Þjóðviljinn - 13.11.1980, Side 5
Fimmtudagur 13. nóvember 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Formannskjörið í Verkarmnnaflokknum breska:
Hvers vegna
sigraði Foot?
Skip hægrisinna er að sökkva, Healey gripur skelkaður I bjarghring —
en Foot ris upp úr hafinu, sallarólegur eins og hver annar isjaki sem
ekki er allur þar sem hann er séður
A mánudagskvöldið vann
vinstri maðurinn Michaei Foot
óvæntan sigur i leiötogakjöri
Verkamannaflokksins breska.
Hann hlaut 139 atkvæði gegn 129
atkvæðum frambjóðanda hægri
vængsins, Denis Healey. Einung-
is þingmenn flokksins gátu greitt
atkvæði.
Búist var við hnifjöfnum úrslit-
um þó flestir veðjuðu á Healey.
Hinn tiltölulega rúmi meirihluti
Foots kom þvi á óvart, einkum
hægri arminum, þar sem sýnt er
að Foot hefur hlotið stuðning
margra miðjumanna og ýmissa
þeirra sem hafa talist til hægri
vængsins.
Aö kjörinu loknu kvaöst Healey
mundu gefa kost á sér til em-
bættis varaformanns og sam-
eiginlega lýstu keppinautarnir
yfir að þeir myndu beita sér með
egg og oddi fyrir sameiningu i
flokknum svo hægt yrði að snúa
honum af hörku gegn skipbrots-
stefnu Thatchers.
Astæðurnar fyrir kjöri Foots
eru margvislegar. I rauninni er
það rökrétt framhald af sókn
vinstri manna innan flokksins og
sigrum þeirra á siðasta flokks-
þingi. En þar var m.a. samþykkt
að i framtiðinni yrðu þingmenn
að hljóta samþykki flokksdeilda
heima i héraði til að geta boðið sig
fram aftur. Þetta gerir þing-
mennina mun næmari — eða
veikari fyrir þrýstingi úr flokks-
deildunum, þvi sé þeim i mun að
halda þingsætinu brjóta þeir
ógjarna i bág viö vilja flokks-
manna sinna. Foot átti yfirgnæf-
andi stuðning flokksdeilda út um
allt Bretland, — sumar beinlinis
fyrirskipuðu þingmönnum sinum
að kjósa Foot.
Velgengni Foots i kosningatog-
ÖSSIIT
Skarphéðinsson
skrifar
frá Bretlandi
streitunni er reist bæði á verö-
leikum hans og óvinsældum
Healeys. Flokksmönnum er i
fersku minni „kaupsáttmálinn”
sem var hálfvegis þröngvað upp á
verkalýðshreyfinguna i siðustu
stjórn Verkamannaflokksins.
Healey var þá fjármálaráðherra
og talinn höfuðpaurinn bak við þá
stefnu að banna launahækkanir
umfram fimm prósent, sem vakti
úlfúð og deilur milli flokks og
verkalýðshreyfingar. óvægni
Healeys þá kveikti fjandskap —
jafnvel hræðslu — i hans garð
meðal verkalýðsleiðtoga sem
vildu allt vinna til að koma öðrum
en honum i leiðtogasætið.
Askoranir þeirra á Foot ollu þvi
umfram annað að Foot gaf kost á
sér,
Foot hefur um langt skeiö verið
eftirlæti verkalýðsfélaganna
enda litið á samtök verkalýðsins
sem nánast helga stofnun i þjóð-
félaginu. Ihaldið hefur i flimting-
um að þegar hann var ráðherra i
Callaghanstjórninni hafi verka-
lýðshreyfingin næstum fengið að
skrifa sjálf þau frumvörp sem
hún vildi — og biður ihaldið guð
að forða bresku þjóðinni frá slik-
um manni. A þessu nána sam-
starfi við verkalýðshreyfinguna
eru m.a. reistar vinsældir Foots.
1 annan stað á sér nú stað mikill
uppganguri baráttunni gegn vig-
búnaði pg sér i lagi kjarnorku-
búnaði i Bretlandi. Þingmenn
Verkamannaflokksins hafa feng-
ið á sig ásakanir um að gera
ekkert i þeim málum. En ef ein-
hver ein persóna er samnefnari
andófs gegn kjarnorku og viga-
brölti þá er það Michael Foot.
Þegar andófið reis sem hæst á
sjötta áratugnum var hann hvar-
vetna i fylkingarbrjósti og vildi
einhliða afvopnun fremur en
ekkert. Kjarnorkuvopn voru eitt
af aðalatriðunum i kosningabar-
áttu hans nú og Foot kvað sitt
fyrsta verk i sæti forsætisráð-
herra verða að senda kjarnorku-
eldflaugar Amerikumanna hið
skjótasta úr landi. Þetta átti
hljómgrunn meðal tvistigandi
þingmanna. M.a.s. Denis Healey
reyndi að gera þetta mál að sinu
undir lok baráttunnar, — en of
seint.
Foot hefur einnig orð fyrir að
standa fast á skoöunum sinum en
vera lipur samningamaður eigi
að siöur. t núverandi orrahrið
milli vinstri og hægri arma
flokksins töldu margir þingmenn
að hinn nýi leiðtogi yrði að geta
sameinað flokkinn á ný, ella
tækist ekki að færa Thatcher af
stóli. En óvægni Healeys var talin
litt fýsilegur eiginleiki til þess.
Þó Foot væri eindreginn vinstri
maður, þá þótti hann samt sýna
Jim Callaghan frábæra hollustu i
siðustu rikisstjórn hans. Ýmsir
svokallaðir hægri menn og marg-
ir af miðjunni töldu þvi Foot
vænlegri leiðtoga.
Aldur Foots — sem er 67 ára -
var ein helsta röksemdin gegn
honum þvi hann verður 71 árs i
næstu kosningum verði þær á
réttum tima. „Ég er friskur eins
og fugl” segir Foot við þvi.
Eins og Þjóöviljinn hefur greint
frá, þá var samþykkt á siðasta
flokksþingi aö afnema einokun
þingmanna á kjöri leiðtogans, en
nýjar reglur um tilhögun kjörsins
verða ekki samþykktar fyrr en á
sérstakri ráðstefnu i janúar. Þá
verður ennfremur kosið upp á
nýtt um formanninn eftir nýju
reglunum.
Hægri menn óttast mjög að
vinstri menn hafi bruggað með
sér að láta Foot einungis vera for-
mann fram að janúarráðstefnu og
freista þess þá að fá Tony Benn —
einn helsta oddvita vinstri manna
i Verkamannaflokknum — kjör-
inn formann. Foot harðneitar
þessu. Hann kveðst munu standa
og þykir viss um sigur aftur þá.
Tony Benn var áður búinn að
lýsa yfir framboði sinu i janúar.
Almennt er nú búist við aö hann
dragi þaö til baka. —-ÖS
Michael Foot, orðhákur, yfir-
lýstur guðleysingi, eitraður
penni, óumdeildur mælskuskör-
ungur breska þingsins, er flestum
að óvörum orðinn formaður
Verkamannaflokksins breska,
þar sem hann hefur átt i hörðu
andófi um áratuga skeið. Hann
var t.d. eitt sinn rekinn úr þing-
flokknum fyrir að bregðast
flokksaga i atkvæðagreiðslu um
hermál.
Nú er vandræðabarn flokksins
orðin leiðtogi hans.
Mælskuskörungur.
öllum ber saman um að
MichaelFoot sé einhver geðfelld-
asti maður breska þingsins,
töfrandi i umræðu,hógvær,jafnvel
feiminn. En i ræðustól breytist
hann i eldheitan mælskusnilling
sem á auðvelt með að ná
áheyrendum á sitt vald og fær
menn til að veltast um af hlátri
eða brenna af heilagri reiði yfir
veraldar fláræði. Hann kann og
manna best að fara með hárbeitt
spott eigi hann i harðri deilu við
fjandmenn, innan Verkamanna-
flokksins sem utan.
Sumir telja raunar, að mælsku-
snilld hans i umræðu um atvinnu-
leysið i landinu, sem fram fór á
þingi skömmu fyrir leiðtogakjör-
ið, hafi dugað til að snúa honum i
vil nokkrum vafaatkvæðum
meðal hægrisinnaðra þingmanna
Verkamannaflokksins.
Úr frjálslyndri fjöl-
skyldu
Foot hefur ekki alltaf fyllt hóp
sósialista. Fjölskylda hans var
atkvæðamikil meðal frjálslyndra.
Faðir hans, Isaac Foot, var þing-
maður Frjálslynda flokksins og
námuráðherra i eina tið. Michael
Foot var fimmta barn. Þrir
bræðra hans gáfu sig að stjórn-
málum og allir fjórir höfnuðu i
Verkamannaflokknum. Einn
Vandrædabarn flokks-
ins varð leiðtogi hans
þeirra varð saksóknari i stjórnar-
tið Harolds Wilsons, en tveir sitja
nú i lávarðardeild þingsins.
Faðir Foots var hallúr undir
einskonar borgaralegan anark-
isma. Sonurinn mótaðist i nægi
lega rikum mæli af föðurnum til
að vera alla tið á móti stjórn og
valdboði að ofan. Heldur undar-
legtaðalsmerkimanns sem kynni
að verða næsti forsætisráðherra
Breta. Svonefndar anarkistatil-
hneigingar Foots voru lika óspart
notaðar gegn honum af ysta
hægrinu i leiðtogabaráttunni.
Foot hlaut menntun sina i
Oxford og var þar fyrirliði
stúdentaráðs og frjálslyndra
stúdenta. Hann dvaldist i Liver-
pool að loknu námi og kynntist
þar að eigin sögn herfilegum
áhrifum stjórnarstefnu ihalds-
stjórnar Chamberlains á kjör
verkafólks. Hann snerist þá til
fylgis við Verkamannaflokkinn.
Hann kynntist um þetta leyti
Aneurin Bevan, sem átti eftir að
hafa mikil áhrif á nýliðann —
Bevan varð siðar foringi vinstra
andófs 1 flokknum.
Foot freistaði þingmennsku-
gæfunnar fyrst árið 1935 en féll.
Hann starfaði um tima fyrir mál-
gagn vinstra andófsins.Tribune,
og komu góðir blaðamennsku-
hæfileikar hans snemma i ljós.
Arið 1942 varð hann ritstjóri
Evenig Standard, dagblaðs i eigu
Beaverbrooks lávarðar, ihalds-
Orðhákur, eitraöur penni, mælskusnillingur,
manns, sem safnaði að sér
vinstrisinnuðum mannvits-
brekkum. Striðið var þá i al-
gleymingi, samstaða vigorðdags-
ins og pólitiskur ágreiningur i lág-
marki.
Arið 1945 var Michael Foot kos-
inn á þing. 1947 var hann kosinn i
framkvæmdastjórn Verka-
mannaflokksins. Arið 1955 féll
hann af þingi og tók þá aftur til
starfa við Tribune. Siðan 1960
hefur hann svo setið á þingi fyrir
kjördæmi það i Wales, sem
Aneurin Bevan hafði jafnan átt
vist.
Vinstri andófsmaður
Michael Foot og kona hans, Jill
Glaige, rithöfundur og kvik-
myndastjóri, lentu i alvarlegu
bilslysi árið 1963. Siöan þá hefur
hann gengið við staf, sem er
oröinn einhverskonar tákn hans
og imynd.
„Ég skal kjósa drjóla ef hann
bara losar sig við fjandans staf-
inn” er haft eftir hægrimanni i
Verkamannaflokknum fyrir for-
mannskjörið.
Michael Foot hefur ævinlega
verið á vinstri armi flokksins og
hann er einskonar samnefnari
þeirra sem vildu binda enda á
vigbúnaðarkapphlaupið — hvað
sem það kostaði. Hann hefur
ævinlega átt i skærum við hægra-
liðið i flokknum. En óneitanlega
Framhald á bls. 13