Þjóðviljinn - 09.10.1980, Page 6

Þjóðviljinn - 09.10.1980, Page 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. október 1980 I Þjóöviljanum 19. sept. og Timanum 20. sept. má lesa grein undir nafni Varmaveitu á Nes- fkaupstaö — Valkostur i húshitun. Höfundur er Viðar ólafsson verk- fræöingur hjá Verkfræðistofu Siguröar Thoroddsen h.f. (VST), sjálfur höfundur að frumathugun 2 varmaveitu á Neskaupstað. Þar er að finna forsmekk af kunnáttu höfundar og liklega er þessi grein einnig dæmi um 50 ára reynslu á sviði verkfræði og um vönduð vinnubrögð. I nefndri grein opinberar Viðar fávisku sina um fjarvarmaveitur og reynir þar að gera litið úr gagnrýni minni áður i blöðum um fyrirhugaöa fjarvarmaveitu i Neskaupstaö (í dagblööunum Tímanum, Þjóðviljanum og Austra 10.-11. sept.). 1 inngang segir hann mig fjalla um málið af þekkingarskorti og skilningsskorti og ég sé reiður út af, að vegur beinnar rafhitunar sé gerður of litill o.s.frv. ráö fyrir 13.7—15.0 kr/kwh meðan bein rafhitun hafi kostað 16.80 kr/kwh eða um 81—89% af veröi beinnar rafhitunar. Hér skal nánar skýrt að 13.7 kr/kwh eða 81% er 19 ára meðaltalsverð, en 15.0 kr/kwh eða 89% er byrjunar- verð. Nú var það svo, að febrúar- áætlunin var vitlaust áætluð og það svo aö um munaöi. A borgar- fundi um veituna á Norðfirði 25. ágúst siöastliöinn upplýsir Viðar aö hinn rétti stofnkostnaöur dreifikerfis væri 800 Mkr (595 Mkr áður) eöa 34.5% hækkun og kyndistöðvar 350 Mkr (245 Mkr Fjarvarma- veita í Neskaupstað Frá Neskaupstað 99 Óraunhæft fyrirtæki 99 vatnskerfið miðað við þilofna- kerfið og með hliðsjón af tölum frá Norðfirði og Stöðvarfirði, er þá (100—76,6) . 100 = 30,5% Þaö má vel vera að I augum manns meö verkfræðimenntun að baki sé svo ástatt fyrir mér. En á hvaða plani er verkfræðingurinn sjálfur? Það kann að vera mjög torsótt leið að komast að þvi, vegna þess að I heilsiðu grein um sama málefni, er nær algjört myrkur. Hann segir mig I umfjöllun veitast að ýmsum aðilum sem að orku og húshitunarmálum vinna, svo sem VST og öðrum verkfræði- stofnunum, Landsvirkjun, Orku- stofnun og Rarik, með ásakanir um óhæfni og illan vilja. Þetta eru hans orð, en það skyldi þó aldrei vera, að ekki sé eitthvað til i þeim. Hins vegar er orkustefna Islendinga orðin að alþjóðlegu hiátursefni og skal engan undra þótt svo sé. Hver skyldi vera ábyrgur fyrir þvi? Undir dálkaheitinu húshitun, segir höfundur það vera stefnu hins opinbera að taká innlenda orkugjafa i notkun I stað gasoliu á næstu tveim tii þremur árum. Ekki er nema gott eitt um þetta að segja, en að stökkið skyldi ein- ungis vera hálft þ.e.a.s. yfir i svartoliu, oliu sem kemur væntanlega til með að vera illfán- leg innan nokkurra ára og enginn veit um verð i framtiðinni, það getur tæpast veriö stefna hins opinbera. Núverandi verð svart- oliu brenndri I svartoliukatli er ca. 14,50 kr. kWh. 1 hönnunarforsendum fjar- varmaveitna er þetta einn af hinum mörgu brauðfótum sem áætlanir fjarvarmaveitna byggja á. Undir hvað er varmaveita gerir höfundur mikið úr orku- forða jöfnunargeymis stöðv- arinnar sem er ca. 600 rúmm að rúmtaki, sem til svarar ca. 30% af orkuþörf tengdra húsa veit- unnar á sólarhring til að byrja með, siðan minnkar þetta hlutfall með árunum samkv. áætlun. Með öðrum orðum ca 7 tima forði að vetri til I jöfnunargeymi. Hitt er svo annað mál að fyrirhuguð staðsetning jöfnunargeymis i hliðinni fyrir ofan bæinn, að mörgu leyti varhugaverð I tilfelli óhapps og/eöa skriðufalla. Það sama gildir fyrir birgðageymi svartoliu. Hvers vegna varmaveita? Þar gerir höfundur þvi skóna að nýtingartimi hámarksafls al- mennrar notkunar og húshitunar sameiginlega sé að meðaltali ná- lægt 55% eða 4800 stundir. Einnig er svo að skilja að ekki fyrir- finnist aðrir notendur á kerfinu og þvi siöur að til séu þegar ein- hverjir notendur afgangsorku. Allt virðist því vera nýtt fyrir höfundi, enda virðist raforkubú- skapurinn hingað til meira eða minna hafa farið framhjá honum. Verðsamanburður Viðars 1 dálk undir nafni varmaveita I Neskaupstað kemur hann inn á veröútúr varmaveitunni og segir hann að febrúaráætlunin hafi gert áður) eöa 42.8% hækkun. Meðal- talshækkun er þvi 36.9% á stofn- kostnaði frá þvi i febrúar. Nú telur hann verðlag á stofn- kostnaði oliu, launum o.fl. hafi hækkað um 20—25% og raforku um 9% frá þvi I febrúar. Hann . áætlar samkvæmt þvi stofn- kostnað I febrúar vitlausan um allt að 20%. Siðan skrifar Viðar: Sé það verðlag notað er áætlað orkuverð miðað við sömu forsendur og áður 16,2—17,6 kr/kwh á meöan bein rafhitun kostar 18,31 kr/kWh eða um 89—96% af verði beinnar raf- hitunar. Hér gleymir hann tveimur mikilsveröum liðum og er annar sá að hann áætlar stofnkostnað i febrúar vitlausan allt aö 20% og er hinn, að á fundmum kom fram að verð til dreifikerfis yrði að nokkru hærra en hálfur raf- hitunartaxti. Það passar að sjálfsögðu ekki fyrir hann að taka tillit til þessa hér, þvl það eitt nægir til að for- sendurnar bresti fyrir fjar- varmaveitunni. Einungis með hans eigin tölum er verö út úr dreifikerfi komið fram úr raf- hitunartaxta. A fundinum á Norðfirði 25. ágúst siðastliðinn kynnir Viðar verð til notenda ca 14.70 kr/kWh eða 80% af rafhitunar- taxta. Afram orðrétt i sama dálk: Nú er það svo að verölag sveiflast mjög ójafnt. Einnig eru ýmsar forsendur skýrslunnar enn i athugun svo sem vextir, hlutfali afgangsraforku og verð hennar. Að teknu tilliti til þessa er það enn mat okkar, að til iengri tima litið muni varmaveitan skila orku- verði sem er 80—90% af verði beinnar rafhitunar og er þá miðað við að verðlag á raforku þróist svipað og annað verðlag i landinu. Ætli það sé ekki þetta sem sýnir svart á hvitu dæmi um vönduð vinnubrögö og 50 ára reynslu á sviði verkfræði. Hvernig getur mönnum dottið i hug að álita það sem sjálfsagðan hlut að raf- hitunartaxti Rarik fylgi almennu verðlagi i landinu-, þvi skyldu viö- skiptamenn Rarik ekki geta búist við þvi að þeir greiöi niður stofn- kostnað sinna kerfa eins og aörir og beri hag af þvi I formi lægra orkuverðs. Kostir og ókostir Viöar ólafsson verkfræðingur finnur I sinni upptalningu um kosti og ókosti fjarvarmaveitna, nær eingöngu kosti, og er þá jafnan viðmiðunin bein rafhitun. Við skulum lita nánar á kostina og sjá hversu veröugir þeir eru. Hann segir veituna geta skilað viðunandi orkuverði til notenda. Þetta er órökstudd fullyrðing, þar sem engar sönnur hafa ennþá verið færöar á verð út úr fjar- varmaveitu og I öðru lagi er ekk- ert sniðug ályktun, að 4—5 falt verð Hitaveitu Reykjavikur sé viðunandi fyrir t.d. ibúa á Nes- kaupstað. Hann segir varmaveitu nýta af- gangsorku sem annars færi for- görðum t.d. sumarrennsli og orku sem er til staðar fyrst eftir gang- setningu nýrrar virkjunar. Þetta eru nokkuð skrýtnar hug- myndir sem hann hefur myndað sér um kerfið, þar sem munur á vetrapog sumarálagi á kerfinu er á annað hundrað megawött, en fjarvarmaveitur fyrirhugaðar eru upp á nokkra tugi megawatta. Og aflþörf i fjarvarmaveitum að sumri til einungis að stærðar- gráðu einn tugur megawatta. Ef þetta sumarrennsli á að nýtast i fjarvarmaveitum sem er ca 30% af orkuþörf veitunnar og er þá af- gangur 70% orkuþarfar nánast forgangsorka, ef um rafmagn er að ræöa. Reiknimeistarar hafa hins vegar gert ráð fyrir raforku til fjarvarmaveitna um og yfir 90% að meðaltali, og skilgreina það sem afgangsraforku. Það má nánast reikna út hvað sem er nú til dags og fá út svar að eigin geð- þótta ef forsendurnar eru bara nógu vitlausar. Hann segir varmaveiturnar veita taisvert öryggi með sitt 100% varaafl. Hér er um misnotkun á orðinu varaafl að ræða, þvi að þetta varaafl kemur aðeins tveimur aðilum að notum þ.e. annars vegar orkuöflunaraðilanum i þessu tilfelli Landsvirkjun og er þá rekið sem toppstöð og hins vegar þeim sen tengdur er við hana, sé rafmagn til i rekstur stöðvarinnar. Hann segir að varaaflið megi einnig nýta til frestunar fram- kvæmda við virkjanir og flutn- ingsvirki ef það telst hagkvæmt fyrir heiidina. Reiknimeisturum fjarvarma- veitna gleymdist að reikna með, að við byggingu veitnanna, þá flýta þeir fyrir framkvæmdum við flutningsvirki, en þá hluti eiga aðrir að borga. Þeir koma hins vegar með þá fullyrðingu aö veit- urnar geti orðið til að fresta framkvæmdum og það skal reikna þeim til tekna. Þetta er órökstudd fullyrðing og vægast sagt mjög hæpin aö teknu tilliti til smæöar veitnanna og hvað dreifðar þær eru, þó svo að ekki sé horft til verös á svartoliu i framtið. Varmaveiturnar eru sveigjan- legar með tilliti til þess að nýta nýja orkugjafa. Þannig má hugsa sér að þær geti notað kol, vetni, Heimir Sveinsson tækni- frœðingur skrifar: mó, rekavið og önnur brennslu- efni. 1 fyrsta lagi þá eru stöðvarnar ekki útbúnar með nýtingu þess- ara orkugjafa i huga og i öðru lagi þá er upptalningin svo óraun- veruleg að hún er ekki svara verö. Það má eflaust bæta viö þessa upptalningu I svipuðum dúr svo sem gömul föt, gamla skó og gömul hús svo eitthvað sé nefnt. 1 afgangi upptalningar kosta er hann orðinn svo barnalegur að engu tali tekur, ruglar um að nýta þurrar borholur án þess að gera sér nokkra grein fyrir hinum hrikalega kostnaði sem það hefur i för með sér fyrir örfáar fjöl- skyldur tengdar veitunni. Helstu ókosti finnur hann fáa, enda er ekki við öðru að búast af honum. Þeir sem hann finnur eru: Stofnkostnaður þeirra er hár og sömuleiðis er orkutap þeirra eitthvað meira en orkutap beinn- ar rafhitunar. Hár stofn- kostnaður veídur miklum fjár- magnskostnaði Hann lætur litið yfir orku- tapinu, en það er hvorki meira né minna en allt að 39% meira en við þilofnahitun sem hefur verulega þýöingu fyrir hinn almenna borg- ara. Orkutap i dreifikerfi er a.m.k. helmingi meira i varmaveitu en i rafdreifikerfi. (Hér er reiknað með 14% á varmaveitu og 7% á rafdreifikerfi). Það sem að húseiganda beint snýr og hefur verulega þýðingu fyrir hans hagsmuni, þaö er munur á vatnskerfi og þilofna- kerfi. Til að skýra þetta nánar skal hér birt meðaltals orku- notkun sambærilegra húsa á Stöðvarfirði, Norðfirði og Egils- stöðum. 76,6 eða I krónum talið og er þá miðað við Norðfjörð, 450 rúmm hús og núverandi verð. ( 98,6 — 75,5) x450xl8,3 1 = 190.332,— kr/ári. Af þessari niðurstöðu má draga þá ályktun, að ef fjarvarmaveita á að koma til greina fyrir hinn al- menna borgara, sem tengjast á veitunni, þarf verð veitunnar að vera ca 60% af rafhitunartaxta. Ökostir eru margir i viðbót við áður nefnda upptalningu og skulu hér tekin nokkur dæmi. 1) Óþörf fjárfesting, þar sem raf- dreifikerfi sem fyrir er getur með tiltölulega litilli viðbótar-, fjárfestingu annað sama hlutnum. Rafdreifikerfið þarf að vera, nema þvi aðeins að einhver spekingurinn finni það út að betra sé að nota gas. Verða þá bæirnir grafnir að nýju til að leggja gasleiðslur um þá, hver veit um fram- tiðina. Það hefur nú annað eins verið sérhannað fyrir landann, svo að gas-sjónvarp, gas- þvottavél o.s.frv. ætti ekki að standa I vegi fyrir þvi. 2) Stuttur endingartími dreifi- og húskerfa einungis 1/3 af raf- kerfi. 3) Bilanagjarnt kerfi og er allt úr leik við bilun á stofnæð. 4) Verði kyndistöð úr leik vegna eldsvoða, sprengingar eða skriðufalla svo eitthvað sé nefnt, geta afleiðingarnar orðið hörmulegar ef at- burðirnir eiga sér stað að vetri til. Reynsla annarra Um reynslu af varmaveitum, telur höfundur að mikiö sé byggt af þeim i Norður-Evrópu, en til- tekur ekki hverskonar byggð sé um að ræða. Eitt er vist aö höfundi hefur ekki tekist aö finna sambærilegt bæjarfélag á við Neskaupstað i Norður-Evrópu. Þar er um mun þéttari byggö að ræða. Stöðvarfjöröur: Meöalnotkun: 20hús m/raftúpuhitun 22 hús m/ þilofnahitun 114,7 kWh/rúmm/ári = 100% 87,7kWh/rúmm/ári = 76,5% Norðf jörður: Meðalnotkun: 20hús m/raftúpuhitun 20 hús m/ þilofnahitun 98,6kWh/rúmm/ári = 100% 75,5kWh/rúmm/ári = 76% Egilsstaðir: Meðalnotkun: 4hús m/ raftúpuhitun 7hús m/ þilofnahitun 103,3 kWh/rúmm/ári = 100% 84,lkWh/rúmm/ári = 81,4% Stærð húsnæðis er fengin úr fasteignaskrám. í úrtaki á Stöðvarfirði er um að ræða mikið af eldra húsnæði, sem og sýnir sig i meðalnotkun. Of fá hús eru i samanburöi á Egils- stöðum, en gefur þó visbendingu i sömu átt og á hinum stöðunum. Meðaltals kostnaöarauki fyrir Rekstur á Isafirði segir Viöar hafa gengið vel aö sögn (hvers?). Þar er einungis kominn grunnur aö kyndistöövarhúsi, en bráða- birgða svartoliukatlar ca 3MW eru staðsettir I bráöabirgöahúsi og kælivatn og afgas disilvélar

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.