Þjóðviljinn - 20.02.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.02.1981, Blaðsíða 5
Föstudagur 20. febrúar 1981. ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 5 Kosningabaráttan í ísrael: Hinir fátæku yfirgefa Begin Það voru hinir fátækari Gyðingar, sem komu eftir stofnun ísraels frá Afríku- og Asiulöndum, sem tryggðu Menachem Begin og Likud-flokka- blökk hans sigur í síðustu kosningum. Og það er einmitt þetta fólk sem nú er að yfirgefa hægri- blökkina eins og væntan- lega mun koma fram i þeim kosningum sem fram eiga að fara i júlí. Eins og kunnugt er af fregn- um hefur meirihluti Begins smám saman rýrnað á þingi, og að lokum varð stjórn hans að boða til nýrra kosninga nokkru áður en kjörtimabili lýkur vegna ágreinings innan stórnar- innar um efnahagsmál. Og nú i kosningabaráttunni kemur það fram, að það sem mun reynast hægrisamsteypu Begins hættu- legast er sú staðreynd, að bilið hefur farið vaxandi miili rikra og fátækra i ísrael. En Begin hefur reynt að beita frjáls- hyggjuaðferðum til að stjórna landinu — skorið niður opinber framlög, m.a. til félagslegrar þjónustu og niðurgreiðslna á nauösynjum. Versnandi kjör Verðbólga er hvergi meiri en i Israel og ber margt til, ekki sist hin gifurlegu útgjöld til hersins. Verðlag á neysluvörum hækkaði i fyrra um ca 133%. En auðvelt mun að reikna það út að óhjá- kvæmileg gjöld hinna lægst launuðu hafi hækkað meira.þar eð þeir eyða mestöllum tekjum sinum i mat, og aðrar nauðsynj- ar til heimilisrekstrar, einnig i fargjöld — en allir þessir liöir hækkuðu tiltölulega meira en verðlag yfirleitt. A sama tima rýrnuðu tekjur um 9% aö meðaltali. 1 þeim hverfum og byggðum sem mest er um Gyðinga úr þriðja heiminum vann Likud- blökk Begins mikinn kosninga- sigur 1977, og fékk tvöfalt at- kvæðamagn á við samsteypu Verkamannaflokkanna. Það voru hinir snauðu og einatt heit- trúuðu Gyðingar, sem töldu sig afskipta af hinu „evrópska” stjórnsýslubákni sem Verka- mannaflokkarnir höfðu komið upp, sem settu traust sitt á Begin og hans boðskap. I byggð- um þar sem Gyðingar af Evrópuættum, Ashkenazim, eru i yfirgnæfandi meirihluta tapaði Likud meira að segja atkvæð- um. Flóttinn hafinn Nú hafa skoðanakannanir leitt þaö i ljós, að aðeins þriðj- ungur þeirra Austurgyðinga sem kusu Begin áriö 1977 ætla að kjósa hann aftur. Þriðjungur þeirra hefur þegar tekið afstöðu með Verkamannablökkinni og þriðjungur er enn óráðinn. Þetta bendir til að Likud hafi þegar misst 7—8 þingsæti i Knesset, en þar sitja 120 þing- menn. Austurgyðingarnir eru sem fyrr fylgjandi þeirri stefnu Beginstjórnarinnar að ganga af hörku fram gegn Palestinu- aröbum og halda áfram að reisa hinar umdeildu gyðingabyggðir á herteknu svæðunum. En þeir hafa orðið fyrir vonbrigðum með þá félagsmálapólitik sem hefur aukið á bilið milli rikra og fátækra i landinu. Begin meö stuðningsmönnum meðan allt lék I lyndi: Stefna hans bitnaði verst á þeim sem verst voru settir. Stjórnin reyndi að draga kosningarnar á langinn, m.a. til þessað reyna að skapa sér svig- rúm til að gera eitthvað það sem vinsælt yrði til atkvæðaveiða. En ekki sýnist um margt að ræöa — ekki sist vegna þess að hið volduga verkalýðssamband, Histadrut, sem lýtur forystu stjórnarandstöðunnar, hefur engan áhuga á að semja um eitt né neitt við farlama hægri- stjórn, sem enginn býst við að lifi lengi. Landvinninga- •stefnan I einu máli fylgir Begin áfram háskalegri þrjósku sinni, en það er áframhaldandi uppbygging gyðingabyggða á hernumdum svæðum á vesturbakka Jórdan- ar. Ætlunin er bersýnilega að „skapa staðreyndir” — m.ö.o. gyðingabyggðir i þeim mæli, að ■ erfiðara verði fyrir nýja stjórn I Verkamannablakkarinnar að m leggja niður þessa landvinn- a ingastefnu. Stjórnin hefur ný- | lega samþykkt að reisa tvær ■ nýjar byggðir og áætlanir um I fjórar i viðbót, þá hefur verið m beöiö um aukið fjármagn til að ■ hraða framkvæmdum i /jðrum * israelskum „eyjum” á Vestur- ■ bakkanum. Beginstjórnin vill I skilja eftir um 20 þúsundir ■ Israela i vopnuðum smábæjum, | dreifðum um allt land Vestur- ■ bakkans, — beinlinis til að tor- I velda hugsanlega samningsgerð J nýrrar stjórnar við Palestinu- ■ menn eða Jórdani. —áb tók saman _ FRÉTTA- SKÝRING E1 Salvador og siðgæði Reagans: SkæruliOar: ÞaO er ekki hægt aOhundsa vinstriöflin, sagOi erkibiskupinn. „Byltingin var löngu orðin tímabær þar...” Á dögunum bar Reagan forseti fram nokkuð há- værar yfirlýsingar um að stjórn sín mundi grípa til skjótra og virkra refsiað- gerða gegn hefndarverka- mönnum. En það er af ýmsu Ijóst, að Reagan ætl- ar um leið að hafa það mjög í hendi sinni hverja hann kallar hefndarverka- menn og hverja ekki. Dálkahöfundurinn Colman McCarthy vekur máls á þeirri tvöfeldni i nýlegri grein i Wash- ington Post. Hann spyr: hvað um viðbrögð við hefndarverkum gegn bandariskum borgurum i E1 Salvador? En þar hafa sex bandariskir þegnar verið myrtir að undanförnu, þ.á.m. fjórar kaþólskar nunnur, og nokkrir hafa horfið, þeirra á meðal blaða- menn. „Kirkjuleiðtogar og mannrétt- indahópar segja, að stjórn Salva- dor sé vitni að þessu ofbeldi án þess að hafast nokkuð að, eins og mestöllu þvi ofbeldi sem i fyrra kostaði 10 þúsundir manna lifið. Með hernum, öryggissveitum og morðsveitum hægrisinna hefur hún lagt blessun yfir kerfis- bundna útrýmingu bæði á raun- verulegum og imynduðum and- stæðingum.” Aöstoð við morð Colman McCarthy segir enn- fremur, að það eina sem kalla megi „skjót og virk viðbrögð” bandariskra stjórnvalda við slikum tiðindum sé að senda meiraaf vopnum, hergögnum og ráðgjöfum til harðstjóranna i Salvador. Hann minnir á þau um- mæli forseta hins bandariska ráðs kaþólskra biskupa, Johns Roach, sem i fyrra mánuði lét svo um mælt að hernaðaraðstoðin við stjórn E1 Salvador „felur i sér möguleika á meira ofbeldi af hálfu öryggissveitanna og tengir Bandarikin við kúgunaraðgeröir, sem geta aðeins bakað þeim fjandskap meirihluta ibúa E1 Sal- dor”. Erkibiskupinn hafði farið meö öðrum kaþólskum höfðingjum til Carters að biðja hann um að senda ekki meira af vopnum til E1 Salvador. Hann hafði með þvi móti viljað taka undir skoðanir Romeros, erkibiskups i landinu, sem var myrtur við messugjörð I höfuöborginni i mars i fyrra. Romero hafði einnig beðið Carter um að hætta hernaðaraðstoð, og hafðilýstþvi yfir hvernig „útbún- aður til að berjast við óeirðir” hafði þá þegar leitt til aukinna of- beldisaðgerða af hálfu öryggis- sveitanna. Ekki var hlustað á Romero. „Ábyrgðarleysi" þjóðarinnar Eins og fram hefur komið i fréttum, eru Haig utanrikisráð- herra og aðrir áhrifamenn i Washington önnum kafnir viö að smiða „sannanir” fyrir þvi að vinstrihreyfingin i E1 Salvador sé einskonar útibú frá Kúbumönn- um og Sovétmönnum — til að réttlæta vaxandi aðstoð við morð- stjórnina. Fyrrnefndum greinar- höfundi þykir allt þetta minna á afstöðu þá sem Henry Kissinger utanrikisráðherra Nixons lýsti, þegar hann var inntur eftir aðild Bandarikjastjórnar að þvi að steypa löglega kosinni stjórn Allendes iChile. Hann sagði: „Ég fæ ekki séð hvers vegna við ætt- um að standa hjá aðgerðatausir og láta citthvert land verða kommúniskt vegna ábyrgðar- leysis þjóðarinnar”. Um þetta segir Colman McCarthy: „I E1 Salvador eru þeir ábyrgðarlausu aftur komnir á kreik. Það eru fátækir menn i landinu og landleysingjar, einnig kennarar, læknar, klerkar, skipu- leggjendur verkalýðsfélaga. Þegar nokkrir hinna kúguðu missa þolinmæðina þegar þeir eru þvingaðir i þá stöðu að berj- ast eða drepast, þá gripa þeir til vopna og komast að þvi, að marx- isminn býr reyndar yfir ýmsum nytsömum kenningum fyrir þá.” Siðferðilegt afl „Þetta nægir til að Bandarikin komi hlaupandi. En i þetta skipti kynni viðleitni okkar til að stjórna niðurstöðum átaka i öðru landi að mistakast og færi vel á þvi. Meðan bandariskir leiðtogar tala um geopólitik (m.ö.o. ávinning Rússa af þróuninni) þá vita virtir leiötogar i E1 Salvador betur. Hinn nýi erkibiskup sagði fyrir nokkrum dögum: I þessu landi getur enginn stjórnað sem hunds- ar vinstriöflin....” 1 E1 Salvador fer fram bylting sem löngu var timabær orðin. Kjarni þeirrar byltingar — þegar burt eru tekin ofbeldisverk skæruliða sem strið stjórnarinnar við eigin þjóð hefur leitt til — felst siöur i marxisma en i róttækum boöskap páfanna Páls sjötta og Jóhannes Páls annars. Báðir hafa þeir tekið skorinort til máls um kröfu þá sem snauðir menn i Rómönsku Ameriku eiga til rétt- lætis. „Vinstriöflin” byggja á sið- feröilegu afli, eins og erkibiskup- inn veit og hinar myrtu kaþósku systur vissu. Og þess vegna mun dauðastjórnin i E1 Salvador, sem Bandarikin reyna að hressa upp á, ekki fá stöðvað þau”. —áb endursagði — 29 ára gamlan öryrkja vantar herbergi með hreinlætis- og eldunaraðstöðu eða litla ibúð. Upplýsingar i sima 40541.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.