Þjóðviljinn - 02.10.1980, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 02.10.1980, Qupperneq 6
6 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 2. október 1980. r Inngangur Að undanförnu hefur átt sér stað nokkur umf jöllun í blöðum um f jarvarmaveit- ur í Neskaupstað og víðar. I tilefni af því þykir Rafmagnsveitum ríkisins rétt að koma með nokkrar útskýringar> sem geta orð- ið til þess að varpa Ijósi á þessi mál. Er þá rétt að rekja fyrst að nokkru for- sögu málsins. A árinu 1977 hófust Rafmagns- veitur rikisins handa um að láta gera heildarathugun á þvi hvern- ig standa bæri að húshitunarmál- um i þéttbýli á landinu, þar sem möguleikar á öflun jarðvarma eru taldir litlir. Gerðar voru frumathuganir á hagkvæmni fjarvarmaveitna i 26 þéttbýlis- stöðum. 1 framhaldi af þvi var siðan gerður heildar samanburð- ur á þvi að hita viðkomandi þétt- býlisstaði upp með beinni rafhit- un annars vegar og' með fjar- varmaveitum eða R/O — veitum hins vegar. Meö R/O-veitum er átt við að komið sé á fót kyndi- stöðvum i þéttbýli og þær látnar hita vatn meö rafskauts- eöa oliu- kötlum. Vatnsdreifikerfi er lagt um bæinn til að dreifa varman- um. Niðurstöður áðurnefndrar athugunar sýndu, að heldur hag- kvæmara er aö stefna að beinni rafhitun á þéttbýlisstöðum, ef litið er á þá sem eina heild. Sé hins vegar litið á hvern af hinum 26 þéttbýlisstöðum fyrir sig kem- ur i ljós, að hagkvæmt getur verið að koma upp R/O-veitum á nokkrum af þessum þéttbýlis- stöðum. Þeir staðir, sem hag- kvæmastir reyndust fyrir R/O- veitur á orkuveitusvæði Raf- magnsveitna rikisins,voru Seyð- isfjörður, Neskaupstaður, Höfn, Ólafsvik, Stykkishólmur og Grundarfjörður. Það sem hefur mest áhrif á það hvort hagkvæmt er að koma á fjarvarmaveitu á viðkomandi þéttbýlisstað er hvort viðkomandi vatnsdreifikerfi sé tiltölulega ódýrt, hvort fresta megi fram- kvæmdum við flutningsvirki og hversu mikill sparnaður i upp- byggingu raforkuvera geti orðið með tilkomu fjarvarmaveitna. sparar uppsetningu á margfalt dýrara varaafli I formi diesel- véla. 4. Meiri möguleikar á að taka við hitaveitu, ef jarðhiti fyndist i framtiðinni á viðkomandi stöðum. 5. Einnig meiri möguleikar á að taka við varmaorku frá öðrum orkugjöfum eins og t.d. varma- dælum, varmageymum eða af- gangsvarma frá iðjuverum. 6. Sparnaður við tiltækt afl i virkjunum vegna möguleika á að aftengja rafskautskatla i kyndistöðvum samstundis ef æð bilar i raforkukerfinu. Ókostir fjarvarmaveitna : 1. Fjármagnsfrekar fram- kvæmdir i upphafi. 2. Tvöfalt dreifikerfi um bæina, þ.e. bæði fyrir rafmagn og heitt vatn. 3. Kyndistöðvar fjarvarmaveitna munu nota svartoliu að hluta til við framleiðslu á heitu vatni. Hækkun oliuverðs umfram al- menna verðbólgu leiðir þvi til lélegri afkomu kyndi- stöðvanna. 4. Meira orkutap ivatnsdreifikerfi en I rafdreifikerfi. Svipað afl- tap er þó á þeim timum þegar mest aflnotkun er. Um beina rafhitun með þilofn- um er það aö segja, að hún hefur einnig sina kosti og galla. Sem dæmi um kostina má nefna: 1. Stofnkostnaður húseiganda er mun minni við uppsetningu á þilofnakerfi heldur en vatns- hitakerfi. 2. Hitastýring getur verið mjög góð og betri en fyrir vatnshita- kerfi. 3. Fjárfesting viðað koma á fullri rafhitun dreifist yfir lengra timabil og kostnaður við raf- dreifikerfi innanbæjar er mun minni heldur en fyrir vatns- dreifikerfi. Ókostir beinnar rafhitunar eru m.a. þessir: 1. Ef tryggja á fullkomið varaafl kallar það á mikla fjárfestingu, en varaafl i dieselvélum er a.m.k. tiu sinnum dýrara en i svartoliukötium. 2. Ekki er fyrir hendi möguleiki Þar sem ekki finnst jarðvarmi þarf að athuga hvort sé hagkvæmara — bein rafhitun eða fjarvarma- veita. Um fjarvarmaveitur Ýmsir fleiri þættir geta haft áhrif á hagkvæmni eins og t.d. syarn- aöur við uppbyggingu á dýru varaafli og það hversu ástatt er um rafdreifikerfi byggðarlagsins. Valkostur við húsahitun Stjórnvöld hafa lýst þvi yfir að stefnt skuli að þvi að útrýma gas- oliu til upphitunar húsa og skuli innlendir orkugjafar leysa oliuna af hólmi sem viðast á næstu ár- um. Jarðvarmi veröur áfram virkjaður þar sem hann fyrir- finnst og hagkvæmt er að nota hann. A hinum svokölluðu köldu svæðum hafa Rafmagnsveitur rikisins og Iðnaöarráðuneytiö komist að þeirri niðurstöðu, að stefna beri að blöndu af fjar- varmaveitum og beinni rafhitun. Fjarvarmaveitur hafa óneitan- lega marga kosti bæði fyrir raf- orkukerfið i heild svo og notend- ur, en þær hafa einnig sina galla. Skal nú vikiö nokkuð aö þessum þáttum. Kostir fjarvarmaveitna: 1. Aukið svigrúm til frestunar á fjárfestingu I orkuverum og til að nýta ódýra afgangsorku frá þeim. 2. Betri nýting þess raforkukerfis sem fyrir er með meiri dreif- ingu á sólarhringinn með vatnsjöfnunargeymi og jöfnun yfir árið með kyndingu svart- oliukatia. 3. Ódýrt varaafl sem veitir meira öryggi fyrir notendur eða til þess að nýta ódýra afgangs- orku i landskerfinu nema með þvi þá að keyra dýra dieselorku á móti. 3. Mjög dýrt er fyrir húseiganda aö skipta yfir i vatnshitakerfi og eru því þilofnakerfi óhentug þar sem von er i hitaveitu. Annars konar form eru einnig til á nýtingu rafmagns til húshit- unar og-er þá helst um að ræða raftúpur með vatnshitakerfi. Um notkun þess gilda svipuð rök og fyrir þilofnahitun nema hvaö varðar stofnkostnaö húseiganda, hitastýringu og sveigjanleika til að taka við hitaveitu, ef jarð- varmi fyndist i nágrenni umræddra bæjarfélaga. Safnhit- un með rafmagni er enn eitt formið, en með henni má jafna álag yfir sólarhringinn sem leiðir til meiri nýtingar á flutnings- virkjum, en býður i sjálfu sér ekki upp á nýtingu á afgangsorku i kerfum þar sem umtalsverð miðlun á sér stað á milli árstiða eins og búast má við aö veröi hér i framtiöinni. Utreikningar á orkuveröi I framhaldi af áðurnefndum samanburðarathugunum létu Rafmagnsveitur rikisins verk- fræðistofur kanna nánar hag- kvæmni fjarvarmaveitna I fyrr- nefndum þéttbýlisstöðum. í þeim athugunum var áfram stuðst við raforkuverö til kyndistöðva fjar- varmaveitna sem ekki hafði verið samið um, en sem átti þó grund- völl i almennum gjaldskrám raf- orkufyrirtækja. I mars 1980 var þvi settur á laggirnar vinnuhópur á vegum Rafmagnsveitna rikisins og Landsvirkjunar þar sem sæti áttu starfsmenn þessara fyrirtækja ásamt starfsmanni frá verkfræði- stofu Helga Sigvaldasonar h/f. Vinnuhópurinn hóf störf sin um mánaðamót mars-april 1980. Markmið verkefnisins taldi vinnuhópurinn vera eftirfarandi: Að leggja fram valkosti um það, hvernig háttað skuli verð- lagningu á raforku frá Lands- virkjun inn á rafskautskatla R/O-veitna, sem Rafmagns- veitur rfkisins munu væntan- lega reisa á næstu árum. Aö athuga fjárhagslega afkomu Rafmagnsveitnanna annars vegar og Landsvirkjunar hins vegar, út frá magni afhentrar raforku i breytilegum vatns- árum. Vinnuhópurinn skilaði frá sér áfangaskýrslu i ágúst 1980, sem nefnist „Verðlagning á raforku til R/O-veitna”. Miðað var við gildandi verðlag i mars-april 1980. Gert var ráð fyr- ir að fjarvarmaveitur kæmu á áðurnefnda sex staði á orkuveitu- svæöi Rafmagnsveitna rikisins. Endurskoðuð var afl- og orkuþörf þessara veitna fram að aldamót- um. Eftirlikingar voru siðan gerðará rekstri virkjana fyrir ár- in 1981—2000 miöaö við vatns- rennsli áranna 1950—1974. Miöað var við hagkvæmustu virkjunar- leiðir fram að aldamótum með og án Kröfluvirkjunar. Niðurstöð- urnar sýndu magn afhentrar raf- orku til fjarvarmaveitna miðað við breytilegt söluverð á henni. Gert var ráð fyrir að rjúfa ávallt afhendingu á afgangsorku til stóriðju áður en afhending til fjarvarmaveitna væri rofin. 1 ljós kom að um all háa afhendingu á raforku er um að ræða þegar söluveröið er farið að nálgast svartoliukostnað eða 94—96%. Afhendingin fer niður i 84—89% þegar verðið er komiö niður undir söluverð á afgangsorku til stór- iðju. Þetta þýðir i stuttu máli að framleiðsla á heitu vatni með svartoliu I kyndistöðvum veröur á Söluverð á heitu vatni frá kyndistöð er hér áætlaö um 60% af verði á raforku til beinnar hit- unar, en I samningum vegna fjar- varmaveitu á Höfn er hlutfallið núna 50%. Samt sem áður á að vera hægt að selja heitt vatn til notenda fjarvarmaveitna á um 90% af verði á raforku til beinnar hitunar. Þess má geta, að Rafmagnsveitur rikisins geta tryggt sér svipað verð á raforku bilinu 6—16% af heildarfram- leiðslu allt eftir verölagningu á raforku og þróun i virkjunarmál- um. Vinnuhópurinn komst að þeirri niðurstöðu, að stefna beri að gjaldskrá i tveim þrepum, sem tryggi annars vegar mikla af- hendingu á raforku og einnig rekstrarafkomu kyndi- stöðva fjarvarmaveitnanna. Uppgjörsárið yrði væntanle.ga frá 1. mai til 30. april árið eftir. Greitt yrði tiltölulega lágt verð fyrir orkuna á fyrri hluta þessa timabils, en á siðari hluta þess yrði verðið mun hærra. Þegar starfsmenn Landsvirkj- unar hafa lokið sinum athugunum verður væntanlega gefin út heildarskýrsla um þessi mál. Afangaskýrlan skýrir fyrst og fremst fjárhagslega afkomu Raf- magnsveitna rikisins sem eig- anda kyndistööva og flutnings- virkja. En þegar farið er að fjalla um þessi mál opinberlega er ekki úr vegi að lita aðeins á hugsan- lega kostnaðarskiptingu og er þá miðað við 5% raunvexti og núver- andi verðlag: til fjarvarmaveitna og fram kem- ur hér að framan með þvi að kaupa eftir almennri gjaldskrá Landsvirkjunar, þar sem þaö á við, en auka nýtingartimann m.a. meö svartoliukyndingu i kyndi- stöövum þegar mest álag er i raf- orkukerfunum. Sú aöferð leiðir hins vegar til þess, að oliunotkun i kyndistöðvum verður nokkuð jöfn á milli ára óháð þvi hvernig ástatt er I virkjunarmálum, þ.e. jafnt i kr/kWh Dreifikerfi sveitarfélags...............................5,53 Kyndistöð RARIK ........................................2,49 Flutningskostnaður RARIK................................3,14 Oliukostnaður i kyndistöð...............................0,80 Meðaiverö til Landsvirkjunar............................4,52 Alls 16,48 Greinargerd frá Rafmagnsveitum ríkisins

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.