Þjóðviljinn - 12.12.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.12.1980, Blaðsíða 5
Föstudagur 12. desember 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Iita- bók um Grjóta- þorp Á vegum HELGAFELLS er komin út bókin GRJÓTA- ÞORPIÐ: LITABÓK eftir - GYLFA GÍSLASON, myndlistar- mann. Bókin er öðrum þræði lita- bók en um leið skemmtirit um sögu og þróun Reykjavikur frá upphafi. Markmiðið með útgáfunni er að sýna vöxt borgarinnar frá óvæntu og spennandi sjónarhorni, en jafnframt að vekja fólk á öllum aldri til umhugsunar á islensku umhverfi og byggingarlist á nýstárlegan hátt. 1 bókinni eru yfir fimmtiu myndir með auðskiljanlegum og liflegum texta sem listamaðurinn hefur samið. Inn i eru dregnir^ lifshættir, helstu framfaraspor og' nýjungar i sögu borgarinnar. Farið er i gönguferð um GRJÓTAÞORPIÐ og atburðir, sérkenni, handverk og persónur frá fyrri tið skoðuð. GRJÓTAÞORPIÐ má muna sinn fifil fegri. 1 bókinni kemur fram hvernig hús hafa horfið sporlaust. Bent er á ýmsa mögu- leika til þess að sporna gegn ára- tuga stöðnun. I hnotskurn segir bókin sögu margra mannvirkja frá fyrri tið um landið allt. 1 tengslum við útgáfuna verður efnt til sýningar á öllum teikn- ingum bókarinnar á Mokka-kaffi. Þá verður bókin til sölu á tjti-- markaðnum Lækjartorgi næstu tvær helgar. Einnig er ætlunin að efna til verðlaunasamkeppni meðal barna og unglinga. Verður skýrt nánar frá tilhögun hennar siðar. Ósnert bók Aðalfundur Hins Islenska bók- menntafélags verður haldinn á morgun, laugardag, i Lögbergi — húsi lagadeildar Háskólans og hefst kl. 14.00. A fundinum fara fram venjuleg aðalfundarstöf auk þess sem fyrir fundinn verður lögð til afgreiðslu tillaga að skipulagsskrá fyrir Stofnun Jóns Sigurðssonar, sem samþykkt var að koma á fót á siðasta aðalfundi. Loks mun Halldór Laxness rit- höfundur minna á ósnerta bók frá 12. öld, en lengi hefur verið venja, að fræðimaður ávarpaði fundar- menn á aðalfundum Hins islenska bókmenntafélaes. Heimspekikenn- ing um eðli laga Næsti fundur félags áhuga- manna um heimspeki verður haldinn sunnudaginn 14. desem- ber 1980 kl. 14.30 i Lögbergi. Dr. Milner Ball, bandariskur sendi- kennari við lagadeild Háskólans, mun setjafram kenningu sina um eðli laga, og að þvi loknu mun Garðar Gislason borgardómari gagnrýna kenninguna. Efni fundarins verður flutt á ensku. Leiörétting Röng eftirtekt undirritaðs varð til þess að snúa við tölum i sam- bandi við hugsanlega kola- brennslu Sementsverksmiðj- unnar á Akranesi. 1 fréttinni sagði, að hagnaðurinn við kóla- brennslu yrði á annan miljarð en kolainnkaupin 600 miljónir. Þarna snerust tölur við. Hagnaðurinn er áætlaður 600 milj. kr., en innkaupsverð á þeim kolum sem þarf er um 1,5 milj- arður. —S.dór Gylfi i Grjótaþorpi að skoða Grjótaþorpið. Framleiðsluráð landbúnaðarins: Verð á hefðbundnum búvörum ekki hækkað vegna fóðurbætisgjalds Vegna ummæla i fjölmiðlum að undanförnu um áhrif fóðurbætis- gjalds á framleiðslu og sölu ali- fugla og svinaafurða hcfur Fram- leiðsluráð landbúnaðarins beðið fyrir eftirfarandi athugasemdir: 1. Enginn breyting var gerð á hlutverki Framleiðsluráðs i framkvæmd hinna svokölluðu Framleiðsluráðslaga við breyt- ingu sem gerð var með bráða- birgðalögunum frá.23. júni 1980: 2. Verð á framleiðsluvörum hinna svokölluðu hefðbundnu bú- greina, sauðfjár og nautgripa- framleiðslu, hefur ekki verið hækkuð vegna fóðurbætisgjalds- ins. Framleiðendur þessara vara hafa þvi tekið fóðurbætisgjaldið alfarið á sig. Hins vegar hefur fóðurbætisgjaldinu verið velt nær jafnóðum út i verðlag alifugla og svinaafurða og þvi hafa neyt- endur en ekki framleiðendur þessara afurða greitt fóðurbætis- gjaldið. ' Nemur það 9 — 12% af heild- söluverði þessara vörutegunda. 3. Samkvæmt upplýsingum sem fyrir liggja hefur aldrei verið minni munur á heildsöluverði kjúklinga annarsvegar og niður- greiddu heildsöluverði 1. flokks dilkakjöts hinsvegar heldur en einmitt nú, og er þó ekkiiþessum samanburði tekið tillit til þeirrar timabundnu lækkunar, sem nú hefur verið ákveðip á kjúklinga- kjöti. Erfið staða kjúklingakjöts á markaðnum er þvi ekki vegna óhagsstæðari verðsamanburðar en áður, heldur hljóta þar að koma til aðrar ástæður. Þá hefur komið fram, að ekki eru erfið- leikar nú á sölu eggja og svina- kjöts. 4. Eggjaskortur nú getur ekki verið vegna bráðabirgðalaganna og fóðurbætisgjaldsins. Ungar úr eggjum, sem lögð hefðu verið til útungunar eftir 23. júni, gætu ekki verið farnir að verpa. Þvi hljóta allt aðrar ástæður að liggja til eggjaskorts, ef um hann er að ræða. 5. Til Framleiðsluráðs hafa borist margar óskir um fóður- skort vegna nýrra framleiðenda i alifugla- og svinarækt og hafa þeir allir fengið þá úrlausn, sem þeirhafa beðið um. Sjálfsagt hafa einhverjir hætt, en ekki hafa þeir tilkynnt Framleiðsluráði það og útgefin fóðurkort nú eru stórum mun fleiri en i sumar. 6. Nokkrir byrjunarörðugleikar hafa orðið á framkvæmd bráða- birgðalaganna einkum i útgáfu og dreifingu fóðurkorta og uppgjöri á kjarnfóðurgjaldinu, en þeir örðugleikar hafa bitnað á fram- Framhald á bls. 13 Fylgist með því nýjasta og besta í íslenskum bókmenntum Guðbergur Bergsson Sagan af Ara Fróðasyni og Hugborgu konu hans Bráðskemmtileg skáldsaga í stíl prakkarasagna um at- hafnamanninn Ara Fróðason og ferð hans gegnum þjóð- félagið. „Stíll sögunnar er ákaflega fjörlegur og fullur af margs- konar skemmtilegheitum og óvæntum uppákomum ... þessi saga er full af lífsfjöri og kímni... bráðskemmtileg lesning og aðgengilegri fyrir fleiri en sumar fyrri bækur Guðbergs." Helgarpósturinn. Verð kr. 14.820. Félagsverð kr. 12.600 Líney Jóhannesdóttir Aumingja Jens Óvenjuleg og göldrótt skáld- saga eftir einn sérstæðasta rit- höfund okkar. Ytri umgerð er líf listamannsfjölskyldu og nokkurra nágranna þeirra einn vetrarpart, en einmitt á þeim dögum gerast atburðir sem kalla fram miskunnarlaust endurmat þess sem liðið er. ,,Einu gildir hvort sögumann- eskja er heldur Marta eða María, öll kvika frásagnarinnar um AUMINGJA JENS er sjón- armið konu. Heitt, lifandi, heilt, sjálfsagt, Ijóðrænt, grimmt á stundum en líka undra fallegt án væmni.“ Saga sem endurómar í huga lesandans löngu eftir að lestri hennar sleppir. Verð kr. 13.710. Félagsverð kr. 11.650 Guðlaugur Arason Pelastikk Nýstárleg og skemmtileg skáldsaga sem gerist á sjónum eitt síldarsumar á 6. áratugn- um. Lifandi lýsing á heimi sjó- mannsins. „Guðlaugi tekst meistaralega að lýsa veröld drengsins og hugmyndaheimi um leið og hann sýnir skýrt þá fullorðins- veröld sem drengurinn lifir og hrærist í." Helgarpósturinn ....tilefni þessarar skáldsögu og efnistök öll eru mjög líkleg til að skapa Pelastikki merki- lega sérstöðu: þá, að hún verði ein þeirra skáldsagna sem getur sameinað lesendur á öllum aldri." Þjóðviljinn. Verð kr. 15.930. Félagsverð kr. 13.540 Ólafur Haukur Símonarson Galeiðan Tímabær og vel gerð nútíma- skáldsaga. Lesandi kynnist verkakonum í svipmyndum frá vinnustað, í hamingjuleit helg- arinnar og uggvænlegum tíð- indum heima og í verksmiðju. „Ólafur Haukur Símonarson er í þessari sögu utan við þá tvo strauma sem einna sterkastir eru um þessar mundir... hann glímir við þjóðfélagsraun- sæið ... höfuðviðfangsefni hans er að sýna að öreigar samtímans eru fyrst og fremst konur; hlutskipti þeirra er kúgun á tveim hæðum." Þjóð- viljinn. Verð kr. 15.930. , Félagsverð kr. 13.540 - Lesið skáldsögur Máls og menningar Mál og menning ijijl

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.