Þjóðviljinn - 20.02.1981, Síða 4

Þjóðviljinn - 20.02.1981, Síða 4
4 SIÐA — ÞJóÐVILJlStN Föstudagur 20. febrúar 1981. WOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ititstiórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Kjartan Ólafsson. Auglvsingastjóri: Þorgeir ólafsson. Llmsjónarmaður sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Afgreiðslustjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Alfheiður Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Ingi björg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. iþróttafréttamaður: Ingólfur Hannesson. Útlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Sævar Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson. llandrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guðrún Gúðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir. Simavarsia: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Sfðumúla 6, Keykjavik, simi 8 13 33. Prentun: Blaðaprent hf. Samblöndun í stað aðskilnaðar • //Skýrsla utanríkisráðherra um flugstöðvarbygg- inguá Keflavikurflugvelli", sem Benedikt Gröndal lagði fram á Alþingi í byrjun október 1979, rekur tiu ára vandræðasögu. í upphafi síðasta áratugar kallaði úrelt flugstöð og vaxandi flugumferð á nýja flugstöðvar- byggingu, en nú áratugi síðar er búið að endurhanna bygginguna mörgum sinnum, við blasir að flugumferð er þverrandi og mikil óvissa um f ramtíðarstef nu í flug- málum (slendinga. • Áform vinstri stjórnarinnar um brottför hersins i áföngum urðu að engu, enda þótt utanríkisráðherra Framsóknarhefðiskömmufyrir stjórnarslit vakið málsá endurskoðun „varnarsamningsins" við Bandaríkin. Skömmu eftir stjórnarskiptin síðsumars 1974 fór sami utanríkisráðherra til Washington og gerði samkomulag í fullu samráði við ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um aðskilnað hernaðarumsvifa og almennrar starfsemi á Kef lavíkurf lugvelli. • Þessi stefna hefur margar hliðar. Hún var að minnsta kosti fráhvarf — tímabundið eða varanlegt — frá stefnu Framsóknarf lokksins um brottför hersins í áföngum. Um leið má segja að aðskilnaður „herlífs og þjóðlífs" torveldi ekki ákvörðun um brottför hersins verði hún einhverntíma tekin af meirihluta Alþingis. • Hvað um það,þá stendur í fylgiskjali við Washington samkomulagið 1974: „Ríkisstjórn Bandaríkjanna mun leitast við að f inna leið til þess að vinna að þvi í sam- vinnu við íslensku rikisstjórnina að skilja að svæði þau, þar sem rekstur farþegaflugs og starfsemi varnarliðs- ins fer f ram. Ríkisstjórn Bandarikjanna mun taka þátt i byggingu nýrrar farþegaf lugstöðvar eftir því sem f jár- veitingar heimila og varnarliðsrekstur krefst. I þessu sambandi var rætt um að Bandaríkin kosti lagningu að- keyrslubrauta fyrir flugvélar, byggingu flugvélastæða, lagningu vega, þar með talinn nýr bilvegur, svo og end- urnýjun á kerf i því, sem f lytur eldsneyti að f lugvélum." # Bandaríkjamenn tóku semsagt að sér að standa und- ir kostnaðinum við þaðað f lytja flugstöðina frá athafna- svæði hersins, en sjálft flugstöðvarhúsið skyldu íslend- ingar reisa sjálfir. Kostnaðurinn við allt utandyra var áætlaður 25 milljónir dollara, eða 175 milljónir nýkróna á núvirði. Fleira fólst í Washingtonsamkomulaginu svo sem nýr flugturn sem'Bandaríkjastjórn kostaði að öllu leyti, og nam kostnaður við hann 4 miljörðum gamalla króna. $ I skýrslu Gröndals segir: „Fljótlega eftir þetta var tekið að huga að innlendri fjármögnun flugstöðvarinnar og komu þá erfiðleikar i Ijós. Hér var um stórfé að ræða og aðrar þarfir þjóðfélagsins taldar brýnni". Ríkisstjórnin samþykkti nú að leitað skyldi hófanna hjá Bandaríkjastjórn að hún tæki einnig þátt í kostnaði við f lugstöðvarhúsið sjálft. Bandariski sendiherrann var settur í málið, sendiherra íslands í Washington fylgdi beiðninni eftir og „árið 1977 var enn leitað hófanna um þetta mál við ýmsa bandaríska valdamenn við mörg tækifæri, en í júni það ár barst neikvætt svar, og var talið, að bandaríska þingið mundi ekki geta samþykkt slika aöstoð." # En utanrikisráðherra Framsóknar var ekki af baki dottinn og haustið 1977 fór hann enn til Washington og upphugsaði ásamt „ýmsum ráðamönnum" leið ofani vasa bandarískra skattborgara. „Þá kom fram sú hug- mynd, aðöðru máliskipti um flugstöðvarbygginguna, ef hún gegndi jafnframt þvi hlutverki aö vera til taks sem sjúkrahús og í almannavarnarskyni ef til þyrfti að taka á Keflavikurflugvelli." Björninn var unninn, stjórn Geirs og Ólafs fagnaði og Bandaríkjastjórn féllst á hug- myndina í maí 1978 samkvæmt sérstakri tilkynningu frá bandariska sendiherranum í Reykjavík. # Með þessu var í raun verið að falla frá stefnunni um aðskilnað herlifs og þjóðlifs og gera flugstöðina að hernaðarmannvirki. # Og Benedikt Gröndal fullkomnaði síðan verkið og gekk frá því að Bandaríkjamenn eru reiðubúnir að greiða 40% kostnaðar við „sjúkraskýlið" á Vellinum eins og það er merkt á bandarískum fjárlögum. Og nú vill Ólafur fara að nota dollarana sem búið er að skammta islensku ómögunum á bandarísku þjóðinni. —ekh Hlippt I Besta kosti • hafnað Það er ekki verkefni land- I krabba sem aldrei hafa migið i 1 saltan sjtí, að dæma um hvernig | staðið er að björgun úr sjávar- I háska. En það er verkefni blaða I að koma á framfæri rökstuddri J gagnryni og ályktunum sjó- • garpa eins og skipherra Land- I helgisgæslunnar um slik mál. I Það hefur verið gert i sambandi ■ við afturköllun á beiöni um að- J stoð varðskips við m.b. Heima- I ey sl. mánudagskvöld. Höskuld- I ur Skarphéðinsson skipherra 1 hefur fullyrt i sjónvarpi „að I’ besta kostinum” hafi verið hafnað, og að „röddin i talstöð- inni sem talaöi i nafni trygg- , ingarftílagsins hafði afgerandi ■ áhrif á ákvöröun skipstjórans I sem afturkallaði beiðnina um I aðstoð Þórs”. hraðskreið og snúningalipur, og hafa Utbúnað svo sem sterka dráttarvira með dempurum, byssur og önnur tæki sem gera þau að björgunarskipum. Fyrir liggur að björgunarlaun eru ekki hærri til varðskipanna en annarra skipa. Hinsvegar er ljóst að ef skip tryggingarfélag- anna sjálfra, Goðinn, kemur á vettvang eða skip frá sömu út- gerð aðstoðar skip i sjávar- háska eru björgunarlaunin að meira eða minna leyti samn- ingsmál. í Visi segir m.a. um þessi mál: „Það- sem gerir út- geröar- og skipst jórnarmenn trega til þess að leita aðstoðar varðskips er að þá eru björg- unarlaun greidd að fullu. t öðr- um tilfellum semja yfirleitt við- komandi útgerðir um þetta sin i milli, oft á þann hátt, að aðeins er greiddur hluti björgunar- launa, sem tryggingarfélögin borga, en s jálfsábyrgöinni sleppt.” f talstöðinni hafði afgerandi áhrif — segir Höskuldur Skarphéðinsson skipherra á Tý I Ekki beinlínis j uppálagt Það er á vitorði margra i sjó- , mannasttítt að skipstjórnar- ■ mönnum er ekki beinlinis I uppálagt að vera að væla utani | varðskipin strax og eitthvað J bjátar á hjá þeim. Viö islenskar ■ veöurfarsaðstæður er þó allrar J aögátar þörf og varðskipin eru I betur búin til björgunar en önn- I ur skip islenska flotans, og þess- • utan með stírhæfðan mannskap. J Þau hafa mikið vélarafl, eru Að missa bónusinn Þvi er við að bæta að i skipa- tryggingum eins og bifreiða- tryggingum viðgengst bónus- kerfi, þar sem „tjónareynsla” er reiknuö inn i bónus þann sem viðkomandi útgerðaraöilar njóta. Björgunarlaun koma inn i þennan útreikning, þannig að það er beggja hagur, útgerðar- aðila og tryggingarfélags, að ! kostnaður við aðstoð eða björg- 1 un i sjávarháska sé sem allra I minnstur. Enginn dómur skal á það I lagður htír hvort það mat að aft- * urkalla varðskipið og telja að- I stoð togarans Sindra nægilega hafi verið rétt við rikjandi að- I stæður sl. mánudagskvöld. • Hinsvegar má leiða að þvi rök I að i tryggingarkerfinu og i þeim „verklagsreglum”, sem útgerð- I araðilar og tryggingarfélög ’ virðast temja sér þegar um sjávarháska er að ræða, felist I viss hvati til þess að taka jafnan I ódýrasta kostinn. Sú hag- J kvæmnishugsun er stórhættuleg þegar um lif manna getur verið I að tefla. ■ „Hörmuleg íhlutun” Forstjtíri Landhelgisgæslunn- ar hefur kallað ihlutun skips- | eigendanna \,hörmulega” er , þeir beindu fyrirmælum til skip- • stjórans á Heimaey gegnum tal- stöðina sl. mánudagskvöld. Höskuldur Skarphéðinsson , skipherra hefur að sinu leyti > sagt að skipstjórinn á Heimaey hafi tekið rétta ákvöröun að kalla á varöskipið, en röddin i t talstöðinni sem talaði i nafni tryggingarfélagsins hafi haft I afgerandi áhrif á þaö að hann afturkallaði aðstoð varðskips- , ins. „Þannig rugluðu menn, ■ sem voru viðsfjarri.dómgreind I ■ þeirra sem þurftu að taka af- I drifarikar ákvaröanir við erfið- t ar aðstæður”. Þaö er ekki blaða að kveða upp dóma i þessu máli, en vegna I komandi tima er nauðsynlegt að , ræða það opinskátt. Að loknum I sjtíprtífum i málinu er og brýnt | að hlutast verði til um að reglur • og venjur tryggingarfélaga og I útgerðarmanna i þessu sam- | bandi, svo og fyrirmæli þessara • aðila til skipst jórnarmanna, séu I könnuð ofan i kjölinn. —ékh skorið Aðal- atriðið að standast sam- keppnina — Hugmynd okkar er að kynna hér lítillega teppa- framleiðslu Álafoss, sögðu forráðamenn fyrirtækisins er þeir kvöddu fréttamenn á fund sinn fyrir nokkrum dögum. — En þó að við ræðum hér einkum um teppin, þá eru þau aðeins einn þáttur framleiðslu okkar, bættu þeir við. Forráöamenn Alafoss h.f. frá v.: Guðjón Iljartarson, Einar Egilsson, Steinar Jónasson, ólafur Ottósson og Pétur Eiriksson. Mynd:_______eik Friverslunin er erfið og sam- keppnin hörö en þaö sem gildir er að þola afnám tolla og standast samkeppnina. Svarið er, að fram- leiöa teppi úr 100% islenskri ull og slaka hvergi á um ýtrustu gæða- kröfur. Verksmiðjan leitast við að laga framleiðsluna eftir kröfum markaðarins og aöalatriðið við gólfteppaframleiðsluna er gott og sterkt slitlag, sem auövelt er að hreinsa. Nú er það svo, að fólk vill gjarnan skipta um teppi i ibúðinni á þriggja til fjögurra ára fresti. Kröfurnar eru breytilegar og við það veröur að miöa fram- leiðsluna. Miklu skiptir aö fólk geri sér grein fyrir þvi hvar i ibúðinni teppið á að vera. Eftir þvi fer gerð þess. Teppi sem gert er fyrir svefnherbergi hentar ekki i stofu eða holi. Um 8% af umsetningu Alafoss nú liggur i teppum. — Sú fram- leiðsla skiptir þvi engum sköpum fyrir okkur, sögðu þeir Alafoss- menn. Þvi verður þó ekki neitað, að úr ýmsu er samt að moöa hjá Alafossi fyrir þá, sem eru að leita sér að gólfteppum. —mhg

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.