Þjóðviljinn - 12.11.1980, Page 2

Þjóðviljinn - 12.11.1980, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Mi&vikudagur 12. nóvember 1980. Kærleiksheimilið Viðtalið , ,Réttlætið sigraði að lokum” Allir þessir litlu olnbogar heita liðir. Tekið eftir Takið eftir borðsiðunum! Hér er ráölegging til þeirra kvenna sem eru aö velta þvi fyrir sér hvort nýr kunningi sé góöur elskhugi eður ei: Bjóöiö honum I mat! Þessa ráöleggingu gefur Maurice nokkur Yaffe, læknir i London. Hann hefur rannsakað meðbræður sina og komist að þeirri niðurstöðu að borðsiöir manna og frammistaða þeirra i rúminu fari saman. Konum ber þvi að gefa gaum aö borðsiðum þess manns sem þær hafa fengið augastað á. Ef hann boröar hægt og gætilega eru góðir möguleikar á að hann j,sé tilfinningarikur og tillitssam- Jur elskhugi. Ef hann hinsvegar gleypir i sig matinn ætti konan að hugsa málið betur. Jámbrautir Meira um spennandi fyrir- sagnir. „Tillaga um járnbraut- ir” er fyrirsögn á þingfréttasiðu Þjóðviljans um daginn. Þvi miður var ekki orö um járn- brautir i meðfylgjandi frétt, en minnst var á þingsálytkunar- tillögu um athugun á hag- kvæmni rafknúinna samgöngu- tækja. En járnbrautarfyrir- sögnin var góð á sina visu, hún vakti forvitnina. Kannski kem- ur eitthvaö um járnbrautir seinna, viö sjáum hvað setur ... Morgunblaðið í gær: • Jón Bragi, markvörðurinn ungi hjá Tý, átti stórgóðan leik með liði sínu um síðustu helgi. Jón Bragi fékk aðeins á sig 14 mörk. Vel af scr vikið. Ljósm. Sigurgeir J. Ég sá þaö i Tlmanum á dögun- um, aö fjársvika- og skjalafals- málum fjöigaöi um 90% á siöustu tveim árum. Svo eru menn aö kvarta yfir þvi, aö hag- vöxturinn sé búinn. Rósagarður Og hvað heitir unnustan? Hringur lofaður i Sveaborg. Fyrirsögn i Visi. Alvarlegt minnisleysi Þó að Alexander færði landa- mörk griskrar menningar allt austur til Indlands mundi hann ekki hvað hann haföi gert dag- inn áöur... Þjóöviljinn. Góð og farsæl lykt af málinu .... á fundi fjárhags- og viö- skiptanefndar í gær lýsti ég þvi yfir, að ég teldi það samgöngu- ráðherra til hróss, aö hafa reynt að leiða máliö til farsællar lyktar og heföi jafnvel taliö ástæðu til aö flytja á hann van- traust ef hann hefði ekki gert það. Eykon I Mogganum. — Þið eruö byrjaöir aö veiöa hörpudiskinn, sagbi blaba- maöur viö Soffanias Cecilsson á Grundarfirði, i gær. — Jú, jú, og ég vil nú segja þaö, að réttlætiö hafi sigraö aö lokum. — Hvenær byrjuöuö þiö veiö- arnar? — Viö byrjuöum nú bara núna á föstudaginn. Fengum nú raunar leyfiö fyrr, en ég var þá meö bátinn i slipp. Svo fór hann aftur á sjó i gær og er þaö i dag. — Og aflinn? — Hann er eins og til stendur á þessum veiðum, samur og jafn-, þetta fer eftir þvi hvað menn vilja taka. Við erum með um 5 tonn í róðri og maður heldur sig nokkurnveginn við það. Svo fer annar bátur á þessar veiöar nú fljótlega og leggur hér upp. Við stefnum þannig að þvi aö geta veitt 10 tonn daglega. Ég er nú meö færra fólk en stundum áöur þvi aflabrögð hafa verið treg i haust, en þaö fer að siast aö eitt- hvað fleira, reikna ég með. Það er enginn hörgull á vinnu viö þetta; ef við fáum fleira fólk þá bætum við bara við aflann. — Er ekki nóg fólk fyrir hendi þarna heima? — Það er nú tæplega ef fisk- vinnslustöðvarnar eru allar i gangi. — Hvað máttu veiöa mikið? — Ég má veiða 400 tonn fram aðáramótum.Ensvotrúi ég þvi og efast ekkert um það að eftir áramót fái ég eðlilegt veiöileyfi samanborið við aðra. Mér finnst ekki óeðlilegt að Grundfirðingar fái 2000 tonn af þessum 7000 sem leyfilegt er að veiða, þaö finnst mér alveg lágmark, við erum þaö stórir, t.d. miðað við Stykkishólm. Þessi veiöi er ákaflega mikill aflgjafi fyrir at- vinnulifið og kemur einmitt á þeim tima, sem hvað daufast er yfir öðrum veiðum, þá er skelin best hvað nýtingu snertir. — Hvernig er markaðurinn? — Hann virðist vera góður hvort heldur sem skelin er vél- eða handunnin. — Handvinnið þið? — Aö hluta, en aö hluta notum við rækjuvélarnar okkar og ætl- um að reyna aö nota þær i aukn- um mæli. — Svo þú ert bjartsýnn á þetta? — Já, ég er það og bátarnir okkar hafa nú fengiö góöan rekstrargrundvöll einmitt á Soffanias Cecilsson. þessu venjulega aflaleysistima- bili. Ég hef lengi talið þaö lifs- nauðsyn fyrir öll byggðarlög við Breiðafjörð að þau hafi þessa skel. Hér I plásSin eru nú að koma tveir nýir togarar. Ef við hefðum getaö fengiö aö nýta skelina þá held ég að engin þörf hefði verið á þeim. Rikisvaldið gerði nú andskoti skemmtilegan hlut núna þegar það braut þau lög, sem ég var dæmdur eftir i fyrra, með þvi aö leyfa að setja upp rækjuvinnslu i Stykkishólmi h.u.b. frá grunni þótt hér sé verksmiðja, sem getur unnið úr allri þeirri rækju, sem hugsanlega er að veiða á Breiðafirði. Þetta er tóm vit- leysa að vera aö leyfa mönnum að ana út I allskonar fjárfest- ingu i atvinnutækjum nema þeir geti sjálfir séð fyrir fjármagn- inu,helst ekki minna en að hálfu leyti, sagði Soffanias Cecilsson og þar með kvöddumst viö. — mhg Sex ára heimspekingur Sasha Seljeznéf heitir sex ára strákur i Sovétrikjunum, sem vakiö hefur athygli sálfræöinga. Hann er snillingur I snöggum og hnyttnum tilsvörum. Fyrir skömmu var honum helguð heil siöa I bókmenntablaöinu Litera- turnaja Gaséta, og var þar m.a. vitnaö i mörg þessara tilsvara hans. Hann er spurður: hvaðersál? Og svarið kemur um hæl: Sálin er mikilvægasta liffæri manns- likamans. Hvað er sorg? Sorg er það sem ekki veröur bætt. Hvaö er goðsögn? Fyrrverandi sannleikur. Hvað er atómsprengja? Sveppur i öörum heimi. Hvað er eyðimörk? Þyrst land. Dýrafræði? Lög um réttindi dýranna. Barn? Ung vera, sem Sasha Seljeznéf: Sá sem vikkar út vandamálin. enn hefur ekki kynnst hugsun- um fullorðinna. Sasha á heima i borginni Omsk. Móðir hans er málfræðingur og faðirinn blaöa- maöur. Sasha er sagður vera venjulegur strákur að öllu ööru leyti en þvi, að hann tjáir sig einsog heimspekingur. Hann kann ekki að lesa ennþá og hef- ur ekki fengiö óvenjulegt uppeldi að neinu leyti fyrren nú fyrir skömmu, að farið var aö rannsaka hvernig á þessum skrýtnu tilsvörum hans gæti staöiö. Hann var látinn gangast undir allskyns próf, en ekkert mjög óvenjulegt kom 1 ljós — annað en þaö, að hann er með eindæmum frjór og skapandi I hugsun og býr yfir rikum orða- foröa. Sumt af þvi sem þetta „undrabarn” lætur út úr sér hefur hann aö sjálfsögðu heyrt fullorðna segja. En ekki veröur allt hans tal útskýrt með þvi — hann er enginn páfagaukur. Sasha hefur gaman af aö svara hinum undarlegustu Framhald á bls. 13 Ö Ö <D *—> ÖO o • rH a a o H

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.