Þjóðviljinn - 23.12.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.12.1980, Blaðsíða 2
2 StÐA — Jólablaö Þjóöviljans SigurðurA Magnússon: Vestur-Berlin er að mörgu leyti makalaus borg. Hún er ekki nema rúmur helmingui' þeirrar glæsilegu borgar sem var höfuöstaður þýska rikis- ins i' þrjá aldarfjórðunga og- lagður að mestu i rúst i seinná heimsstriði. Vestur-Berlir erumlukt austur-þýsku land svæði og tengd Vestur-Þýska landi með þremur mjóum „flug leiðum”, nokkrum járnbraut um og þjóðvegum, en allar hafaþessar leiðir verið tepptar þegar i odda skarst milli Russa og Vesturveldanna. Vestur-Berlin gegnir ekki lengur hlutverki höfuðborgar (einsog austur- hlutinn gerir), en hún er eigi að siöur helsta menningarmiðstöð Vestur-Þýskalands, þó formleg tengsl hennar við Sambandslýö- veldiö séu nokkuð losaraleg og sér á parth borgin hefur eigið þing og stjórn og lýtur yfirstjórn hernámsveldanna þriggja; samt býr forseti Sambandslýöveldisins hluta úr hverju ári i glæstri höll sinni i Vestur-Berlin. Samskipti milli Austur- og Vestur-Berlinar voru tiltölulega greið framtil árs- ins 1961, en þá var reistur Berlin- armúrinn alræmdi, 150 kilómetra langur steinveggur tveggja mannhæða hár og jaðraður gaddavirsgiröingum, jarð- sprengjubelti og skotturnum með stuttum millibilum þarsem komið hefur verið fyrir tölvustýrðum hriöskotabyssum. Berlinarmúr- inn á sinn stóra þátt i að ljá borg- inni þann óraunveruleikans svip sem stingur i augun við fyrsta tillit. A siðasta áratug hefur til muna dregið úr viðsjám milli þýsku rikjanna með þeim afleið- ingum að Berlin er ekki sama púöurtunna og löngum áður. Miðað við ýmsar helstu borgir Evrópu er Berlin tiltölulega ný af nálinni. Hún var stofnuö á þrettándu öld sem verslunarmið- stöð á mótum ánna Spree og Havel, þarsem slavneskir og germanskir landnemar bjuggu hlið við hlið. Um 1470 var hún orð- in aðsetur furstanna i Branden- burg, kjörfursta af ætt Hohen- zollern, og þegar sú ætt tók viö konungdómi i Prússlandi jókst aö sama skapi vegur og virðing Berlinar. Frá 1871 til 1945 var hún höfuðborg hins skammlifa þýska rikis (eða réttara sagt: hinna þriggja þýsku rikja). Arið 1939 var ibúatala Berlinar fjórar og hálf milljón, en er nú tæpar tvær milljónir í Vestur-Berlin og rúm milljón i Austur-Berlin. Nálega öll hin gamla miðborg Berlínar eöa þaösem eftir er af henni liggur nú austan Berlinarmúrsins. Ein afleiöing þess er sú, aö Vestur-Berlin hefur smámsaman oröiö einskonar sýningargluggi nútimabyggingarlistar. Heil hverfi i borginni hafa veriö teikn- uö og skipulögð af ýmsum fremstu arkitektum aldarinnar. Má þar til dæmis nefna Hansa- Viertel, Gropiusstadt, og M'arkisches Viertel (Breiöholt Berlinar). Le Corbusier smiðaði sitt fræga Wohnschiff sem er i sannleika kyrrstætt farþegaskip þannig búið að farþegar þurfa aldrei aö fara frá borði, þareð allt sem til viðurværis þarf er innan- borös. I borginni er mikið um opin svæöi, og hraöbrautakerfiö er til fyrirmyndar. Prússnesku kóngarnir og þýsku keisararnir höföu á sinum snærum framsýna skipulagsmeistara og á seinni ár- um hefur ekki veriö horfið frá þeirri hefð. Menningarreitur Haft er fyrir satt aö i Berlin sé eina fullkomna hljómleikahúsiö i heiminum. Þegar horft er á Fil- harmoniuhöllina utanfrá, minnir hún svolitið á veðrað sirkustjald, enda voru borgarbúar ekki seinir á sér að uppnefna hana Karajani- sirkusinn, sem var skirskotun til hins fræga Sarrasani-sirkusar fráþvi fyrir strið. Höllin er hönn- uö af Hans Scharoun, sem látinn er fyrir fáum árum, og hefur hann hugsaö sér hljómleikasalinn i likingu við dal; hljómsveitar- pallurinn er i dalbotninum en um- hverfis hann eru vingaröar á hjöllum. Aheyrendur sitja i óreglulegum stuttum rööum eins- og kringum varöeld. Andrúms- loftið er hlýtt og geðfellt og hljómburður frábær, sem er kannski ekki að undra, þareð stjórnandi Filharmoniunnar, Herbert von Karajan, átti veru- legan þátt i hönnun hallarinnar og endurskipulagningu hljómsveit- arinnar, sem nú telst meðal bestu hljómsveita i heimi. Filharmóniuhöllin stendur á Tiergarten-svæöinu sem fyrrum þótti afar fint. Trén á þessu svæöi voru höggvin til eldsneytis og til að ryðja land fyrir kartöflugarða haröindaveturinn 1945—46 þegar hungrið svarf aö Berlinarbúum. Nú vaxa tré á ný á þessu svæði, en eitt horn þess er orðið nokkurs- konar menningarreitur. Nálægt hinni undurfögru Matteusar- kirkju, sem byggö var af Friedrich August Stiiler á nitjándu öld, standa auk Fil- harmoniuhallarinnar hið stór- fenglega Rikisbókasafn, sem sömuleiöis var hannað af Hans borg í gerjun Believue-höllin, þar sem forseti Sambandslýð- veldisins dvelst hluta úr hverju ári mm Fílharmoníuhöllin, eða „Karajanisirkusinn” einsog hún er uppnefnd

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.