Þjóðviljinn - 09.10.1980, Page 12

Þjóðviljinn - 09.10.1980, Page 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. október 1980 Frá Las Palmas á Gran Canaria Kanaríeyja- kynning dagana 9. til 12. okt. að Hótel Loftleiðum Dagana 9. til 12. október fer fram aö Hótel Loftleiðum //Kanaríeyja kynning" þar sem borin verður fram matur að hætti Kanaríeyjamanna og þarlendir matreiðslumenn annast matseld á. Auk þess verður boðið uppá Æskan Septemberblaö Æskunnar er nýkomið út. Meðal efnis má nefna: ó, guðs vors lands, þjóðsöngur Islendinga, Fuglinn, eftir Leo Tolstoj. Hversvegna fer það svona? Þjóðsagan. Ættjarðarást, eftir Jóhönnu Brynjólfsdóttur. Tindátinn, ævintýri, Tólf ára telpa, kvæði eftir Jakob Thorarensen. Kanntu að detta? Fjölskylduþáttur i umsjá Kirkju- málanefndar Bandalags kvenna i Reykjavik. Kattamamma, Bananatréð, Heilabr jótur. Hvernig endurnar ferjuðu hérann, skuggamyndir. Er þitt heimili öruggt? September er mánuður byrjenda i umferðinni. Hvernig stendur á hafmeyjun- um? Risinn ogkórónan, ævintýri. ,Kerling vill hafa nokkuö fyrir snúð sinn”. Þegar ljónið fékk tannpinu, ævintýri. Fjögurra laufa smárinn og óskastundin. Hvaöa dýr eru fljótust og sterk- ust? Sagan um litlu fiskana fimm. Litla kvæðiö um litlu hjónin, eftir Davið Stefánsson. Að lesa fyrir barnið. Haustið nálgast, kvæði eftir Stefán frá Hvitadal. Hvaö er heilinn? Gátan. Ferðist um land- ið. Ringo Starr. Dýrin, vinir okk- ar. Hans og Gréta, myndasögur, skrýtlur, krossgáta o.m.fl. — Ritstjóri er Grimur Engilberts. — mhg skemmtiatriði frá Kanarí- egjum sem er söngf lokkur- inn Mary Sanchez y Los Bandama. Þarna er um að ræða frábæra skemmti- krafta/ það fengu frétta- menn að heyra á frétta- mannafundi fyrir skömmu. I nokkur ár hafa Flugleiðir h.f. i samvinnu við islensku feröaskrif- stofurnar haldiö uppi hópferðum til Kanarieyja yfir vetrartimann og nutu þessar ferðir mikilla vinsælda um tima. Tvö siðustu ár hefur nokkuð dregið úr aösókn i Kanarieyjaferðirnar, en nú er það ætlun þeirra aðila sem hafa annast þær, ásamt frömuðum ferðamálaáKanarieyjum að gera tilraun til að Syfta þessum ferðum upp á ný og er þessi Kanarleyja- kynning liður i þeirri viðleitni. Hér á landi eru staddir nokkrir frömuðir ferðamála á Kanarieyj- um með Cruz Caballero yfirmann ferðamála á Kanarieyjum i broddi fylkingar og munu þeir dvelja hér meöan á Kanarieyja- kynningunni stendur. — S.dór. Hvassviðri og kuldi Vetur konungur gengur brátt I garð eftir einmuna gott sumar. í gær var kuldi og rok viða á landinu. Hvassast var i Vest- mannaeyjum, 12 vindstig. Afram er spáö hvassviðri á austanveröu landinu, en siðdegis I gær var farið að lægja á Vest fjörðum og við Breiðafjörð. Enn verður þó kalt og Veðurstofan spáði allt að 6 stiga frosti i nótt viða vestan lands. —eos • Blikkiðjan Asgaröí 7/ Garðabæ onnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiði. Gerum föst verðtilboð SIMI 53468 Vantar vinnu 24 ára háskólanemi óskar eftir atvinnu nú þegar (helst hlutastarfi). Flest kemur til greina. Þeir sem áhuga hafa, vinsamlega sendi tilboð til augl. deildar Þjóðviljans merkt: „ATVINNA”, fyrir 15. okt. n.k. Kjarnfóðurskömmtun Á siðasta aðalfundi Stéttar- sambands bænda var samþykkt að hámark kjarnfóðursgjalds- ins verði 200% af cif-verði inn- flutts kjarnfóðurs. Það er hið sama og ákveðið var meö bráðabirgðalögunum frá 23. júni sl..Samþykkt var og á fund- inum að framleiðendur búfjár- afurða greiði aðeins 1/6 hluta gjaldsins af tilteknum skammti kjarnfóðurs fyrir hverja afurða- einingu eða miöaö við grip. Þar sem ljóst er, að allmargir framleiðendur eru I nokkurri óvissu um þessa gjaldtöku.skal hér gerð nánari grein fyrir henni. Eingöngu er miðað við innflutta fóðurblöndu i eftirfar- andi skýringum, sem gefnar eru af Upplýsingaþjónustu landbún- aðarins. Þvi skal þess getið, aö þeir framleiðendur, sem kaupa óblandað fóður, fá 20% minni skammt af kjarnfóðrí en kaupi þeir tilbúnar fóðurblöndur m%msi > ÍÁ&mm vmm * 'v Hf$$ 'mí \mW' ttjgiSp mm I 'W Eskifjarðarkirkja Mjólk Allir bændur, sem iagt hafa inn mjólk hjá mólkursamlögun- um, eiga nú að hafa fengið kjarnfóðurkort. Skammturinn á kortunum miðast við mjólkur- innlegg þeirra siðustu tvær vik- urnar i águst, sem margfaldað hefur verið meö 8 og þannig fengist áætlað innlegg fram að áramótum. Bóndi,sem lagði inn 2000 ltr. af mjólk tsíðustu tvær vikurnar i ágúst fær reiknað 16 þús. ltr. innlegg frá 1. sept. til 31. des..Honum ber þvi réttur til að kaupa 2.8 tonn af fóðurblöndu með 33.0% gjaldi. Kaupi hann meira greiðir hann 200% gjald- ið. Siðan veröur kjarnfóöur- skammtur mjólkurframleið- anda miðaður við þann kvóta, sem hann fær úthlutað. Ef kvót- inn verður 40 þús. ltr. þá fær hann á lægra gjaldinu 175 g af innfluttri fóðurblöndu á hvern ltr. mjólkur eða samtals 7.0 tonn. Kjöt Fyrir 1 kg af nautakjöti á bóndinn rétt á að kaupa 650 g af fóðurblöndu með lægra gjald- inu. Þegar reiknaður hefur ver- iðkvóti sauðfjárbænda eiga þeir rétt á að kaupa 400 g af fóður- blöndu eða 320 g af óblönduðu korni fyrir hvert kg , sem þeir hafa lagt inn og er innan þeirra kvóta. Fyrir 1 kg af svinakjöti verður skammturinn 6 kg af fóðurblöndu en fyrir 1 kg. af kjúkling verður hann 4 kg af fóðurblöndu. Kaupi þeir meira en þessu nemur ber þeim að greiöa 200% gjald. Eggjafram- leiðendur fá 4 kg af fóður- blöndu á lægra gjaldinu fyrir hvert kg af eggjum, sem þeir framleiða. Þá er ákveöinn skammtur ætl- aður vegna uppeldis á varpfugl- um og holdahænsnum og kynbóta- og uppeldisstöðvar fyrir alifugla fá sérstakan fóð- urkvóta með skattaafslætti. Þá er og gert ráð fyrir að eigendur reiðhesta fái kjarnfóðurskammt á lægra gjaldinu. —mhg Eskijjaröarkirkja 80 ára Sunnudaginn 12. okt. n.k. verður haldið upp á áttræðisaf- mæli Eskifjaröarkirkju. Að sögn sóknarprestsins á Eski- firði, Daviðs Baldurssonar, verður sitthvað gert til hátiðar- brigða á þessum merku tfma- mótum kirkjunnar. 1 ráði er að barnastarf safn- aðarins hefjist þennan sama dag kl. 11. og kl. 14 verður hátiðarmessa I Eskifjaröar- kirkju. Prófastur Austfjarða- prófastsdæmis, sr. Trausti Pétursson, mun predika en staðarprestur þjóna fyrir altari. Að athöfn lokinni veröur kirkjugestum boöið til kaffi- samsætis i félagsheimilinu Val- höll. KI. 21 verða tónleikar haldnir I Eskifjarðarkirkju og gefst þar tækifæri til að hlýða á góða gesti. Fram koma söngmála- stjóri Þjóðkirkjunnar, Haukur Guðlaugsson, sem leikur á orgel kirkjunnar, sr. Gunnar Bjöms- son, sellóleikari, ásamt söngvurunum Guörúnu Tómas- dótturogHalldóri Vilhelmssyni. Vonast er til að þátttaka safh- aðarfólks verði sem almennust. —mhg Gjaldheimta í Landbúnaðar- sjóðina Talsvert hefur hvinið i sum- um fjölmiðlum að undanförnu vegna innheimtu gjalda af viss- um greinum búvöruframleiðsl- unnar. Af þeim ástæðum hefur Upplýsingaþjónusta land- búnaðarins sent okkur eftirfar- andi greinargerö: Samkvæmt lögum ber Fram- leiösluráði landbúnaöarins að innheimta gjöld af allri fram- leiðslu landbúnaðarafurða. Þessi gjöld renna til Stofnlána- deildar landbúnaðarins, Bjarg- ráðasjóðs, búnaðarsamband- anna og Stéttarsambands bænda. Ennfremur hefur Framleiðsluráð séö um inn- heimtu á gjöldum til Lifeyris- sjóðs bænda. Samtals nema gjöldin sem Framleiðsluráð á að innheimta samkvæmt lögum 1.85% af verðmæti afurðanna, reiknað á verði til fram- leiðenda. Afurðasölufélögin hafa haldið þessum gjöldum eft- iraf afurðaverði sauðfjár, svina og nautgripa og staðið skil á þeim til Framleiösluráðs. Þar hafa ekki komiö upp nein vandkvæði á innheimtu. Aftur á móti hefur gengið mjög erfiðlega að innheimta gjöldin hjá alifuglabændum. Þó eru þar til framleiðendur, sem hafa staðið skil á þessum lög- boðnu gjöldum, en stór hópur hefur aldrei greitt neitt. Fram- leiðsluráð hefur þó aldrei bpitt harkalegum aðgerðum við inn- heimtu gjaldanna en skrifað vinsamleg bréf til alifugla- bænda og bent þeim á að standa I skilum. Þar sem mest af ali- fuglaafurðum er selt beint til smásala eða neytenda þá verða framleiðendur sjálfir að halda eftir þessum gjöldum og greiða þau til Framleiðsluráðs. Þessir sjóðir veita alifuglabændum sömu réttindi og öðrum bænd- um. Þeir eiga að geta fengið lán úr Stofnlánadeildinni, aðstoð úr Bjargráðasjóði og alla þá þjón- ustu, sem aðrir bændur fá hjá bændasamtökunum. Framleiðsluráð hefur ákveðið að ný afsláttarkort vegna fóð- ' urbætiskaupa verði ekki afhent svina- og alifuglabændum nema að þeir geti sýnt kvittanir fyrir greiðslu gjaldanna fyrir árin 1978 og 1979 eða að þeir greiði gjöldin hjá Framleiðsluráði. Einnig geta þeir samiö um greiðslu gjaldanna og standi þá skil á þeim fyrir ákveðinn tima. Þessi gjöld eru hliöstæö opin- berum gjöldum, sem ber að greiða. Það þykir ekki gott til afspurnar aö svikja undan skatti. —mhg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.