Þjóðviljinn - 27.08.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.08.1980, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 27. ágúst 1980 Flensborgarskóli verður settur mánudaginn 1. september kl. 10 árdegis. Nemendatöflur verða af- hentar að skólasetningu lokinni og tekið við greiðslum nemendagjalda kr. 15000. Kennarafundur verður i skólanum siðdeg- is. Nemendur i 9. bekk eiga að koma i skól- ann mánudaginn 8. september kl. 1. Skólameistari. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða SENDIL til starfa allan daginn, sem fyrst. Nánari upplýsingar verða veittar hjá starfsmannadeild. Sveitarstjóri Starf sveitarstjóra i Skútustaðahreppi er laust til umsóknar. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, auk launakrafna sendist skrif- stofu sveitarfélagsins, Múlavegi 2, Mý- vatnssveit fyrir 8. september. Nánari upplýsingar veittar i sima 96-44163. Fóstrur óskast til starfa sem fyrst að leik- skólanum við Fögrubrekku, simi 42560, og dagheimilinu við Hábraut, simi 41565. Félagsmálastofnun Kópavogs. Blikkiðjan Ásgarði 7, Garðabæ onnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SÍMI53468 Umsjónarnefnd eftirlauna tilkynnir: Skrifstofan er flutt aö Suðurlandsbraut 30, 3. hæð, 105 Reykjavík. Nýtt símanúmer er 84113. Siinimi er 81333 DJOBVIUINN MINNING Sigurvin Þorsteinsson írá Vesturhúsum, Vestmaunaeyjum Sigurvin var fæddur að Vest- urhúsum 5. janúar 1950. Foreldr- ar: borsteinn Ólafsson frá Duf- þaksholti, Hvolhrepp (dáinn I april 1967). Gislný Jóhannsdóttir frá Efri Vatnahjáleigu, A-Land- eyjum, Sigurvin var 14. af 16 börnum þeirra hjóna. Mér varð eins og Njáli forðum, ég lét segja mér tiðindin þrisvar áður en trúöi, þá ég frétti lát vin- ar mins.Sigurvins. Skuld VE 263 var á lúðuveiðum með haukalóö. A fimmtudags- morgun 10. júli sl. fór að hvessa af suðvestri og hættu menn veiðum og héldu sjó. Var báturinn þá 14—15 mflur sv. af Geitahliö. Kl. 13.15 fengu þeir brotsjó á sig. Þar fóru þeir niður með bátnum, Sigurvin og Gisli Leifur Skúlason. Tveir komust af og var bjargað eftir hrakninga. Sigurvin, Leifur, Kiddi i Brekkuhúsi og Óli á Hvoli skip- stjóri voru nýlega búnir að kaupa bátinn og varð sú útgeröarsaga þar með öll. Þeir félagar höfðu bundiö miklar vonir við þessi bátakaup. Sigurvin var búinn að vera á mörgum bátum hér i Eyjum ásamt togurum. Hann gjörþekkti öll veiðarfæri sem í sjó fara. Allt- af fylgdi Sigurvin fiskur á hvaöa fleyi sem hann var. Hann var að dómi félaga sinna einhver sá allra duglegasti og ósérhlifnasti maður sem á sætrjám hefur flot- ið. Sá bátur sem Sigurvin var sið- ast á, áður en þeir keyptu Skuld- ina, var Bylgja VE, skipstjóri Matthias Óskarsson. Haft var eft- ir honum, að þar þyrfti tvo sem Sigurvin stóð einn við að Isa niður i lestina. Hann keypti húsið Hásteinsveg 33 fyrir 4 árum. Lét hann lyfta risinu og breyta á sinn hátt, skemmtilega mjög. Var hann búinn að tala mikið um hversu hann ætlaöi að gleöja félaga sina með heimboðum og risnu mikilli. Honum entist ekki aldur til þess. Einn af þessum sonum íslands sem falla fyrir Ægi konungi á besta aldri. Ég veit aö ég mæli fyrir sjó- menn og alla vini hans hér i Eyj- um er ég sendi aldraðri móður hans kveðju héðan og segi: Þar áttir þú góðan dreng. Almættiö mildi sorg móður, bræðra og systra. Blessuð sé minning þin, Sigurvin. Far þú I friði. Sigurður Sigurðarson frá Vatnsdal. Dr. Hallgrimur Helgason heiðraður Þann 27. júni fór fram á vegum háskólans i Kiel,viö hátiðarathöfn I ráðhúsi Lubeck-borgar, afhend- ing Henrik-Steffens-verðlauna 1980. Samkvæmt einróma ákvörðun verðlaunaráðs hlaut þau nú dr. Hallgrimur Helgason. Forseti háskólans, próf. dr. Gerd Griesser, ávarpaöi boðs- gesti i þéttskipuðum áheyrnarsal ráðhússins, sem raunar er glæsi- leg bygging frá 13. öld. Rakti hann lauslega sögu þessara verö- launa, sem m.a. Gunnar Gunnarsson rithöfundur, fyrstur Islendinga, hefði fengið áriö 1937. Þá las hann upp skrautritað heiðursskjal til handa dr. Hall- grimi og afhentihonum verðlaun- in, veitt „I viðurkenningarskyni fyrir viötækt starf hans sem músíkvisindamaður og tónskáld, og fyrir mikilsverða kynningu hans á islenskum tónmenntum viðsvegar i Evrópu og Norður- Ameriku, i ræðu, riti og á konsertum, — aö öllu samanlögöu framúrskarandi afrek, sem hafa munu varanlegt gíldi fyrir menn- ingu Islands og norrænna þjóða.” Þar næst flutti próf. dr. Fried- helm Krummacher, forstöðu- maður múslkvlsindastofnunar háskólans, aðalræöuna (Laudatio) sem rökstuðning fyrir verölaunaveitingu. Lýsti hann æviverki dr. Hallgrims og lagði megináherslu á tryggð viö þjóð- legan arf, sem væri allsherjar- grunntónn i fjölda verka hans, bæði sem frumskapandi lista- manns og visindamanns, en einmitt þess vegna hefði hann náð sterkum hljómgrunni á alþjóðleg- um vettvangi. Tónsmiðar hans, með traustu og séreiginlegu höf- undarhandbragði, maricaðar stH- einkennum nýklassiskrar stefnu (Neoklassizismus), hafi brotið is- inn fyrireftirfylgjandi möguleika alþjóðlegrar framúrstefnu (Avantgarde). Um visindastarf dr. Hallgrims sagði próf. Krummacher, að með kerfisbundinni greiningu á laga- foröa rimnakveðskapar (Helden- lied) hefði hann lagt fram veiga- mikinn skerf rannsókna, sem væntanlega myndu reynast mikilvæg stoð fyrir komandi sér- fræðinga. — Með hljómsveitar- starfi siðan á æskuárum og með stjórnaraöild sinni að stofnun margra félagssamtaka, kóra og útgáfufyrirtækja hafi hann stuðl- að verulega að uppbyggingu is- lensks músflriifs, auk starfa sinna Forseti háskólans i Kiel, próf. dr. Gerd Griesser, afhendir dr. Hall- grlmi Helgasyni skrautritað heiðursskjal Henrik-Steffens-verðlauna I hátiðarsal ráðhússins f Ltfbeck. 1 áheyrnarsal ráöhússins i LObeck við afhendingu Henrik-Steffens-verðlauna 1980. i fremstu röö eru frá v. til h.: forseti borgarstjórnar Ltibeck, Pohi-Laukamp, frú dr. Toepfer, dr. Alfred Toepfer, formaður stofnunarráðs F ynja Gerda Erdödy, borgarstjórinn maður Norðmanna I Hamborg, A. sem ritstjóri, rithöfundur, gagn- rýnandi og háskólaprófessor i Evrópuog Ameriku. — A6 siöustu sagði próf. Krummacher: „Heildaryfirsýn unninna verka leiðir rök að þökk, virðingu og viöurkenningu fyrir ævistarf Hallgrims Helgasonar.” Að lokinni ræðu próf. Krummachers tók dr. Hallgrimur til máls, þakkaði sér auðsýndan .V.S. I Hamborg, dóttir hans, greif- I LWbeck, W. KnUppel og aðalræðis- Smith-Meyer. heiður og flutti ýtarlegt erindi, „Islenska tónskáldið Jón Leifs og hugmynd hans um þjóðlegan skóla.” Kom hann viða við og „opnaði mörgum áður ókunnan, nýjan heim.” Var máli hans frá- bærlega vel tekið af áheyrendum, en meðal þeirra voru sendiherra Islands i Bonn, Pétur Eggerz, borgarstjórinn i Líibeck, forseti Framhald á bls. 13 Hlaut Henrik-Steffens verðlaun Kielarháskóla *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.