Þjóðviljinn - 12.11.1980, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 12. nóvember 1980.
UOOVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjódfrelsis
Otgefandi: Otgáfufélag ÞjóBviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann.
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
Ó'rfsson.
Auglýsingastjóri: Þorgeir Ólafsson.
Omsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friörikssoii.
Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson.
Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Ingi-
björg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason,
Sigurdór Sigurdórsson.
tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson.
Otlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Safnvöröur: Eyjólfur Arnason.
Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir.
Skrifstofa: GuBrún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson.
Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir,
Bára Siguröardóttir.
S7mavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, SigriBur Kristjánsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir,
Karen Jónsdóttir.
Otkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6,
Reykjavik, simi 8 13 33.
Prentun: Blaöaprent hf.
Vinstri vindar
• Þingflokkur Verkamannaflokksins breska hefur
valið einn af foringjum vinstrisinna, Michael Foot,
flokksforingja, og hafnað helsta foringja hægrisinna í
flokknum, Dennis Healey. Þetta eru merk tíðindi, ekki
síst vegna þess að þingf lokkurinn er allmiklu lengra til
hægri en f lokkurinn í heild. Ef sú nýskipan í vali f iokks-
foringja, sem verður væntanlega tekin upp frá og með
aukaþingi flokksins í janúar kemur og rýfur einokun
þingmanna á vali leiðtoga, hefði nú þegar verið gengin í
gildi, þá hefði sigur Michaels Foots, orðið enn stærri.
Eða þá að f lokksmenn hefðu jafnvel seilst enn lengra til
vinstri í vali síns oddvita.
• Heyra má þær skýringar á sigri Michaels Foots yf ir
Dennis Healey, að miðjumenn í þingf lokkinum haf i kost-
ið Foot í þeirri von, að hann yrði fyrir sakir vinsælda og
mælsku öðrum foringjum líklegri til að brúa bilið milli
hinna ýmsu arma f lokksins á erf iðum tímum. Er þá vís-
að einnig til þess, að hvað sem líði vinstritilhneigingum
hins aldna höfðingja þá hafi hann lagt stjórn Jims
Callaghans lið við ýmsar ráðstafanir sem urðu mjög
óvinsælar meðal verkafólks og hinna herskáustu í fylk-
ingum vinstrimanna í Bretlandi.
• Engu að síður er það I jóst, að úrsiit formannakjörs-
ins bera því vitni að Verkamannaflokkurinn í heild lifir
nú merkilega vinstriþróun. Sigur Michaels Foots endur-
speglar þau viðhorf sem urðu ofan á, á nýlegu þingi
Verkamannaf lokksins í Blackpool: andstöðugegn Efna-
hagsbandalaginu, kröfugerð um breskt frumkvæði í af-
vopnunarmálum. Þetta eru mál sem hinn nýi foringi
Verkamannaflokksins breska gerir að sínum — um leið
og hann setur á oddinn baráttu gegn því gífurlega at-
vinnuleysi sem leiftursóknarstjórn Margaret Thatcher
hefur leitt yfir landsmenn.
• Það er ef tirtektarvert, að einmitt þá sömu daga sem
menn eru aðtaka við köldum slettum herskárrar hægri-
stefnu frá öldugangi bandarískra stjórnmála, fara allt
aðrir straumar um öflugustu sósíaldemókrataflokka
Evrópu. I nýjum stjórnarsáttmála, sem vestur-þýskir
sósíaldemókratar eru að ganga f rá, er gert ráð fyrir því
að sparað sé við hernaðarmaskínu Nató miðað við það
sem f yrr haf ði verið áf ormað, um leið og aukinn sómi og
örlæti eru sýnd ýmsum hugðarefnum vinstrisinna: um-
hverfismálum, atvinnulýðræði og þróunaraðstoð, sem
verður tvöfölduð. Hvatningarorð hins nýja formanns
Verkamannaflokksins um baráttu gegn atvinnuleysi og
kjarnavopnum eru í svipuðum anda — nema hvað
vinstrihyggjan er sýnu öf lugari og djarfari með Bretum.
—áb
Pólsk hressing
% Fleiri vindar fara nú um Evrópu sem vinstrisinnum
er fróðlegt og ánægjulegt að fylgjast með.
• Pólskir verkamenn hafa unnið merkilegan sigur i
togstreitu við yfirvaldið um lög hinna nýju verkalýðs-
félaga sem komið var á fót eftir verkföllin miklu i ágúst.
Hæstiréttur hefur fallist á sjónarmið hinna nýju sam-
taka, sem Samstaða nefnast, að því er varðar lög þeirra
og þar með hvað í þeim lögum ér sagt og hvað ekki um
hlutverk hins ríkjandi kommúnistaflokks og um verk-
fallsrétt.
• Það er Ijóst, að margt er enn i óvissu um þróun og
stöðu pólskrar verkalýðshreyf ingar. En þar hafa af stað
farið breytingar sem hefðu mátt ótrúlegar þykja fyrir
skömmu og gætu haft víðtækar afleiðingar. Til dæmis
berast þær fregnir frá Ungverjalandi, að þar vilji þeir,
sem meðvöld fara,ekki bíða eftir uppgjöri í pólskum stil
heldur ætli að stíga að eigin f rumkvæði nokkur þau skref
sem efla sjálfstæði og rétt verkalýðsfélaga.
Hlippt
Þegar Indriða leiðist, og
þegar Indriða líður vel.
Núhefur Indriöi G. Þorsteins-
son rithöfundur frá Gilhaga ver-
iö dapur á mánudagskvöldiö:
danskt vandamálaleikrit um
hjónaskilnaöi og barnauppeldi á
skjánum, en eins og kunnugt er
af blaöaskrifum getur Indriöi
A loftvog leiöindanna 1 Indrlöa
) G. aö móta dagskrárstefnu
sjónvarpsins?
ekki á heilum sér tekiö, ef veriö
er aö sýna skandinavlsk vanda-
málaverk i sjónvarpskassa
hans. Þá nefnilega leiöist Indr-
iöa, en hann hefur fyrir siö aö
sitja kvöldin löng yfir sjónvarpi,
hvort sem hann er staddur hér
heima á tslandi ellegar I heim-
sókn hjá frændum sinum á
Noröurlöndum. Svo undariegt
sem þaö kann aö viröast eru
nitima lifnaöarhættir á bann-
lista þessa góöa Skagfiröings,
aö minnsta kosti aö þvi er tekur
til umfjöllunar þeirra i sjón-
varpi af hálfu Noröurlanda-
manna, og eru tslendingar þar
ekki undanskildir. íslenska
sjónvarpiö fær einmitt hrós hjá
Indriöa fyrir aö sneiöa hjá gerö
þátta um vandamál islensks
samfélags og lifnaöarhátta. Og
um leiö lýsir Indriöi yfir sér-
stakri velliöan sinni viö aö horfa
á allt engilsaxneska efniö i sjón-
varpinu sinu.
Hvað vantar í „árin okk-
ar"?
t kvöld leiöist Indriöa G. Þor-
steinssyni rithöfundi og menn-
ingar bræörum hans i svart-
skallaliöinu enn og aftur, þvi nú
veröur fluttur siöasti hluti
danska sjónvarpsleikritsins
„Arin okkar” eftir Rifbjerg.
Vandamál nútimafólks, æsku og
elli, stórborgar og fiskiþorps,
útlistuö af kunnáttu, smekkvisi
og drjúgri fyndni. En þaö er litiö
um bardaga og byssubófa i
vesturheimskum stil. Likur til
aö dagskráin veröi fullkomin
hrelling i allt kvöld, þvi þaö er
vist ekkert ameriskt eða engil-
saxneskt efni yfirhaus. Hvers
eiga Bandarikjavinir að gjalda?
Tommi og Jenni dýrka
ofbeldi og vopn
En svo er nú dagskrárstefnu
sjónvarpsins fyrir aö þakka, aö
Bandarikjavinir fá sitt i hverri
viku, þótt ugglaust þyki þeim
það of litiö, svipaö og hinir
óseöjandi popparar sem aldrei
fá nóg af gargi og gauli I útvarp-
inu. Skyldi Bandarikjavinum
ekki hafa liöiö vgl yfir þættinum
af Tomma og Jenna á mánu-
dagskvöldiö var? Þar var allt
þaö boriö á borö sem bandarlsk-
an þátt má prýða: dýrkun of-
beldis og vopnavalds, áróöur
fyrir þvi aö hinum sterka og
klóka sé allt leyfilegt. Hrekk-
laust gaman, hrekklaus leikur,
hrekklaus tilfinning — ekki til!
Útlistun á hertækni
við hæfi barna?
En væri nú ekki viö hæfi aö
skirskota ööru hverju til upp-
alenda barna, þeirra sem taka
hlutverk sitt alvarlega? Hvaö
segja þeir viö þvi aö barna-
myndin, þetta sem barnsaugun
horfa á rétt áöur en þau lokast
inn I svefninn, skuli flytja ýtar-
lega útiistun ,,viö hæfi barna” á
nútima vigvélum? Loftárásir,
flugskeyti, sjálfstýrö og
Er þaB rétt eöa er þaö rangt aö
hleypa Klaus Rifbjerg aö meö
vandamál Dana og okkar?
fylgjandi yfirboröi jaröar,
nifteindasprengja og allt hitt
góögætiö sýnt og prófaö meö aö-
feröum teiknimyndarinnar. Þaö
liggur viö aö þaö sé ekkert pláss
lengur i fjölmiölaheiminum
fyrir Björn Bjarnason hertækni-
fræöing Morgunblaösins — viö
látum þá Tomma og Jenna um
þetta allt saman! Hver eru nú
hin uppeldislegu markmiö meö
slikum gamanmálum á hátta-
tima barnanna? Hvaö meina
stjórnendur sjónvarpsins meö
þvi aö ætla þetta efni börnum
sérstaklega? Er veriö aö kenna
yngstu kynslóöinni aö sætta sig
viö tortimingarógnina? Er til
fólk sem ætlar afkomendum
sinum aö taka þvi sem eölileg-
um hlut aö sifellt sé bætt viö
vopnabúrið sem nú þegar
geymir sprengikraft sem mæld-
ur er i tonnum á hvert manns-
barn? Þaö má vel vera aö þetta
þyki boölegt efni í Bandarikjun-
um, en þurfum viö endilega aö
vera i sama báti?
Mætti ekki ræða um,
uppeldi og ofbeldi?
Hvaö segja uppaldendur,
kennarar, sálfræöingar, — hvaö
segja Bandarik javinir,
Natósinnar, ofbeldisdýrkendur?
Hér eru sjónarmiö og hagsmun-
ir sitt á hvorum væng, og hefur
sjónvarpiö oft boöiö upp á um-
ræöuþætti um ómerkilegri
ágreiningsefni. En kannske
stjórnendur sjónvarpsins telji
sér óheimilt aö efna til slíks
vandamálaþáttar, þvi ella fái
þeir bágt fyrir hjá menningar-
mafiunni i kringum Indriöa G?
Alþýðuf lokkurinn, Jón I
Baldin og skrumið I
Jón Baldin Hannibalsson er
fjölmiölamaöur mikill, svo sem
sæmir ritstjóra Alþýöublaðsins
* sem þarf einn aö skrifa daglega
drjúgan hluta sína „pólitiska
sendibréfs”, en svo hefur hann
sjálfur nefnt blað sitt. Ekki fær
Jón þó fyllilega útrás fyrir fjöl-
miölun sina I Alþýöublaöinu
einu, þvi aö hann sést oftar á
sjónvarpsskjánum en aörir
utanhússmenn, og um siöustu
helgi veitti hann Vísi tveggja
opnu viötal viö sig. Þar lýsir
hann sér sem „Isafjarðarkrata
sem væri fæddur f sjálfum nafia
heimsins... Alþýöuhúsinu á tsa-
firöi”. „Alla vega hef ég haft
áhuga á pólitik frá þvi aö ég
man fyrst eftir mér.” „Þegar á
unglingsárum var pólitikin orö-
in númer eitt hjá mér og mér
þótti sjáifsagt aö stúdéra fræö-
in”. „Ég er miklu róttækari
núna”. „Ég var i Edinborg i
fjögur ár... læröur marxisti og
veröandi sósialdemókrati”.
„Ég setti mér eitt mark: aö
vinna aö stofnun stórs og öflugs
sósialdemókratisks flokks”.
„Ég er i pólitik af þvi aö ég hef
gaman af þvi. Ekki af neinu
ööru”. „Meö árunum á ég æ
erfiöara meö aö þola.. skrum”.
Spurningin er: Hvernig þolir
Jón hinn nýja stil Alþýöuflokks-
ins?
Ihaldssamvinnan tryggði
góðan anda.
Annar ísafjaröarkrati, Bárö-
ur Halldórsson, nú á Akureyri,
ritaöi um siöustu helgi afmælis-
grein um merkan mann sem
hefur mjög lagt lag sitt viö
Alþýöuflokkinn. Þar segir svo
(meö sáru andvarpi eftir þvi
sem liöiö er); ,,... á siöustu
árum viöreisnar... rikti góöur
andi I flokknum”.
—flr.
Jón Baldvin miölar af sjálfum
sér. |
og skorið
Félag alþýðutónskálda
Nýtt félag tónskálda var
stofnaö um miöjan september.
Þaö nefnist Félag Alþýöutðn-
skálda. AB stofnun þess stóöu
flest þau tónskáid sem undan-
farin ár hafa sett svip á rokk-
dægur- og léttari tónlist hér á
landi.
Tilgangur félagsins er aö
gæta hagsmuna félagsmanna
sinna og vinna aö vexti og við-
gangi alþýöutónlistar i landinu
Stjórn félagsins skipa: Magnús
Eiriksson formaöur, Magnús Þór
Sigmundsson varaform. Karl J.
Sighvatsson ritari, Egill ólafsson
gjaldkeri, Jóhann G. Jóhannsson
meöstjórnandi, en varamenn eru
Magnús Kjartansson og Siguröur
Bjóla Garöarsson.