Þjóðviljinn - 13.11.1980, Page 9
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 13. nóvember 1980.
Fimmtudagur 13. nóvember 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Stelpurnar i gagnfræbaskólanum komu I helgarvinnu i Fiskvinnslunni til
að vinna sér fyrir keppnisferð i handboita
Hanna Þórey Nielsdóttir frá Akureyri (t.v.) og nafna hennar frá
Grindavfk Sigmarsdóttir sögðust vera búnar að gera það svakalega
gott og aldrei hafa komist í neitt jafn spennandi og sildarsöltunina. Þær
hafa annars unnið i saltfiski á Seyðisfirði að undanförnu .
Verkstjórarnir Hafsteinn Sigurjónsson (t.v.) og Kristján Larsen
saltað
Sildin er nú hætt að berast til
Seyðisfjaröar i þetta skiptiö en
þar var allt i fullum gangi þegar
blaöamenn Þjóðviljans komu þar
við fyrir skömmu og þótt um helgi
væri var unnið bæði við söltun hjá
Norðursild hf. og við frystingu i
Fiskvinnslunni hf..
Alls voru fryst 80 tonn af sild
hjá Fiskvinnslunni og er þegar
búið að flytja út til Grimsby 63
tonn upp i samninga hjá SH. Að
sögn Ólafs Ólafssonar útgerðar-
manns var aðallega fariö i þessa
frystingu til aö nýta tæki og
mannskap meöan togararnir
tveir, Gullver og Gullberg, voru i
slipp, veröið sem fengist væri
hinsvegar ekki sérstaklega hag-
stætt, að hans áliti. Þar sem sildin
var veidd i reknet varð að salta
jafnhliöa i nokkur hundruð tunnur
vegna þess að netasildin getur
aldrei orðið fullkomlega lýtalaus
öll einsog krafist er fyrir frysting-
una.
Hjá Norðursild voru samanlagt
saltaöar 10.400 tunnurá vertiöinni
og voru matsmenn þar i gær að
taka út sild sem á að fara i Rúss-
ann, að sögn Kristjáns Larsens
verkstjóra, er við slógum á þráð-
inn til hans. Enn er unnið á fullu
við að koma sildinni i hús og ann-
an frágang áður en veður spillist,
og búið er að flytja út 1200 tunnur
til Finnlands.
40 konur voru við söltunina að
jafnaði, að þvi er Hafsteinn
Sigurjónsson verkstjóri sagði
okkur, og álíka margir i kringum
þær og var unnið frá kl. 7 á
morgnana til 10 á kvöldin, en
ekki nægur mannskapur til að
skipta á vaktir.
Kristján taldi of fljótt að spá
um útkomuna, eftir væri að sjá
hvernig til heföi tekist, en hann
kvaöst vona að allt væri i besta
lagi. Hann sagði þessa hrotu góða
búbót fyrir fólkið, miklir pening-
ar hefðu komið i þorpið gegnum
þetta.
—vh
ólafur ólafsson útgerðarmaður
Sett I kassa I Fiskvinnslunni
Frysting I Fiskvinnslunni
Þau eru mörg handtökin ábur en frága ngi lýkur við söltunina
Valgeir Emilsson (t.v.), elsti starfsmaðurinn hjá Norðursild.og Sigurður
kampakáti Jónsson stilltu sér upp i portinu.
Tunnunum lokað hjá Norðursild
Pása hjá kvenfólkinu I Noröurslld
á dagskrá
Vid svo búid má ekki standa.
Stéttasamvinnu verður að hætta.
Verkalýðsbaráttan er kjarni sósíalismans
og stefnir að fullum sigri verkalýðsins yfir
andstæðingum sínum með yfirráðum
verkalýðsins yfir framleiðslutækjunum.
Valur Valsson,
sjómaöur Vest-
mannaeyjum:
Stéttasamvinnu
verður að hætta
I bók sinni „Vor i verum”
segir Jón Rafnsson m.a.-.
„Innan Alþýöuflokksins gætir
aukinnar óánægju, ýmsum þykir
kenna afsláttarstefnu hjá foryst-
unni, mönnum finnst, einkum
þeim yngri, aö vanræktsé póht/sk
fræðsla og skólun verkalýðsins.
Mörgum verkamanni þykir for-
ingjaliðiö legga meira upp úr
áróðursbrögöum viö kosningar og
þviaðná „aöstöðu” i opinberu lifi/
einsog sumirorða það þá, heldur
en góðu hófi gegnir, borið saman
við hið skipulega starf að þvi að
fylkja alþýðunni saman á stéttar-
grundvelli til baráttu gegn auö-
valdi og fyrir sósialisma.
Af takmörkuðum kynnum
minum af foringjunum, er mér þá
einnig til gruns, aö sumir láti um
of leiðast af Framsóknarforingj-
unum og að baráttukjörorð flokks
mins gegn ihaldinu séu ekki reist
á svo traustum grunni sem
skyldi. Og er svo um marga fleiri
flokksmenn.”
Meö þessum orðum var Jón að
lýsa ástandinu i verkalýösflokki
þeirra tima. Skyldi ekki fara svo
fyrir fleirum en mér, aö þeim
detti ósjálfrátt i hug Alþýðu-
bandalagið þegar þeir lesa þessi
orð i dag. u.þ.b. 50 árum siöar.
Það fer ekki hjá þvi'ef menn vilja
skoða þróun Alþýðubandalagsins
af fullu raunsæi, að þá reka menn
sig óþægilega á likingar með
þróun Alþýöuflokksins, frá þvi al
vera róttækur verkalýðsflokkur
til þess að veröa ekkert.
Bók sina endar Jón Rafnsson á
þessa leið: „A 17. þingi Alþýöu-
sambandsins haustið 1942 ná
sameiningarmenn meirihluta og
þingið kýs sér sambandsstjórn i
samræmi við það.
Hér með losna islensk verka-
lýössamtök úr flokksviðjum, löng
ogströngbaráttafyrir lýöræöi og
jafnrétti verkamanna innan eigin
stéttarsamtaka hefur verið til
lykta leidd með sigri, og nd er
brautin rudd nýjum sigrum i
hagsmuna og réttindabaráttu
verkalýösins, meiri og skjót-
unnari sigrum en dæmi eru til i
sögu vorri”.
Tilefni þess að ég vitna hér i
Jón Rafnsson er sú staða sem
upp er komin i dag, þegar tæpur
mánuöur er til A.S.l þings, aö
enginn borgaraflokkur treystist
til að stjórna landinu án sam-
ábyrgöar þess flokks, sem flestir
telja „brjóstvörn" verkalýösins.
Er ekki rétt að staldra hér að-
eins við og athuga sinn gang. Al-
þýðuflokkurinn var á sinni tið
tekinn með 1 rikisstjórnir til þess
að tryggja frið á vinnumarkaö-
inum. Allir vita hvert sú stéttar-
samvinnustefna leiddi, þ.e. að
forystan glataði trúnaöi hins al-
menna verkamanns og var þá
gengi flokksins fallið. Er Alþýðu-
bandalagið á slikri leið? Er Al-
þýðubandalagiö að missa trúnað
og tiltrú verkalýðsins? Mér er
ekki grunlaust um að svo sé; alla-
vega heyrir maöur nú æ oftar þá
klisju ,,að það sé nokkuð sama
hver sé kcsinn, þaö er sama rass-
gatið undir þeim öllum”. Viö svo
búið má ekki standa. Stéttasam-
vinnu veröur aö hætta. Verka-
lýösbaráttan er kjami sósial-
ismans og stefnir aö fullum sigri
verkalýðsins yfir andstæöingum
sinum meö yfirráðum verkalýðs-
ins yfir framleiðslutækjunum.
Einungis með róttækri og
markvissri baráttu er hægt aö
vinna og viðhalda trausti verka-
lýðsins,sama hvort sú barátta fer
fram innan stjórnmálaflokks eða
heildarsamtaka verkalýðsins,
nema hvoru tveggja sé.
A siðasta A.S.l. þingi varö
vissrar óánægju vart hjá þingfull-
trúum,óánægja þessi kom fram i
tilhneigingu til þess aö hafna for-
sjá flokkspólitískra fulltrúa i
málum A.S.l. Ekki var þó um
opinbert málefnauppgjör aö ræöa
að þvi sinni, heldur beindist óá-
nægjan i þann farveg sem oft vill
verða i slikum tilvikum, að
standa ekki aöbaki hinna flokks-
pólitisku fulltrúa I kosningum til
hinna ýmsu embætta innan A.S.I.
Meö þessum aðgerðum mynd-
aðist ákveðinn kjarni, sem hefur
siðan á ýmsum ráöstefnum og
þingum innan verkalýðshreyf-
ingarinnar gengist fyrir and-
stöðu i anda hins óbreytta félaga;
hefur hópur þessi oft veriö
nefndur „órólega deildin”.
Árangur þessarar andstöðu
hefur þvi' miöur ekki orðið um-
talsveröur og kemur þar margt
til. En eftir stendur óhagganlega
sú staöreynd að innan isl. verka-
lýðshreyfingar er óánægja með
störf og stefnu forystunnar. Það
mikil óánægja að umtalsverður
hluti rétt kjörinna fulltrúa hinna
einstöku stéttarfélaga á fundum
heildarsamtakanna vill dcki una
við óbreytt ástand.
Hinu er ekki aö leyna, aö tilvera
þessa hóps hefur haft áhrif, i
fyrsta lagi glætt vonir þeirra sem
til skamms tima töldu tilgangs-
laust aö starfa innan verkalýðs-
hreyfingarinnar, vonir um aö
breyttir timar séu i nánd.
Hinsvegar hefur þessi andstaða
kostaö þaö aö hinir flokkspóli-
tisku fulltrúar leita nú æ meir i
faðm hvers annars og sýna nú
samtry ggingarkenninguna I
framkvæmd.
Alþýðubandalagið hefur með
réttu eða röngu, reynt að eigna
sér þennan hóp, og vist er aö
margir af hinum óánægðu eru úr
röðum Alþýöubandalagsins. Þvi
hlýtur sú spurning að brenna
heitar á okkur en flestum öðrum
hvaö sé til ráða. Hvernig megi
gera störf og stefnu A.S.I þannig
að hinn almenni félagi finni að
þetta eru hans samtök, en ekki
einhver punt-uppákoma sem
engan varöar.
Það er grátleg staðreynd að
alltof fáir koma beint Ur vinnunni
inn á þing eins og A.S.l. þing er.
Nægir að benda á nýliðið þing
Sjómannasambandsins þar sem
af 57 fulltrúum voru aðeins u.þ.b.
10 starfandi sjómenn. Svona eru
tengslin þvi miður viða.
Nú hefur hópur áhugasamra
verkalýðssinna tekið sig til og
boöað tii fundar um þessi mál,
þar sem þeim óánægöu ætti að
gefast kostur á þvi aö gera sér
ljóst I hverju óánægja hins al-
menna félaga er fólgin og hvernig
beri aö snúast i þvi máli. Ráö-
stefnan verður haldin að Freyju-
götu 27, Sóknarsal, dagana 22.-23.
nóv. kl. 14-18 báöa dagana.
Ég vil eindregiöskora á allt Al-
þýðubandalagsfólk aö láta ekki
tækifærið ónotað og mæta á
þennan fund. Einnig finnst mér
Jtóö furðulegt hve fáir hafa kjark
tilþess aö skrifa um þessimál hér
i Þjóðviljann. Ég veit aö blaöiö
er ával't reiöubúið til þess að
birta skrif um verkalýösmál.
I guðanna bænum látið nú I
ykkur heyra; málefni verkalýös-
ins eru engin sérfræðingamál.
Hér er um mál okkar sjálfra aö
ræöa og við skulum bara tala og
skrifa þá tungu sem viö skiljum
sjálf án útskýringa.
Viö erum ekki að leita eftir bók-
menntaverölaunum, við erum að
berjast fyrir lifinu, berjast gegn
auðvaldi en fyrir sósialisma.
ValurValsson
Vestmannaeyjum.
Eftirspurn eftir fiskréttum
Arlegur haustfundur Iceland
Seafood Corporation I Banda-
rikjunum var haldinn i siðasta
mánuði. 1 skýrslu Guðjóns B.
ólafssonar framkvæmdastj. kom
m.a. fram, að fyrstu 9 mánuði
ársins var salan hjá fyrirtækinu
um 54 milj. Ibs i magni og 66.4
milj. dollarar að verömæti. Er
það 2% aukning i magni en 5% i
verömæti
1 sölu á fiskréttum varð 2%
samdráttur i magni en 3% verð-
mætisaukning. Sala á fisflökum
dróst saman um 4% i magni en
3% i verðmæti. A fyrra helmingi
ársins hefur markaöshlutdeild
fyrirtækisins i fiskréttum aukist i
8.1% úr 7.8% en minnkaði i flaka-
sölu úr 6% i 5.7%. Allur tilkostn-
aður fyrirtækisins hefur aukist
mjög.ekki sist vextir, og þar að
auki er mjög hörð verösamkeppni
á Bandarikjamarkaði. Gildir þaö
bæði um flökin, sem seld eru eins
■og þau koma fyrir héðan að heim-
an,og fiskréttina, sem framleidd-
ir eru vestra.
A hinn bóginn hefur eftirspurn
eftir fiskréttum aukist mjög frá
ágústbyrjun og þaö svo, aö til
þessaöanna eftirspurn hefur orö-
iö aö bæta við tveimur fram-
leiðslulinum á kvöldvakt. I ágúst
voru framleidd i verksmiöju
fyrirtækisins 5.1 milj. lbs af fisk-
réttum og var þaö meira en
nokkru sinni fyrr i einum mánuöi.
Hjá fyrirtækinu starfar nú 321
maöur og hafa ekki áður veriö
fleiri.
—mhg