Þjóðviljinn - 27.02.1981, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 27.02.1981, Blaðsíða 15
frá El Hringið i sima 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum lesendum Krá Djúpavogi. Allt í grænum sjó Þegar undirritaður leit sem snöggvast inn á fyrirlestur um st jörnbiínað hitakerfa, sem haldinn var á námskeiði i húsa- kynnum Byggingarþjónust- unnar i Reykjavik nýlega, var varpað á tjald mynd af tengingu húskerfis við hitaveitu undir stórletraðri fyrirsögn: ,,AUt i grænum sjó”. A myndinni var sýnd notkun þrýstiminnkara sem stjórn- tækis fyrir ofnakerfi með sjálf- virkum ofnlokum. Taldi fyrir- lesarinn, einn af sölumönnum Danfoss-umboðsins á Islandi, að þrýstiminnkari væri allsendis óhæfur til stýringar á slikum kerfum og að ,,allt yrði i græn- um sjó” i' hitakerfinu ef ekki væri notaður þrýstijafnari, sem er mun dýrara stjórntæki en þrýstiminnkarinn. Námskeiðið um stýringu hita- kerfa hefur verið haldið viða um land undanfarið og ofan- greindar fullyrðingar þvi náð eyrum margra, sem sjá um tengingar á hitakerfum. Hef ég þvi tekið saman nokkra mola um þessi mál áhugamönnum til fróð leiks. Þegar sjálfvirkir ofnlokar eru notaðir á hitakerfi, er nauðsyn- legt að mismunaþrýstingi yfir kerfið sé ætið haldið innan hæfi- legra marka. Þegar valin eru stjórntæki til þess að halda mis- munaþrýstingnum hæfilegum er rétt aö gera sér grein fyrir þvi, aö hitakerfi tengd fjar- varmaveitum eru tvenns konar að gerð. Tvöfalt kerfi er það nefnt, þegar afrennslisvatnið frá hitakerfinu er til blöndunar- eða kyndistöðvar. I sliku kerfi geta orðið sveiflur á inntaks- þrýstingi og bakþrýstingi kerfisins og þvi nauðsynlegt að nota þrýstijafnara til stýringar. Einfalt kerfi er það hins vegar nefnt, þegar afrennslisvatnið frá hitakerfinu er látið renna i skolplögn. Slik kerfi eru mjög algeng hérlendis á stöðum sem njóta jarðvarmaveitu. Venja er að setja svokallaðan slaufuloka á afrennsli einfalds kerfis til að halda uppi bakþrýstingi. Með þvi að nota þrýstiminnkara með innbyggðri þrýstijöfnun, sem vinnur óháð sveiflum á inntaks- þrýstingi, er auðvelt að halda mismunaþrýstingi innan hæfi- legra marka i sliku kerfi. Miklum fjármunum er varið ár hvert i uppbyggingu fjar- varmaveitna. Full ástæða er til að hvetja húseigendur og aðra sem fyrirhuga tengingar við hitaveitu að ky nna sér vel hvers eölis hitakerfið er svo velja megi hagkvæmustu stjórntæki i hverju tilfelli. Reykjavik 19. feb.1981, Hafsteinn Blandon vélaverkfræðipgur. Til trillu- báta- eigenda á Djúpa- vogi I). skrifar: Viðvörun til smábátaeigenda á Djúpavogi (ef þeir ætla að fiska og róa hér áfram). Eru þeir sem eiga trillurna nú og eiga hér heima, búnir aö gleyma þvi þegar trillubátarnir sem róið var héðan og báru allt- af mikla björg i bú mn i býggðarlagið þann tima ársins sem hægt var að róa þeim? Eru menn sem eiga þessa litlu báta núna búnir að gleyma þvi hvernig þeir voru allir lagðir að velli á árunum 1960—65? Sleipnir var sá sem lengst þraukaði, en hann varð að fara með fiskinn til Neskaupstaðar og selja hann þar siðasta sum- arið sem hann var gerður út héðan. Hvernig haldið þið trillu- bátaeigendur að yrði snúið að ykkur, ef þarna yrðu eigenda- skipti? Gerið þið ykkur grein fyrir þvi, — þið mynduð þá engu ráða þið yrðuð eins og ófrjálsir menn. Snúist til varnar og látið ekki taka eignir ykkar út úr höndunum á ykkur. Þvi fyrr..þvi betra. Þið eigið frystihúsið, þið eigið bræösluna. Þetta eru ykk- ar eignir. Ég skora á ykkur að bregðast fljótt við. A morgun getur það verið of seint. Barnahornið Fíllinn trampandi eftir Anitu Hewett Fíllinn þrammaði um allt í f rumskóginum. Trampaði með stóru, gráu fótunum sínum á grasinu og blómunum og litlu mjúku dýrunum. Hann kramdi pinulítlu skordýrin og tróð á skott- unum á skriðdýrunum. Hann trampaði á liljun- um og korninu sem var að þroskast. ,,Við verðum að stoppa allt þetta stapp," sögðu geitin, snákurinn og mús- in. Geitin sagði: ,,Já, við verðum að stoppa það. En þú getur ekki gert neitt litla mús." Og snákurinn sagði: „O, nei, þú getur ekkert gert litla mús." Músin sagði ekki neitt. Hún sat á grasinu og hlustaði meðan geitin sagði hvað hún ætiaði að gera. „Hræða hann, það er það sem ég ætla að gera," sagði geitin. „O, gott gott gott, ég hræði gamla fíl- inn, hræði úr honum vitið, égskal." Hún fann tóma skjald- bökuskel og hengdi hana upp á langa grein og barði svo í hana með hornunum sínum. „Þetta er fílahræðslu- tromman mín og ég ætla að berja hana, klapp klapp. Fíllin mun hlaupa burt. O, gott gott gott." Stapp, stapp, stapp, þarna kom fíllinn. Geitin beygði höfuðið, hljóp að skelinni og klapp klapp barði með hornun- um í hana. „Gasalegan hávaða geri ég, gasalegan fíla- hræðsluhávaða geri ég," jarmaði hún. „Hryllilegur hávaði er þetta," sagði fíllinn. Hann tók skelina með langa rananum sínum og lyfti hátt upp i loftið og henti henni niður á haus- inn á geitinni. Svo fór hann burtu á sinn hátt, trampandi. AAúsin sagði ekkert. En hún hugsaði: „Aumingja gamla geitin er sorg- mædd svona með skelina á hausnum." Svo settist hún niður í grasið og hlustaði á meðan snákur- inn sagði hvað hann ætlaði að gera. „Ég breyti mér í kaðal, já,já,já, það er það sem ég ætla að gera." Hann hlykkjaði sig utan um tré. „Nú er ég fílasnara, já,já,já, það er það sem ég er, ég ætla að halda fast í löppina á gamla filnum, ég skal ekki láta hann sleppa. Nei, ég skal ekki láta hann sleppa f yrr en hann lofar að stappa aldrei meir." Stapp stapp stapp, þarna kom fillinn. Snákurinn faldi sig í háu grasinu. Fíllinn stoppaði við tré, lyfti hvítu skögultönnunum upp á grein og bjó sig undir lítinn blund. (f ramhald) Föstudagur 27. febrúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Spánn, páfinn og aldraðir Helgi E. Helgason og Ogmundur Jónasson annast Fréttaspegil t kvöld. A dag- skrá eru tvö erlend mál og eitt innlent. — Við munum fjalla um til- raunina sem gerð var til stjórnarbyltingar á Spáni fyrr i vikunni, — sagði ögmundur, — og ræöa þaö mál við Guðberg Bergsson rithöfund, sem hefur verið búsettur lengí á Spáni og fylgst með þróun stjórnmála þar. Einnig verður fjallaö um för Jóhannesar Páls páfa til Austurlanda og rætt við Torfa ólafsson i þvi sambandi. Innlenda málið sem er á Sjónvarp CT kl. 21.15 dagskrá er málefni aldraös sjúks fólks og sá skortur sem er á legurými fyrir þetta fólk á sjúkra- og hjúkrunarstofn- unum. t þættinum verður rætt viö fólk sem þekkir þennan vanda af eigin raun. Þá munu þeir Svavar Gestsson heil- birgisráðherra og Pétur Sigurösson alþingismaður rökræöa ástandiö sem rikir i þessum málum hér á landi. —ih Glæframaðurinn Harold Loyd Prúðu leikararnir hafa nú yfirgefið okkur án þess að kveðja, en við þurfum ekki að vera ineð böggum hildar þess vegna: Harold Lloyd kemur i staðinn. i kvöld verður sýndur fyrsti þátturinn af 26, sem sýndir verða annað hvert föstudagskvöld næstu mánuð- ina. Harold Lloyd var einn af snillingum þöglu myndanna, og er oft nefndur i sömu andrá og Buster Keaton og Chaplin. Einsog þeir skapaði hann persónu, sem var alltaf eins i öllum myndum hans, og lenti i ýmsum ævintýrum og svaðil- förum. Hann var „góður strákur” með gleraugu, feim- inn og uppburðarlitill, en átti það til að lenda óvart i hring- iðu mikilla atburða. Fræg- astur er hann fyrir ótrúlega fifldjörf uppátæki, einsog t.d. .vt L Sjónvarp Ty kl. 20.50 að klifra í vinnupöllum og utan á skýjakljúfum og einu sinni hékk hann lengi i visum stórrar turnklukku. A þessum árum voru slik atriði ekta, og oft voru ekki einu sinni notuö öryggisnet, þannig að leikar- arnir voru raunverulega i lifs- hættu. Harold Lloyd fæddist 1893 og byrjaði að leika i kvikmynd- um 1916. Hann lék i hundruð- um stuttra gamanmynda á þögla skeiðinu, og nokkrum lögum myndum eftir að talið var komið til sögunnar. Hann lést árið 1971. Þættirnir sem sjónvarpið sýnir hafa verið unnir upp úr gömlu myndun- um hans. Aldarminning Sveins Björnssonar forseta Útvarp kl. 21.00 Hér hefur Harold óvart orðið þátttakandi i byltingu í ónafn- greindu landi. i dag, 27. febrúar, eru 100 ár liðin frá fæðingu Sveins Björnssonar forseta og veröur þess minnst með sérstökum útvarpsþætti i samantekt lög- fræðinganna Haraldar Blöndal og Siguröar Lindals. 1 þættinum verður greint frá ævi og störfum Sveins, lesnir kaflar úr ræðum hans og rætt við menn sem þekktu Svein og störfuðu undir hans stjórn. Sveinn lærði lögfræði við Kaupmannahafnarháskóla, lauk þaðan prófi 1907 og hóf sama ár störf sem málflutn- ingsmaöur i Reykjavik. Siöar varð hann sendiherra Islands i Kaupmannahöfn og gegndi ótal öörum trúnaðarstörfum Sveinn Björnsson forseti. þar til hann var kosinn fyrsti forseti islenska lýðveidisins 1944. Hann lést 1952. — ih

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.