Þjóðviljinn - 28.11.1980, Qupperneq 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 28. nóvember 1980.
Kærleiksheimilið
Þú biður borðbænina meðopinaugu! Ég
þín!
Þekkirdu þau?
Alltaf er jafn gaman aft fletta
myndaalbúmum, ekki sist þeg-
ar um er að ræða gamlar mynd-
ir af þekktum persónum. Skyldu
, lesendur geta imyndaö sér af
hverjum myndirnar eru i þess-
; ari seriu? Sjá nýrri myndir i
’ Lesendadálki á siöu 15.
Molar
Ekki af baki
Aðstaöan, sem við menntuöu
og efnuðu stéttirnar höfum, er
sama og gamla mannsins, sem
sat á herðum hins fátæka, sá er
bara munurinn að við erum
ólikir honum i þvi aö okkur
tekur mjög sárt til fátæka
mannsins, og við vildum allt
gera til að bæta hag hans. Viö
viljum ekki aðeins láta hann fá
svo mikiö fæði, að hann geti
staðiðá fótunum, viöviljum llka
kenna honum og fræða hann,
sýna honum fegurð náttúr-
unnar, ræða við hann um fagra
tónlist og gefa honum ógrynni
ágætra ráðlegginga.
Já, við viljum næstum allt
fyrir fátæka manninn gera,
nema að fara af baki hans.
LeoTolstoy.
Aðalbjörn var að leggja siðustu hönd á verk við Guðnýju NS7 þegar við hittum hann á bryggj-
unni. — Ljósm. —gel—
Draumurmn rættist:
Öll fjölskyldan á
sjóinn næsta sumar
i þessari viku fór hann Aðal-
björn Haraldsson á Seyðisfirði i
fyrsta róðurinn á „Guönýju”
sinni með 21 linu og fékk 2,8 tonn
af þorski og ýsu.
Þar með hefur langþráður
draumur ræst og tveggja ára
starf skilaö sér og nú er allt útlit
fyrir að öll fjölskyldan, Aöal-
björn og kona hans Guðný
Ragnarsdóttir, 13 ára sonurinn
Haraldur Ragnar og 7 ára
dóttirin Harpa Gunnur, fari á
sjóinn næsta sumar. Sjálfur
ætlar Aðalbjörn að snúa sér að
þessu alfarið, en hann hefur
áður stundað ýmis störf, m.a.
veriö gjaldkeri á sýsluskrifstof-
unni, og við netagerð, en er
reyndar stýrimaður og var áður
á togaranum Gullveri.
Við hittum Aðalbjörn niðrá
bryggju á Seyðisfirði um daginn
er hann var aö leggja siöustu
hönd á verk viö trilluna.
Skrokkinn og húsið, ósamsett
þó, sagöist hann hafa keypt frá
Englandi fyrir tveim árum og
siðan hefur hann dundað við
bátinn öllum tómstundum og
reyndar eingöngu siðan um
páska. 011 fjölskyldan hefur
hjálpast að eftir föngum og er
sonurinn meðeigandi, vann sem
sendill I bankanum i sumar og
lagði hálfa miljón i útgerðina.
— En hvernig gengur að láta
enda mætast þegar fjölskyldu-
faðirinn leggur I svona? Um það
spurðum við eiginkonuna, þegar
hún sagði okkur frá fyrsta róðr-
inum i sima i gær:
— Jú, þetta gengur, sagði
Guðný, sem er i hálfu starfi við
sjúkrahúsið á staðnum. — Við
erum mjög samhent fjölskylda,
og höfum verið hroðalega spar-
söm að undanförnu. Ég sauma
og prjóna og brenni meira að
segja kaffið sjálf, en við ætlum
lika að njóta þess að vera
saman á bátnum næsta sumar.
Hann er mjög vel innréttaður,
meö góðu eldunarplássi og koj-
um, — ég var að Ijúka við að
sauma rúmfötin á þær um dag-
mn!
— vh
Það er munur að vera maður
Að koma Jóni í vinnuna
St jórnunarféla g islands
heldur verkstjórnarnámskeið
fyrir menn sem vilja „koma sér
áfram” og læra að stjórna fyrir-
tækjum. Fyrir þá eru lögð dæmi
til útreikninga, væntanlega til
að kenna þeim að skipuleggja
vinnuna í fyrirtækinu út f ystu
æsar, þegar þar aö kemur.
Hér koma glefsur úr einu
sliku dæmi: „Athugun á fram-
kvæmdaráætluninni að koma
Jóni i vinnuna”. Þar eru talin
upp ýmis atriði sem Jón þarf aö
framkvæma að morgni og gef-
inn upp sá timi sem þau taka.
Morgunninn hefst á þvi að
vekjaraklukkan hringir. Jón fer
fram úr og setur hitann á (þetta
hlýtur eiginlega að vera úti á
landi?). Hann stingur sér aftur
upp i þar til hitnar i hfisinu
(dormar I lOminútur). Siðan fer
hann á fætur, rakar sig og fer i
sturtu, klæðist, borðar morgun-
verð, burstar tennurnar, setur á
sig bindi og frakka, tekur tösku
og nesti, kyssir konuna bless
(það tekur eina minútu).
Svo er greint frá athöfnum
konu Jóns á þessum morgni.
Hvað skyldi hún gera?
„Fara á fætur, strauja skyrtu
Jóns, vekja börnin, útbúa
morgunverð, borða morgun-
verð, útbúa nesti fyrir Jón,
greiða sér og varalita sig (?).
Þaö á aö reikna út m.a.
hvernig Jón hefði getað sofið
lengur, hvort hann hefði t.d.
getaö látið strauja skyrtuna
sina kvöldið áður.
Svona er hugsað i herbúöum
Stjórnunarfélagsins á þvi herr-
ans ári 1980. Skyldi verkaskipt-
ingin vera svona á mörgum
heimilum enn þann dag i dag?
— ká
Tekid eftir . . .
Nýja stærðfræðin?
Eftir forsetakjörið á þingi ASÍ I
gær er sagt að Asmundur
Stefánsson hafi klappað þétt-
ingsfast á bakiö á hnarreistum
manni að vestan og hvislað bliö-
lega i eyra hans: Farvel, Kar-
vel.
1 Vikurfréttum segir svo undir
fyrirsögninni „Talnarugl”:
Eitthvað virðist þeir hafa
ruglast i tölum, skipulagsmenn-
irnir, er þeir röðuöu númerum á
húsin við Skólaveg.
Ef jöfnu númerin frá 2-10 eru
skoðuö kemur furöulegt i ljós,
þvi röðin er þessi: Nr. 2 Ragnar
Björnsson, nr. 8 Sjúkrahúsiö,
nr. 4 Bókhaldsstofa Arna R.
Arnasonar og siðan nr. 10.
Tannlæknisstofan. Sem sé i staö
þess að telja 2-4-6-8-10 telja þeir
2-8-4-10. Hætt er við aö nem-
endur á barnaskólaprófi fengju
ekki háa einkunn ef þeir teldu
svona.
Filipp, klukkan er
korter yfir sjö!
< ^Mmfhm ég kem..
Q
K \/
O / MÉtÍ'
i éHsÉfcé
— Þessir verðir i dýragöröunum ættu einhverntima aö þvo á sér
lappirnar....
ma