Þjóðviljinn - 27.02.1981, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 27.02.1981, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 27. febrúar 1981 Föstudagur 27. febrúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 / Odýrasta tryggingin gegn foki af þökum Betri fest- ingar Byggingarnefnd Reykjavikur gerir samþykkt um hertar kröfur um festingar á þakefni Byggingarnefnd Reykjavíkur samþykkti á fundi sinum 19. þessa mánaðar að fela bygg- ingarfulltrúa að taka upp strang- ari kröfur um festingu á þakefni. Gunnar Gunnarsson fulltrúi AI- þýðubandalagsins i byggingar- nefnd, sem flutti tillögu um þetta efni, sagði i samtali við blaðið að það væri góðra gjalda vert að tala um tryggingar og bætur I sam- bandi við foktjón, en besta trygg- ingin væri þó ef til vill að bæta nokkrum nöglum eða skrúfum i þakplötur og þakfestingar. Bygg- ingardeild borgarinnar hefði sett sér reglur i þessum efnum og á borgarbyggingum hefðu ekki fokið neitt i óveðrinu nú og ’73. 1 Byggingarnefnd Reykjavíkur var samþykkt samhljóða eftirfar- andi tillaga: „Byggingarnefnd Reykjavikur samþykkir aö fela byggingarfull- trúa að taka upp strangari kröfur en verið hafa um festingar á þak- efni. Hafa skal hliösjón af þeim vinnureglum sem byggingardeild borgarinnar hefur sett sér i þess- um efnum. Einnig verði eftirlit með festingu þakefnis hert”. Gunnar Gunnarsson sagði að jafnvel þótt segja mætti að besta tryggingin gegn foki væri að bæta festingar þá væri það heldur ekki einhlítt. Timbur i þökum inn- þornaði með aldrinum og þvi væri nauðsynlegt aö húseigendur kiktu uppá þökin hjá sér á nokkurra ára fresti til þess að hyggja aö ástandi þeirra. — ekh Greiðslur ríkisins fyrir leiguhúsnæði: Verða 1475 miljónir gamalla króna í ár Aætlað er aö greiðslur rikisins fyrir leiguhúsnæöi nemi um 14,75 miljónum króna eöa 1475 milj- ónum gamalla króna á árinu 1981. Heildargreiöslur vegna mennta- málaráðuneytisins nema um 4,3 miljónum króna eða 430 miljón- um gamalla króna og er það ca 29% af heildargreiðslum rikisins i leigugjöld. Leigugreiðslur fyrir skrifstofur sjálfs menntamála- ráðuneytisins nema um 44 miljónum gamalla króna á þessu ári. Þessar upplýsingar komu fram á Alþingi i gær I svari við fyrir- spurn um Viðishúsið, sem greint er frá annars staðar i blaðinu. -t Rætt við Harald Logason byggingar- iðnaðarmann um orsakir járn- plötufoksins í ofviðrinu á dögunum: Haraldur Logason Naglhald og hnykking eru aðeins einn þáttur vandamálsins. Menn hafa hins vegar algjörlega litiö framhjá loftaflsfræði og sogmyndunar- hættu við hönnun húsaþaka. ÞAÐ ER SOGMYNDUNIN SEM ER HÆTTULEGUST Þótt enn liggi ekki fyrir neinar endanlegar tölur um tjón af völdum fár- viðrisins nú fyrr í mánuðinum, er Ijóst að það er gíf urlegtog skiptir f leiri miljónum króna. Einn stærsti þáttur skaðans í ofviðrinu var járnplötufok og jafnvel þakfok, sem um leið olli miklu tjóni á öðrum hlutum, einkum bifreiðum. Þó nokkrar umræður haf a átt sér stað að undan- förnu vegna járnplötu- foksins, og hefur einkum verið gagnrýnt hversu áfátt er festingu járn- platna á þök og jafnframt bent á að eina lausnin á þessu máli sé að hnykkja á þaksaumum. Þá hafa byggingariðnaðarmenn legið undir ámælum fyrir lélegan frágang á húsþök- um, en einkennandi var hversu mikið fauk af járni af nýjum og opinberum byggingum. Til að fjalla betur um þessi mál ræddi Þjóðvilj- inn við Harald Logason byggingariðnaðarmann frá Selfossi, en Haraldur hefur kynnt sér nokkuð áhrif veðurfars og vinda á mismunandi gerðir hús- þaka og jafnframt bent á ýmsa galla í hönnun þeirra á síðustu árum Hef ur hann bent á ýmsar lausnir sem koma í veg fyrir að járn- plötu- þakfok eigi sér stað eins og nýverið og jafnan áður þegar stórviðri hafa geisað hérlendis á síðustu áratugum. — Það sem mér hefur einkum blöskrað i umræðu manna eftir 'siðasta ofviðri, sagöi Haraldur, er, að ekki skuli koma fram annaö en sifellt tal um naglhald og hnykkingu á þaksaum. Hér eru menn einungis að horfa á einn þátt vandamálsins og lita fram hjá meginatriöum varðandi hönnun og smiði þeirra húsþaka, sem járnið fýkur af, eða þá jafn- vel heilu þökin. 011 umræöa um hnykkingu er út i loftið. I fyrsta lagi vegna þess að það er alls ekki hægt að hnykkja þaksaum á öllum flötum þaksins og einkum þó þar sem mesta nauösyn bæri til, þ.e. undir þak- brún. 1 öðru lagi má benda á að hnykking á þaksaum getur valdiö meiri skemmdum á þakinu en gagni, þ.e. aukiö verulega hættu á leka og einnig myndað los á milli naglahauss og þakplötu. Hönnuðir taka ekki tillit til loft- aflsfræðinnar Aðalvandamálið sem við stöndum hins vegar frammi fyrir er bundiö lögmálum loftaflsfræð innar. A undanförnum árum hefur sú þróun átt sér stað i islenskri húsagerð, að þakhalli hefur minnkað til muna jafn- framt þvi sem byggingarnar hafa sifellt fariö stækkandi bæöi aö flatarmáli og hæð. Þeir sem einkum hafa stýrt þessari þróun, arkitektar og verkfræöingar, hafa hins vegar alls ekki tekiö nægilegt tillit til loftaflsfræðinnar viö hönnun þessara bygginga, einkum hvað varðar þakgerðina. Afleiðingin er sú aö þessi þök eru á mörkum þess að þola islenska veðráttu. Byggmgarstaðall fyr- ir vindákg of lágur íslenskur byggingarstaðall fyrir vindálag er gerður úr norskum og dönskum stöðlum og miðaður við 14 vindstig, en það hefur berlega sýnt sig að það nægir ekki hér. Járnplötu- og þakfokiö stafar þvi ekki vegna handvammar við smiði, heldur má segja, að mannvirki eins og; t.d. fæöingardeildin við Land- spítalann sé berlegt dæmi um þegar saman fer styrkleikaút- reikningur eftir of lágum staðli og óheppilegri hönnun, enda hreiris- aðistallt þakið þar i burt. Til skýringar á þessum þáttum get ég t.d. nefnt, að það heyrir til undantekninga hérlendis, að gler gefi sig undan veðri. Gróðurhús eru þó sér á parti i þessum efnum. Astæðan fyrir þessu.er sú, að hér hafa menn náð tökum á verkefn- inu. Um þróaðan innlendan verk- smiðjuiönað er aö ræða, þar sem ýmsar mælingar og athuganir á veöráttu liggja til grundvallar framleiðslunni. Staðall fyrir þök hérlendis er hins vegar allt of neöarlega miðað við byggingarform sem hér tiökast. Til viðbótar má einnig benda á ýmis alvarleg atriði~i þessu sambandi. T.d. hafa um árabil veriö fluttar inn þrjár tegundir af þakjárni. Þynnsta járniö heldur alls ekki veðri miðað við venjulega neglingu, heldur þarf sérstakar skinnur undir naglana. Fyrir venjulegan borgara er ekki gott að sjá hvort hann hefur i höndunum þessa til- teknu þykkt af járnplötum. Hér geta þvi ónógar upplýsingar til neytenda valdiö jafnvel tilfinnan- legu tjóni. — Hvaö um samstarf byggingaraðila i þessum efnum? — Þá erum við komnir að spurningunni um samskipti arki- tekta, verkfræöinga og iðnaðar- manna. Hver er sá sem ákveður hlutina? Ég tel að þar sé fyrst og fremst að sakast við hönnuöina og tæplega hægt aö skammast i iðnaðarmönnum. Þó aö ekki sé ástæða til aö refsa einhverjum ákveðnum fyrir það tjón sem óveörið olli, þá er nauðsynlegt aö beina augum aö öðrum en þeim sem vinna verkiö. Þá á ég við þá sem hanna og útfæra hinn reikn- ingslega byggingarmáta. Eins og ekki siður þurfa skipurlagsyfir- völd að krefja viðkomandi hönnuði og verkfræðinga um álit á staðarvali og skynsamlegu formi i uppröðun bygginga meö hugsanleg áhrif ofviðris i huga. Það er mikiö talað um að fokið hafi af ákveðnum byggingum. Við skulum hafa i huga, að i samskonar veöri og gekk yfir, þar sem vindátt væri hnikað til um 10- 15 gráður, myndi slikt veður valda álika tjóni á öðrum bygg- ingum sem sluppu i þetta sinn. Þau hús sem komust heil undan þessu ofviðri eru engan veginn með papplr uppá að þola slikt veður, ef þau á annað borð fá það á sig. Þau voru einnig iskjólifyrir sterkasta vindsveipnum i þessu tilfelli. Þá finnst mér einnig fyllsta ástæða til aö vara viö þeirri til- hneigingu að draga úr efnisnotk- un i húsasmiöi eins og almennt er að gerast nú. Það er farið að nota þynnra járn og grennra sperru- efni. Þessi tilfærsla krefst miklu meiri nákvæmni i vinnu og öllu eftirliti. Þaö er þvi hætt við að ávinningurinn af þessum sparn- aði glatist, þegar slik mannvirki fjúka út i veður og vind. Ég vek þvi athygli á hvað þessi þróun getur i raun þýtt. — Hvaða lausnir getur þú bent á, til aö koma i veg fyrir fok af þökum? — í fyrsta lagi almenna tvö- földun á neglingu, með viður- kendum saum, en afgerandi niðurstöður Rannsóknarstofn- unar byggingariðnaðarins liggja fyrir i þeim efnum. Þá þarf einnig að dreifa neglingunni vel um þak- flötinn. Þessi lausn er einungis til Hallgrimskirkjuturninn er allur i stöllum upp i topp þar sem álagiö er mest i sliku veðri. Þessi hönnun dregur allverulega úr þvi að turninn valdi hörðum vind- sveipum á aðrar byggingar i ná- grenninu. Sífellt er klifað á naglhaldi og hnykkingu en litið fram hjá hönnun húsþaka sem fjúka bjargar þeim húsum sem þegar eru risin. Aðrar lausnir lúta beint að hönnun mannvirkja. A þökum þarf aö koma fyrir grófum vind- skeiöum, lofttúöum, reykkljúfum eöa öðru sliku, sem er nauösynleg hindrun til að brjóta niður vindinn og koma i veg fyrir sogmyndun yfir þökunum. Sogmyndun er það hættu- legasta sem gerist þvf að þök þola miklu betur samsvarandi álag (loftþrýstings, en mun siður sog- myndunina. Þáttur loftaflsfræðinnar hefur algjörlega verið hunsaður við hönnun húsþaka siðustu árin. Arkitektar hafa t.d. dregið mjög úr byggingum allra flata sem standa út úr byggingum vegna gagnrýni um óeðlilega veðrun á þeim. Þessir byggingarfletir draga hins vegar verulega úr likum á skemmdum vegna of- viðris séu þeir á annað borð nægi- lega vel fastir fyrir. I gamla daga slysuðust menn til að gera skotraufar á kastala og slikt byggingarform má enn sjá á nokkrum eldri húsum hérlendis. Slikar þakbrúnir eru mjög hag- stæðar þar sem þær kljúfa loft- strauminn og hindra verulega sogmyndun. 1 reynd er ástandið þannig hérlendis núna að flest- allar byggingar eru ákaflega illa varðar fyrir loftsogi, þó aö þær þoli að öðru jöfnu mikið átak vegna loftþrýstings. Þær lausnir sem ég bendi á eru þvi þessar: 1) Hækka vindstaðal i byggingarreglugerðum og laga hann að islenskum aöstæðum eftir þvi hvar er á landinu. 2) Auka verulega notkun á þak- saumi. 3) Hætta öllu tali um hnykkingu á þaksaum. 4) Hanna allar byggingar þannig, og þá einkum gágnvart þakfleti, að þær brjóti niöur vind- flæði, og koma þannig i veg fyrir sogmyndun. Hallgrímskirkja og Hagkaup Sem dæmi um stór mannvirki, þar sem hugsað hefur verið fyrir áhrifum sogmyndunar, er t.d. Hallgrimskirkjuturninn, sem er allur i stöllum upp á toppinn, þar sem álagið er mest. Þetta dregur allverulega úr þvi að turninn valdi hörðum vindsveipum á aðrar byggingar i nágrenninu. Sem dæmi um áhrif hindrunar á flötum þakfleti má taka Hag- kaupshúsiö, en á miðju þaki þess er stórt auglýsingaspjald. Járn á suðurhluta þaksins, heim að skilt- inu, fauk að hluta burt i fárviðr- inu, en norðurhlutinn var eftir þar sem skiltið braut loftstrauminn og kom i veg fyrir frekari sog- myndun á þeim hluta þaksins. Þetta gildir sérstaklega um stærri hús, en þvi miður hefur þessum atriðum sáralitiö sem ekkert verið sinnt og þvi fór sem fór. Menn hafa ekkert lært — Munum við draga einhvern lærdóm af þvi sem nú gekk yfir? — Þvi miður viröast menn ekkertlæra. Sem dæmi má nefna, að nákvæmlega það sama gerðist i fárviðrinu fyrir 8 árum. Þ'á var einnig mikið rætt, en ekkert gert. Nú virðist umræðan öll ætla að snúast um, það sama, þ.e. þak- saum og hnykkingu og nöldur um handvömm iðnaðarmanna. Vissulega er hægt að finna slik dæmi, en þau eru ekki stóra vandamálið. Vandamálið er skilningsleysi á fyrirbærinu sog- myndun. öðrum þáttum en negl- ingum hefur ekkert verið sinnt. Maðan við áttum okkur ekki á þessu megum viö allt eins eiga von á að þetta ófagra dæmi endurtaki sig i næsta ofviðri”, sagði Haraldur að lokum. — lg Stiorn SiNE deildarinnar i Arosum — Ari Skulason, Gylfi Pall Hersir og Heiðbra Jonsdottir: á dagskrá Þess vegna hljómar réttlæting Þorsteins Vilhjálmssonar á nýja námslánafrumvarpinu sem lélegur brandari í eyrum námsmanna. Stiómun á menntunar- ^ biTnren morrió loalrno vorlrfraoA. möguleikum? hversu marga lækna, verkfræö- inga, lögfræöinea. viðskiptafræð- inga o.s.frv. „jóðin” þarfnast Mikið uröum við félagarnir gröm, þegar við lásum dagskrár- grein Þorsteins Vilhjálmssonar formanns Lánasjóðs islenskra námsmanna I Þjóöviljanum þann 16. janúar siöastliðinn. Grein hans var ætlað það eðla hlutverk að verja nýja námslánafrum- varpið, og jafnframt að vera eins- konar svargrein við dagskrár- grein össurar Skarphéðinssonar 7. janúar. t grein Þorsteins kemur fram ákveðin afstaða, sem við teljum ákaflega skaðlega fyrir náms- menn og samtök þeirra. Þessa af- stöðu ætlum við að gagnrýna i þessu greinarkorni. Við getum þó ekki stillt okkur um aö byrja á aö fara nokkrum oröum um rétt- lætingu Þorsteins á nýja náms- lánafrumvarpinu. Enn ein málamiðlunin Það er kunnugra en frá þurfi aö segja, að námslán hafa aldrei brúaö að fullu opinberlega viður- kennda fjárþörf islenskra náms- manna. Samt sem áöur hafa hin- ar ýmsu rikisstjórnir fallist á að bæta úr þessu allar götur siöan 1967. Þannig átti herðing endur- greiðslna námslána árið 1976 aö gera Lánasjóði kleift aö brúa fjárþörf námsmanna aö fullu inn- an fárra ára. En allt hefur komið fyrir ekki. Eins og Þorsteinn bendir réttilega á hefur láns- prósentan ,,... verið óbreytt (85%) frá þvi 1974 þar til i haust er hUn var hækkuö i 90% i tengsl- um við frumvarpssmiöina.” Það skyldi þó ekki vera, að þessi lús- arlega 5% hækkun hafi átt aö undirbúa jarðveginn fyrir mót- tökurnar á nýja námslánafrum- varpinu? Spyr sá sem ekki veit. Meginatriði margnefnds frum- varps eru i grófum dráttum tvö. 1 fyrsta lagi munu endurgreiðslur af lánunum aukast og örvast. I öðru lagi er lofaö fullri brúun fjárþarfar (100%). Sumsé enn ein málamiölunin, þar sem endur- greiöslur eru hertar gegn marg- sviknu loforöi um fulla brúun fjárþarfar. Námsmenn hafa alls enga tryggingu fyrir þvi, að rikis- valdið muni standa við loforð sitt nú fremur en endra nær. Eins og Gestur Guömundsson bendir réttilega á i ágætri grein sinni I StUdentablaðinu (7. tbl. 56. árg.), sem við hvetjum alla til þess að lesa, ,,... er rlkisvaldið aö borga enn eina herðingu endur- greiöslna með marginnleystum tékka”. Þess vegna hljómar rétt- læting Þorsteins Vilhljálmssonar á nýja námslánafrumvarpinu sem lélegur brandari i eyrum námsmanna. Hugmyndafræði Þor- steins? Lokaorö greinar Þorsteins, sem við biðjum lesandann aö lesa af sérstakri gaumgæfni, eru eftir- farandi: „Mér hefur virst að starf sósialista að námslánamálum þurfi við rfkjandi aöstæöur aö grundvallast á tveimur meginat- riðum: Annars vegar hljótum við að viðurkenna afdráttarlaust að nám er vinna, en af þvi leiðir að námsmenn eiga rétt á aðstoö úr almennum sjóðum, a.m.k. ef bessi vinna er félagsleg, þ.e. hún birtist öðrum með frjóum hætti. (undirstrikuH okkar). A hinn bóginn verðum við að hafa i huga að aðstoðin er tekin úr vasa skatt- borgaranna, sem merkir I okkar þjóðfélagi Ur vasa alþýðunnar. Þess vegna getum við þvi miður ekki gerst jámenn námsmanna- samtakanna, hversu fegnir sem viðvildum, heldur verðum við aö tryggja skynsamlega nýtingu fjármuna i þessu sem ööru.” Við þessi orð Þorsteins er eink- um tvennt að athuga. Annars vegar hvaöa námsmenn eigi rétt á aðstoð Ur almennum sjóðum og hverjir ekki. Hins vegar, hvað á Þorsteinn við með, aö við verðum „... að tryggja skynsamlega nýt- ingu f jármuna i þessu sem öðru.” Þessum spurningum munum við svara sinni i hvoru lagi hér á eftir. Hvað er ,,félagslegt nám”? Já, hvað er „félagslegt nám”? Hvaöa nám birtist öðrum með „frjóum hætti”? Þessum heim- spekilegu vangaveltum teljum við okkur um megn að reyna að gera skil. Þaö sem er aöalatriði þessa máls er sú afstaða, að ein- ungis ákveðin tegund náms sé lánshæf. I kjölfar þess hlýtur sú spurning að vakna, hvar eða hverjir eigi að ákveða, hvaða nám sé lánshæft, og hvaö ekki. Telur Þorsteinn kannski vænlegt, að rikisvaldið eða handlangarar þess f Lánasjóði fari að taka af- stöðu til þess, hvaða nám birtist öðrum með „frjóum hætti”? Þá fyrst yrði grátbroslegt að sitja fundi stjórnar Lánasjóðs, svo ekki sé meira sagt. Að sjálfsögöu eiga námsmenn sjálfir að ráða, hvaða nám þeir velja sér, hvert sé innihald þess og hvernig þvi sé háttað. Það eru námsmenn sjálfir, sem munu búa við menntun sina og þar af leið- andi er það i þeirra þágu, aö hún sé sem best. Til að þetta gerist með „frjóum hætti”, veröur sam- timis að uppfylla ákveðin skil- yrði: 1. Svo notað sé orðið „félags- legt”, litum viö svo á, að félags- legt nám geti þvi aðeins farið fram, að fólki úr verkalýðsstétt verði gert jafn auðvelt óg öðrum aö stunda framhaldsnám. For- senda þess er t.d. full brúun fjár- þarfar og mildar endurgreiðslur. 2. Þá getur félagslegt nám varla átt sér stað meðan háskól- inn er filabeinsturn eða námið takmarkað við próftiSiur, meira eða minna réttmætar. Námið verður félagslegt frá þvi augna- bliki, sem skólinn er opnaður þannig, að nám og rannsóknir fari fram i samvinnu við aðra félagshópa. Hér er átt við verka- lýðsstéttina, sem hingað til hefur veriö bægt frá dyrum hinna „miklu menntastofnana”. Skattaurar alþýðunnar Hvað á Þorsteinn eiginlega viö, þegar hann skrifar, að viö verð- um ,,... að tryggja skynsamlega nýtingu fjármuna i þessu (þ.e. lánamálum) sem öðru.”? I fyrsta lagi getur þarna verið um að ræða ákveöið samband við þaö, sem rætt var um i siðasta kafla. Þ.e.a.s. aö „félagslega námið” og „skynsamlega nýtingin” felist i aðgangstakmörkunum i einstSc fög (numerus clausus). Telur hann ákjósanlegt, að rikisvaldið geri ákveðnir áætlanir um. næstu árin og svo verði aðgangs- takmörkunum háttað i samræmi við það? Við vonum sannarlega, að þetta sé ekki það, sem Þor- steinn á við. I ööru lagi gæti Þorsteinn álitið sem svo, að námslánum bæri aö haga eftir svokölluðum „þjóðar- hag” hverju sinni. Vissulega er „... aðstoðin tekin úr vasa skatt- borgaranna, sem merkir i okkar þjóöfélagi úr vasa alþýðunnar.” Hver einasta króna, sem i rikis- kassann kemur, er tekin beint eða óbeint úr vasa verkalýðsstéttar- innar. Það brotabrot af gróöa at- vinnurekenda, sem fer i skatt, er gróði, sem verkalýðsstéttin hefur skapað meö vinnu sinni. Þetta augljósa mál er hins veg- ar ekki aöalatriðiö. Það er hins vegar aðalatriöi, hverjir ákveða, hvað um þessa aura veröur og i hverra þágu þær ákvarðanir eru teknar. 1 þessu tilefni finnst okk- ur tilhlýöilegt að rifja upp stefnu- skrá Alþýðubandalagsins, sem Þorsteinn er meðhöfundur aö. En þar stendur orðrétt á blaðsiðu 44—45: „Formælendur borgara- stéttarinnar fjölyrða einatt um „greiðslugetu atvinnuveganna” og telja kauphækkun ógna „af- komu þjóöarbúsins”. Verkalýðs- hreyfingin tekur ekki mark á slik- um viðbárum. Hún ber ekki ábyrgð á atvinnurekstrinum sem eignaraðili og stendur ekki að þeirri yfirbyggingu, fjárfest- ingarbruðli, skipulagsleysi og óhófseyðslu einkaframtaksins, sem hvilir þungt á bókhaldslegri afkomu atvinnuveganna. Verka- lýðsstéttin er ekki heldur til þess kölluð að bera ábyrgö á gróða- starfsemi einkaframtaksins sem kallast „atvinnuvegir” á máli þess, og það er ekki fyrr en hún hefur tekið við forsjá þjóöarbús- ins og rekstri atvinnuveganna að i ljós kemur hver raunverulegur hlutur hennar getur orðið.” Við getum tekið undir hvert orð, sem stendur i þessari ágætu tilvitnun. Viö vonum, að Þor- steinn hafi ekki skipt um skoöun, siðan stefnuskráin var samþykkt (1974) og getilika veriö sammála. Verkalýðsstéttin og námsmenn bera enga ábyrgð á þeirri kreppu, sem borgarastéttin hefur skapað. Innan núverandi markaöskerfis felast allar tilraunir til lausnar á kreppunni beint eða óbeint i þvi að skerða laun verkalýðsins og ýmsa félagslega aðstoð. Fyrir námsmannasamtökin þýöir þetta að námsmöguleikar fólks úr verkalýðsstétt minnka verulega. Þetta hlýtur að vera andsttt hug- sjónum sósialismans. Þvi miður hefur islensk náms- mannahreyfing haft afar hljótt um sig upp á siðkastiö. Það er ef- laust meginástæða þess, hve litið hefur heyrst um nýja námslána- frumvarpiö og ýmislegt þvi viö- komandi. Von okkar er sú, að þessi grein veki einhverja til umhugsunar um þessi mál, þann- ig að umræöa skapist áöur en frumvarpiö veröur afgreitt. Þó er ekki útilokað, aö þaö veröi lagt seintfyrir Alþingi og „dagi uppi”. Annað eins hafa islenskir náms- menn upplifað á seinni árum, þó „fulltrúar Ragnars” hafi átt hlut að máli. Arósum 29. janúar 1981 StjórnSINE- deildarinnar I Arós- um Ari Skúlason GylfiPállHersir Heiðbrá Jónsdóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.