Þjóðviljinn - 02.10.1980, Page 16

Þjóðviljinn - 02.10.1980, Page 16
DIOÐVIUINN Fimmtudagur 2. október 1980. Aðalslmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt aö ná i blaðamenn og aöra starfsmenn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt að ná i afgreiðslu blaðsins^i sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsíml afgreiðslu 81663 Samþykkt félagsmálaraðs um fóstrustörf Viðveru- tími styttur Tveir tímar á viku í Félagsmálaráð hefur sam- þykkt að breyta vinnutilhögun á dagvistarstofnunum borgarinnar Fóstrur ánægðar með sam- þykktina Sama dag og stjórnrnefnd dagvistarstof nana sam- þykkti aö stytta viðverutima fóstra á dagheimilunum héldu starfsmenn þeirra fund og lýstu yfir ánægju sinni með samþykktina. Fer ályktunin hér á eftir. „F’undur fóstra þroska- þjálfa og fleiri i 11. deild Starfsmannafélags Reykja- vikurborgar haldinn 22.9. 1980, lýsir yfir ánægju sinni með samþykkt stjórnar- nefndar dagvistarheimila Reykjavíkurborgar hvað varðar stytta viðveruskyldu fóstra á deild og viðurkenn- ingu þess að fóstrur þurfi tima til undirbúnings starfs sins. Nú fara i hönd sér- kjarasamningar milli Starfsmannafélags Reykja- vikurborgar og Reykja- vikurborgar. Fóstrur, þroskaþjálfar og aðrir i 11. deild leggja mikla áherslu á aö menntun þeirra og mikil- vægi uppeldisstarfs verði metinn sem skyldi hvað varðar röðun i launaflokka. Ofangreindir starfshópar munu þvi biða átekta og sjá hver innröðun i launaflokka verður að loknum sérkajara- samningum og þá taka ákvörðun um uppsagnir, þó eigi siðar en 1. desember n.k..” undirbúning þannig að fóstrur sem þar starfa, fái tvær klukkustundir á viku til undirbúnings og viðverutima sinn styttan sem þvf nemur. Verður þessi undirbúningstími þvi inni f 40 stunda vinnuvikunni og verða fóstrurnar leystar af á meöan. Kostnaður nemur um 24 miljónum króna á ári. Fóstrur hafa lýst ánægju sinni meö þessa niðurstöðu. Eins og skýrt var frá i Þjóðvilj- anum i siðasta mánuði sam- þykktu fóstrur sem starfa hjá borginni að hætta störfum 1. desember n.k. ef ekki fengist viðurkennd þörf þeirra fyrir undirbúningstíma, likt og kenn- ara. Stjórn dagvistarstofnana tók þetta máltilmeðferðar á fundi 22. september s.l. og var tillaga Guðrúnar Helgadóttur um tveggja tima undirbúningstima á viku samþykkt þar með fjórum atkvæöum. Mikiil skortur er nú sem endranær á fóstrum i störf á dagvistarstofnunum og eru aðeins 83 af 153 fóstrustöðum mannaðar fóstrum, en Sóknar- konur gegna 50 stöðum, sem ekki hefur tekist að ráða fóstrur i. Er þvi reiknað með að Sóknarkonur leysi fóstrurnar af þessa tvo tima i hverri viku. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins i stjórn dagvistarstofnana, Bessf Jóhannsdóttir sat hjá við af- greiðslu þessa máls og óskaði bókað að fóstrur hefðu gert kröfu um lOstunda undirbúningstfma á viku og ekki hefði reynt á, hvort þær fengju þá kröfu viðurkennda við gerð sérkjarasamninga. Taldi Bessi að tvær stundir væru algert lágmark og að samþykkt til- lögunnar hlyti að veikja samningsstöðu fóstranna. Dagvistunarstjórnin er undir- nefnd félagsmálaráðs og á fundi ráðsins 25. september s.l. var til- lagan um tvo tima á viku sam- þykkt með 4 atkvæðum meirihlut- ans i félagsmálaráði en þrir full- trúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá með tilvisun til bókunar Bessi Jóhannsdóttur i stjórn dagvistar- stofnananna. —Al Óx 2.18 m í sumar! Bara nú i sumar óx alaskaviðirinn á myndinni um 2,18 metra og mun vera algert met,amk. kvaðst Sigurður Blöndal skógræktar- stjóri ekki vita um annan eins vöxt á einu sumri hér á landi áður. Hrislan er við Hlégerði 9 i Kópavogi i garði Agústs Arnasonar, skógarvarðar, sem stendur við hlið hennar. —Ljósm. —eik— Tollsvik í Fríhöfninni Tveir menn í gœslii’ varö- haldi Tveir starfsmenn Frihafnar- innar hafa verið úrskurðaðir i gæsluvarðhald vegna meintrar aðildar að tollalagabrotum. Rannsókn þessa máls hófst á mánudaginn og er enn á byrjunarstigi að sögn Ólafs í. llannessonar hjá lögreglunni á Keflavikurflugvelli. Talið er að nokkrir starfsmenn Frihafnarinnar hafi smyglað ótolluðum varningi út af vallar- svæðinu. Sagði Ólafur að hér væri um alvarlegt mál að ræða, en vildi ekki tjá sig um það að öðru leyti á þessu stigi. 1 Visi i gær var látið að þvi liggja að starfsmenn lögreglu og tolls væru viðriðnir málið. Sagði Ólafur að enginn slikur grunur hefði komið upp, enda hlytu rann- sóknaraðilarnir þá að teljast van- hæfir til að annast rannsóknina. — Ef slikur grunur kæmi upp myndum við að sjálfsögðu fela rannsóknarlögreglu rikisins rannsókn málsins, — sagði Ólafur. —ih Hagstæð kjötkaup: Kílóið af ófrystu £■ ■ um ■ ■■ ■ ■■ ■ ■■ ■ i I 7* ** *** m i Deilur um leigu á Stúdentagörðunum Hver á að borga? Stúdentar hóta aðgerðum og lögsókn All miklar deilur eru komnar upp milli íbúa stúdentagaröanna og stjórnar Félagsstofnunar Stúdenta. Stjórnin hefur boöaðtöluverða hækkun á húsaleigunni á göröunum, en stúdentar telja hana of mikla miöaö viö þróun verðlags og hóta að grípa til ein- hverra aögeröa, jafnvel lögsóknar ef af hækkun verður. Stjórn F.S. heldur fund í dag og verður leigan þá ákveðin Upphaf þessa máls er það að fyrir nokkru boðaði stjórn F.S. að það yrði að hækka íeiguna á görðunum. Undanfarin ár hefur farið fram viðgerð á Gamla og Nýja garði, en þeir voru orðnir vægast sagt illa farnir eftir ára- tuga niðurniðslu. Rikið veitti fé til viðgerða, en nú liggja fyrir tillögur frá Þresti Ólafssyni um framtiöarskipan mála og er þar gengið út frá þvi að rikið annist vissa þætti i rekstrinum, en aö leigan standi undir viðhaldi og rekstrarkostnaði. Siðast liðinn vetur var leigan 18000 kr. fyrir herbergi, en þyrfti að verða 58000 til að standa undir rekstrarkostnaði. Með öllum þeim frádrætti sem komið varð auga á ættu 45000 að duga, en stúdentar segja að 24000 sé sú upphæð sem þeir sætta sig við og sé i samræmi við verðbólguþróunina. Að sögn Skúla Thorroddsen framkvæmdastjóra þarf lámark 38000 til að samkomu- lagið við rikið nái fram að ganga. Garðbúar sendu stjórn Félagsstofnunar bréf þar sem þeir tiunduðu ástand garðanna og töldu upp fjölmörg atriði,sem gera þá nánast óibúðarhæfa að mati stúdentanna. Þeir nefna hávaða frá smiðum, ólag á eld- húsum, böðum, þvottahúsum o.fl. Stjórn Stúdentaráðs ræddi þetta mál á fundi sinum i gær og leggur stjórnin til aö leigan verði 30.000 á mánuði fram til áramóta og 35.000 þar eftir. Skúli Thoroddsen sagði að einhver yrði að borga og ef ekki næðist fyrir kostnaði meö leig- unni yrðu aðrir stúdentar að greiða leiguna niður um 13. miljónir fyrir þá 100 stúdenta sem búa á görðunum tveimur. Hjónagarðarnir falla að mestu utan við þessa umræöu, en þar var leigan fyrir septem- bermánuð 65.000 kr., en þyrfti að vera 75.000 kr. til að standa undir kostnaði við hjónagarð- ana, að sögn Skúla. Leigumálin hafa verið mikið til umræöu á háskólalóðinni, stjórn F.S. hefur rætt við stúdenta og garðbúa og i gær var Stúdendaráð kallað saman til aö ræða imálið. —ká I ■ I ■ I i ■ I ■ I ■ K ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I i ■ I i ■ 4 200 krónum ódýrara i sláturtiðinni gefst neytend- unt kostur á að kaupa ófryst dilkakjöt á verði, sem er 200 kr. lægra hvert kg. en skráð verð á frystu kjöti. Næstu vikur mun einnig veröa lögð áhersla á að neytendur fái sér nýfryst dilkakjöt tilbúið til pökkunar i frystikistuna. Þetta kjöt mun verða selt i plastpokum sem greinilega eru merktir hvernig skrokkurinn hefur verið tekinn i sundur. Þá verða gefin leiðbeiningablöð i verslunum, þar sem greinagóð lýsing er á hvernig á að ganga frá kjötinu i frystigeymsluna og hvernig á að fara með kjötið fyrir matreiðslu svo það verði sem best. Þá verða einnig seldir sér- stakir merkimiðar i verslunum, til að lima á pakkana. Næstudaga munu verða sendar til dagblaðanna uppskriftir af gómsætum réttum úr dilkakjöti, en mitt i sláturtiðinni er kjötið talið best og úrvalið mest. —mhg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.