Þjóðviljinn - 25.02.1981, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.02.1981, Blaðsíða 1
uobvuhnn Vaxtalækkun á döfínni Lenging lána þeirra sem þurfa aö bera kostnaö af óhagkvæm- um skammtimalánum vegna ibúöakaupa eða bygginga komst ekki á dagskrá rikisstjórnarfundar i gær, en nefnd á vegum stjórnarinnar hefur skilaö tillögum þar aö lútandi. Sömuleiðis tókst ekki aö afgreiöa tillögur um almenna vaxtalækkun 1. mars. Þessi mál veröa tekin til ákvöröunar á fundi rikisstjórnarinnar á morgun. —ekh J Miðvikudagur 25. febrúar 1981 —46. tbl. 46. árg. Kaupmáttur tekjutryggingar aldraðra og öryrkja eykst verulega á árinu 8% umframhækkun 1. mars Núverandi ríkisstjórn hefur hækkað tekjutrygg- ingu 13% umfram verðbætur á laun Fyrsta mars nk. eiga almenn laun að hækka um sex prósent og skulu allar bætur líf eyrisdeildar almannatrygginga hækka sem þvi nemur að lögum. Á fundi ríkisstjórnarinnar i gær var samþykkt tillaga um sérstaka 8% hækkun tekjutryggingar elli- og örorkulifeyrisþega. Jafnframt var samþykkt sérstök hækkun heimilis- uppbótar, einnig 8%. bannig verður heildar- hækkun tekjutryggingar elli og örorkulífeyris og heimilisuppbótar liðlega 14%. Að þvi er fram kom i máli Svavars Gestssonar. félagsmála- ráöherra á Alþingi i gær liggur fyrir eftir þessa ákvörðun aö aldraðir og öryrkjar sem njóta tekjutryggingar búa við hærra hlutfall i samanburði við um- samin laun i landinu, en nokkru sinni fyrr. Auk þeirrar sérstöku 8% hækkunar sem hér er um að ræða hefur rikisstjórnin áður samþykkt sérstaka 5% hækkun tekjutryggingar umfram hækkun veröbótavisitölu. Alls hefur þvi átt sér stað 13% hækkun tekju- tryggingar frá þvi að núverandi rikisstjórn tók við umfram hækkun verðbóta á laun. Þeir einstaklingar sem búa við elli- og örorkulifeyri með fullri tekjutryggingu og heimilisupp- bót hafa 1. mars kr. 3.052 á,mán- uði, en hjón með fulla tekjutrygg- ingu hafa 4.509 kr. á mánuði. Til samanburðar má nefna að dag- vinnulaun smkvæmt 7. taxta VMSl verða frá 1. mars 3.906 kr. á ma'nuði. Félagsmálaráðherra sagði að i þessum efnum hefði verið tekið stórt stökk og sifellt minnkaði bilið milli viðskiptamanna almannatrygginga og fólks á vinnumarkaði. Ekki þyrfti heldur miklar greiðslur úr lifeyrissjóði til þess að menn kæmust i svipuð laun og umsamin eru i landinu. Þannig væri meðallifeyrisréttur i Sambandi almennra lifeyrissjóða 14 stig og hefði það i september sl. verið svipað og 7. taxti Dags- brúnar og færi þvi fram úr honum nú. 1 máli Ragnars Arnalds fjármálaráðherra á Alþingi i gær, er hann ræddi um 1 1/2% skatta- lækkun á móti skerðingu verðbóta, gat hann þess að Vara við skrefa- talningu Félagar i Bandalagi kvenna i Reykjavik fjölmenntu niður á alþing i gærdag og afhenti Unnur Schram þingmönnum Reykjavikur ályktun bandalagsins vegna fyrirhugaðrar skrefatalningar á simtölum innanbæjar. Eru þingmenn þar hvattir til að gæta hagsmuna aldraðra og öryrkja þegar ákvörðun verður tekin um lengd skrefa og gjöld fyrjr þau. Ljósm. —eik. j Ríkisstjórnin ákveöur ad afnema sjúkratrygginga- i gfold á tekjur upp að 6,75 miljónum gamalla króna j 10 miljaröar gkr. \ \ til skattulœkkana \ ! Persónuafsláttur verður líklega 760 þúsund I ■ l ■ I ■ i ■ I ■ IÞetta verður þannig fram- kvæmt að sá hluti tekjuskatta I" rikisins sem fólginnn er i 1.5% sjúkratryggingagjaldi á tekjur ■ upp aö 6,5 miljónum gamalla | króna verður felldur niður. ■ Sjúkratryggingagjaldið er I brúttóskattur, sem rennur ! alfarið i rikissjóð og verður Ragnar Arnalds fjármála- ráðherra lýsti þvl yfir á Alþingi i gær við umræður um bráða- birgðalög rikisstjórnarinnar frá þvi á gamlársdag, að ákveðið hefði verið að verja 100 milljón- um króna eða 10 miljörðum gamalla króna til skatta- lækkana, sem svarar til 1,5% i kaupmætti iægri launa og meðallauna. hann með öllu afnuminn á tekj- ur upp að 6,75 miljónunr króna, en verður áfram 2% á tekjur þar fyrir ofan. Þessibreyting á tekjusköttum leiðir til 1,5—1,8% skattalækk- unar á tekjubilinu 4—10 miljónir króna. Skattalækkunin mun minnka tekjur rikissjóðs af tekjuskatti sem svarar 9 miljörðum gamalla króna mið- að við fjárlagatölur, en aukning tryggingarbóta sem greint er frá annarsstaðar mun kosta 1 miljarö gamalla króna miðað viö fjárlög ársins. Þessi ákvörðun um skatta- lækkun var tekin að höfðu sam- ráöi við 4 fulltrúa Alþýðusam- bands lslands þá Asmund Stefánsson Björn Þórhallsson, | Guðmund J. Guðmundsson og ■ Jón Helgason. Þessir fulltrúar | ASl lýstu þvi yfir á fundi i ® fjármálaráöuneytinu i gær aö ■ þeir teldu að með þessari I ákvörðun hefði rikisstjórnin ■ fyllilega staðið við það loforð | sitt að lækka skatta sem svarar J 1,5% i kaupmætti launa. Fjármálaráðherra gat þess | jafnframt að fyrirhugað væri að ■ hækka nokkuð persónuafslátt og | yrði hann liklega um 760 þúsund ■ gamalla króna. Þá myndi rikis- ■ stjórnin á næstunni greina frá J fleiri breytingum er vörðuðu . skattstigann. Til hækkunr I persónuafsláttar verður varið ■ uin 5 miljöröum gamalla króna. ’ -þ- '■ skattalækkun af þessu tagi kæmist illa til skila til þeirra sem lifa eingöngu á tekjutryggingu og heimilisuppbót Tryggingarstofn- unar rikisins. Þess vegna hefði verið ákveðið að hækka þessar bætur 1. mars n.k. um 8% um- fram þa hækkun, sem verður þá á almennum launum vegna hækkun verðbóta um 5,95%. Kaupmáttur tekjutryggingar ykist þvl veru- lega á þessu ári, þar sem hækkanir 1. júni, 1. sept. og 1. desember miðast við óskerta framfærsluvisitölu oe hækka bvi meira en orðið hefði án efnahags- aðgerðanna um áramótin. - ekh Flugleiða að leysa þetta „Leynisamningur” ræddur á Alþingi segir Ragnar Arnalds fjármálaráðherra — 6g hef áður sagt það að það verður ekki gengið endanlega frá rikisabyrgðinni til Flugleiða h.f. fyrr en séð er að félagið muni uppfylla þau skilyrði, sem rikis- stjórnin setti fyrir þessari ábyrgð. Nú, það sem gerðist á hluthafafundinum verður til þess að þessu skilyröi rikisstjórnar- innar verður ekki fullnægt að sinni og það er alfariö Flugleiða h.f. að leysa þetta mál, sagði Ragnar Arnalds,f jármálaráð- herra I samtali viö Þjóðviljann I gær um stöðuna sem upp er kom- in eftir að fellt var á hluthafa- fundi Flugleiða h.f. að fjölga um 2 i stjórn félagsins. Þar með er ljóst að rikisstjórnin fær ekki sina full- trúa inni stjórnina að sinni. Ragnar sagði ennfremur að hann Ætti ekki von á þvi að neitt gerðist i þessu máli alveg á næstunni. Hann sagðist reikna x með að stjórn Flugleiða boðaði aðalfund i lok april eða byrjun mai og ef ekki fengist samþykki fyrir þvi að fjölga I stjórn félags- ins yrði sennilega farin sú leið að einn af þeim sem nú er i stjórn muni vikja fyrir fulltrúa rikis- stjórnarinnar og annar að ári liðnu, þannig að eftir eitt ár ætti rikisstjórnin tvo fulltrúa i stjórn félagsins, eins og um var samið. — S.dór Fóstrur á Akureyri: Samið í nótt? t gærkvöldi kl. 21 hófst samn- ingafundur i kjaradeilu fóstra á Akureyri og stóö hann enn um miðnætti þegar Þjóðviljinn fór I prentun. Fundinn sátu bæjarráðsmenn, samninganefnd STAK og full- trúar fóstra, og sagði Helgi M. Bergs bæjarstjóri um miðnættið að hann vonaðist til þess að samningar næðust. „Þetta tekur allt sinn tima”. sagði Helgi, „við erum aðsnúa við ýmsum steinum og búumst við að sitja eitthvað frameftir nóttu”. •' Sjá baksiðu. — AI 6. slða

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.