Þjóðviljinn - 13.11.1980, Síða 10

Þjóðviljinn - 13.11.1980, Síða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 13. nóvember 1980. Laus staða Staða skattendurskoðanda við skattstofu Norðurlandsumdæmis vestra Siglufirði er laus til umsóknar. Góð þekking á bókhaldi og reikningsskilum er áskilin. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist skattstjóra Norðurlands vestra, Túngötu 3, Siglufirði, fyrir 15. desember 1980. Fjármálaráðuneytið, 10. nóvember 1980. Laus staða Staða fulltrúa við embætti skattstjórans i Vestmannaeyjaumdæmi er laus til umsóknar. Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið prófi i viðskiptafræði eða lög- fræði eða háfi haldgóða þekkingu i bók- haldi og reikningsskilum. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist skattstjóranum i Vest- mannaeyjum, Heiðarvegi 1, fyrir 15. desember n.k. Fjármálaráðuneytið, 10. nóvember 1980. Fáksfélagar Fimmtudaginn 13. nóv. kl. 20.30 verður fyrsti fræðslufundur vetrarins, i Félags- heimili Fáks i samvinnu fræðslunefndar og iþróttadeildar. Sýnd verður stutt kvikmynd af he;sta- iþróttum frá siðustu Ólympiuleikum. Þá kemur i heimsókn Skúli Kristjónsson i Svignaskarði og rabbar við Fáksfélaga m.a. um ræktun, tamningu og þjálfun hrossa. Fræðslunefnd og íþróttadeild Fáks. ÚTBOÐ Tilboð óskast i áð byggja 3. áfanga dag- heimilis við Hábraut i Kópavogi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverkfræðings Kópavogs i Félags- heimilinu Fannborg 2, gegn 50.000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 11 f.h. mánudaginn 24. nóv. n.k. og verða tilboð þá opnuð að viðstöddum bjóðend- um. Bæjarverkfræðingur. TILKYNNING tíl söluskattsgreiðenda Ath>gli söluskattsgreiðenda skal vakin á þvi, að gjalddagi söluskatts fyrir október- mánuð er 15. nóvember. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna rikissjóðs ásamt söluskattsskýrslu i þririti. Fjármálaráðuneytið, 5. nóvember 1980. Gjöf Göggu Lund til Borgarleikhúss Listakonan Engel Lund hefur fært væntanlegu BorgarleikhUsi að gjöf tvö gömul Reykjavikur- málverk eftir Jön Helgason biskup, — og skulu þau varðveitt af leikhússtjórn Leikfélags 9. þing KennarasambandsVest- urlands var haldið i Munaðarnesi 3.—5. okt. sl. Eirikur Jónsson forseti K.V. setti þingið og var Sigurður R. Guðmundsson skipaður 1. þing- forseti. Eiríkur flutti siðan skýrslu stjórnarinnar um siðasta starfsár. Áberandi liðurf starfinu undanfarin á hefur verið sam- starf við danska kennara og gagnkvæmar heimsóknir. Ekki varð af heimsókn Dana I ár, en boð liggur fyrir til íslendinga um heimsókn að ári. Ot er komið 3. hefti 3. árgangs Skimu, málgagns móðurmáis- kennara. Fiytur blaðið aö vanda greinar um móðurmálið og ýmis- legt efni annað sem að notum má koma fyrir kennara. Aöalgreinar Skimu að þessu sinni eru eftir þá dr. Kristján Árnason og Janes OreSnik. Kristján segir frá rannsóknum sinum á nýrri samlögun og brott- falli samhljóða i hröðu (eðli- legu?) tali. Mun mörgúm þykja ómaksvert að hugaleiða hvort þaö sé eðlileg þróun að við segj- um sankoma, ekki samkoma, tiuðúst, ekki tiu þúsund, heitum ísiedingar og förum alla jafna á klósdið. OreSnik fjallar I grein sinni um það sem hann kallar | stýfðan boöhátt I islensku (les, Reykjavikur þar til byggingu Borgarleikhúss lýkur. A myndinni sést Engel Lund, eða Gagga Lund eins og hún er jafnan kölluð, ásamt forráöa- mönnum Leikfélagsins. Snorri Þorsteinsson fræðslu- stjóri Vesturlands ávarpaði þing- ið og Valgeir Gestsson formaður Kennarasambands Islands flutti einnig ávarp. Þinghaldi lauk með árshátiö. I nýrri stjórn Kennarasam- bandsins sitja: Eirikur Jónsson, Kleppjárnsreykjum, formaöur, — Birgir Karlsson og Ósk Axelsdótt- ir, Borgarnesi, meðstjórnendur. í varastjórn sit'ja: Guðbjartur Hannesson, Akranesi, Daniel Hansen, Laugagerði og Sveinbjörn Njálsson, Borgarnesi. — óht, Stykkishólmi/eös. ver) og þróun hans (lest þú, vert þú). 1 fréttaþáttum Skimu er m.a. sagt frá rannsóknum á málnámi barna,framburði nútimaislensku, námskeiðum og ráðstefnum um móöurmálskennslu. Stóðu Sam- tökmóðurmálskennaram.a. fyrir námskeiði i málfræði og fram- sögn á Akureyri i ágúst. Ritstjórar Skimu eru Ásgeir Svanbergsson og Indriði Gislason. Skima fæst I Bóka- verslun Sigfúsar Eymundsson, Bókaverslun Máls og menningar og Bóksölu stUdenta, en áskrif- endur geta menn gerst hjá Guðrúnu Magnúsdóttur Menntaskólanum við Hamrahlfð eða með þvi að skrifa Samtökum móðurmálskennara i pósthólf 4303, 124 Reykjavik. Styrkir úr menningar- • r jc * SJOðl r Islands og Finnlands Styrkir hafa verið veittir úr menningarsjóöi íslands og Finnlands. Alls fengu 14 aöilar fé, en umsóknir voru 86. Úthlutað var samtals 53.000 finnskum mörkum. Þessir fengu styrki: 1. Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur, 4.000 mörk, til að kynna sér starfsemi list- miðstöðvarinnar á Sveaborg i Finnlandi og finnska mynd- list. 2. Ingunn K. Jakobsdóttir, kennari, 4,000 mörk til að kynna sér skóla- og bóka- safnsmál i afskekktum byggöarlögum i Finnlandi. 3. Jóhanna Þórðardóttir, myndlistarmaður, og Þor- björg Þórðardóttir, vefari, 6.000 mörk, til að kynna sér textillist i Finnlandi. 4. Sigurður Harðarson, arkitekt, 4.000 mörk, til aö kynna sér skipulagsmál og húsfriðunarmál I Finnlandi. 5. Vilborg Haröardóttir, blaðamaður, 4.000 mörk til Finnlandsfarar til að safna efni i blaðagreinar. 6. Agnete Backlund, textil- hönnuður, 4.000 mörk, til að kynna sér textfllist á Islandi. 7. Tord Elfving, blaða- maður, og Borgar Garðars son,leikari,2.000mörk,til að ljúka við þýðingu á leikriti Kjartans Ragnarssonar „Blessað barnalán”. 8. Berndt Lindholm, gull- smiður, 4.000 mörk, til að kynna sér Islenska gullsmiði. 9. Lisbet Lund-Schwela, my ndlistamaður, 4.000 mörk, til að halda sýningu 1 Norræna húsinu. 10. Oiva Miettinen, blaða- maður, 4,000 mörk, til ts- landsfarar til aö hafa viötöl viö islenska stjórnmála- menn. 11. Anssi MSntrari, leik- stjóri, 3.000 mörk, til að kynna sér leiklist á íslandi. 12. Norræna félagiö 1 Rii- himaki, 2.000 mörk, til að stofna félag um Islenska tungu I RiihimSki. 13. Lennart Sandgren, ljós- myndari, 4.000 mörk, til að gera myndaflokk um Island. 14. Merja Tammi, 4.000 mörk, til að kynna sér Is- lensk brúðuleikrit. Kennarasamband Vesturlands þingar Valgeir Gestsson formaður Kennarasambands tslands ávarpar þingið. Frá vinstri sjást sitjandi: Sigurður R. Guðmundsson, Heiðarskóla, Signý Pálsdóttir, Stykkishólmi, Þorvaldur Pálmason, Kleppjárns- reykjum, Snorri Þorsteinsson, fræöslustjóri, Borgarnesi, og Lúðvíg Halldórsson, Stykkishólmi. (Ljósm: Ölafur H. Torfason). Málgagn móðurmálskennara: Heitum Isledingar og förum á klósdiö

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.