Þjóðviljinn - 12.12.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 12.12.1980, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. desember 1980. Skartgripasýnlng í Norræna húsinu Dönsku gullsmiðirnir Thor Selzer og Ole Bent Petersen sýna skartgripi i bókasafni Norræna hússins. Sýningin er opin daglega kl. 13—19. sunnu- daga 14—17 til 5. jan. 1981. Verið velkomin NORRÆNA HÚSIO • Blikkiðjan ® Ásgaröi 7, Garöabæ Onnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar biikksmíöi. Gerum föst verðtilboö SÍMl53468 Sf* FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Vonarstræti4 -Sími 25500 Fósturheimill óskast Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar óskar eftir fósturheimili fyrir 12 ára gami- an þroskaheftan dreng. Mögulega er um að ræða langtimafóstur. Drengurinn gengur i öskjuhliðarskóla og þvi nauðsyn- legt að heimilið sé á Reykjavikursvæðinu. Þeir sem hafa áhuga eru vinsamlega beð- nir að hafa samband við Félagsmála- stofnun Reykjavikurborgar, Asparfelli 12, simi 74544. Auglýsing til símnotenda — Talsamband við útlönd — Upplýsingasími 08 Simnotendur, vinsamlegast athugið að upplýsingar um simtöl til útlanda, svo sem simanúmer, hvernig velja skal, gjöld o.fl. eru gefnar i sima 08. Simnotendur sem ætla að hringja til Bandarikjanna eða Kanada hringi i 08 til að panta simtalið. Sjá nánar leiðarvisi á blaðsiðu 10 til 12 i simaskránni. Simnotendur, sem panta simtal og ætla að fá uppgefið verð á simtalinu að þvi loknu, þurfa að taka það fram við talsimavörðinn áður en simtalið hefst. Póst- og simamálastofnunin. JÓLAMARKAÐUR í BREIÐFIRÐINGABÚÐ Heildverslun sem er að hætta rekstri selur næstu daga fjölbreytt úrval af sængurgjöfum og ailskonar ungbarnafatnaði. Einnig barna- buxur, leikföng, gjafavörur og margt fleira. Opið til kl. 10 i kvöld og til kl. 6 á laugar- dögum. JÓLAMARKAÐURINN í BREIÐFIRÐINGABÚÐ Ný landgræðsluáætlun Þeir eru aö kynna hina nýju landgræðsluáætlun: Frá v. ólafur Guðmundsson, Jónas Jónsson, Pálmi Jónsson, Haukur Jörundarson, Sigurður Blöndal. Mynd: —gel. Siðastliðinn fimmtudag kynnti Pálmi Jónsson, landbúnaðarráð- herra og ýmsir forsvarsmenn landgræðslumála nýja land- græðsluáætlun, sem nær yfir timabilið frá 1981—1985. Er áætl- unin unnin af samstarfsnefnd um landgræðsluá ætlun, sem starfað hefur i samræmi við ákvæði ályktunar Alþingis 28. júli 1974 ,,um landgræðslu- og gróður- verndaráætlun til minningar um 1100 ára búsetu i landinu”. Halldór E. Sigurðsson, þáverandi landbúnaðarráðherra, skipaði eftirtalda menn i nefnd- ina: Svein Runólfsson, land- græðslustjóra, Hákon Bjarnason, skógræktarstjóra, dr. Björn Sigurbjörnsson, forstjóra RALA, dr. Halldór Pálsson, búnaðar- málastjóra og Jónas Jónsson, ritstjóra, en hann var formaður nefndarinnar. Er Sigurður Blöndal varð skógræktarstjóri tók hann sæti i nefndinni i stað Hákonar Bjamasonar. Með árinu 1979 lauk áætlunar- timabilinu. Tók nefndin þa upp viðræður við Steingrim Hermannsson, þáverandi land- búnaðarráðherra um framhald landgræðslu- og gróðurverndar- starfsins. Ráðherrann fól nefnd- inni ,,aö gera úttekt á þvi, sem áunnist hefur siðan 1974 og gera tillögur um hvernig best verði staðið að áframhaldandi land- græðslu- og gróðurverndarstarfs þannig, að afturkippur komi ekki i slik störf, þegar fjárveitingar skv. ályktun Alþingis 1974 nýtur ekki lengur við”. tsamræmiviðþetta hóf nefndin undirbúning að gerð þeirrar áætl- unar, sem nú liggur fyrir. Jafn- framt var unnið að áfangaskýrsl- unni um framkvæmd áætlunar- innar árið 1975—1978. Að þvi loknu átti nefndin fund með land- búnaðarráðherra, formönnum þingflokka og formanni fjárveitingarnefndar þar sem skýrslan var kynnt og framhald málsins rætt. Lagði samstarfs- nefndin fram eftirfarandi tillög- ur: 1. Að á árinu 1980 verði veitt sama grunnfjárveiting til þeirra verkefna, sem landgræðsluáætl- unin nær til og veitt var ár hvert samkvæmt áætluninni. 2. Samstarfsnefnd um land- græðsluáætlun vinni að gerð nýrrar landgræðslu- og gróður- verndaráætlunar fyrir árin 1981—1985, sem leggja mætti fyrir Alþingi eftir áramót 1980. Eftir að rilcisstjórn dr. Gunnars Thoroddsens var mynduð átti samstarfsnefndin fund með Pálma Jónssyni, landbúnaðar- ráðherra. Hefur hann ritað þing- flokkunum og hvatt þá til sam- stöðu um málið. „Reynslan af fyrri áætlun bendir eindregið til þess, að áfram beri að halda á sömu brautuVerkefni hafa verið ákveðin og fjármagn þarf að fást,” sagði landbúnaðarráð- herra. • A fjárlögum fyrir árið 1980 eru verðbætur aðeins ákveðnar á framkvæmdafé, auk venjulegra fjárveitinga til þeirra stofnana, sem vinna að framkvæmd land- græðsluáætlunar samkvæmt áætluninni fyrir 1979, en hinsveg- ar ekki hliðstæð grunnfjárveiting og veitt var áæltunarárin, (samt. 200 milj.). Verður þvi nokkru minna unnið að land- græðslustörfum i ár en að undan- förnu. Hin nýja landgræðsluáætlun skiptíst i fimm megin þætti, sem eru þessir: Landgræðsluþáttur, (Landgræðsla rikisins), kr. 4.150 milj. kr. Skógræktarþattur, (Skógrækt rikisins), 1.000 milj. kr. Rannsóknarþáttur, (Rannsóknarstofnun landbún- aðarins), 540 milj. kr. Samvinnu- verkefni (unnin i samvinnu tveggja eða fleiri aðila, sem standa að framkvæmd land- græðsluáætlunar), 250 milj. kr. Annað (Stuðningur við áhuga- samtök um skogrækt og land- græðslu), 60 milj. kr. Samtals á fimm árum 6.000 milj. kr.—mhg Opið bréf til allra barnavina Geriö bömin ekki að Mum hennönnum í börnunum býr framtið hverrar þjóðar, en viö, hinir full- orðnu, eigum mikinn þátt I að móta þá framtið. Við leggjum þann grundvöll sem börnin búa að <>g hyggja á — gefum þeim það veganesti scm við teljum að verði þeim til velfarnaðar. En okkar samviskuspurning er — gerum við það? Leikir barnanna eru ekkert tómstundagaman, þeir eru alvar- leg vinna, undirbúningur undir það lif sem biður þeirra. Þvi flóknara sem umhverfið og þjóð- félagið verður þvi fióknari og betri leikföng og leiki þarf til að þjóna þessu hlutverki. Þvi ein- angraðri sem börnin verða frá at- vinnulifi þjóðarinnar þvi mikil- vægara er að gefa þeim skýra mynd af þvi sem þar fer fram. 1 þjóðfélagi liðins tima var það mun einfaldara. Þar voru börnin frá fyrstu bernsku inn i hringiðu lifsbaráttunnr i sveitum og sjávarplássum. Með leikjum sin- um að leggjum og skeljum, fiski- veiðum á bryggjusporðum og' fleiru liktu þau eftir störfum hinna eldri og lærðu um leið þau hlutverk sem biðu þeirra. Börnin leika sér ekki lengur að leggjum og skeljum sem áður. Mörg vita litið um þau störf sem fara fram i hinum sundurleitu at- vinnugreinum þjóðarinnar. Hlut- verk leiksins hefur ekki breyst. Börnin likja enn eftir athöfnum fullorðinna, gera hugsanir þeirra og gerðir að sinum. En breytingin er sú að börn okkar samtiðar kynnast ekki störfum foreldra sinna né annarra nema af afspurn — i gegnum túlkun okkar i tali, tónum, myndum, leikföngum og leikjum. Meö þessum hætti reyn- um við smátt og smátt aö kynna þeim hinn flókna heim sem biður þeirra. Hvernig verður þá myndin sem börnin sjá? Gefur hún rétta, ranga eöa hlutdræga mynd um raunveruleikann? Við Islendingar berum ekki vopn, en hversvegna æfa börnin okkar þá vopnaburð? Verður her- skylda ef til vill næsta skref? Hvert verður viðhorf kynslóðar sem hefur i svo rikum mæli alist upp við striðs- og ofbeldismyndir, og i leikjum sinum æft meðferö hinna flóknustu og ægilegustu vopna. Orvalið á þvi sviði er hreint óhugnanlegt. Vist er hér aðeins um leiki að ræða, en heræfing er aðeins leikur — sviðsetning á mögulegum raunveruleika. A sama hátt eru leikir barnanna slik sviðsetning — (her)æfing. 1 gegnum þessa leiki þróast ákveðiö viðhorf til vopna og notk- unar á þeim. Það gæti orðið æ sjálfsagðara að gripa til ofbeldis i deilum vegna andstæðra hags- muna og skoðana. Framtiðin er óráðin gáta og Framhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.