Þjóðviljinn - 23.12.1980, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 23.12.1980, Blaðsíða 14
14 StÐA Jólablaö Þjáöviljaivs Primatologian eða apafræðin snýst einkum um rannsóknir á hátterni apakatta, górilla og simpansa. Spurning spurninganna i heimi apa- fræðinnar er eftirfarandi: hvað er það, þegar öllu er á botninn hvolft, sem greinir manninn frá öðrum dýrategundum? ? ? ? vinur minn Þaö mun vera rétt skilið, að maðurinn er ekki kominn af öp- um. 1 riki apa teljast hvorki simpansinn né górillan til forfeðra okkar heldur órafjarskyldra frænda lengst aftan úr sameiginlegri þróunar- grein, enda hæst ánægðir enn þann dag i dag háttuppi i krónum trjánna.Samteru þeir ótáir homo sapiensarnir, — eftir að Tarsan heitinn reið á vaðið — sem sýna af sér hina mestu frændrækni, þó ærið sé hún tvieggjuð: hér er átt við apafræðingana. Fjögur- hundruð slikum var smalað saman á alþjóðlega ráðstefnu i Florence s.l. sumar, þar sem Claude Fischler blaðamaður Le Monde réðst i að fylgjast með at- ferli þeirra og hátterni og þá einnig að fræðast um niðurstöður rannsókna þeirra. Þessi grein min er að mestu byggð á vitnis- burði hans. Misjafn sauður meðal apa Satt best að segja er ærið mis- jafn sauður meöal apafræðinga og innrétting þeirra svo mismun- andi, að þeir geta virst ólikari heldur en t ,d. frændurnir macaca fuscata og macaca mulatta. Fél- agar italskra samtaka gegn kvik- skurði, sem mótmæltu fyrir framan ráðstefnuhöllina i Flor- ence draga þá samt sem áður i tvo höfuð-dilka, svo sem lesa mátti af kröfuspjöldum þeirra: „Verið velkomnir náttúruskoð- endur”, „Niður með rannsóknar- stofuslátrara”. Þvi undir sama hattinn, þ.e.s. apafræðina, eru settir svo ólikir fuglar, sem ákveðinn hollenskur „apaskoðari”, sem hefur þegar eytt fimm árum ævi sinnar með nefið uppi loftið i myrkviðum frumskóga Súmötru, til þess að fyigjast frá sér numinn með tilhugalifi órangútna og ákveðinn ameriskur taugasérfræðingur i New-Jersey, sem opnar apahvirfla einsog niðursuðudósir til þess að troða ofan i þá raf- skautum. En i þeirra flokki má einnig finna margan mannfræði- og fornleifafræðinginn i leit að ármiljónagömlum menjum um frumbernsku mannsins, þá sem brjóta steingervinga til mergjar undir smásjámogröntgengeislum Var stökkið mikla frá apa til manns nokkumtíma tekið? þá sem spá i sögu kjálkabeins og leggjar. Meðal þeirra, likt og i öðrum sérgreinum, má finna há-yfirstéttarfræðinga á sérsviði: samanburðarliffræði apasæðis varð uppspretta 21nar yfirlýs- ingar á þinginu i Florence. 1 sama mæli virðist persónulegt samband apafræðingsins við dýr- in sin vera margbreytilegt. Tök- um simpansafræðinginn sem dæmi: það er með augum knatt- spyrnuáhugamannsins, sem hann fylgist með Afrikudýrunum sin- um. Að hans mati er si mpansinn konungur ápanna. Oðlist bavian- inn stöku sinnum náð fyrir augum hans, þá vekur órangútan honum stökustu fyrirlitningu — svo óheflaður, frústreraður og án nokkurs félagslifs! Ogsambandið við dýrin getur leitt fram á veg opinberunarinnar. Ungur, fram- úrskarandi, breskur visinda- maður trúði Claude Fischler fyrir þvi á þinginu, að siðan hann lærði að elska dýrin sin gæti hann með engu móti bragðað kjötmeti. Þegar fló dó Annar Breti, sem umturnaði á sjöunda áratugnum öllum hefðbundnum hugmyndum um háttalag simpansa, Jane Goodall, hefur skrifað undraverða bók, sem kalla verður ævisögu heillar apaættar. Og viti menn, feitar voru fyrirsagnir engil-saxneskra dagblaöa og stórar myndirnar, þegar Fló dó, en hún var ein aðal- kvenhetja þessarar sönnu dýra- sögu. Telja verður liklegt, að við sagnaritun apaflokka og kynslóða verði mörgum „apaskoðara” það á, likt og hendir s.k. venju- lega ævisöguritara, að brenna viöfangsefnið fullmikiö eigin merki, ef ekki rugla sjálfum sér saman við það. Engan undrar þótt þeir vi'sindamenn meðal apafræðinga, sem byggja sitt á beinum athug- unum i dýragörðum og við s.k. náttúrleg skilyrði, séu meðal virkustu dýraverndunarmanna, og það ekki bara i eiginhags- munaskyni. Hverjar svo sem til- finningar rannsóknarstofujaxl- anna eru, þá eru vandamál þeirra gjarnan gjöróliks eðlis, — svo sem að verða sér úti um tilrauna- dýr. Sumir þeirra hafa hellt sér úti aparækt, bæði til eigin nota og til þess að mala gull á tilrauna- dýramarkaði sem virðist veru- legur. Viðfrægur visindamaður hvu halda heilli rannsóknarstofu gangandi á þann máta. 1 þvilikri margbreytni viðfangsefna skyldi engan undra þó apafræðingar séu ekki á einu máli, og samskiptin alls ekki snurðulaus. En enginn, sem verið hefur viðstaddur þing apafræðinga, áiyktar Fischler, fær efast um að þeir geri sig skiljanlega innbyrð is að einhverju marki með einhvers konar tungumáli. Hins vegar hefur spurningin um málhæfni apanna sjálfra vakið harðvitugar, stundum ástriðu- fullar deilur visindamanna undanfarin ár og sýnist þar sitt hverjum. 1 dag liggur þó þrætu- eplið grafkyrrt i láginni; deilu- aðilar snúa bökum saman meðan beðið er eftir nýjum gögnum með eða á móti. Annars vegar þeir, sem álita að þróuðustu apana vanti ekki nema herslumuninn: eilitið þroskaðri talfæri og þá er það komið. Úr þeirri átt heyrist iðulega vitnaö i afrek Washoe, kvensimpansa Gardnerhjónanna, en hún getur gert sig skiljanlega meö merkjamáli (American Sign Language fyrir mállausa). Hins vegar meina aðrir, að þó apar geti óneitanlega öðlast vissan orðaforða, þá sé þeim og veröi lifsómögulegt að ráða við eigin- legt tungumál búið málfræðileg- um blæbrigðum bundnum i setn- ingar. 1 dag er leiðinda biðstaða i taflinu um m ælsku apa. Sætar kartöflur En spurningin um málhæfni apaerog verður hin merkasta og gæti dregið ódæla dilka á eftir sér: húngæti t.d. skekkt ennfrek- ar þá upphöfnu mynd, sem þó er illa skekt fyrir, er hinn siviliseraði maður hefur um alda- raðir gert sér um stöðu sina i tilverunni, eigið eðli; nú er þvi skotið að okkur, að tungumálið sjálft sé kannski ekki svo sér-mannlegt. En hvar er hún þá i ósköpunum hin mikla hyldýpis- gjá, sem skyldi greina manninn frá öðrum dýrategundum?? Allar tilraunir til svars virðast að þvi komnar að kikna undan mótsögn- um, en margar þeirra eru runnar undan rifjum apafræðinganna. Eftir að Jane Goodall uppgötv- aði i myrkviðum Tansaniu, að simpansar eiga það til að gripa til greinarsprota til þess að moka maurum útúr mauraþúfum, þótti heldur kastast rýrð á höfuðstoltið verkfærið. Hvað þá um sam- félagsskipanina og menning- una?? Þvimiður. 1 upphafi sjötta áratugsins tókst japönskum apa- fræðingum að fylgjast með og henda reiður á hvernig menn- ingarþáttur (!?) eða siðvenja (! ?) varðtil og breiddist út meðal markatta á smáeyjunni Koshima. Dag nokkurn tók ungur kvenapi upp á þvi að þvo rótarávextina (sætar villikartöflur eru aðal- fæðutegund þessara markatta) áður en hún át þá. Nokkrum árum siðar gerði mikill meirihluti apa eyjunnar slikt hið sama, og sumir dýfðu þeim jafn vel i saltan sjóinn til bragðbætis. Markettirnir höfðu uppgötvað list listanna, matar- gerðarlisíina! 1 stuttu máli, þá varð ekki hjá þvi komist að viðurkenna merki um aflvaka menningar. Að þvi' er samfélagsskipanina varðar, þá hefur ethologian (rannsókn á hátterni dýra, — fræðigrein i örum vexti frá þvi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.