Þjóðviljinn - 12.11.1980, Blaðsíða 13
Miövikudagur 12. nóvember 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13
F óstra/starf sstúlka
óskast að leikskólanum á Höfn i Horna-
firði frá 1. des. 1980. Upplýsingar i sima
97-8315 Og 97-8222.
Starf forstöðumanns
Styrktarfélag vangefinna á Austurlandi
auglýsir hérmeð eftir forstöðumanni að
Vistheimilinu Vonarlandi, Egilsstöðum.
Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og
fyrri störf sendist formanni félagsins,
Aðalbjörgu Magnúsdóttur, Skólavegi 77,
Fáskrúðsfirði, fyrir 1. des. 1980.
Stjórnin.
Fundur um
félagsmálapakkann
Hvað er i pakkanum og hvernig kemur hann
láglaunafólki að notum? Hvaða stefnu á að
móta i fæðingarorlofs- og dagvistarmálum?
Um það verður rætt á fundi i Félagsstofnun
stúdenta kl. 28.30 i kvöld, miðvikudag.
Frummælendur:
Jóhannes Siggeirsson, hagfr. ASÍ.
Þröstur ólafsson, aðstoðarmaður fjár-
málaráðherra.
Hildur Jónsdóttir, félagi i Rauðsokkahreyf-
ingunni.
Á eftir verða frjálsar umræður.
Allir velkomnir.
Rauðsokkahreyfingin
AUGLYSING
frá félagsmálaráðuneytinu varðandi til-
nefndnefningar i stjórnir verkamanna-
bústaða samkvæmt iögum nr. 51/1980, um
Húsnæðisstofnun rikisins
Samkvæmt 39. gr. laga nr. 51 1980 um Htisnæöisstofnun
rikisins, sbr. 3. gr. reglugeröar nr. 527 1980 um Byggingar-
sjóö verkamanna og félagslegar ibúöabyggingar, skulu
sveitarstjórnir i kaupstöðum og kauptúnahreppum lands-
ins og öörum sveitarfélögum, sem þess óska, kjósa hlut-
bundinni kosningu þrjá menn i stjórn verkamannabústaöa
í sveitarfélaginu og jafnmarga til vara, og tilkynna
félagsmálaráöuneytinu nöfn þeirra, sem kosningu hafa
hlotiö. Ráöherra óskar jafnframt tilnefningar fulltrúaráös
verkalýösfélaganna i hlutaöeigandi sveitarfélagi á tveim-
ur mönnum i stjórnina. Þar sem ekki er starfandi fulltrúa-
ráö verkalýösfélaganna, skulu stjórnir þeirra verkalýös-
félaga, sem starfandi eru i sveitarfélaginu sameiginlega
annast tilnefninguna.
Stjórn BSRB tilnefnir einn fulltrúa félaga opinberra
starfsmanna i stjórn verkamannabústaöa á hverjum staö
aö undangengnum ábendingum og samráösfundi þeirra
bandalagsfélaga, sem félagsmenn eiga i viökomandi
sveitarfélagi. Varamenn skulu tilnefndir á sama hátt.
Aö fengnum framangreindum tilnefningum skipar ráö-
herra stjórn verkamannabústaða og skal kjörtimabil
þeirra vera hiö sama og sveitarstjórna.
Samkvæmt 5. liö bráöabirgöaákvæöis laga nr. 51 1980
um Húsnæðisstofnun rikisins skulu stjórnir verkamanna-
bústaöa, sem starfandi eru viö gildistöku laganna, starfa
áfram til ársloka 1980 en fyrir þanntima skulu allar
sveitarstjórnir sem lög þessi taka til, og félagasamtök
launafólks hafa tilnefnt fulltrúa i stjórn verkamanna-
bústaöa i viðkomandi byggöarlagi. Kjörtimabil þeirra
stjórna verkamannabústaöa, sem þá veröa skipaöar, skal
vera út kjörtímabil núverandi sveitarstjórna.
Félagsmálaráöuneytiö beinir þeim tilmælum til þeirra
aðila sem samkvæmt ofansögöu eiga aö tilnefna fulltrúa i
stjórnir verkamannabústaöa að gera þaö eins fljótt og
veröa má.
Tilnefningar sendist félagamálaráöuneytinu, Arnar-
hvoli.
Félagsmálaráöuneytiö, 11. nóvember, 1980.
Fundur
Samtaka
sykursjúkra
Samtök sykursjúkra boöa til
fundar miövikudaginn 12. nóv. aö
HótelSögu og hefst hann kl. 20.30
Þar flytur Þórir S. Guöbergsson
frásögn af kynnisferö til Kaup-
mannahafnar, Visnavinir
skemmta með söng, Guörún
Hjaltadóttir flytur erindi um
fæðuval sykursjúkra óg á eftir
veröa fyrirspurnir og almennar
umræöur. Þá veröa afhent jóla-
kort og jólapappir til sölu.
A fundinum verða veitingar á
boðstólum smurt brauð og pönnu-
kökur.
Sparnaður
Framhald af bls. 1
skipstjórnarmönnum hvernig
þeir geta sparaö oliu meö ööru
visi keyrslulagi”, sagöi Kristján.
„Reynsla okkar er aö mælirinn
borgi sig tvimælalaust, þó erfitt
sé aö reikna þetta tölulega.”
Togarinn Már er svonefndur
Portúgali, sem kom til landsins i
maimánuöi og sagöi Kristján aö
lokum, aö almennt heföi útgeröin
gengiö nokkuö vel miöað viö
landsmeöaltal.
AI
Vinnupallar
Framhald af bls. 16.
Eyjólfur Sæmundsson, en aöeins
einn tæknifræöingur öryggis-
eftirlitsins sinnir þessu verkefni
og öllum trésmföaverkstæöum aö
auki. Hins vegar á byggingar-
meisturum og verkstjórum aö
vera ljóst hvaöa reglur gilda um
vinnupalla og starfsmenn og
trúnaöarmenn þeirra eiga aö
veita aöhald i þessum efnum. Auk
þess vil ég benda á aö borgin
hefur sérstaka öryggisveröi á
sinum snærum, sagöi hann aö
lokum, en Reykjavikurborg á
húsið og haföi sérstakur viöhalds-
flokkur borgarinnar nýlega hafiö
vinnu viö þaö. —AI
Sex ára
Framhald af bls. 2
spurningum, og stundum býr
hann til spumingarnar sjálfur.
Kemur hlaupandi til mömmu
sinnar og spyr: Mamma, veistu
hvað heilsa er? Og svarar sjálf-
ur: Þaö er veöurspá liffæranna.
Hlær svo prakkaralega og fer
aftur út aö leika sér.
Hann kallar þennan oröaleik
sinn aö „filósófera”. Þegar
hann var spuröur hvaö væri
heimspekingur svaraöi hann aö
bragöi: þaö er sá sem vikkar út
vandamálin!
Frændi hans, fullorðinn, var i
heimsókn hjá foreldrum hans,
og þegar hann fór sagöi Sasha
viö hann: „Frændi, ég held aö
nú sé komiö aö timamótum í lifi
minu.” Svo þagöi hann nokkra
stund, dapur i bragði, og bætti
viö: ,,Ég er alls ekki mikill
heimspekingur, og aðeins
frægur hér i minni mauraþúfu.
Þegar ég stækka og les þetta allt
(frændinn haföi skrifaö niöur
tilsvör hans) hlýt ég að hugsa:
óttalegur kjáni var ég.” — ih
ENDURSKIIMS-
MERKI ERU
NAUÐSYNLEC
FYRIR ALLA
Umferðarráö
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Til félagsmanna I Alþýðubandalaginu i ReykjavEk,
Enn er þaö allt of algengt aö félagsmenn hafi ekkigreitt útsend félags-
gjöld. Stjórn félagsins hvetur þvi þá sem erm skulda aö ge<ra upp viö
félagiö nú um mánaöamótin. og styöja meö því hina margþættu og
nauösynlégu starfsemi félagsins. — Stjórn ABR.
ABR
OPIÐ HtJS
veröur aö Grettisgötu 3, miövikudaginn 12. nóv. kl. 20.30.
Upplestur: Steinunn Jóhannesdóttir leikari. Kaffi og „með þvi”.
Félagar fjölmennið.
Hittumst og kynnumst.
FÉLAGSFUNDUR
Alþýöubandalag Fljótsdalshéraös heldur almennan félagsfund föstu-
daginn 14.11. kl. 20.30 i hreppsskrifstofu Egilsstaða,
Dagskrá:
Undirbúningur landsfundar.
Stjórnin
Kjördæmisráð
AB i Reykjanesi
Geir Benedikt
KJÖRDÆMISRAÐ AB 1 REYKJANESI
kemur saman kl. 13.30 sunnudaginn 16. nóv. n.k. i Þinghóli
Hamraborg 11, Kópavogi.
DAGSKRÁ
1. Benedikt Daviðsson gerir grein fyrir stööu verkalýös-
hreyfingarinnar m.a. i ljósi nýgerðra samninga.
2. Geir Gunnarsson alþm. ræðir pólitiska stööu AB i núverandi
rikisstjórnarsamstarfi og horfurnar framundan.
• 3. Undirbúningur undir Landsfund og val tveggja fulltrúa i upp-
stillingu til miðstjórnar.
Stjórn kjördæmisráös
Laus prestaköll
Biskup islands auglýsir nú tvö prestaköll
laus til umsóknar.
1. ólafsvikurprestakall I Snæfellsnes- og Dalaprófasts-
dæmi, (Ólafsvikur- Ingjaldshóls- og Brimilvallasóknir).
Aö ósk sóknarnefndar Ingjaldshólssóknar fylgir sá fyrir-
vari þessari auglýsingu, að viðtakandi embættisins sæti
skiptingu prestakallsins i tvennt, ef til kæmi. Jafnframt er
bent á 4. gr. laga nr. 35/1970 um rétt prests i sllku tilviki.
Séra Arni Bergur Sigurbjörnsson, nýskipaöur prestur i
Asprestakalli i Reykjavik, hefur þjónaö þessu prestakalli
undanfarin 8 ár.
2. Bólstaöarhllöarprestakall i Húnavatnsprófastsdæmi,
(Bólstaöarhliöar-, Bergsstaöa-, Auökúlu-, Svinavatns og
Holtastaöasóknir).
Þar hefur séra Hjálmar Jónsson annast prestsþjónustu,
en hann hefur nú veriö kjörinn prestur á Sauöárkróki.
Umsóknarfrestur um bæöí þessiprestaköll er til 1. des. nk.
SELLÓTÓNLEIKAR
í kvöld kl. 20:30
Finnsku listamennirnir ERKKI RAUTIO
(selló) og MARTTI RAUTIO (pianó)
leika verk eftir Schubert, Brahms, Bach
og M. Rautio.
Miðar seldir á kaffistofu.
Verið velkomin NORRÆNA
HUSIÐ
7v)