Þjóðviljinn - 02.10.1980, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 2. október 1980. ÞjóÐVlLJÍINN — SIDA 5
Stríðið milli íraks og írans
Sameigin-
legur ótti
risavelda
Það virðist nokkuð útbreidd skoðun, að með innrás
sinni í íran hafi stjórn íraks viljað ná á sem allra
skemmstum tima þeim sigri sem hún keppir eftir, en
vilji á hinn bóginn forðast langvarandi styrjöld. Og þá
verður þarnæst á dagskrá i túlkun atburða, að þessi á-
form séu nú að mistakast vegna þess að íransher hafi
reynst harðari í horn að taka en búist var við — ekki
sist hafi geta flughersins verið vanmetin, en hann
gerði m.a. loftárásir á Bagdad í fyrrinótt.
Meðan hlé er á vopnaviöskiptum; irakskur hermaður með fjöl-
skyldu sinni i Basra.
Fregnir þær sem á hverjum
degi berast frá styrjaldar-
svæðum eru mótsagnakenndar:
það sýndist t.d. ekki ljóst enn i
gær, hvaða borgir i tran hefðu
til þessa fallið i hendur traks-
hers. Hitt er svo ljóst, að loft-
árásir, m.a. á höfuðborgirnar
og oliuvinnslusvæðin helstu,
gera striðið afar dýrkeypt.
Má lamiðlun
var hafnað
Múhameðsk riki hafa sýnt
ýmsan lit á að vilja ganga á
milli styrjaldaraðila, einkum
hefur Zia ul-Haq, forseti Pakist-
ans.haft sig i frammi. En siðast
i gær visaði Khomeini erki-
klerkur þvi yfir að ekki væri við
traki að semja fyrr en þeir væru
aftur komnir heim yfir sin
landamæri og þvi getur enn
orðiö langt i að friður komist á
fyrir botni Persaflóa. transkir
hershöfðingjar keisarans, sem
nú eru i útlegð, hafa hvergi
sparað að láta i ljós vonir um
að styrjöldin leiði til þess að
klerkaveldi Khomeinis og ann-
arra ajatolla hrynji i tran, og
liklegt er að Saddam Hussein
traksforseti sé á sömu buxum.
Eins og áður hefur veriö fram
tekið i fréttaskýringum hér i
blaðinu um þessi mál, hefur
Sadam Hussein ákveðið að not-
færa sér óvissuástand i tran og
alþjóðlega einangrunlandsinstil
að gera með hervaldi tilkall til
forystuhlutverks i hinum ara-
biska heimi. Hann veit hve mjög
hann er bundinn af vissum að-
stæðum og tima — m.a. af þeirri
Sumar fréttir segja að enn sé
barist um Khorramshahr og
Abadan — aðrir að Iraksher sé
kominn alla leið til Ahwaz sem
er 80 km frá landamærunum.
staðreynd aö önnur riki, sem
hyggðu á eitthvaö svipað,eru nú
af ýmsum ástæöum úr leik —
bæði Egyptaland, Saudi-Arabia
og Sýrland.
Eiga mikið í húfi
Meðan aðrir hlutir og stærri
gerast ekki er rétt aö vikja
nokkru nánar aö þeirri sér-
kennilegu stöðu að risaveldin
tvö reyna bæði að forðast að
dragast inn i átökin — einmitt
vegna þess hve mikið þau eiga i
raun i húfi.
I fyrstu umferö sýnast það
vera Bandarikin sem eiga mest
að óttast. Ef styrjöldin leiddi
til þess siðar meir að oliuflutn-
ingar út úr Persaflóa stöðvuð-
ust, þá kæmi slik uppákoma
fyrst og fremst niöur á helstu
bandamönnum Bandarikjanna i
Vestur-Evrópu og Japan.
Samt sýnist ekki vera sérstök
ástæða til þess að Sovétmenn
fagni yfir erfiðleikum keppi-
nauta sinna. I fyrsta lagi vegna
þess, að ef striðiö leiðir til svo
mikilla breytinga við Persaflóa,
aö Bandarikjamönnum finnist
hinu fræga valdajafnvægi rask-
að, þá aukast likur á beinum á-
rekstrum risanna og þaö þurfa
þeir að foröast.
t annan stað eru Sovétmenn i
nokkurri klemmu meö sam-
skipti sin við Arabariki og
granna þeirra. Sovétmenn vilja
koma i veg fyrir að samskipti
þeirra við byltingarstjórnina i
iran versni. Þau geta ekki bæði
notið einhvers góðs af þeim ó-
sigri Bandarikjanna sem fall
keisaraveldisins var og tekið
upp fjandskap við hina nýju
valdhafa i Teheran. En eitthvað
i þá veru getur gerst vegna þess
að Sovétmenn eru bundnir vin-
áttusamningi frá 1972 við
stjórnina i Bagdad. Mjög mikið
af vopnum Irakshers koma frá
Sovétrikjunum. Þvi er það svo,
að ef striðið dregst á langinn
þurfa Irakir varahluti frá
Sovétrikjunum til að halda her
sinum gangandi,og ef þeir fá
slikar vopnasendingar er hætt
við að mjög mundi kólna milli
Irans og Sovétrikjanna.
Sovétmenn hafa þvi til þessa
reynt að forðast að gera nokkuð
i þessum málum — en saka
Bandarikin hinsvegar fyrir að
þau reyni að notfæra sér á-
standiö.
Vesturveldin hafa nú fengið
eina huggun frá transstjórn:
yfirlýsingu um aö oliuflutningar
um Hormuzsund verði ekki
stöðvaðir . En enn er beðið eftir
þvi hvaða skilning Sovétmenn
vilja leggja i samninga sina við
trak; þeir munu þá ekki sist ótt-
ast það, að á sama veg kunni að
fara og i Egyptalandi sem
einnig var tengt Sovétrikjunum
sérstökum vináttusamningi allt
til 1973, en er nú helstur erind-
reki Bandarikjanna i arabisk-
um heimi, vegna þess að
Egyptum þóttu Sovétmenn ekki
fá þeim þau vopn sem dygðu
gegn tsrael. áb.
Rommí spilað
aftur í Iðnó
t kvöld, þ. 2. október, verður
fyrsta sýningin á bandariska
verðlaunaleikritinu Rommi eftir
D. L. Coburn á nýbyrjuðu leikári
Leikfélags Reykjavikur. Leikritið
er tekið til sýningar frá fyrr-a
leikári. Það var frumsýnt i mai
s.l., en var þá einungis sýnt fyrir
fastagesti leikhússins. Sýningin
hlaut i vor einstaklega góðar við-
tökur og blaðaummæli, og þóttu
þau Sigriður Hagalin og Gisli
Halldórsson bæði fara á kostum i
hlutverkum sinum. Jón Sigur-
björnsson er leikstjóri sýningar-
innar, Jón Þórisson gerði leik-
mynd, Daniel Williamsson sá um
lýsingu, en þýðinguna gerði
Tómas Zöega.
Sagnfrœðirannsóknir
E. Lönnroth
flytur fyrir-
lestur í dag
Erik Lönnroth prófessor
frá Gautaborg flytur fyrir-
lestur i boði Sagnfræðistofn-
unar Háskóla tslands og
Sagnfræðingafélags tslands i
dag kl. 17:15 i stofu 201 i
Arnagarði um norræna sam-
vinnu á sviði sagnfræðirann-
sókna.
Erik Lönnroth er meðal
þekktustu sagnfræöinga á
Norðurlöndum og hefur ritað
fjölmargt sem varðar
Norðurlandasögu bæði frá
miðöldum og siðari öldum.
Hann hefur auk þess verið
virkur i norrænu og evrópsku
samstarfi um húmaniskar
rannsóknir um árabil.
Ollum er heimill að-
gangur.
Sigriður Hagalin og Gisli Hall-
dórsson i hlutverkum sinum i
Rommi.
Leikurinn gerist á elliheimili i
Bandarikjunum. Roskinn maður,
sem er búinn aö vera vistmaður i
rúma 2 mánuði er staddur úti á
verönd og hittir þar konu, sem er
tiltölulega nýkomin. t fyrstu ræð-
ast þau við i glettni um sambýlis-
fólkið, aöstöðuna á heimilinu,
mataræöið og heilsufar, skiptast
á almennum athugasemdum um
atburði liðandi stundar, segja frá
fjölskyldum sinum og gefa hvort
öðru (sina eigin!) skýringu á þvi,
hversvegna þau hafi hafnaö á
elliheimilinu. Hann er ákafur
spilamaður, en hún hefur ekki
snert á spilum i áratugi. Hann
tekur þvi að sér að hressa upp á
spilakunnáttu hennar, og þau
byrja að spila rommi. Þrjár
helgar i röð spila þau rommi i si-
bylju, og eftir þvi sem umferðun-
um fjölgar opinbera þau sig æ
betur hvort fyrir öðru. Og undir
lokin er ljóst, að leikritið fjallar
ekki eingöngu um aldrað fólk eða
gamalmenni, heldur fyrst og
fremst um manneskjur.
Umboðsmenn Þjóðviljans
Alftanes: Sæbjörg Einarsdóttir, Brekkubæ , s. 52311. tsafjörður: Lóa Guðmundsdóttir, Fjaröarstræti 2, s. 94-3834.
Akranes: Jóna K. Olafsdóttir, Garðabraut 4, s. 93-1894. Keflavik: Eygló Kristjánsdóttir, Dvergasteini, s. 92-1458.
Akureyri: Haraldur Bogason, Norðurgötu 36, s. 96-24079. Neskaupstaður: Ingibjörg Finnsdóttir, Hólsgötu 8, s. 97-7239.
Borgarnes: Sigurður B. Guðbrandsson, Borgarbraut 43, s. 93-7190, 7122. Njarðvlk: Sigurbjörg Kristjánsdóttir, Brekkustig 29, s. 92-3424, 2807.
Blönduós: Matthildur Guðmundsdóttir, Félagsheimilinu, Húnabraut 6, s. 95-4258. Ólafsfjörður: Agnar Viglundsson, Kirkjuvegi 18, s. 96-62297 , 62168.
Bolungarvik: Bjamveig Samúelsdóttir, Völusteinsstræti 1, s. 94-7317. ólafsvik: Kári Konráðsson, Olafsbraut 50, s. 93-6216.
Dalvik: Þóra Geirsdóttir, Hjarðarslóð 4 E. Patreksfjörður: Vigdis Helgadóttir, Sigtúni 8.
Egilsstaðir: Páll Pétursson, Arskógum 13, s. 1350, 1210. Raufarhöfn: Sigurveig Björnsdóttir, Asgarði 5, s. 96-51194.
Eskifjöröur: Hrafnkell Jónsson, Fossgötu 5, s. 97-6160. Reyðarfjörður': Arni Eliasson, Túngötu 5, s. 97-4263.
Eyrarbakki: Pétur Gislason, Gamla-Læknishúsi, s. 99-3135. Sandgerði: Guölaug Cuðmundsdóttir, Brekkustig 5, s. 92-7587.
Fáskrúðsfjörður: Hjálmar Heimisson, Hliðargötu 45, s. 97-5289. Sauðárkrókur: Friðrikka Hermannsdóttir, Hólmagrund 22, s. 95-5245.
Garöur: Maria Guöfinnsdóttir, Melabraut 14, s. 92-7153. Selfoss: Þurfður Ingólfsdóttir, Hjarðarholti 11, s. 99-1582.
Grindavik: Kristin Þorleifsdóttir, Hvassahrauni 7, s. 92-8324. Seyðisfjörður: Ragnhildur B. Amadóttir, Gilsbakka 34, s. 97-2196.
Grundarfjörður: Guðlaug Pétursdóttir, Fagurhólstúni 3, s. 93-8703. Siglufjörður: Hlööver Sigurðsson, Suðurgötu 91, s. 96-71143.
Hella: Guömundur Albertsson, Geitasandi 3, s. 99-5830, 5909. Skagaströnd: Eðvarð Hallgrimsson, Fellsbraut 1, s. 95-4685.
Hellissandur: Svanbjörn Stefánsson, Munaðarhól 14, s. 6688, 6637. Stokkseyri: Frfmann Sigurðsson, Jaðri, s. 99-3215, 3105.
Hrisey: Guðjón Björnsson, Sólvallagötu 3, s. 96-61739. Stykkishólmur: Kristin Oskarsdóttir, Sundabakka 14, s. 93-8205.
Húsavik: Inga Sara Benediktsdóttir, Alfhóli 7, s. 41223. Súgandafjörður: Þóra Þórðardóttir, Aðalgötu 51, s. 94-6167.
Hvammstangi: Eyjólfur R. Eyjólfsson, Strandgötu 7, s. 95-1384. Vestmannaeyjar: Edda Tegeder, Hrauntúni 35, s. 98-1864.
Hverageröi: Lilja Haraldsdóttir, Heiðarbrún 51, s. 99-4389. Vopnafjörður: Hámundur Björnsson, Fagrahjalla 15, s. 97-3253.
Höfn i Hornafirði: Matthildur Kristins, Kirkjubraut 46, s. 8531. Þorlákshöfn: Þorsteinn Sigvaldason, Reykjabraut 5, s. 92-3745.