En þetta langa æviskeiö, sem
Steinþóra hefur lifaö, leiöir hug-
ann aö þvi hversu stórkostlegar
breytingar hafa oröiö I þjóölifi
okkar. Enginn vafi er á þvi aö
stærstu og markveröustu fram-
farirnar jafnt á verklegu sem
félagslegu sviöi eiga rætur i
verkalýösbaráttunni. Verkalýös-
hreyfingin hefur knúiö á um
úrbætur og framfarir til hagsbóta
fyrir hiö vinnandi fólk til sjós og
lands. Og þó okkur mörgum finn-
ist komiö skar á byltingarlogann,
þá sjáum viö samt og skiljum aö
stéttabaráttan vitt og breitt um
heiminn er háö undir merkjum
hinna sósialísku kenninga, og
viöa hafa stórkostlegir árangrar
náöst. Þótt hægt fari nú hér hjá
okkur, þá er gliman samt sem
áöur háö, gliman viö atvinnurek-
endavaldiö, sem enn kyrjar
gamla sönginn um aö atvinnu-
vegirnir beri ekki kaupiö, sem
borga þarf, — þennan söng hefur
Steinþóra Einarsdóttir heyrt allt
frá þvi hún fór aö skilja máliö —•
en samt hefur áfram þokast i
framfara átt.
Lifiö hefur ekki fariö mildum
Steinþóra Einarsdóttir 90 ára
saman i einhverjum hlutföllum
brauöi og hugsjón.
Frá þessum árum minnist ég
tveggja húsa táknrænna meö til-
liti til þessarar blöndunar. Þaö
eru kirkjan okkar kommúnist-
anna á Skólabalanum og Hóla-
vegur 10, þar sem þú haföir eld-
húsiö þitt, Steinþóra!
Þaö virtist óeðlilega mikiö
troðin slóö milli þessara tveggja
húsa, og leyfi ég mér fyrir hönd
þeirra, sem hana tróðu, aö senda
þér hugheilar hamingjuóskir á 90.
afmælisdaginn, og þakkir fyrir
gömlu árin!
Óskar Garibaldason
Siglufiröi.
Þaö mun hafa veriö áriö 1928
sem þau hjónin Gunnar Jóhanns-
son og Steinþóra Einarsdóttir
fluttust hingaö til Siglufjaröar.
Þá voru miklir umbrotatimar,
aöeins áratugur frá lokum heims-
styrjaldarinnar fyrri og bylting-
unni i Rússlandi, fasisminn I upp-
siglingu, heimskreppan i aösigi.
Boöarnir frá þessari ólgu i
veröldinni bárust hingað norður
til Islands og ollu margvlslegu
umróti. Hér var verkalýös-
stéttin i örum vexti, samtök
hennar# fagleg og pólitisk, enn á
gelgjuskeiði og borgarastéttin,
sem taldi sig eina borna til arf-
töku eftir dönsku mömmu, stóö i
ströngu viö aö halda þessum
óstýriláta unglingi i skefjum.
Úrslitin i stéttaskærum þessara
ára réöust ekki hvaö sist i höfuö-
staö sildveiöanna, sem voru ein
helsta gjaldeyrisuppspretta
þjóöarbúsins. I þeim átökum var
Gunnar Jóhannsson ævinlega
gefiö félaginu hvern 1. mai
undanfarin ár.
Þegar ég fluttist til Sigluf jaröar
1944 var fariö aö siga á Séinni
hluta sfldarævintýrisins og staöa
Sigluf jaröar nokkuö brey tt frá þvi
sem áöur haföi veriö, og þá var aö
mestu af sú tiö þegar heimili
Gunnars og Steinþóru var einn
helsti samkomustaöur ungra og
róttækra aökomumanna, sem
sumir hverjir voru þar lika i fæöi
og húsnæöi um lengri eöa
skemmri tima, stundum vist fyrir
litiö gjald. Samt kom ég oft á
heimili þeirra meöan þau bjuggu
á Siglufirði og kynntist þeim bæöi
þar og i félagsstarfi. Þau kynni
uröu mér bæöi til ánægju og
þroska. Fyrir þau og mikils-
veröan skerf i baráttu fyrir sam-
eiginlegum málstaö vil ég fyrir
mina hönd og margra annarra
þakka Steinþóru nú, þegar hún
fyllir niunda tuginn, um leiö og ég
sendi henni innilegustu afmælis-
kveöjur og óskir um velfarnaö á
komandi árum.
Benedikt Sigurðsson.
I dag á Steinþóra Einarsdóttir
90 ára afmæli og viö hjónin
sendum henni hjartanlegar
heillaóskir meö þökkum fyrir
góö kynni og vináttu allt frá okkar
fyrstu fundum.
Þaö rifjast upp fyrir mér, aö
þegar ég kom fyrsta sinni hingaö
til Sigluf jaröar fyrir um 37 árum
snemma morguns á sunnudegi,
þá varö mér strax kunnugt um aö
mikiö stóö til hjá Sósialistafélagi
Siglufjaröar þann dag. Hin árlega
hlutavelta átti aö vera þá um
daginn I Alþýöuhúsinu, og mér til
mikillar ánægju fékk ég strax
verk að vinna i þágu félagsins.
Meðal þeirra, sem þarna voru I
trúnaöarstörfum I fjáröfluninni,
var kona, sem vakti athygli mina.
Hún var lágvaxin en þétt á velli,
glaöleg og sköruleg og virtist
ófeimin viö aö láta álit sitt i ljós
og segja fyrir verkum. Félagar-
nir nefndu hana Steinþóru. Seinna
kynntumst við nánar, og sem
starfsmaöur Sósialistafélagsins
um 10 ára skeiö átti ég mikiö
saman viö Steinþóru aö sælda,
sérstaklega i fjáröflunarstarfinu,
en þar gegndi hún oftast mjög
erfiöu og þýöingarmiklu hlut-
verki.
Þegar okkar kynni hófust átti
hún aö baki áratuga baráttuskeiö
viö hliö manns sins, Gunnars
Jóhannssonar, sem látinn er fyrir
allmörgum árum. Þau Gunnar og
Steinþóra voru eins og tvær ólikar
hliöar á sama hlutnum, en þessi
hiutur var barátta verkalýösins
fyrir bættum kjörum, meiri rétt-
indum til lifsins. Og Htilmagninn,
hinn minnimáttar I þjóðfélaginu
átti trausta forsvara, þar sem
þau voru. t þessari baráttu bættu
þau hvort annað upp, þvl verk-
efnin voru oft æriö ólik, og til
lausnar þurfti oft aö beita per-
sónulegu mati og aðferðum.
Þaö haföi ekki áhrif á Stein-
þóru, þó aö maöur hennar tækist
á hendur ábyrgöarmikil störf og
gegndi viröingarstööum, svo sem
aö vera forseti bæjarstjórnar
Siglufjaröar, alþingismaöur um
langt árabil auk viðamikilla trún-
aöarstarfa i verkalýðshreyfing-
unni og pólitlskum samtökum al-
þýöunnar. Viö hlið manns sins
stóö hún traust og sterk og ávallt
meö reisn og sóma.
Þegar 90 ára manneskja meö
jafn viöburöarrikt æviskeið og
Steinþóra Einarsdóttir á aö baki,
litur yfir farinn veg, hlýtur mörgu
þaö bregöa fyrir sem vekur upp
samanburö á nútiö og fortiö. T.d.
ef i minningunni er staldraö viö
einstaka atburöi i baráttusög-
unni, — samningaþóf og verk-
fallsátök. Varla myndi á þeim
dögum þaö hafa hvarflaö aö
nokkrum manni, sist Steinþóru og
Gunnari, aö þola atvinnurek-
endum þaö aö þvæla samninga-
málum mánuöum saman á
meöan kjör verkafólks rýrna
jafnt og þétt.
Nei, þá var ööruvisi aö málum
staöiö, þá stóöu leiötogar verka-
fólks augliti til auglitis viö viö-
semjendur á hverjum stað, og
þeir geröu verkafólkinu grein
fyrir málum á fundum, fengu
skammir eöa samþykki beint og
umbúöalaust, og frá málum var
gengiö i lifandi samstarfi viö
fjöldann.
111 örlög hafa skapaö annan hátt
á málum i nútfðinni. Nú viröist
helst sem ómennsk tölvan sé
oröin hinn eini ráögjafi, en mötun
hennar sé gerö af sérfræöingum,
sem eru langt ofan og utan viö
hinn breiöa fjölda. Þessi fjöldi er
svo látinn biöa og biöa á torgi
þjóðiifsins eftir þvi hvort reykur
komi úr strompi þjóöhagsstofn-
unar, kjararannsóknarnefndar
eða máske úr tölvuhúsi háskól-
ans. En hjá þessum fjölda örlar
litiö á baráttuhvöt, allir neistar
hinnar byltingarsinnuöu glóöar,
sem svo oft tendruöu eldana áöur
fyrr, viröast kulnaöir, og séu ein-
hverjir aö reyna aö blása lifi i þær
glæður, sem finnast, þá er eins og
ótti gripi um sig og reynt er aö
höndum um Steinþóru Einars-
dóttur, hún hefur þolað harm og
söknuö vegna ástvinamissis og
hörö lifskjör á flestum sviöum
fram um miöjan aldur.
En hún hefur lika orðiö gæfu
aönjótandi, I fátækt þeirra hjóna
varö hún svo ótalmörgum til
hjálpar, og viö hliö manns sins I
félagsmálabaráttunni tók hún
þátt I sköpun margra þeirra
þátta, sem drýgstir uröu til heilla
fyrir launafólk landsins.
Kærleiksrik fórnfýsi viö skylda og
vandalausa var einn af sterkustu
eölisþáttum hennar.
Þaö er lika mikil gæfa, aö
heilsan hefur veriö nokkuö góö,
lundin létt og skapið hressilegt og
hugurinn jafn eitilharöur og áöur
fyrr.
Ég veit aö félagi Steinþóra
viröir mér til betri vegar þessa
kveöju á afmælinu. Ég ætlaöi aö
hafa þetta örstutt, en eins og oft
áöur þegar hún var nálæg, þá
varö umhugsunin um félagsleg og
pólitisk mál svo áleitin, og aö
hugsa til hennar er varla hægt
ööruvisi en meö einhverju sliku
ivafi.
Nú læt ég þessu lokið og endur-
tek heillaóskir okkar Þórunnar til
hennar á þessum merkisdegi. Viö
óskum henni góðrar heilsu og
ánægjulegra daga eftirleiðis, og
hver veit nema eitt veggteppið
enn frá henni veröi sýnt á næstu 1.
mai hátiðahöldum.
Og að lokum er sú ósk heitust aö
islensk alþýöa megi tendra I hug
sinum og hjarta hinn bjarta loga
þeirra hugsjóna, sem lýstu og
yljuðu Steinþóru hvaö best á lifs-
leiöinni, uröu hvatning til baráttu
og leiðsögn á erfiöum stundum.
Einar M. Albertsson
erlendar
bækur
Jean Paul: Die wunder-
bare Gesellschaft in Neu-
jahrsnacht.
Mit 27 Zeichnungen von Alfred
Kubin. Deutscher Taschenbuch
Verlag 1979.
Nýársnótt var nótt furðulegra
fyrirbæra og undra. Jean Paul
skrifaöi þessa sögu áriö 1800 og
kom hún út i fyrsta skipti 1801.
Þetta ævintýri var fundiö fé fyrir
Kubin, enda eru myndirnar sem
hann geröi fyrir útgáfu Pipers
forlagsins 1921 snilldarlegar.
Þetta er annaö bindiö I „bibliotek
Kubin”, dtv. útgáfunnar.
Geschichte der Stadt Rom
im Mittelalter
vom V. bis zum XVI. Jahr-
hundert.
Ferdinand Gregorovius. Heraus-
gegeben von Waldemar Kampf.
Deutscher Taschenbuch Verlag
1978.
Dtv. gefur verkiö út I sjö bind-
um, merkt I-IV. en fyrstu þrjú
bindin eru gefin út hvert I tveimur
heftum. Rit þetta kom út á ár-
unum 1859—1872. Þetta var fyrsta
verkið sem sett var saman um
timabiliö frá hruni Rómaveldis
og fram á 16. öld, sem fjallaöi um
sögu Rómar. Fyrstu þrjú bindin
fjalla um hámiöaldir, tvö næstu
ná fram á 13. öld, sjötta og
sjöunda um 14. og 15. öld og
sjöunda bindiö um upphaf 16. ald-
ar. Þegar Gregorovius tók aö
vinna aö þessu verki voru heim-
ildir litt útgefnar og rit um þetta
timabil ónóg. Hann varö aö afla
sér heimilda úr handritasöfnum
sem oft voru litt aögengileg.
Undirbúningsvinnan var mjög
timafrek. Gildi þessa verks liggur
einkum I snilli höfundar sem rit-
höfundar, hann dregur upp
minnisstæöar myndir af atburö-
um og einstaklingum. Hann lýsir
á lifandi hátt baráttu aöals og
klerka, baráttu aöalsættanna um
valdaembætti kirkjunnar og
baráttu Rómverja gegn erlendri
ásælni. Snilld höfundarins I lýs-
ingum, frásagnargleöi hans og
hnökralaus still bera skáldinu
vott og þessi einkenni gera verk-
iö sigilt, minnsta kosti sem
skáldræna sagnfræöi. Saga Róm-
ar þessa timabils veröur ekki
rakin án sögu páfa og kirkju og
þaö efni er svo viöamikiö aö þaö
rúmaöist engan veginn innan
þess ramma sem ritinu var upp-
haflega ætlaöur. Einnig skortir
mikiö á aö atvinnusögu Rómar
séu gerö skil. Höfundurinn var
andsnúinn kaþólisisma og má
merkja þá afstöðu^
Vissir þættir verksins standast
þvi ekki kröfur sagnfræöinnar, en
þrátt fyrir þaö lifir verkiö sem
merkilegt bókmenntalegt/sagn-
fræðilegt verk. Þessi útgáfa er
endurútgáfa endurskoöaörar út-
gáfu frá árunum 1953—1957. 234
myndir fylgja, auk registra og
efnismikillar ritgeröar um verkiö
eftir útgefandann Waldemar
Kampf.