Þjóðviljinn - 14.01.1981, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 14.01.1981, Blaðsíða 13
Mun meira flogið innanlands Miðvikudagur 14. janúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Alþj ódleg flugumferd minnkaði Alþjóðleg flugumferð um islenska f lugst jórnarsvæðið minnkaðium 5.59% árið 1980 mið- að við árið áður. Þaraf er 1.62% vcgna færri flugieiða miðað við 1979, að þvi er fram kemur i ársyfirliti Flugmálastjórnar. Á Keflavikurflugvelli helur lendingum farþegaílugvéla i millilandaflugi fækkað um 17%, en hreyfingum, þ.e. lendingum, flugtökum, snertilendingum og lágaðflugum, fjölgaði hins vegar um 13.76%. t innanlandsflugivarð hinsvegar talsverðaukning, einkum fjölgaði úti á landi. Fjölgaöi lendingum flugvéla á Reykjavikurflugvelli um 3.18% og hreyfingum um 5.30%. Á Akureyrarflugvelli fjölgaði lendingum um 19.48%, á Húsavikurflugvelli um 39.38%, Isafjarðarflugvelli um 31.92% og á Sauðárkróksflugvelli um 250.64% aðallega vegna skóla- og einkaflugs á staönum. Reglu- bundið áætlunarflug var á árinu stundað til 30 flugvalla utan Reykjavikur og Keflavikur. Söluaukning hjá dótturfyrirtæki SÍS vestra A árinu 1980 jókst heildarsala hjá Iceland Seafood Corporation i Bandarikjunum um 6 af hundraði i magn en um 9 af hundraði miðaö við verðmæti, talið i dollurum. Nam heildarsalan 91,6 milj. doll- ara á móti 84,1 milj. árið áður. 1 „Sambandsfréttum” kemur fram, að tæplega helming þessar- ar veltu er að rekja til fiskrétta sem framleiddir eru i fiskrétta- verksmiðju fyrirtækisins vestra, en rúmlega helmingur á rætur sinar að rekja til fiskílaka, skelfisks og annarra frystra sjávarafurða sem seldar eru veitingahúsum og öðrum notend- um vestra eins og þær koma frá Islandi, þ.e. unnar og pakkaðar hér heima á þann hátt sem mark- aðurinnóskareftir. Sala á freðfiskmarkaði i Bandarikjunum dróst nokkuð saman á s.l. ári. Sala á frystum flökum mun hafa staðið i stað fyrstu niu mánuði ársins, en lengra ná ekki þær heildartölur sem nú liggja fyrir. Á sama tima minnkaði sala fiskrétta um nálægt 8 af hundraði. Sölutölur Iceland Seafood Corporation sýna þvi að fyrirtækinu hefur tekist að sveigja hjá þessum samdrætti og raunar að auka söluna, á sama tima og markaðurinn i heild beið nokkurn hnekki vegna hins erfiða markaðs- og efnahagsástands. Happdrætti Þjóðviljans: Vinningsnúmerin II. des. s.l. voru dregnir út vinningar i happdrættinu. Upp komu þessi númer: 1 Bifreið, Daihatsu Charade nr. 5030 2. Sólarlandaferð með Útsýn nr. 5999 J 3. Sólarlandaforö með Úrvali nr. 16832 4. trlandsferð með Samv.f./Landsýn nr. 34635 Allur akstur krefst varkárni Ytum ekki barnavagni á undan okkur við aðstæður sem þessar UMFERÐAR RÁÐ Af alhug þakka ég öllum þeim sem vottuðu okkur samúð með kveðjum, blómum og heimsóknum viðandlát og útför eiginmanns mins Gests Sveinssonar Hringbraut 29 Hafnarfirði Fyrir mina hönd, barna minna, tengdabarna og barna- barna Guðrún Valdimarsdóttir Litavers- mót T.S. Taflfélag Seltjarnarness hefur ákveðið að hleypa af stokkunum nýju árlegu skákmóti eina helgi i janúar. Verslunin Litaver hefur gefið farandbikar til mótsins, sem skýrt heíur verið Litavers- mótið. Fyrsta mótið verður i Valhúsa- skóla um næstu helgi og verður teflt laugardaginn 17. janúar kl. 2 eh. og sunnudaginn 18. janúar á sama tima. Timamörk verða 15 minútur á skákina. r __________tl a S.IÁIST með endurskini Umferöarráð ALÞVÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið — Keflavik Felagslundur veröur haldinn nk. fimmtudagskvöld kl. 20 i Tjarnar- lundi. Umræðuelni: Starfsemi lélagsins og önnur mál. — Deild AB i Keflavik. Miðstj órnarfundur Fundur verður haldinn i miðstjórn Alþýöubandalagsins 16. og 17. janúar næstkomandi, og hefst hann kl. 20.30 fyrri daginn i fundarsal Sóknar, Freyjugötu 27. Fundarefni verður kynnt siðar. Alþýðubandalagið i Reykjavik Innheimta félagsgjalda Stjórn Alþýðubandalagsins i Reykjavik beinir þeim eindregnu til- mælum til þeirra félaga sem enn skulda félagsgjöld að þeir greiði þau sem fyrst. Hægt er að greiða útsenda giróseðla i næsta banka eða koma við á skrifstofu félagsins á Grettisgötu 3 og gera upp þar. Verum ávallt minnug þess að félagið fjármagnar starfsemi sina i Reykjavik eingöngu meö framiögum félagsmanna. Stjórn ABR Alþýðubandalagið Selfossi og nágrenni OPIÐ HÚS Opið hús verður hjá Alþýöubandalaginu á Selfossi og nágrenni föstu- daginn 16. janúar kl. 20.30 að Kirkjuvegi 7. Skemmtiatriði, kaffiveitingar. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin Æskulýðsfélag sósíalista Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 15. janúar i risinu á Grettisgötu 3 kl. 20:30 Á dagskrá er starfið framundan og sýnd verður kvikmynd um atvinnubann vestur-þýskra stjórnvalda á vinstri mönnum. Kaffi og með þvi. Nýir félagar velkomnir, mætum öll. Stjórn ÆS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.