Þjóðviljinn - 14.01.1981, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 14.01.1981, Blaðsíða 9
8 StÐA — ÞJÓDVILJINN Miðvikudagur 14. janúar 1981 Á FJÖLUNUM í MADRID Eftir að Franco marskálkur og einræðis- herra Spánar safnaðist til feðra sinna fyrir nokkrum árum hefur mikil gerjun átt sér stað í spænsku þjóðlífi. Spánverjar hafa dragnast með lík i lestinni allt frá því að borgara- styrjöldinni lauk árið 1939, en á síðustu árum hafa rit- höfundar, sagnfræðingar, söngvarar og kvikmynda- gerðarmenn opnað lokið á kistunni og gægst niður í hana í leit að orsökum og afleiðingum, því þjóð sem ekki gerir upp við fortíð sína býr við mikinn draugagang svo sem dæm- in sanna. 1 Madrid er nú verið að sýna leikrit eftir Manuel Azanja (svona er nafnið borið fram) sem var forseti spænska lýðveldisins meðan á borgarastyrjöldinni stóð. I Dagens Nyheter segir að verkið sé bæði forvitnilegt vegna þeirrar umræðu sem nú fer fram á Spáni (um fortiðina og framtið- ina) og einnig vegna þess að þar sé um góða leiksýningu að ræða. Hér fer á eftir pistill eftir Kjell A. Johannsson sem búsettur er i Madrid: Spáni. Þessi ár þegar ofbeldið var algengasta pólitiska vopnið hélt Azanja sinu striki, dró sinar ályktanir, reyndi að sannfæra og fullvissa eins og kemur fram i leikritinu, en það var skrifað við vægast sagt undarlegar að- stæður. Haustiö 1936 var Marid umsetin af fasistunum og Azanja forðaði sér til Barcelona þar sem hann dvaldist fram i mai 1937 (siöar flutti hann til Valencia sem varð aðsetur lýöveldisstjórnarinnar). 1 Barcelona var tekið á móti Azanja eins og hverjum öðrum þjóðhöfðingja. Hann var gestur i sjálfstæðri Katalóniu. Það var farið að öllu með gát á báða bóga enda um viðkvæm innanrikismál aö ræða og tókst að sneiða hjá deilum þessa mánuði milli rikj- anna á Spáni (Katalónia missti sjálfstæði sitt um leið og fasistar komust til valda). Þvi til árétt- ingar komu forsetar Katalóniu og spænska lýðveldisins fram saman við hátiðleg tækifæri. Meðan á Barcelonadvölinni stóð var Azanja i senn bæði nær og fjær viðburðum liðandi stundar. Hann var langt frá vig- stöðvunum en lifði af þá miklu at- burði sem gerðust i Barcelona 1937. Hann bjó I Ciudalhöllinni og þar skrifaði hann Vökunótt i Benicarlo vorið 1937. 1 mai ’37 brutust út bardagar i borginni milli vinstri manna, kommúnista (PSUC), trotskýista streytunni milli þeirra hugmynda sem stillt er upp hlið við hlið eða andstætt hver annarri. í uppsetningu Jose Luis Gomez (sem er reyndar frægur leikari) fer leikurinn hægt af stað. Leikar- arnir standa við ferðatöskur sinar og fara með sinar setningar. Þær minna meira á pólitiskan fyrir- lestur en leiktexta. En eftir þvi sem á liður vaknar sá grunur að þessi stirðlega byrjun hafi ákveð- inn tilgang. Það er eins og per- sónurnar þurfi að kynnast og átta sig á umhverfinu. Nóttin liöur, stöku sinnum heyrist lest fara hjá og sprengju- flugvélar fljúga yfir. Ferðalang- arnir breyta brautarstöðinni smám saman i heimili, þeir opna töskur sinar, skrifa, lesa og taka sér eitt og annað fyrir hendur. Leikritið öðlast lif og verður að áhrifariku leikverki. Leikararnir eru fyrsta flokks, þar má t.d. nefna Jose Bodalo I hlutverki ráð- herrans fyrrverandi. Alla nóttina er bæjarklukkan á sviðinu stillt á fimm minútur yfir sjö og Luis de Pablo hefur samið tónlist sem tengir atriðin saman. Einmana selló leikur og virkar sem döpur rödd, samt sem áður rödd sem ekki er hægt að þagga niður i. Sellóið leiðir hugann að útlegðinni (sem beið margra Spánverja eftir striðið), og selló- snillingsins Pablo Caslas sem oft spilaði i nágrenni spænsku landa- mæranna, en steig aidrei fæti sin- Franco, siðar einræisherra á Spáni.heldur innreið sina I Burgos þar sem hann setti upp aðalbækistöðvar sinar i upphafi borgarastriðsins m % ■ I 1 ~. »• H - . IPt m m B j% W % 1JM Leikrit um borgarastyrjöldina á Spáni eftir Azanja, jyrsta og eina forseta spænska lýöveldisins Á járnbrautarstöðinni i Benicarlo við strönd Miðjarðar- hafsins milli Valencia og Barcelona hittist hópur fólks. Þar eru fyrrverandi ráðherra, lög- fræðíngur, rithöfundur, læknir, flugmaður og fleiri, samtals átta karlmenn og ein kona, óperu- söngkona. Það er marskvöld árið 1937. Þau ræða saman um það sem öllum hefur verið efst I huga undanfarið ár, það hvernig Spán- verjar slátra hver öðrum á vig- stöðvunum og að bakí viglin- unnar. Um þetta fjallar leikritið ,,La velada en Benicarlo”,Vökunótt i Benicarlo, sem nú hefur verið sýnt i nokkrar vikur i Teatro Belles Artes (Leikhús hinna fögru lista) i Madrid. Ég sá leikinn eitt laugardagskvöld, reyndar var uppselt, en mér tókst aö krækja i ósóttan miöa. Leikritið er merkilegt verk á marga lund. Það er sett hér á sviö i fyrsta sinn, hundrað árum eftir fæðingu höfundarins Manuel Azanja og fjörutiu árum eftir dauða hans. Azanja var mennta- maður, rithöfundur, blaðamaöur og timaritaútgefandi, auk þess aö vera stjórnmálamaður. Fyrst og fremst var hann menntaður stjórnmálamaður. Hann var einn þeirra sem barðist hvað harðast fyrir stofnun lýðveldis á Spánf. Eftir að það komst á fót var hann forsætisráöherra þann tima sem vinstri menn höfðu meirihluta á þinginu (1931—33 og frá febrúar 1936). Frá þvf i mai 1936 — mán- uði áður en borgarastyrjöldin braust út — varð hann fyrsti for- seti lýöveldisins. Vökunótt i Benicarlo hefur að undirtitli: Samræður um striðið á Manuel Azanja, fyrsti og eini forseti spænska lýðveldisins. (POUM) og anarkista (FAI). Astandið var hörmulegt og Azanja var i stöðugri lifshættu. (Hérervikiö að fjöldamorðunumi Barcelona þegar trotskýistum og anarkistum var slátrað i stórum stil. Sagnfræöingar hafa skrifað mikið um þessa atburði undan- farið og eru þeir tengdir hreins- ununum miklu i Moskvu sem fóru fram á sama tima. Hvað sem þarna gerðist eru menn sammála um aö morðin hafi haft afdrifa- rikar afleiðingar fyrir lýðveldis- sinna og stuðlað að tortryggni, stjórnleysi og átt sinn þátt i ósigr- inum. Rithöfundurinn Victor Serge segir t.d. frá þessum at- burðum i ævisögu sinni og einnig hafa spænskir kommúnistar fjallað um þá,— ká). 1 fjóra daga (hinn myrka mai ’37) var Ciudalahöllin hersetin, en Azanja tók þvi með skynsemi og þeirri köldu ró, sem siöan var ranglega talin eitt helsta persónueinkenni hans. í formála fyrir Vökunótt i Benicarlo skrifaöi hann: ,,Þá fjóra daga sem höllin var hersetin notaði ég til að lesa fyrir endanlegan texta leikritsins og hreinrita hann”. Vökunótt i Benicarlo er ein- hvers staðar á milli leikverks og skáldsagnar, frásagnar og rit- gerðar. Persónurnar eru I mis- munandi rikum mæli talsmenn Azanja sjálfs. Textinn er lika eins konar samnefnari ritverka hans (sem voru skáldsögur, leikrit, pólitiskar greinar, og fl.). Leik- ritið minnir einna helst á pólitiska erfðaskrá með boðskap sinum um að sýna skynsemi og umburðar- lyndi. Verkið var varla hugsað til flutnings á sviði, spennan felst ekki i þvi sem gerist, heldur i tog- um inn i fasistariki Francos. Jose Luis Gomez hefur gert all nokkrar breytingar á uppruna- lega handritinu. Hann undir- strikar t.d. timaleysið (klukkan). Azanja lætur verkið gerast i veit- ingahúsi i Benicarlo og allar per- sónurnar farast i loftárás i morgunsárið. Jose Luis Gomez lætur fólkið biða á járnbrautar- stöðinni og hverfa i lokin út i myrkriö, inn i framtið sem enginn veit hvað hefur að geyma. Það fylgir eins konar eftirmáli, einn leikaranna leslokaorðin úr frægri ræðu sem Azanja hélt I Barcelona 18. júli 1938, þar sem hann hvatti til ,,paz, piedad, perdon”, friðar, miskunnar og fyrirgefningar. Leikrit Azanja er óumdeilan- lega mjög spænskt, en um leið hefur það almenna skýrskotun. Það fjallar um þann grimma veruleika, þegar versti óvinur hvers Spánverja var næsti Spán- verji. En það boðar um leið skyn- semi og mannlega reisn, á þann hátt sem hæfir jafnt árinu 1980 sem 1937, enda er ofbeldi beitt gegn fóiki i nánast hvaða landi sem er, sama hvaða stjórnkerfi þar rikir. Vökunótt i Benicarlo er eins og reyndar allt lifsverk Azanja árás á rétttrúnaðinn, kreddufestuna og þröngsýnina sem haldið hafa Spáni i heljar- greipum öldum saman. En — og það er mikilvægt — á Spáni hefur alltaf veriö til frjálslynd, opinská og umburðar- lynd hugsun. Það var von Azanja aö frjálslyndið myndi sigra við stofnun lýðveldisins, en aðal- markmið þess var ,,aö þoka menningunni fram á viö á Spáni”, eins og ein persónanna I leikritinu segir. Vökunótt i Benicarlo er óhjá- kvæmilega heldur dapurlegt verk, séð i ljósi spænskrar sögu og þeirra atburða sem hér hefur verið drepið á. „Þess dapurleika sem eingöngu frjálslyndir Spán- verjar geta skilið”,svo vitnað sé til orða rithöfundarins og blaöa- mannsins Marino Jose de Larra sem talist getur forveri manna eins og Azanja, en hann var uppi I byrjun 19. aldar þegar yfir Spán- verja gengu hörmungar Napóleonsstyr jaldanna. Þýtt og endursagt (með inn- skotum) úr Dagens Nyheter frá 29. des. 1980. — ká. Landamæraveröir fylgjast meö straumi flóttamanna yfir landamærín til Frakklands eftir aö fasistaher Francos haföi sigraö lýöveldissinna Miðvikudagur 14. janúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 á daaskrá Hallur Leópoldsson: Og ef við staðhæfum að allt of margar manneskjur lifi í heiminum í dag, — getum við þá verið viss um að það séum ekki við, sem erum „óþörf’? Fólksfjölgunarvandamál eða fólks- fjöldi sem á við vandamál að stríða? Til er fjöldi kenninga um or- sakir þeirrar stöðnunar og van- þróunar sem hrjáir riki Þriðja heimsins. Sú skýring, að mikii fólksfjölgun i „Þróunarlönd- unum” komi i veg fyrir efnahags- lega framþróun, hefur átt miklu fylgi að fagna á Vesturlöndum. Talað er um fólksfjölgunar- vandamál og átt við það, að fólks- fjölgunin eða fólksfjöldinn sé vandamál i sjálfu sér. Fyrir kemur að talað er um fólksfjölg- unina sem alvarlegasta vanda- máliði' heiminum i dag. Ýmis rök eru færð þessu til stuðnings og eiga þau flest rætur sinar að rekja til kenninga prests nokkurs og hagfræðings T.R. Malthusar að nafni, sem árið 1798 gaf út ritið ,,An Essay on the Principle of Poupulation”. Grundvallaratriði kenninga Malthusar er að fólks- fjölgunin sé „geometrisk” (2,4,8,16 o.s.frv.) þegar ekki eru neinar hindranir i vegi. Hins vegar geti matvælaframleiðslan aldrei aukist hraðar en „aritme- tiskt” (2,3,4,5, o.s.frv.). Sú hindr- un, sem Malthus hafði i huga fyrst og fremst, var matvæla- skorturinn. Fyrir löngu siðan hefur verið bent á galla þá sem eru á kenningum Malthusar og endurtek ég ekki þau rök. Hins vegar er ekki úr vegi að fara nokkrum orðum um áróður læri- sveina hans, sem hafa verið mjög háværir siðustu tvo áratugi. Arum saman hefur þvi' verið haldið fram, að vonlaust sé að auka brúttóþjóðarframleiðslu á mann í rikjum Þriðja heimsins. Framleiðsluaukningin dugi ekki til vegna mikillar fjólksfjölgunar. Allt fari i neyslu og ekkert verði eftir til fjárfestinga. Ef hægt væri að draga úr fólksfjölguninni, þá ykist brúttóþjóðarframleiðslan á mann og gæti þá myndast af- gangur, sem hægt væri að nota til fjárfestinga. Freistandi rök- semdafærsla en þvi miður röng. Látið er að þvi liggja að fólks- fækkun t.d. vegna hallæra eða farsótta muni leiða til bættra lifs- kjara. Islendingar ættu sist að ánetjast þessum rökum. Svo illa er komið fyrir kenn- ingum spámannanna um ógnun fólksfjölgunarinnar að fátt þykir benda tilað kenningar þeirra eigi sér stoð i raunveruleikanum. At- hugun sem gerð var á þróuninni i rikjum Þriðja heimsins áratuginn 1960—1970 sýndi að ekkert sam- band var á milli fólksaukningar og aukningar brúttóþjóðarfram- leiðslu. (Sjá linurit). Einnig er áhugavert að bera saman þróunina i tveim Asiu- löndum, Indlandi og Klna. Þessi lönd höfðu á fjórða áratugnum likar ytri forsendur og áþekka fólksfjölgun. Árið 1950 var brúttó- þjóðarframleiðslan á mann ein- um þriðja lægri i Kina en á Ind- landi og fjárfestingar svipaðar i báöum löndunum, 9 til 10% af brúttóþjóðarframleiöslunni. Atta árum siðar hafði brúttó- þjóðarframleiðslan aukist um 30% á Indlandi en 100% i Kina. Fjárfestingarnar i Ki'na þessi átta ár voru 2,5 sinnum meiri en fjár- festingarnar á Indlandi. Fólksfjölgun og auknlng brúttóþjóðar- framleiðslu á mann í löndum þriðja heimsins 1960-’70 o ’/f Sto 3.0 o -- -t,0 -1,0- Arleg aukning brúttóþjóðarframteiðslu á mann iprósentum. 0 *.o X o x o oy '.*** X o ••• •V •*o O-ASIA • :K7R.rKA X-RóVlAWSKA- AWERÍKA -v- —«— Z.o 4 * Heimild: World Bank Atlas 1972 Z,S 3,0 3,5 Arleg fólksfjölgun i prósentum Ekki voru tekin með lönd, sem höfðu færri en eina miijón ibúa svo og riki, sem háðu styrjöld, oliuriki, lönd sem þáðu stórfellda erienda aðstoð, nýlendurog „sósialistisk” riki. Sérhver punktur, hringur eða kross á myndinni merkir eitthvert riki i Afrlku, Asiu eða Suður-Ameriku. A myndinni get- um við t.d. séð hvað mörg af þessum rikjum hafa aukið þjóðar- framleiðslu á mann um meira en tvö prósent, eða meira en þrjú prósent á ári. Merkin fyrir ofan töluna tveir á lóðrétta strikinu sýna fjölda þeirra rikja þar sem þjóðarframleiðslan hefur aukist um meira ep tvöprósent á ári. A sama hátt getum við á myndinni séð i hvað mörgum þessara rikja fólksfjölgunin hefur farið yfir t.d. 3% á ári. Það sést meö þvi að telja merkin, sem eru lengra til hægri i myndinni en talan 3 á lárétta strikinu. A sjötta áratugnum varð þróunin svipuð: Kina þróaðist markvisst en ringulreið ein- kenndi efnahagslif Indlands. Ind- verjar gerðu áætlanir um um- bætur i landbúnaðinum, kin- verjar hrintu landbúnaðarum- bótum i framkvæmd. A Indlandi var hluta umframframleiðslunnar varið tii munaðarneyslu en i Kina var fjárfest. A Indlandi var aðal- lega fjárfest i fjármagnsfrekum nýtiskuiðnaði með aðstoð erlends fjármagns, en i Kina var fjárfest- ingunum dreift og eigið f jármagn látið duga. (Að undanskilinni af- markaðri sovjetskri aðstoð fram til 1960). Á Indlandi var fyrir næstum þremur áratugum reynt að koma á fólksfjölgunareftirliti en i Kina hófst fjölskylduáætlunarherferð fyrst þá fólkið hafði efnahagslega búið sig undir það að eiga færri börn. A Indlandi var þróunin mæld i brúttóþjóðarframleiðslu á mann, en i Kina var mælieiningin vinna og brýnustu nauðsynjar handa öllum. Samt jókst brúttó- þjóða rframleiðslan a mann þrisvarsinnum hraðar i Kina en á Indlandi á fimmta áratugnum. 1971 var haldin ráöstefna i Accra i Ghana um fólksfjöldann i heiminum. Einn þátttakenda sagði: „Hvernig má það vera að fólksé vandamál isjálfu sér? Það er ekki til neitt fjólksfjölgunar- vandamál. Hins vegar er til fólk, sem á við vandamál að striða, fólk sem á þess ekki kost að ákveða sina eigin framtið,”. Óttinn er aðalástæðan fyrir áhuga vesturlandabúa á aö,tak- marka fólksfjölgun i' Þróunar- löndunum. I öllu okkar tali um fólksfjölda virðist eitt grund- vallaratriði gleymast: fólksfjöldi samanstendur af manneskjum. Og ef við staðhæfum að allt of margar manneskjur lifi i heim- inum i dag, getum við þá veriö viss um að það séum ekk i við sem erum „óþörf”? Viö vesturlanda- búar neytum hver og einn jafn mikils og aö minnsta kosti fimm- tiu afrikanskir bændur. Hallur Leopoldssor |rLilja iá norsku i fyrra kom út i Noregi glæsjleg útgáfa á frægasta helgikyæði kaþólskra miðaldra á islandi, Lilju Eysteins munks Asgrims- sonar. Knut ödegaard þýddi Lilju og skrifar hannýtarleganformála að bókinni. Knut er skáld gott, hefur gefið út fjögur kvæöasöfn og eitt þeirra hefur komið út á islensku i þýðingu Einars Braga. Hann hef- ur skrifað eina barnabók, leikrit og gefið út ljóðaþýðingar úr islensku, færeysku og ungversku. Knut er þar staddur i norsku sem tengsli eru allgreið við islensku — þar um nefnum við til dæmis upphafserindi Lilju i þýð- ingu hans: „Allmektige Gud, du som herskar og rár over englar og folk, ubunden a v stad og stunder, kvilande i ditt kyrrleiks velde, samstundes er du ute og inne, oppe og nede og dertil i midten, du vera lova i ælder og æve, eining sann i trefalds greiner.” Knut ödegaard þýðir hetgi- kvæðið. Norska Lilja er hin glæsi- I iegasta viðhafnarútgáfa, alls er I upplagið 4000 en tölusett og árituð I eintök eru 33 — þau fyrstu iengu þjóðhöfðingjar landanna, sendi- herrar og biskupar. Það er Björn Björneboe sem hefur myndskreytt útgáfuna. Hann er i senn myndlistarmaður og guðfræðingur og er nú kapellán við dómkirkjuna i Niðarósi — en einmitt i þeim bæ dó Eysteinn munkur árið 1361. Þessi Mariumynd cftir Björn Björneboe prýðir Liljuna norsku. Að lokum fer hér alkunnugt vers á islensku og norsku: Mdria! Ert þú móðir dýrust. Maria! Lifir þú sæmd i hári. Maria! Ert þú af miskunn skirust. Mária! Létt þú syndafári. Mária! Lýtin mörg þvi voru. Mária! Lit þú klökk á tárin. Mária! Græð þú meinin stóru. Mária! Dreif þú smyrsl i sárin. Maria, er du som moder skjærast, Maria, lever du i himmelklare, Maria, er du av miskunn kjærast, Maria, lett du syndefára, Maria, sjá til lytene váre, Maria, sjá sá mjukt pá tára, Maria, læk du skader store, ■ Maria, smör du salve i sára. J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.