Þjóðviljinn - 25.02.1981, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 25.02.1981, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 25. febrúar 1981 Mibvikudagur 25. febrúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 — mhg ræðir við Þorvald Þorsteinsson, f ramkvæmdast j óra Sölufélags gar ðyrk j umanna Á síðastliðnu ári voru fjórir áratugir liðnir frá stofnun Sölufélags garðyrkjumanna. Ég minnist þess ekki að hafa séð f ertugsaf mæl is þessara merku samtaka gerðyrkjumanna neins- staðar getið í blöðum, enda hafa þau aldrei farið f ram með neinum hávaða. Víst er um það, að afmælið fór fram hjá undirrituðum, ella hefðu þessar línur birst fyrir ári. Máltækiö segir, aö betra sé seint en aldrei. Má þaö a.m.k. stundum til sanns vegar færa. Og þvi var þaö, aö fyrir nokkrum dögum lagöi blaöamaöur leiö sina suöur á Reykjanesbraut til fund- ar viö Þorvald Þorsteinsson, framkvæmdastjóra Sölufélags- ins. Fimmtán stofnendur — Jæja, Þorvaldur, þetta getur nú vist ekki beinllnis kallast neitt afmælisviötal hjá okkur úr þessu, þar sem samtök ykkar uröu fertug á sl. ári, en kannski skiptir það ekki öllu máli hvaö viðtaliö snertir þótt þau séu nú orðin 41 árs? — Nei, ég held naumast, þvi- þótt eölilegt þætti að minnast þessara tlmamóta með nokkrum mannfagnaöi þá hefur nú engin bylting oröiö i starfseminni viö aö komast yfir þau. Já, Sölufélag garöyrkjumanna var stofnaö 14. janúar 1940. Tæpu ári áöur haföi Garöyrkjuskóla rikisins á Reykjum I ölfusi verið komið á fót og skólastjórinn þar, Unnsteinn heitinn Ölafsson, var mikill áhugamaöur um stofnun Sölufélagsins. — Hvaö voru stofnendurnir margir? — Þeir voru 15 ylræktarbændur og allir búsettir hér á suövestur- horni landsins, má segja. Þeir voru úr Mosfelíssveitinni, Hvera- gerðiog Borgarfiröinum. Þaö var aö vlsu til þess ætlast, aö samtök- in næöu til alls landsins en á þess- um árum var langmestur hluti garðyrkjunnar bundinn viö Suövesturlandiö og svo er raunar enn. Fyrsti formaöur Sölufélags- ins var Jón heitinn Hannesson, bóndi I Deildartungu. — Hefur þú veriö fram- kvæmdastjóri félagsins frá upp- hafi? — Nei fvrstu 10 árin gegndi Ólafur heitinn Einarsson framkvæmdastjórastarfinu, en svo tók ég viö þvl 1950 og er þannig búinn að vera viö þetta I rúm 30 ár. Hinsvegar var ég á stofnfundinum og' þá faliö aö rita fundargerðlna. / Ofremdarástand, sem úr varð að bæta — Hver voru nú helstu tildrögin aö stofnun Sölufélagsins? — Kannski er rétt aö geta þess fyrst, að garðyrkja á Islandi veröur naumast talin nema hálfr- ar aldar gömul og þá 10 ára, þegar sölufélagið var stofnað. Fyrsta gróðurhúsiö á tslandi, er, en það hefur komið smátt og smátt. Meö vaxandi þekkingu almennings á hollustu grænmetis hefur salan aukist og neysla fólks náö til fleiri vörutegunda. Við Islendingar höfum á undan- förnum árum verið aö byggja upp nýja atvinnugrein þar sem garöyrkjan er og sem nú er, þrátt fyrir ungan aldur, orðin þýðingarmikill þáttur I framleiöslu þjóöarinnar. Og til þess aö þaö mætti takast svo fljótt og vel sem oröið hefur, held ég aö skipulag á þessum málum hafi veriö nauösynlegt. Dagblöðin horfin úr græn- metiskössunum — Hvernig er þaö meö meöferö vörunnar, vöruvöndunina, hefur hún ekki tekiö miklum breyting- um til bóta frá þvi sem var I árdaga? — Jú, þar er sannarlega óliku saman að jafna. Grænmetiö er óvenjulega viökvæm vara og þvi þarf aö fara um þaö mjög nærfærnum höndum á leið þess frá framleiöandanum til neyt- andans. Framan af voru um- bflöirnar bara trékassar, heyi gjarnan sáldraö I botninn á þeim og svo var varan vafin innan I dagblöö. Þetta hefur gjörbreyst,enda er þaö m.a. tilgangur Sölufélagsins aö beita sér fyrir vöruvöndun og bættri meöferö vörunnar. Þessi mál eru alltaf I stööugri þróun, þau eru viðvarandi viöfangsefni og þar er aldrei hægt aö segja amen eftir efninu. En þaö er alveg óhætt aö segja aö gifur\eg breyting til bóta hefur orðiö á meöferö vörunnar, hreinlæti hef- ur stóraukist, en hvorttveggja eykur mjög á geymsluþol grænmetisins. Á hrakhólum framanaf árum — Hveriær fluttuð þiö I þetta glæsilega húsnæöi hér viö Reykjanesbrautina og hvar voruö þiö áöur til húsa? — Viö byggöum þetta hús á ár- unum 1955—1956. En þegar viö byrjuöum okkar starfsemi þá vorum viö bara I einskonar skör niður viö Hafnarstræti, þar sem Bifreiöastöö Islands var siöar. Þarna hýrðumst viö fyrstu sjö árin. Siðan fluttum við inn I Ein- holt og vorum þar frá 1947—1954. Þá vorum við i eitt ár viö Hverfis- götuna og fluttum svo loks hingað i eigin húsnæöi, en þetta hús eig- um við allt. Þetta var þvi hálf- gerður hrakhólabúskapur framanaf. — Háöi húsnæöisleysiö ykkur ekki verulega? — Jú, þaö er vlst alveg óhætt aö segja þaö. Húsnæöisskorturinn hindraöi okkur alveg I þvi aö koma við þeirri tækni, sem nauösynleg er viö þessa starfsemi og aöstaöan öll var aö eindæmum erfiö. Meö tilkomu þessa húss, sem er sérstaklega byggt fyrir okkar starfsemi, hefur öll aöstaða gjörbreyst svo aö þar kemur eng- inn samanburöur til greina. Nú höfum viö loksins fast land undir fótum. Og fleira fæst en grænmeti — Nú er starfsemi Sölufélags- ins ekki eingöngu bundin viö sölu á grænmeti, eöa hvaö? — Nei, það er hún ekki. Auk þess sem viö sjáum um flokkun vörunnar og sölu á afuröunum þá önnumst við útvegun á rekstrarvörum fyrir garöyrkju- menn og garöyrkjuáhöldum ýmiss konar, bæöi smærri og stærri og ýmsum vinnslutækjum. Þá höfum við einnig meö höndum sölu á áburbi og fræi og þessar vörur geta allir keypt hér hjá okkur. Þessi þjónusta viö almenning eykst stööugt, enda sivaxandi áhugi fólks á ræktun og hverskonar fegrun umhverfisins, jafnt utan borgar sem innan. Og um aðrar sérverslanir meö þess- ar vörur er ekki aö ræöa. Svo er rétt aö benda á, aö sala á hverskonar jurtalyfjum er algerlega á okkar vegum. t sem styttstu máli má segja, aö viö kostum kapps um og stefnum aö þvi aö hafa hér jafnan á boöstól- um allt þaö, sem garbyrkjumenn þurfa sérstaklega á að halda. Lengi má um bæta — Hvaö vinna margir hjá Sölu- félaginu? — Núna eru þaö svona 16—20 manns, enda er þetta nú sá árs- timi þegar hvaö minnst er um aö vera. En hér vinnur mun fleira fólk aö sumrinu. — Og garöyrkjumenn njóta náttúrlega leiöbeininga og þjónustu ráöunauta? — Já, á vegum Búnaöarfélags tslands starfa tveir ráðunautar aö þessum málum. Axel Magnús- son er ylræktarráöunautur og svo Óli Valur Hansson, en hann gegnir jafnframt fleirii störfum fyrir Búnaöarfélagið. A okkar vegum starfar svo sérstakur ráöu nautur, Hjalti Lúövlksson, sem leiöbeinir um byggingu og tækni- búnaðgróðurhúsa. , — Hverjir skipa stjórn Sölu- félagsins núna? — Hjalti Jakobsson, Laugar- geröi I Biskupstungum, er formaður og meö honum eru I stjórninni Skúli Magnússon, Hveratúni i Biskupstungum, Beröharð Jóhannsson, Sólbyrgi I Reykholtsdal, Ásgeir Bjarnason, Reykjum, Mosfellssveit og Einar Hallgrimsson, Garöi i Hruna- mannahreppi. — Nú er drjúgur timi slöan Sölufélagiö var stofnaö og sjálf- sagt hafa stofnendur þess þá veriö fulltlða menn. Þú sagöir áöan aö þeir heföu veriö 15. Veistu hvort einhverjir þeirra eru á lifi ennþá og þá hverjir? — Frumherjahópurinn er nú farinn aö þynnast eins og viö er aö búast. Ég veit um þrjá, sem enn eru á llfi: Ingimar Sigurösson, garöyrkjubónda i Fagrahvammi, Jónas Sigurö Jónsson, sem rekur Blómabúöina Dögg hérl Reykja- vlk og Finnboga Helgason á Sól- völlum I Mosfellssveit. Stofnendurnir voru bjartsýnis- menn og j»erðu sér miklar vonir um árangur af starfi Sölufélags- ins. Ég held, aö einhverjar þeirra a.m.k. hafi ræst; aörar eiga kannski eitthvaö I land, enda má lengi um'bæta. Mestu skiptir aö rétt horfi og ég hygg, aö svo sé. — mhg Maöur hlýtur þó aö hafa leyfi til aö öfunda hahn Þorvald af skrifstofustúlkunum: Frá v.: Sjöfn Jóhannesdóttir, Hulda Guömundsdóttir. — Mynd: —eik. Þorvaldur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garöyrkjumanna: „Stofnendurnir voru bjartsýnismenn og geröu sér miklar vonir um árangur af starfi Sölufélagsins. Ég held, aö einhverjar þeirra a.m.k. hafi ræst, aörar eiga kannski eitthvaö I land, enda má lengi um bæta.” svæðinu og I grennd erum við með vörubila, sem aka vörunum til verslana og eru þær svo seldar beint úr bílunum. Ný atvinnugrein — Hefur ekki fjölbreytni' framleiöslunnar aukist mikiö rneð árunum? — Jú, þaö hefur hún náttúrlega gert. Annars var fjölbreytnin furöu mikil strax I upphafi. Þaö geröu Danirnir, sem hingað komu allmargir fyrr á árum og hófu að stunda hér garðyrkju. Danir voru og eru mikil garöyrkjuþjóö og þeir þekktu vel til fjölbreyttrar framleiðslu og ræktunar. En grænmetisneysla Islendinga var I byrjun aö mestu leyti bundin viö tómata og gúrkur og svo er raun- ar nokkuð mikiö ennþá. Menn þurftu aö læra atið, eins og sagt sem byggt var beinllnis I atvinnu- skyni, var reist á Reykjum I Mosfellssveit af þeim Bjarna Asgeirssyni og Guðmundi Jóns- syni. Var þaö 120 ferm. hús. Þró- unin var ákaflega hæg á þessu sviöi og hófst ekki aö verulegu marki fyrr en á strlösárunum. 1 lok strlösins voru um 46 þús. ferm. undir gleri en nú eru það orönir 142 þús. ferm. Og þetta skiptist nokkuö til helminga milli blóma og grænmetisræktar. Nú, ýmsum þeim, sem við þessa framleiöslu fengust, varö fljótlega ljós nauðsyn þess aö koma skipulagi á sölu afuröanna, hliöstætt þvi, sem gerst haföi meö sölu annarra búvara, kjöts og mjólkur. Þar var allt að hrynja i rúst áður en mjólkur- og kjötsölu- lögin voru sett. Aöalmarkaöurinn fyrir grænmetiö og gróöurhúsa- afuröirnar var náttúrlega I fjölmenninu hér á Reykjavlkur- svæöinu. Framleiöendur, hver hafið þiö bæöi meö höndum sölu á blómum og grænmeti? — Nei, við erum einungis með grænmetiö. Blómaframleiöendur hafa hér sína sérstöku umboðs- menn, einn fyrir Mosfellssveit, annar fyrir Hveragerði o.s.frv. — Hvaö eru þeir margir sem Sölufélagið selur fyrir? — Þaö munu vera um 120 at- vinnugarðyrkjumenn, sem selja gegnum Sölufélagið. Og eins og ég sagði áöan er langmestur hluti þeirra hér á Suðvesturlandi þó aö félags- og sölusvæði okkar sé landið allt. Nú, svo eru menn, sem stunda garöyrkju I smærri stil, reka hans em einskonar aukabúgrein. Fyrirkom ulagið á þessari starfsemi er i grófum dráttum þannig, að okkur er send framleiöslan, hér er hún flokkuð og metin að mestu og svo dreift um allt land eftir þvl sem óskir berast um. Hér á Reykjavikur- fyrir sig, seldu sjálfir I verslan- irnar, komu með vöruna á bilum i i bæinn aö morgninum og óku svo heim aö kvöldi. Þetta var auövit- aö ákaflega óhagkvæmt, engin samstaða um sölu né verðlag, sem sveiflaöist upp og niöur. Þetta gat kannski draslaö á meöan framleiðslan var lltil en þegar hún fór að aukast aö nokkru marki töldu menn einsýnt aö skipulagi yröi aö koma á þessi mál. Þetta var megin ástæöan fyrir stofnun Sölufélagsins. En þrátt fyrir þetta gengu þó ekki allir framleiðendur I þessi sam- tök I upphafi og svo hefur reyndar aldrei orðiö. Tiljæss hafa menn aö sjálfsögöu sinar ástæöur, sem ekki veröur rætt um hér. Eingöngu með grænmeti — Hvernig er það, Þorvaldur, „Mestu skiptir að rétt horfi” á dagskrá / Frumkvæði Islands í að afhjúpa „innanhús”-viðskipti öflugs álfyrirtækis og sýna með hvaða hætti hagnaður fyrirtækisins er falinn, getur orðið fyrirmynd annarra stjórnvalda og hvatning þjóðum þriðja heimsins. Pólitískir punktar um Alusuisse málið Tilraunir Alusuisse til að þagga málið niður Lexía sem seint gleymist Starfsemi Alusuisse á tslandi hefur i mörg ár verið umdeild. Ekki aöeins vegna lélegra samn- inga viö auöhringinn. Heldur ekki siður vegna þess, aö hinn öflugi auöhringur hefur fengið aö leika lausum hala I Islensku þjóölifi. Hiö meinta misferli Alusuisse — súrálsmáliö—, sem hefur verið til umræöu I kringum áramótin og mun veröa til nánari umræöu á næstunni, er aðeins kennslu- bókardæmi um viðskiptaaðferöir stundaöar af fjölþjóöa fyrirtækj- um og lýsir vel siögæöisvitund forráðamanna þessara fyrir- tækja. Pólitisk þýðing þessa máls fyrir tslendinga er ekki fyrst og fremst fólgin I þvl aö ná ,,út á þaö” betri samningum við auöhringinn. Dýrmætara er, að sú lexla,sem hver og einn tslendingur hefur fengið af framferöi Alusuisse, veröi okkur viti til varnaöar. Héöan I frá, má búast við þvl, aö íslendingar veröi gætnari I viö- skiptum slnum viö slik fyrirtæki. Vonandi veröur þeim ekki hleypt frekar inn á gafl. Súrálsmálið á / Islandi i alþjóðlegum brennidepli Fáum tslendingum er ljós sú athygli, sem afhjúpun hins meinta misferlis Alusuisse á Is- landi hefur vakið vlöa um heim, einkum I þeim löndum, sem Alu- suisse starfar i. Staðreyndirnar um hækkun súrálsverðs ,,I hafi” milli dótturfyrirtækja Alusuisse hafa mikla þýðingu fyrir fleiri en tslendinga, þar sem slikar upp- lýsingar liggja hvergi á lausu. Al- fyrirtækin geyma vitneskju um raunverulegan kostnað súráls sem eitt mesta leyndarmál þess- arar iðngreinar. Vald þessara fyrirtækja sést m.a. I þvi, aö þau hafa komiö þvl til leiöar, aö ástr- ölsk yfirvöld hafa bannað meö lögum sundurliöun utanrikisviö- skipta landsins hvaö varöar súrál sérstaklega. Þess ber aö geta, aö Ástralia er stærsti framleiöandi - súrálsi heimi (þ.e.a.s. þau fáu ál- fyrirtæki sem þar starfa). Opinberun súrálsmálsins hér- lendis og fréttir um yfirstandandi rannsóknir um meint misferli Alusuisse hafa vakiö þaö mikla athygli, aö helstu blöö I Sviss, Noregi og Nýja-Sjálandi hafa birt þær á forsíöu. t öllum þessum löndum er umtalsveröur áliönaö- ur og Alusuisse viöriöiö öllum þessum þrem löndum. Einnig viölesnasta málmtimaritiö, Metal Bulletin (London), lagöi heila blaðsíöu undir islenska súrálsmáliö og mun fylgjast. grannt meö framvindu málsins. Timarit þetta er ekki á snærum stærstu álfyrirtækja. Þaö er ekki aö spyrja: Upp- ljóstranir um viöskipti álfyrir- tækja geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar I för meö sér varöandi þróun áliönaðarins og á styrk- leikahlutföll milli stærstu álfyrir- tækja heims og þeirra ríkja þriöja heimsins, sem búa yfir miklum báxitlindum. Hagsmunir ál-auöhringa eru ofarlega á blaöi i hagsmunagæslu bandarlskrar stjórnsýslu. Sjálfur fyrrverandi orkumálaráöherra Bandarikjanna (sem var áöur varnarmálaráöherra), Arthur Schlesinger, var uppvls aö þvl aö miöla upplýsingum fengnum i trúnaöi frá forsætisráöherra Nýja-Sjálands, til bandarísks ál- fyrirtækis, sem stóö I samningum viö ný-sjálensk yfirvöld. Þýöingu þessa máls má m.a. rekja til þess, aö ál er flokkaö sem strategisk vara, vegna mikilvægis álsins i flugvéla- og hergagnaiönaöi. Allar hræringar innan áliönaöarins, sem kynnu aö skeröa yfirráö fárra auöhringa yfir öllum stigum álvinnslu, eru því andstæöar hagsmunum heimsvaldastefnu Bandartkjanna og annarra stórvelda, bæöi efna- hagslega og hernaðarlega. Frumkvæöi Islands I þvi,aö af- hjúpa ,,innanhúss”-vibskipti öflugs álfyrirtækis og sýna meö hvaöa hætti hagnaður fyrirtækis- ins er falinn, getur oröið fyrir- mynd annarra stjórnvalda og hvatning þeim þjóöum þriöja heimsins, sem reyna aö losa sig úr greipum stærstu álfyrirtækj- anna. Aöilar úr Verkamanna- flokknum i Astaltu hafa einnig mikinn áhuga á islenska súrals- málinu. Þeir hafa þegar átt I úti- stööum við erlend álfyrirtæki þar ilandi (þ.m.t. Alusuisse) á meðan Verkamannaflokkurinn var viö stjórn. Súrálsmáliö hefur rýrt álit Ný-Sjálendinga á samstarfi við Alusuisse sem ætlar sér 25% þátt- töku I nýju álveri þar I landi. Súr- álsmáliö hér á landi hefur þvl veriö til umræöu I stjórn Nýja- Sjálands. Erlendir heimildarmenn undir- ritaðs hafa tekið eftir þvi, aö um- fjöllun um súrálsmáliö á erlendri grund kom forráðamönnum Alusuisse mjög á óvart. Vegna mikilla blaöaskrifa I Sviss neydd- ist Alusuisse til aö gefa út frétta- tilkynningu, sem var birt I öllum stærri blööum þar i landi. Sviss- neskir blaöamenn sem rætt hafa viö Alusuisse efast um réttmæti þeirra skýringa, sem Alusuisse hefur látiö frá sér fara.og styöja sumir hverjir beinlinis málstað tslendinga I málinu. Alusuisse hefur enn ekki tekist aö hefta sjálfstæöa fjölmiðlun i eigin landi. Hin vegar reyna for- ráömenn Alusuisse að hefta frjálsa fjölmiðlun i okkar landi. Samkvæmt traustum heimildum undirritaös, hefur Alusuisse sett Hjörleifi Guttormssyni, iðnaðar- ráðherra, skilyrði fyrir afhend- ingu skriflegra skýringa um hækkun súrálsverðsins ,,I hafi” frá verksmiðjunni I Astraliu til tSAL. Skilyröi Alusuisse eru þau, að þessar skýringar verði ekki sýndar almenningi I landinu. Ráöherra var svo beðinn aö'sam- þykkja þessi skilyrði meö form- legu svari. Iðnaðarráðherra lætur undan þrýst- ingi Alusuisse Þaö er eftirtektarvert, ekki aö- eins fyrir okkur venjulega lands- menn, heldur ekki siöur fyrir for- ráðamenn Alusuisse, aö iönaðar- ráöherra hefrir hvorki átaliö seinagang auöhringsins i málinu né gert almenningi i landinu grein fyrirþeim makalausu skilyrðum, sem aö ofan greinir. Alusuisse mun vafalaust draga slnar álykt- anir af séntilmennsku ráðherr- ans, einkum hvaö varöar samn- igsstööu islendinga. óávifni Alu- suisse varðar þó ekki eingöngu æru ráöherrans, heldur virðingu þjóöarinnar I heild. Krafa Alu- suisse til ráöherra fullvalda rlkis um þagnarskyldu er svivirðing gagnvart þjóöinni allri. Hún sýnir hvaöa álit forráöamenn Alusuisse hafa á stjórnarfari Islendinga. Tilraunir iðnaðarráöherra aö gera litiö úr siöferðislegum og pólitiskum þáttum súrálsmálsin, meö þvi m.a. aö birta ekki hin makalausu skilyrði Alusuisse, eru ekki til þess fallnar að styrkja samningsstöðu Islands gagnvart Alusuisse. Þær stuöla . enn siöur aö þeim almennu þjóö- félagsmarkmiðum, sem sósialist- um er annt um. Vilji iðnaöarrábherra ná fram þeirri samstööu meöal lands- manna, sem hann talar gjarnan um, verður hann fyrst aö sýna al- menningi i landinu þá sjálfsögðu viröingu, aö skýra opinberlega frá samskiptum sinum viö Alusuisse á öllum stigum málsins og birta þau gögn, sem Alusuisse vil fela, hvort sem auðhringnum llkar betur eða verr. Kópavogi, 19. febr. 1981.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.