Þjóðviljinn - 23.12.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.12.1980, Blaðsíða 7
Jólablaö Þjóöviljans — SIÐA 7 Heima er best Koma kvenna og erlendra verkamanna á glorsoltinn vinnu- markaö fyrir rúmum áratug olli miklum erfiöleikum eftir á. Meö lækkandi sól þvældist þetta fyrir, en sem betur fer fyrir suma tókst aö senda stærsta hluta útlend- inganna til sinna heima. Aö visu höföu þær leyst vandamálin heima fyrir á sinn ósjálfselska hátt meö þvi aö vinna aðeins hálf- an daginn, en úti vib tóku og taka þær heilmikla vinnu frá atvinnu- leysingjum sem i sumum tilfell- um eru alhraustir karlmenn. Þvi hljómar söngurinn um móðurhlutverkið svo fallega i eyrum. Margir anda léttar og róma mannlegt eöli en konurnar finna til á sinum aumasta bletti, samviskunni. Arajangt sam- viskubit yfir að hafa ekki milljón hendur. Klofningur á milli at- vinnurekenda og fjölskyldu, að vera hvorki 100% starfskraftur né 100% húsmóðir/móðir. Fyrir tiu árum virtistsamfélagiövilja axla ábyrgðina með henni, en þaö var vist misskilningur. Nú hafa börn bersýnilega þörf fyrir eitthvert sérstakt vitamin, sem enginn getur veitt " þeim nema móðirin sjálf og þá tuttugu og fjóra tima sólarhringsins. Reiöu húsmæöurnar sem minnst var á i upphafi hafa greinilega komist aö þessu. En þær hugsa ekki út i að hiö gagnstæöa fyrir- finnist, þ.e.a.s. einstæöar mæður sem verðaaö vinna úti allan dag- inn og geta ekki leyft sér að tárast yfir visunni um nauösyn móöur- hlýjunnar aö loknum skóladegi. Allra meina bót Eg get ekki séö auöveldari lausn á atvinnuleysi, misjafnri skiptingu heimilisverka og sam- bandsleysi foreldra og barna en að stytta vinnudaga allra karla sem kvenna, einstæðra sem sam- stæðra. Þar meö sköpuðust fleiri vinnustaöir, fjölskyldufaöirinn missti afsökun sina fyrir að fela sig bak viö dagblað aö loknum vinnudegi og kynslóðirnar gætu rabbaö saman og kynnst áöur en lagst er til hvilu. Allir burstuöu sinar tennur sjálfir. Ef að... I sföasta tölublaði Kvinder, blaði sem danska Rauðsokka- hreyfingin gefur út, birtist hálf- gerö science-fictiongrein um Danmörku ársins 1990, ef sumar óskir rættust. 1 lokin grip ég niður i nokkra punkta sem þar stóðu: Tekist hefur að stytta vinnu- daginn niöur i sjö klukkustundir. Styttri 'ánnudagur veitir fjöl- skyldum meiri tima til innbyröis samskipta. Meira tóm gefst til umhugsunar og aðgeröa, sem hefur i för með sér aö ýmsar fjöldahreyfingar blómstra (!). Minna álag á fólki hefur áhrif á fjárlög til félagsmála. Færri börn þarfnast sérmeöferöar og auka- kennslu og minna er talað um agavandamál i skólum. Meðal þeirra hreyfinga sem blómstra er sú sem berst fyrir fleiri og betri dagvistunarheimilum og tekst aö reka á eftir framkvæmdum á þvi sviöi. Fleiri konur taka þátt i stjórnmálum en áöur og verbur það til þess aö vinnubrögð breyt- ast á þeim vigstöövum (til batn- aðar). Af þingmönnum eru 48% konur og aö meðaltali eru 52% þeirra sem i bæjarstjórnum sitja konur. Ekki er búist viö að mannkynið veröi komið inn úm hliö Paradis- ar árið 1990, en þá hljómar m.a. krafan um aö barneignir veröi metnar i starfsaldri, tvö ár á barn. Kaupmannahöfn, 11. október 1980 Erla Siguröardóttir Laun fyrir heimilis störf? Erla Siguröardóttir skrifarfrá Kaupmannahöfn: Nýlega var rætt við f jór- ar reiðar húsmæður í danska sjónvarpinu. Þær voru reiðar, því eins og ein þeirra sagði, þá borgar ríkið með börnum sem eru á dagvistunarstof nunum, en þær mæður sem heima sitja fá ekki eyri fyrir að gæta sinna barna. Þær voru þess meðvitaðar að börn þarfnist móðurlegrar umönnunar, að einhver sé heima þegar komið erheim úr skólanum. Því kjósa þessar konur að veita börnum sínum þessi gæði með því að vera 100% hús- mæður og halda sig f jarri almennum vinnumarkaði. En þar sem heimili þarfn- ast fleiri en einnar fyrir- vinnu sjá þær f ram á þann voða að neyðast út fyrir heimilisveggina til að vinna. Hver bursti sínar tennur sjálfur Fáir geta andmælt þvl aö móöur- og húsmóðurhlutverkið sé einstaklega vanmetiö og van- þakkaö starf. Þó var sem einhver falskur tónn væri i málflutningi fjórmenninganna. Er lausnin aö borga húsmæörum vinnu þeirra i peningum og afgreiða þar meö einkalifið i eitt skipti fyrir öll? Losna þar meö viö raus og taut um jafna vinnuskiptingu hinna tveggja kynja. A þessum siöustu og verstu timum atvinnuleysis og kreppu hafa sumir fundiö sér hag i aö dásama móðurhlutverkið. betta eru sömu raddir og sungu hvað hæst fyrir tiu árum að börn og mæður hefðu þörf fyrir að koma út og umgangast aðra, en nú, þeg- ar nóg er til af vinnuafli er orðið bráönauðsynlegt að mæöginin hjúfri sig innan fjögurra veggja heimilisins og lát.i; fara sem minnst fyrir sér úti i samfélaginu. Þar er hvort sem er ekkert pláss fyrir þau. Tvöfalt vinnuálag Þegar hóað var á varavinnuafl- ið sinntu konurnar kallinu, drifu sig út frá óumbúnum rúmunum til að sýna sig og sjá aðra. Nú voru það ekki aðeins fáar vel menntaðar konur annars vegar og fátækar ekkjur hins vegar, heldur venjulegar siggur og gunnur. Fljótlega fundu þær að vinnu- álagiö var orðið tvöfalt, rúmin voru enn óumbúin þegar heim kom að kveldi og tók eiginmaöur- inn ekki meiri þátt i heimilisstörf- um en áður. Fæstir hugsuöu þeir eins og Kinverjinn sem haföi þaö aö segja um verkaskiptingu að auövitað burstaði hann sinar tennur sjálfur. Eitt og hálft vinnuálag Konur eru oft annálaðar fyrir til- litssemi og fórnfýsi og brást það ekki nú. Þær drógu fljótt i land og til að leysa heimilisverkavanda- málin létu þær sér nægja að vinna aöeins hálfan daginn. Þar með gafst þeim timi til að búa um, sinna börnum og karli. Þaö gefur auga leið að manneskja sem vinnur aðeins hálfan daginn hefur minni möguleika á að forframast i starfi en sú sem vinnur allan daginn. Annað sem dregur úr vin- sældum konunnar sem starfs- krafts eru börnin þegar þau veikjast, en það mun heyra til undantekninga að karlinn sleppi vinnudegi vegna rúmliggjandi unga, þvi hann er „ómissanleg- ur”. Þar er kominn hluti af skýr- ingunni á þvi hversu margir deildarstjórar eru karlmenn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.