Þjóðviljinn - 12.11.1980, Síða 5
Miðvikudagur 12. nóvember 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Allháar launa-
kröfur í Svíþjóö
eftir aö borgarastjórnin hafði hundsað
kaupmáttarhugmyndir verkalýðssamtakanna
Sænsk verkalýðs-
félög eru nú að ganga
frá kröfum sínum fyrir
næstu samningalotu.
Það kemur nokkuð á
óvart, að þau munu
setja fram kröfur um
10—15% launahækkun.
Ástæðan er einkum sú,
að nú hafa þau fengið
að vita flest það sem
stjórn borgararflokk-
anna hefur fram að
færa i skattamálum og
visitölumálum. Og þá
segja talsmenn verka-
lýðshreyfingarinnar
sem svo: við verðum
að setja fram allháar
launakröfur vegna þess
að þær skattalækkanir
sem stjórnin boðar
koma aðeins þeim
tekjuhærri til góða.
1 frásögn af þessum málum i
Dagens Nyheter er minnt á það,
að ekki sé langt um liöiö siðan
talsmenn hinna ýmsu samtaka
launafólks höföu það oft við orð,
aö ásigkomulag sænsks efna-
hagslifs gæfi ekki svigrúm til
verulegra kauphækkana.
Astæðan til þess aö þeir hafa
siðan breytt um tón er sú, að
sögn blaðsins, aö stjórnin hefur
ekki hlustaö á tillögur verka-
lýösfélaganna um það, hvernig
best væri hægt að vernda kaup-
máttinn fyrir skakkaföllum.
Þær tillögur voru ekki allar
samræmdar, en eitt helsta
atriöiö var aö skattalækkanir
kæmu fyrst og fremst láglauna-
fólki til hagsbóta. Einnig var
gert ráö fyrir hærri launaskatti
á atvinnurekendur.
Stjórn borgaraflokkanna
hefur hlustað á allt þetta — en
hafnað hugmyndum verkalýðs-
félaganna. Það eru einkum
fyrirsjáanlegar afleiðingar af
breytingum á skattlagningu
sem fara i taugarnar á verka-
lýösfélögunum og hvetja þau til
að bera fram verulegar kaup-
hækkunarkröfur. Til dæmis að
taka, mun sá sem nú hefur 4000
krónuri' laun á mánuöi græöa 50
krónur sænskar á þeim skatta-
lækkunum sem rikisstjórnin
lofar. Sá sem hefur 6000 krónur
græðir 120 krónur, sá sem hefur
8000 græðir 255 kr., við 10.000
króna laun bætast 300 kr. og 325
krónur viö 12.500 króna laun.
Breytingar á útsvörum geta
gert hlut láglaunafólks og
meðallaunafóiks enn lakari.
Þetta þýðir, að ef veröbólga
árið 1981 veröur 13%, þá fær
hálaunamaöur veröhækkanir
allar bættar meö skattalækk-
unum, en sá sem meöallaun
hefur i opinberri þjónustu (6000
kr.) verður á sama tima fyrir
8% kaupmáttarskeröingu.
Þarmeðhefur verið boðið upp
á mikla spennu i samningavið-
ræðum og ýmsir talsmenn
verkalýðssamtaka eru mjög
reiöir. Talsmenn atvinnurek-
enda hafa hinsvegar verið var-
kárir i ummælum þótt þeir vilji
gjarna koma sem víöast aö
þeim sjónarmiðum sinum, að
það sé ekki aðeins óraunhæft að
hækka kaupið heldur og aö við-
halda óbreyttum kaupmætti og
neyslu. Talsmaður þeirra, Curt
Nicolin, segir „minni raun-
tekjur i nokkur ár og svo minni
rikisútgjöld gætu þýtt betra lif i
Sviþjóð eftir nokkur ár”.
Sviar fara ekki fremur en
aðrir varhluta af tortryggni og
togstreitu miili einstakra hópa
launafólks — þau mál munu
einnig gera samninga erfiöari. 1
siðustu samningum fengu fag-
lærðir verkamenn nokkra
upphæð sem aðrir fengu ekki:
þetta er eitt af þvi er reynir nú
á samstööustefnu alþýðusam-
bansins sænska. Fyrir nú utan
eiliföarmál i andstæðum milli
opinberra starfsmanna og
verkafólks — áb tók saman.
Stisíakicmókratar ræða
afvopnun
í Madrid
Vigbúnaðarkapp-
hlaupið leiðir fyrr eða
siðar til rpeiriháttar
styrjaldar. Þess vegna
er afvopnun það mál
sem ræður örlögum
Genscher, foringi Frjálsra demókrata, ber Schmidt i stjórnarsængina:
breytingar á stjórnarsáttmálanum heldur til batnaðar.
Schmidt sparar við
bæði EBE og NATO
tvöfaldar þróunaraðstoð V-Þýskalands
Vestur-þýskir sósíal-
demókratar og Frjálsir
demókratar hafa í stórum
dráttum komið sér saman
um helstu stefnuatriði í
áf ramhaldandi stjórnar-
samstarfi. Þeir ætla að
grípa til ýmislegra
sparnaðar- og niður-
skurðarráðstafana, sem
meðal annars draga úr
framlögum til Efnahags-
bandalagsins og svo til vig-
búnaðar í þágu Nató. Hvað
skyldi Reagan segja?
Samstarfsflokkarnir tveir
höfðu fyrir helgi komist aö sam-
komulagi um öll helstu atriði
nema um framkvæmd atvinnu-
lýöræðis i málmiðnaöi, sem
Sósialdemókratar hafa krafist og
hefur reyndar þegar verið sett i
lög. Frjálsir demókratar halda
fast viö að það verði að leysa með
viöræðum atvinnurekenda og
starfsfólks i hverju fyrirtæki hve
viðtækt atvinnulýðræöiö verður.
Helmut Schmidt var formlega
endurkosinn kanslari á miöviku-
daginn var. Þá kom það og fram
að Frjálsir demókratar halda
sinum fjórum ráðuneytum —
utanrikisráðuneyti, innanrikis-
ráðuneyti, efnahagsráðuneyti og
landbúnaðarráðuneyti. Eins þótt
hinn umdeildi landbúnaöarráð-
herra, Josef Ertl, sé þeim
áformum annarra ráðherra mjög
andvigur að skera niður útgjöld
V-Þjóðverja til að kosta hina
þverstæðufullu stefnu Efnahags-
bandalagsins i landbúnaðarmál-
um.
titgjöld til hermála veröa
spöruö með þvi aö nettóútgjöld til
þeirra veröa ekkihækkuö um 3%
eins og Natóherstjórum hafði
veriö lofaö, heldur um 1,7—1,8%.
Auk þess er vart búist við þvi aö
veittar verði aukagreiðslur vegna
kostnaöar af dvöl bandarisks her-
liðs i Vestur-Þýskalandi.
Ekki verða þó öll útgjöld
lækkuö frá þvi sem verið hefur.
Til dæmis tvöfaldast þróunar-
aðstoð til Þriöja heimsins.
1 utanrikismálum verður haldið
áfram að fylgja eftir slökunar-
stefnu. Hert verður á lögum um
umhverfisvernd og ýmisleg sam-
tök og stofnanir fá auknar fjár-
veitingar til umhverfisverndar.
Þá hefur þvi verið heitið, að
Berufsverbot, atvinnubann á rót-
tæklinga, verði tekið til endur-
skoðunar og mildað verulega.
Þá hefur vestur-þýska stjórnin
heitiö þvi að fara varlega I sak-
irnar i nýtingu kjarnorku og
leggja áherslu á aöra kosti i orku-
málum — með það fyrir augum
að draga úr þörf fyrir innflutta
orku.
mannkyns, sagði for-
maður sænskra sósial-
demókrata, Olof Palme,
i sjónvarpsviðtali um
helgina, þar sem hann
m.a. lét i ljós vonir um
að nýkjörinn forseti
Bandarikjanna muni
endurskoða afstöðu sina
til Salt-2 samningsins.
Palme er á leið til ráöstefnu
Alþjóöasambands sósfalista I
Madrid nú i vikunni. en þar
verður m.a. rætt um afvopnunar-
áætlun. Palme er einn af varafor-
setum alþjóöasambandsins.
Sænskir sósialdemókratar hafa
unniö mikið aö afvopnunar-
málum. Þeir munu, að sögn
Palme, halda áfram að vinna að
þvi að kveðja saman Evrópuráð-
stefnu um þau mál i Sviþjóö og
hafa til þess stuöning rikis-
stjðrnar borgaraflokkanna
sænsku.
Palme vék I fyrsta sinni opin-
berlega aö kosningu Ronalds
Reagans og kvaöst vona aö ótti
manna við aukna styrjaldarhættu
i kjölfar kjörs hans reyndust
ástæöulausar. Hann lagði áherslu
á að þaö væri mjög þýðingar-
mikiö ef hægt væri aö undirrita
það samkomulag um gjör-
eyöingarvopn sem Sovétmenn og
Bandarikjamenn höföu gert með
sér (SALT-2), en Reagan hefur
lýst þvi yfir, að hann vilji hafna
Palme: Vonandi sér Reagan að
sér.
því og gera annan samning á
nýjum forsendum.
Margir af helstu foringjum
sðsialdemókrata koma til ráð-
stefnunnar i Madrid, sem mun að
likindum valinn timi og staöur i
tengslum við þá öryggismálaráð-
stefnu, sem enner ekki vist hvort
haldin veröur vegna niu vikna
togstreitu austurs, vesturs og
hlutlausra um dagskrá og meö-
ferð mála.
Sósialdemókratar ætla að
ræða þróunaraöstoö og sambúð
„noröurs og suðurs” i heild,
einnig samskipti austurs og
vesturs og afvopnunarmál.
Palme lagði á það allþunga
áherslu i viðtalinu aö árið 1980
hefði verið afleitt ár fyrir
afvopnunarsinna. Það er haldið
áfram aö dreifa kjarnorku-
vopnum, sagði hann. Kjarnorku-
vigbúnaður i Evrópu eflist vegna
ráðstafana af hálfu risanna
beggja og vaxa mjög likur á þvi
að Evrópa verði vettvangur
atómstyrjaldar. Hernaðarútgjöld
i austri og vestri hafa aukist
verulega og vopnasaia til þriðja
heimsins hefur snaraukist. —
(DN)