Þjóðviljinn - 14.08.1980, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 14.08.1980, Blaðsíða 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimnitudagur 14. ágúst 1980 Fimmtudagur 14. ágúst 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Það er undarlegt en satt að fólk veröur ónæmt fyrir umhverfi sínu. Við æðum áfram i dagsins önn og gefum okkur ekki tima til að dást að öllu þvi sem gleöur augaö i kringum okkur. Það er helst veðrið, sólin og gróðurinn sem fær fólk til að staldra við, andvarpa og segja: mikið er þetta nú fallegt. Þaö er bara svo margt annað sem setur svip sinn á umhverfið, allt þetta sem ber fyrir augu á hverjum degi, en við sjáum bara alls ekki. Á bæjarrölti einn daginn fórum við Ella ljósmyndari allt i einu að velta fyrir okkur myndastyttum. Það eru styttur út um allt, en eftir hvern og af hverju eða hverjum eru þær? Allar þessar styttur eiga sina sögu en hver er hún? Úr þessum vangaveltum varð heil gönguferð um borgina i leit að styttum. Samkvæmt skrá borgarinnar er 61 höggmynd á almannafæri i borginni, eftir 24 höfunda. Þar eru á meðal mannamyndir, tákn- rænar myndir, minnismerki og listaverk sem hver og einn getur túlkaö að eigin vild. Það kannast allir við karlana sem trjóna á sin- um stöllum, kapparnir Ingólfur á Arnarhól, Leifur heppni á Skóla- vöröuholtinu, Hannes Hafstein og Kristján konungur 9. fyrir fram- an Stjórnarráðið og skáldin okkar sem flest eru i görðum innan um fugla og blóm, alveg i samræmi viö þá rómantisku mynd sem um- vefur þjóðskáldin. Við hófum gönguna á Austur- velli þar sem hann Jón Sigurðs- son horfir til Alþingishússins. Einu sinni heyrði ég Sverri Kristjánsson segja frá þvi að þessi mynd af Jóni væri táknræn að þvi leyti að hann snéri andliti mót lögg'jafarsamkundunni. Karlar eins og Bismarck hinn þýski snúa baki við þinginu, enda fór hann sinar eigin leiðir, lýðræði kom honum ekki við. En Jón stendur þarna beinn og ber höfundi sinum vitni, ,,karl- mennskan” sem einkennir verk Einars Jónssonar myndhöggvara leynir sér ekki i styttunni af Jóni. Glæsimennskan lýsir af honum, enda var Jón kallaður ,,den smukke Sivertsen” al' dansk- inum, þó honum hafi jafnan verið hampað fyrir aðra eiginleika,sem betur fer. Við Tjörnina stendur annar stjórnmálaforingi, Ólafur Thors, forystumaður ihaldsins um ára- bil. Hvað sem um hann má segja sem stjórnmálamann, sem þótti bæði fyndinn og skemmtilegur, þá finnst mér staðsetning stytt- unnar bera vott um þann þanka- gang sem lengi einkenndi ihaldið i Reykjavik, að Reykjavik væri þess eign og ihaldsforingjar ættu aö trjóna i hjarta borgarinnar. Skammt frá ólafi stendur þýski björninn, gjöf frá Berlinarborg. Þessi bangsi hefur löngum vakið forvitni mina og ekki siður áletr- unin, Berlin 2380km. Skýringin liggur i þvi að þeir Berlinarbúar gefa svona styttur til allra borga og minrta þannig stöðugt á tilvist sina. Hljómskálagarðurinn er fram- undan og þar eru nokkur verk sem vert er að geta. Þarna er hann Jónas blessaöur, ákaflega raunmæddur að sjá, enda hafa dúfur sýnt honum litla kurteisi aö undanförnu. Það er einhver raunasvipur á honum, likt og hon- um leiðist.en efhann gæti hlustað á það sem fram fer á bekknum þar hjá, myndi sennilega hýrna yfir honum, þvi þar er oft þaulset- inn bekkurinn og mikið spjallað. Skammt frá Jónasi er annaö stórmenni af islenskum uppruna. Myndhöggvarinn Bertel Thor- valdsen stendur þungt hugsi með meitilinn i hendi og styður sig viö eina styttuna sina. Thorvaldsen gerði sjálfur þetta verk, stillinn minnir á griskar höggmyndir, enda sótti hann fanga til hefða Grikkja og Rómverja. lslending- ar reyna alltaf að minna á það að Thorvaldsen hafi verið hálfur ts- lendingur, en illar tungur draga það i efa og eru með einhverjar gróusögur um móður hans, Við hlustum auðvitað ekki á slikt. Við höldum næst inn i Hallar- garðinn við Frikirkjuveg 11. t horni garðsins stendur guðinn Adonis með bráð sina, Thorvald- sen er enn á ferðinni og mun þessi stytta vera sú elsta i eigu Reykjavikurborgar. Höggmyndasmiður af annarrri kynslóð á litla og fallega styttu fyrirframan Kvennaskólann, hún heitir Soffia og er eftir ólöfu Pálsdóttur. Ofar i garðin- um eru Piltur og Stúlkasem gerð er af Asmundi Sveinssyni. Við látum auðvitað margar styttur fram hjá okkur fara, reynum að gefa þeim auga sem eru fallegar fyrir augað og koma vel út á myndum, en það er ekki þar með sagt að þær séu betri listaverk. Stefnan er nú tekin þvert yfir Tjörnina að gamla kirkjugarðin- um við Suðurgötu. Þar á mótum Hringbrautar og Suðurgötu er ein frægasta stytta Einars Jónsson- ar, Otlaginn. Maðurinn sem brýst áfram með konuna á bakinu, barnið i fanginu, staf sér við hönd og hund við hlið,( „Visitölufjöl- skyldan”).Þessi mynd er eins og tákn um lifsbaráttuna sem háð var hér á landi um aldir og það er einhver þrjóska sem minnir á Bjart i Sumarhúsum og lifshlaup hans. 1 gamla kirkjugaröinum eru alls konar minnismerki, en það er sláandi hvað þau eru öll gamal- dags, myndir af englum i róman- tiskum stil, mannamyndir og styttur af börnum, sem væntan- lega eiga að minna á lifið:ég lifi og þér munuð lifa. En það er ekki lengur til göng- unnar boðið, vð þurfum að hafa hraðann á, það er komin helli- demba. Að lokum leggjum við leið okkar i þann sælureit sem kenndur er við Laugardalinn. 1 grasgarðinum leynist paradis og þrátt fyrir úrhelli er garðurinn fagur á að lita. Þarna heíur verið komið fyrir tveimur styttum eftir Asmund Sveinsson.hvor annarrri fegurri: Móðir jörð og Systurnar. Það glampar á þær i regninu, það er einhver kraftur yfir þessum konum, allar bera þær lifinu vitni. Við eigum enn eftir að skoöa fjöldan allan af höggmyndum, hingað til hafa verk eldri lista- manna orðið á leið okkar, en verk hinna yngri veröa að biða betri tima. Það er vinnudagur fram- undan og eins gott að komast i hús meðan enn er á okkur þurr þraö- nr. — ká Texti: ká Myndir: Ella Guðinn Adonis stendur I garðinum við Frlkirkjuveg 11. Styttan er elsta höggmyndin I eigu Reykjavikur, gerð af Thorvaldsen. Systurnar eftir Ásmund Sveins- son. Thorvaldsen,frægasti myndhöggvari Dana (og tslendinga) á 19. öld,stendur á stalli slnum I Hljómskála- garðinum. Sjálfsmynd. Þessi drengur sem greinilega til- heyrir 19. öldinni situr á leiöi einu I gamla kirkjugaröinum. Jónas er heldur dapurlegur á að lfta þar sem hann stendur einn I Iiljómskálagarðinum. Hvað er nú orðiö okkar starf i sexhundruð sum- ur.... Otlaginn eftir Einar Jónsson,tákn lifsbaráttunnar og þrautseigjunnar. Rómantiskar myndir einkenna myndverk i gamla kirkjugarðin- um, þar situr þessi stúlka sem sennilega er af englakyni. Rómantík og lífs- kraftur Móðir jörö eftir Asmund Sveinsson. í styttum bæjarins á daaskrá Þaö veröur seint hægt aö reikna þaö út, að skólarnir og sjúkrahúsin skili rekstrarlegum aröi, en þaö eru fleiri sjónar miö sem gilda og sannast sagna ósmekklegt að hugsa til þess meö tilliti til arðsemi, hvort maöur fær sjúkrahjálp eöa ekki. Erlingur Siguröarson: Minni samneysla er ekki kjarabót Þessa dagana eru liklega flest- ir að fá i hendur skattseðlana sina. Ef að likum lætur má búast við samstilltu skattpiningar- kveini ihaldsaflanna og þeirra sem láta ánetjast af undarlegum hljóöum þeirra. Margt af þvi er raunar hið grandvarasta fólk, en skammsýnt og auöæst þegar það horfir á tölurnar á seðlinum. Sér- staklega er vert að benda tekju- lágu fólki á, að það er ekki i þess þágu þegar rætt er um skatta- lækkanir, þvert á móti er það söngur þeirra með breiðari bökin sem er ámáttlegastur og hags- munir þeirra sem einkum er hug- sað um. Það kvað þvi við einkennilegan tón i aprilsiðast liðnum þegar at- vinnurekendavaldið á tslandi eignaöist bandamenn i Verka- mannasambandinu með ályktun sem þar var gerð um aö skatta- lækkanir væru besta kjarabótin. Hér er grunnur tónn sleginn úr röðum launafólks, þótt ýmislegt misviturlegt hafi svo sem áður heyrst þaðan, þegar skattamál hafa verið til umræðu. Sú verka- lýðshreyfing sem vill skera niöur samneyslu þegnanna, og ganga erinda hinnar brjáluðu einka- neyslu er á villigötum. Sam- þykktir af áðurgreindu tagi eru aðeins til þess að ganga erinda burgeisanna i landinu, sem löng- um hafa komist hjá að gjalda sitt. Það er eðlilegt að almenningi sviði sárt að sjá misréttið i fram- kvæmd skattalaga. En það stoðar litt að gefast upp og heimta af- nám t.d. tekjuskatts vegna galla i framkvæmd. Þvert á móti á að krefjast þess að hann gegni þvi hlutverki sinu að verða tekjujöfn- unarskattur sem leggist meö auknum þunga á þá sem betur mega sin. Annars er tekjuskattur ekki fyrirferðameiri en svo þegar taldar eruallar tekjur rikisins, að auövelt er fyrir það aö bæta sér afnárn hans upp á öðrum sviðum. Spurningin er aðeins hvort skatt- heimtan skuli vera bein eins og með tekjuskatti eða óbein eins og t.d. meö söluskatti sem alltaf hækkar, enda þótt fáir heyrist kvarta yfir þvi. Menn fá hann nefnilega aldrei útreiknaðan sér- staklega á seðli né sérreiknaðan við kassann þegar þeir kaupa hlutina sökum falskrar verö- merkingar sem hefur hann inni- falinn. Óbeinu skattarnir koma harð- ast niður á þeim sem mest þurfa sér til viðurværis, enda þótt sölu- skatturinn hafi verið afnuminn af brýnustu nauðsynjum til matar. Meö þeim er raunar hægt að skattleggja ýmsa óþarfa eyöslu en eigi að siöur hljóta þeir að koma mun harðar niður á stórum fjölskyldum en smáum, jafnvel þótt barnabætur komi i mót. En hvaöa aðferð sem höfö er viö skattheimtu rikisvaldsins og sveitarfélaganna er markmið hennar eitt og hið sama — að standa undir sameiginlegum framkvæmdum og rekstri þjóðar- innar á stofnunum sinum. Þótt framkvæmdin sé misviturleg hlýtur þessi sameiginlegi rekstur aö vera nauðsyn, og það hlýtur að vera skoðun sósialista aö sam- neysluna skuli auka á kostnað einkaneyslu verðbólguþjóðfé- lagsins. Menn veröa aö gera sér grein fyrir hvar þeir vilja byrja ef þeir i kjölfar skattalækkana vilja skera niður samneysluna. A að lækka framlög til heilbrigöis- og trygg- ingamála sem nú nema þriðjungi af rikistekjunum? Er það kjara- bót fyrir launamanninn að gjalda meira fyrir læknishjálp og sjúkrahúsdvöl, eða skeröa elli- og örorkulifeyri? Að sjálfsögðu ekki, þvert á móti hefur það löngum þótt sjálfsagt baráttumál jafn- réttissinnaðra manna að gera heilbrigöisþjónustu sem ódýrasta og tryggja mönnum lifeyri. A þá að minnka framlög til menntamála, sem nú nema f jórð- ungi af fjárlögum? A aftur aö gera nám að sérréttindum þeirra sem meira fé hafa handa i milli og ala upp nýjan embættis- mannaaðal i erfðastétt? Þrátt fyrir ýmsa ágalla verður þvl ekki neitaö að undanfarin ár og ára- tugi hefur þróunin verið hröö i átt til aukins jöfnuðar i menntakerf- inu, þótt enn hafi ekki náöst jafn- rétti til náms. Varla veröur þaö launamönnum til framdráttar að þrengja kost barna sinna til að njóta þeirra sjálfsögöu réttinda sem menntun er. Það veröur seint hægt að reikna þaö út aö skólarnir og sjúkrahúsin skili rekstrarleg- um aröi, en það eru fleiri sjónar- miö sem gilda og sannast sagna ósmekklegt aö hugsa til þess með tilliti til arösemi,hvort maöur fær sjúkrahjálp eða ekki. Akureyri 3. ágúst 1980 Erlingur Sigurðarson frá Grænavatni erlendar bækur Éarly Christian and Byzantine Art. John Beckwith. The Pelican History of Art. Penguin Books 1979. Höfundurinn er safnvöröur viö Victoria and Albert Museum, sér- grein hans er miöaldavefnaður og útskuröur. Hann hefur sett saman bækur varðandi sérgrein sina og miðaldalistir. List frumkristninn- ar og byzönsk list eru greinar sem mikil ástundun hefur verið lögö á, einkum á þessari öld. Mat manna á þessum greinum hefur gjör- breyst frá þvi sem var og fjöldi rita hefur verið skrifaöur varö- andi þessar listgreinar. Pelican listasagan gerir þessu efni góö skil m.a. meö þessu riti. Ghosts of North-West England. Pcter Underwood. Fontana/Coil- ins 1978. Peter Underwood er mikill dul- hyggjumaöur. Hann er forseti Drauga-klúbbsins, sem var stofn- aöur 1862, einnig starfar hann i sálarrannsóknarfélaginu,er meö- limur i Drakúla-félaginu og þjóð- fræöafélaginu. Hann hefur stund- aö draugarannsóknir svo og sál- arrannsóknir og hefur verið viö- staddur djöflaútrekstur. Hann á mikið safn fyrirburðasagna bæði frá flestöllum héruöum Bret- landseyja og einnig frá öörum löndum. Hann er einnig áhuga- maöur um fjarsýni, fjarheyrnir, dáleiöslu og flestar þær greinar sem dulhyggjumenn hafa áhuga á. Oft er kallað á hann þegar óskiljanlegir fyrirburöir eiga sér staö og þeir hjá BBC og ITV leita oft til hans varöandi dularfull fyrirbrigöi. Hann hefur sett sam- an og gefið út nokkrar bækur um þessi efni. I þessari bók eru frásagnir frá fyrstu hendi af undarlegum fyrir- burðum sem átt hafa sér staö 1 ibúöarhúsum, á sveitasetrum, prestsetrum, veitingahúsum, kvikmyndahúsum og sjúkrahús- um. Einnig segir hér frá ókenni- legu sveimi litt skilgreinanlegra vera viö vötn og úti á viöavangi. í einni frásögninni getur um spor eftir draug. Höfundur segir aö fjölbreytileiki sagnanna sé meiri en hann geröi sér vonir um i fyrstu, þegar hann tók aö viöa aö sér efni til bókarinnar. Hér getur ekki aöeins fornra spögelsa, heldur einnig nýrra. Sögurnar eru sumar hrollvekjur og eru mismunandi aö lengd og gæöum, eins og gerist. Þetta er einkar fróöleg bók um þá heima scm flestum eru huldir og á höf- undurinn þakkir skiliö fyrir aö hafa tekiö hana saman. Myndir eru birtar af ýmsum húsum þar sem getur spögelsa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.