Þjóðviljinn - 23.12.1980, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 23.12.1980, Blaðsíða 15
Jólablaö ÞjóövUjans —1 StÐA 15 eftir striö) fært okkur heim sann- inn um aðhún er ekki algjört sér- sviö homo sapiens. Hans Kummer frá ZOrich lagöi þar enn af mörkum i Florence, þegar hann kynnti árangur fimm ára rannsókna á félagslifi hama- dryas apakatta i Eþjópiu. En erill Krummers og samstarfsmanna hanshefur einnig leitt þá inná áð- ur óþekktar brautir i rannsóknum á lærdómsgetu apa, þ.e.a.s. á hvern máta miðtaugakerfi þeirra leyfir aðlögun að umhverfi, sem er þeim eiginlegt (utan dýra- garða). Einn visindamanna Kummer- hópsins komst á snoðir um eftir- farandi: er apakettirnir halda af staö við sólarupprás, þá taka þeir stefnuna, strax i fyrstu skrefun- um, á vatnsbólið, þar sem þeir á um miöjan daginn. En samt sem áður fer apahjörðin hina ótrúleg- ustu og óútreiknanlegustu króka, sikk og sakk, fram og til baka i fæðuleit. Allt bendir til þess að apakettirnir viti, er þeir halda upp að morgni dags, hvar þeir muni gera stans mörgum klukku- timum siðar og eins og Kummer orðar það, þá „virðast þeir búnir hæfileikum til hugrænnar kort- leggingar”. Rannsóknir fram- tiðarinnar þurfa samkvæmt Kummer að beinast inná nýjar brautir: „Það þarf að rannsaka, ekki bara þaö sem dýrið gerir, heldur einnig það sem það veit”. Ein óskammfeilnin í léttari dúr, en jafn undraverð- um: apafræðingarnir boða okkur, að ákveðin kynlifshegðan, sem á að einkenna manninn svo mjög, skjóti viðar upp kollinum. Allt til þessa þóttu það góð fræöi að telja kynlif karlórangútunnar einkenn- ast af fádæma ruddaskap, full- nægingu þeirra hvata þótti best lýst með nauðgun. En þá var það að Hollendingurinn Schurmann — eflaust illa þjáður af króniskum hálsrig — uppskar laun áralangr- ar þolinmæði. Hann fékk allt upp- lýst um ástarmál karlapans Jon og þriggja kvenna hans og þar á meðal einnar biræfinnar. Og hvaöa ályktanir má ekki draga af öllum hinum stórkostlegu apa- klámmyndum, sem Schurmann hefur dregið fram i dagsljósið? Til dæmis, að órangúturnar bind- ast raunverulegum ástarsam- böndum (consort relationship), en einkum að i þeim málum á kvendýrið það til að taka blygðunarlaust frumkvæði, til dæmis með þvi að örva lim karls- ins til dáða meö hendinni. Eftir slikar uppgötvanir úti i óspilltri náttúrunni er jafnvel frómasta fólki ekki lengur stætt á að álita slika hegðan „afbrigðilega”. Þvi má segja, að boðskapur apafræðinnar i hnotskurn sé sá, að það sem skilji að manneskju og mannapa sé meira i ætt við framhald eða skyldleika heldur en stökk. En sá boðskapur á það til að vekja tvenns konar mót- sagnafullar tilhneigingar: mannadellu og spegilmynd henn- ar, dýradellu i anda Desmond Moris. Það er svo auðvelt að blása skýldleika útí samsemd; hrapa úr „vinir okkar dýrin” oni „þau vantar ekkert nema málið” eða oni spegilmyndina „maður- inn er ekkert annaö en montinn Þrjú ljóð eftir Kristínu Bjamadóttur Hreint blóð þú hlýtur nú að vita að það er bara einn sem ræður rikjum i rauninni á Austurveili og hann er steinrunninn sá svo ekkert angrar okkur nema hettumávarnir þú veist þessir með hvita kollinn mér leiðist i þeim gargið en þeir taka aldrei af mér kókið hreint blóð verkamanna i Guatemala..... Hverjir nema við gróðursettu hér i sumar vorum við kannski ekki unglingar lika þegar við bogruðum i vinnu fyrir unglinga i öllum beðum alla daga i sumar svo þvi skyldum við... fáðu þér einn api”. Ef finna má „mennsku” i mis- miklum mæli i öllum sköpunar- verkinu, mætti draga af þvi að minnsta kosti tvær ályktanir. Sú fyrri lýtur að afgerandi nauðsyn þess að taka til róttækrar endur- skoðunar þær siðareglur, sem liggja að baki samskipta okkar við dýrin. Sú siðari, að mál sé að halda heim, sá timi sé liðinn er hinn vesturheimski maður gerði sjálfan sig útlægan úr dýrarikinu og hélt I leit að sjálfum sér. Slikt gæti kannski fleygt fram nýrri mannfræði. þú sérð það sjálf sagði unglingurinn á vellinum Heimsókn Þú fylltir stofuna hlýjum óráðnum straumum efni sem er upplagt i ævintýri Þýtt og endursagt úr LeMonde. Þar sem áður var... sólin tekur geislana með sér yfirum kertaljósið eyðir sjálfu sér milli okkar ég fæ mér hunang i teið þú missir bréfaklemmu i þitt okkar á milli er frásögn þin háð takmörkun minni þess vegna komstu þess vegna fórstu Kannski er þetta kjarnorkusprenging sagði barnið Nú ég hélt það væru rússarnir að koma sagði annað barn I dag byrjaði Hekla að gjósa sögðu siðdegisfréttirnar fjöldinn dró upp sjónauka og stakk saman nefjum: Á þessu ættu Flugleiðir að græða og fer þá ekki þjóðarskútan á flot með tifaldaðan túrisma þetta er helviti, sagði bóndinn þar sem áður var gróður er nú auðn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.