Þjóðviljinn - 14.08.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.08.1980, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 14. ágúst 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Áfengisútsala í Breidholtínu? Þingstúkan vill kosningu eins og um sérstakt sveitarfélag vœri aö rœöa Þingstúka Reykjavflc- ur hefur itrekað beiðni sina til borgaryfirvaída um að ibúar Breiðholts verði látnir greiða at- kvæði um hvort opnuð verður áfengisútsala i hverfinu en fyrir nokkru var ÁTVR úthlutað lóð undir nýja verslun i Mjóddinni i Breiðholti. Álitur stúkan eðlilegt að Breiðhyltingar njóti sama réttar og sérstök sveitarfélög gera skv. lögum og vitnar til ný- legra kosninga á Sel- tjarnarnesi og Selfossi um opnun áfengisútsölu. 1 vor hafnaði borgarráð þess- ari málaleitan á þeirri forsendu að atkvæðagreiðsla i einstökum borgarhverfum um stofnun út- sölustaöa áfengis hefði ekkert gildi nema sem skoðanakönnun meöalfbúa hverfisins. Rikisvald- inu sem tekur ákvörðun um opn- Framhald á 13. siöu. Djasskvöld í klúbbi Eff Hljómsveit Reynis Sigurössonar leikur I Kldbbi Eff Ess i kvöld, en auk hans leika þeir ólafur Gaukur á gftar, Helgi Kristjánsson á bassa, Guðmundur R. Einarsson trommur, en Reynir leikur sjálfur á vibrafón. Klábburinn er opinn frá kl. 20 til ki. 01 eftir miönætti. Stjórn Félagsstofnunar stúdenta hefur ákveöiö aö klúbburinn veröi opinn áfram, en þegar eitthvaö er um aö vera I salnum uppi veröur Stiid- entakjallarinn lokaöur. 1 kvöld verður það létta sveiflan sem ræöur rikjum, djassunnendum til yndis- auka i sumarlokin. _ Sigurður Guðmundsson, ljósmyndari r Attræður í dag Attræður er I dag Sigurður Guömundsson, ljósmyndari, sem nú býr að Hátúni 12, Reykja- vik. — Hann verður að heiman 1 dag. Sigurður Guðmundsson er fæddur I Reykjavlk þann 14. ágúst árið 1900. Foreldrar hans voru Guðmundur Sigurðsson, klæð- skeri og kona hans Svanlaug Benediktsdóttir. Siguröur nam ljósmyndaiðn fyrst I Reykjavlk hjá Carli Ólafssyni og slðan I Danmörku.þar sem hann starfaði einnig að námi loknu. Arið 1927 stofnsetti Siguröur ljósmyndastofu I Reykjavik og rak hana fram á elliár. Hann var áratugum saman formaður Ljós- myndarfélags Islands og starfaði mikið aö málefnum stéttar sinn- ar, átti m.a. sæti i Iðnráði Reykjavikur. Kona Sigurðar er Elinborg Asa Guðbjarnadóttir. Þjóðviljinn haföi þann heiður, að geta kallað Sigurð Guðmundsson, ljósmynd- ara sinn um langt árabil. Aldrei hafði þó Siguröur verk fyrir Þjóð- viljann að aðalstarfi, heldur var blaðaljósmyndunin hliðargrein, en almennur rekstur ljósmynda- stofunnar aðalstarf. Þetta var á löngu liðnum árum, þegar Þjóð- viljinn var svo fátækur, að engum hafði dottið I hug, að ráða ljós- myndara i fullt starf hjá blaðinu, enda blaðamennskan með öðrum hætti en siðar varð. Hjá Sigurði var hægt að fá myndir á hóflegu veröi fyrir Þjóðviljann. Þjóðviljinn þakkar Sigurði Guömundssyni, ljósmyndara nú á áttræöisafmæli hans öll hin miklu og ánægjulegu samskipti á liðn- um árum. Hann á sinn góða þátt I sögu þessa blaös. Við sendum honum heillaóskir á afmælisdegi og óskum honum farsældar I gllmunni við elli. Ritstjórar Skiptar skoðanir á Nordsat / Fimm aöilar á Islandi létu álit sitt i Ijós Nordsat — sameigin- legur rekstur Norður- landanna á sjónvarps- gervihnetti hefur verið mikið til umræðu und- anfarin ár og sýnist sitt hverjum um gagn eða ó- gagn þess fyrirbæris. Á vegum stjórna Norður- landanna var beðið um álit fjölmargra aðila, alls um 400,á Nordsat og hefur nú verið gefin út skýrsla þar sem gerð er grein fyrir svörunum. Aðsögn Birgis Thorlaciusráðu- neytisstjóra i Menntamálaráöu- neytinu bárust alls um 300 svör, en aöeins 5 af þeim 54 aðilum sem beðnir voru álits á Islandi svör- uðu. Meðal þeirra var Rithöf- undasamband tslands, sem hefur lýst sig andvigt áformum um Nordsat, Háskóli Islands og Barnaverndarráö sem eru frem- ur jákvæð þótt ýmsar vangavelt- ur komi fram I svörum þeirra. I heild var um 1/3 hluti svaranna jákvæöur i garð Nordsat, 1/3 var óákveðinn og 1/3 var á móti. Nordsatmálið verður tekið fyrir á fundi mennta- og samgöngu- málaráðherra Norðurlandanna sennilega i nóvember og siðar á fundi Norðurlandaráðs og eftir það má búast við endanlegri ákvörðun að sögn Birgis Thorlac- ius. Akvarðanir um Nordsat hafa dregist svo mjög vegna þess að margs er að gæta og kostnaður glfurlegur. Birgir sagði það sina persónu- legu skoðun að Islendingar ættu að gerast aðilar aö Nordsat, þetta væri eini möguleikinn fyrir svo litla þjóð sem Islendinga aö komast I samband viö sjónvarps- gervihnetti, slikt væri svo dýrt að við myndum seint ráða viö það ein. Með Nordsat kæmumst við frá okkar 220 þús. manna mark- aði inn á 20 miljóna markað og gætum valið um margar stöðvar. Hann teldi ekki að islenskri menningu væri hætta búin, ef af Nordsat áætluninni yrði. — ká NORDSAT: Rithöfundar andvígir Betra aö auka menningarsamvinnu á annan hátt Rithöfundasamband Islands var einn þeirra fimm aðila sem lét álit sitt i ljós á Nordsat-áætl- uninni og lýsti andstöðu sinni við áformin um norrænan sjónvarps- gervihnött. Njörður P. Njarðvfk formaður Rithöfundasambands- ins var i gær inntur eftir helstu rökum islenskra rithöfunda gegn Nordsat. Njöröur sagöi aö fyrst væri þar til máls aö taka að þeim fynaist Nordsatmáliö vera sett upp á rangan hátt. Það væri sagt að Nordsat ætti að auka samvinnu Noröurlandanna á menningar- sviðinu, en ef það væri vilji manna að auka menningarsam- vinnu, þá ætti að gera þaö á ann- anhátt en með sjónvarpi. Ef hægt er að leggja svona milda peninga fram, þá er betra að nota þá I annað segja þeir. Nordsat er bara dreifingarkerfi og þaö er of dýrt fyrir aðila sem eiga I æ meiri örð- ugleikum við að framleiða eigin efni. 1 öðru lagi hafa rithöfundar bent á að Nordsat geti haft alvar- legar afleiðingar fyrir islenska Rikisútvarpið. Islenska sjónvarp- iö sendir út 30-35 stundir á viku, en með Nordsat væri boöið upp á sjónvarp I 400 stundir á viku hverri. „íslendingar hafa ekki þörf fyrir svo mikið sjónvarp” sagði Njöröur. „Með Nordsat færi hlutur Islensks efnis úr 38% i 4% og við litum svo á aö þá væri ekki lengur hægt að tala um islenskt sjónvarp. Ef Rlkisútvarpið hætti að kaupa efni fyrir 220 þús. manns og færi aö miða við 20 mil- jóna markaö mætti búast við allt öðru veröi. Rlkisútvarpið hefði ekki efni á að kaupa erlent efni og væri þar meö búiö að missa tökin á þessum fjölmiðli á Islandi”, sagöi Njörður. Þá hafa rithöfundar sagt að þaö sé siðferðilega vafasamt aö Norð- urlandaþjóöirnar bæti við enn einu afþreyingartæki rlkra þjóöa, sem engin þörf er á. Njörður sagöi aö rithöfundar liti svo á aö með Nordsat komist norræn samvinna á nýtt svið. „Þaö hefur hingað til veriö mark- miöið aö hlúa aö mismunandi menningu Norðurlandanna, og þess má geta að á Norðurlöndun- um eru töluð 8 tungumál. 1 opin- berri skýrslu er sagt að Nordsat muni hafa neikvæö áhrif á menn- ingu Islendinga, Færeyinga, Grænlendinga og Sama og þegar norrænsamvinnaer farin aöhafa neikvæð áhrif, þá má spyrja til hvers hún sé eiginlega? Máliðhefuroft veriðlagt fyrir á vafasömum forsendum, upplýs- ingar eru takmarkaöar og ýmis- legt byggist ekki á hlutlægu mati, eins og það þegar sagt er að sjón- varpiö muni ná til islenskra sjó- manna á hafi úti. Til þess þarf sérstök móttökutæki sem miðast viðhreyfinguogþau eru ekki til”. Þá sagði Njöröur aö hann teldi heldur óliklegt aö Nordsat áform- inkæmustá, þar sem stærsti aöil- inn sænska sjónvarpiö væri þvi andvigt og teldi sig ekki hafa efni á Nordsat. Hugmyndirnar um Nordsat eru komnar frá iönaöar- aðilum, enda myndi gifurlegur iðnaður fylgja I kjölfariö. Til að ná gervihnettinum þarf loftnet á þaki hvers húss, annað viö sjón- varpiðogsvotextatæki sem velur þann texta sem viðkomandi vill lesa. Starfsmenn sænska sjónvarps- ins hafa bent á að textun á einu máli kosti milli 50 og 60 miljónir sænskra króna á ári, en aðeins önnur sænska stöðin notaöi á sið- Framhald á bls. 13 Hlé á viðrœðum ASÍog VSI: Skoða stöðuna Viöræðunefndir Alþýusam- bandsins og Vinnuveitendasam- bandsins ákváðu I gær að gera hlé á fundum slnum til mánudagsins 18. ágúst kl. 14. Báðir aöilar töldu sig þurfa tlma til þess að meta að- stæöur eftir að fram eru komin samkomulagsdrög i viðræöum rikisins og opinberra starfs- manna. — þm Kovalenko fær land- vistarleyfi Sovéski sjómaðurinn Viktor Kovalenko sem hingað kom I sið- ustu viku hefur nú fengið dvalar- leyfi á tslandi I þrjá mánuði. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti útlendingaeftirlitinu I gær að dómsmálaráðherra heföi fallist á að veita Kovalenko landvistar- leyfi. Kovalenko var skipsverji á tog- aranum Kharovski sem hingað kom I vikunni sem leið. Þegar að kvöldikom skilaði Kovalenko sér ekki til skips, en hafði samband við islensk yfirvöld og bað um hæli sem pólitiskur flóttamaður. Það mál verður kannað nánar, en hér mun hann dvelja fyrst um sinn. —ká Hækkunar- beiðnum enn frestad A fundi rikisstjórnarinnar I fyrradag var rætt um hækkunar- beiðni frá Rikisútvarpinu og Hitaveitu Reykjavikur. Málin voru ekki afgreidd, en væntan- lega er ekki langt að biöa úrslita. Gjaldskrárnefnd hefur mælt með þvl að beiöni Rikisútvarpsins um 25% hækkun afnotagjalda verði samþykkt og lagði meiinta málaráðherra máliö fyrir rikis- stjórnina. Hitaveitan fer fram á um 60% hækkun. gjaldskrár sinn- ar, en trúlegt þykir að sú beiðni verði skorin talsvert niöur. — ká

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.