Þjóðviljinn - 14.01.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.01.1981, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN Mi&vikudagur 14. janúar 1981 Kærleiksheimilid Ég skal passa sætið þitt, mamma. Hvað er nú þetta ...? ! Jú, þetta eru ballerinur á æfingu i Þjóðleikhúsinu fyrir íslenska | ballettinn Blindisleik, sem frumsýndur var um jólin. Ekki má manni j verða kalt á fótunum i listdansi og þvi um að gera að vera i góðum ullarsokkum á meðan verið er að hita sig upp! — (ijósm.: — gel.) Þeir Brésnjéf og Reagan ætla báðir að berjast fyrir friði, blessaðir mennirnir. Og ég skal segja þér, að það verður ekkert strið. En það verður svo hart barist fyrir friði, aö það mun ekki standa steinn yfir steini! Þekkirðu þau? Hreinlætisæði Það varö uppi fótur og fit á flugvellinum i Bodö i Noregi þegar maður nokkur sást allt i einu þar sem hann stóð úti á miðri flugbraut með ryksugu og vann af kappi. Var þar kominn einn af starfsmönnum flugvallarins og hafði fengið sér neðan i þvi. Hann hafði verið að ryksuga teppin i flughöfninni, en langaði til að fá sér friskt loft og hugðist slá tvær flugur i einu höggi. Lögreglan brá við skjótt og bjargaöi manninum frá þvi að verða undir flugvél. Leiðindaklúbbur Yfirstéttarmenn i Bretlandi hljóta að þjást af leiðindum. Til þess bendir að minnsta kosti sú staðreynd, að i skoska bænum Skye hefur verið stofnaður sér- stakur klúbbur fyrir leiðinda- púka. Klúbbur þessi ber heitið „Klúbbur leiðra leiðindapúka” og er afskaplega finn. I hann fá þeiri einir inngöngu sem geta sýnt fram á að þeim hafi alltaf og allsstaðar leiðst og verið öðr- um til leiðinda. viðtalid Rætt við Hjálmar Bárðarson siglinga- málastjóra Gúmmí- björgunar- bátarnir öruggustu björgunar- tækin — Vissulega hafa komið fram nýjungar i björgunarútbúnaði á sjó, cn enn sem komið er hefur ekki neitt björgunartæki komið fram, sem hentar betur á fiski- skipaflota okkar en gúmmi- björgunarbáturin n, sagði Hjálmar Bárðarson, siglinga- málastjóri i viðtali við frétta- menn fyrir skömmu. Hjálmar sagði að útúr sam- norrænni rannsókn og þróun á björgunartækjum hefði komið björgunarbátur fyrir 35 manns og er hann gerður úr tref japlasti og algerlega lokaður og þéttur nema inngöngulúgan. Tilraunir með þennan báthafa lofað góðu, en gallinn er bara sá, sagði Hjálmar, aö hann er of stór og fyrirferðarmikill fyrir fiskiskip. — Ég er alveg sannfærður um að gúmmibjörgunarbátarnir eru öruggustu björgunartækin sem völ er á fyrir fiskiskip, sagði Hjálmar. Varðandi þær tilraunir með breytingar á gúmmibjörgunarbátum sem Siglingamálastofnunin gekkst fyrir á siöasta ári sagði Hjálmar aö menn mættu alls ekki halda að nú væri einhverju lokatakmarki náö. — öll mannanna verk eru að einhverju leyti ófullkomin og alltaf má leita bóta, þannig er það einnig með gúmmibjörg- unarbátana. Það sem við höfum lagt til við breytta gerð þeirra er aðeins áfangi, sagði siglinga- málastjóri. Þá sagði hann að innan tiðar yrðu gefnar út nýjar leiðbein- ingarum notkunbátanna, þegar þær breytingar sem lagt hefur! verið til að gerðar verði koma til framkvæmda. Þá var Hjálmar inntur eftir framkvæmd reglugerðar frá 1. júni 1980 um að skylt sé að hafa neyðarsenda i öllum gúmmi- björgunarbátum. Sagði hann að það stæði uppá Póst og sfma i þessu máli, þar sem það fyrir- tæki yrði að samþykkja slika neyðarsenda en hefur enn ekki samþykkt enn sem komið er neina gerð af þessum sendum, en Siglingamálastofnunin sem einnig þarf að samþykkja þá biður nú ákvörunar Pósts og sima i málinu. Þar af leiðir að ekki er enn búið að framfylgja þessari reglugerð. Loks var Hjálmar spurður um, hvort til væru tölur um hve mörgum mannslifum hefði verið bjargað á sjó hér við land eftir að gúmmibjörgunarbát- arnir komu til sögunnar. Sagði hann að það mundi vera um 600 manns sem bjargast hefðu um borð i gúmmibjörgunarbáta eftir óhapp á sjó siðan 1953, en þá voru fyrstu gúmmibjörg- unarbátarnir teknir i notkun. Sagði Siglingamálastjóri að miklar deilur hefðu komið upp þegar farið var að nota þessa björgunarbáta. Sumir kölluðu þetta gúmmitúttur, sem væru lifshættulegar og annað i þeim dúr. Þvi væri ekki að neita, að fyrstu gúmmibjörgunarbátarn- ir hefðu veriö ófullkomnir á borð við þá sem nú eru i notkun, en samt hefðu þeir strax sannað ágæti sitt. —S.dór Tveir listamenn þekktu andlit sin á bófunum sem ætla að myrða listagyðjuna til f jár. ÆRUMEIÐINGAR Á MÁLVERKI Meiðyrðamál fyrir dóm- stólum eru ekki óþekktir fylgi- fiskar bókmennta. En hitt er öllu sjaldgæfara að fómariömb myndlistarmanna reyni að fá listamenn dæmda fyrir að máia sig eða teikna. Þetta gerðist þó áriö 1975 i New York, þegar tveir lista- menn, Jacob Silberman og Anthony Siani, stefndu málaranum Paul Georges fyrir ærumeiöingar. Astæöan var sú mynd sem hér er sýnd, málverk sem heitir „Listgyðjan rænd”. Skuggabaldrarnir tveir til vinstri, sem sitja fyrir lista- gyðjunni með moröhnifa, eiga vist aö vera þeir Silberman og Siani, eða svo halda þeir sjálfir. Þeir segja að það sé atvinnuróg- ur að halda þvi fram, að þeir vilji ganga af Listinm dauðn! NU hefur undirréttur loksins dæmt þeim félögum 30 þúsund dollara hvorum i skaðabætur. Paul Georges hefur hinsvegar fariðmeö máliö fyrir áfrýjunar- dómstól og þykir mikils um vert fyrir framtið listrænnar ádrepu hvernig málinu lýkur þar. — áb. Sjá nýrri mynd i lesendadálki á 15. siðu. < Q O Hafið þið skipulagt uppeldi okkar eða kemur það af sjálfu sér?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.