Þjóðviljinn - 06.03.1981, Síða 3
Föstudagur 6. mars, 1981. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3
Þingsályktunar-
tillaga frá
Þórði Skúlasyni
Sýslumanns-
umboð á
Hvamms-
Þórður Skúlason sem nú
situr á alþingi I fjarveru
Ragnars Arnalds, hefur lagt
fram tillögu til þingsálykt-
unar þar sem rikisstjórninni
er falið að vinna að þvi að á
Hvammstanga verði starf-
rækt umboðsskrifstofa frá
sýslumannsembættinu á
Blönduósi.
Þar verði m.a. til húsa
skrifstofuhald sýslusjóðs og
s júkr asam la gs Vestur-
Húnavatnssýslu, umboð
Tryggingarstofnunar rikis-
ins, innheimta þinggjalda og
veðmálabækur.
Þórður Skúlason.
I greinargerð með tillög-
unni segir Þórður að með
stórauknum fólksfjölda á
Hvammstanga og auknum
umsvifum þar og i sýslunni
allri og með tilliti til þess að
ibúarnir eiga i stöðugt rikari
mæli óhjákvæmileg viðskipti
við sýsluskrifstofuna,
sjúkrasamlagið og trygg-
ingarumboðið, hafi komið si-
fellt betur i ljós að sýslu-
skrifstofan á Blönduósi hafi
ekki möguleika á að veita
viðhlitandi þjónustu þrátt
fyrir góðan vilja sýslu-
manns.
Megn óánægja sé einnig
heimafyrir vegna núverandi
skipunar þessara mála. Þá
bendir Þórður á að óliklegt
sé að umtalsverður kostn-
aðarauki hljótist af þvi að
koma skrifstofunni á fót á
Hvammstanga. Fyrst og
fremst sé um að ræða að
flytja þjónustustarfsemi,
sem nú sé unnin utan héraðs
heim i héraö til þeirra ibúa
sem hún á að þjóna. Sá
kostnaöarauki sem þeim
flutningum fylgi sé smá-
vægilegur miðað við þá hag-
kvæmni sem umboðsskrif-
stofan hefði i för með sér fyr-
ir ibúa Vestur-Húnavatns-
sýslu. —Ig.
Herstöðva-
andstæðingar.
Opið hús
Herstöðvaandstæðingar
hafa opið hús i sinum nýju
húsakynnum að Skólavörðu-
stig 1 á laugardag frá kl. 2-6.
Þar mætir tónlistarmaður
um 4 leytiö til að raula fyrir
gesti, meðan þeir sötra
kaffið sitt. A þriðjudag
kemur ólafurRagnar Grims-
son á kvöldfund og ræðir um
Keflavikurmálin hin nýju,
tankana, skýlin og „allt
þetta fina” sem kaninn vill
reisa þar suður frá.
Herstöðvaandstæðingar
ætla að gera opið hús að
föstum liö i starfsemi sinni
og verður að jafnaði opið
mánudags- og fimmtudags-
kvöld. Þar verða dagskrár
og fundir allt eftir þvi
hvernig vindurinn blæs.
—ká
Frá v.: Sigríöur Magnúsdóttir, forstöðumaður Ferðaskrifstofu stúdenta, Stefanla Harðardóttir, Full-
trúi, Skúli Thoroddsen, framkvstj. Félagsmálastofnunar stúdenta, Ragnar Arnason, form. stjórnar
Félagsmálastofnunar, EHsabet Guöbjörnsdóttir, I stjórn Félagsmálastofnunar og Ólöf Eldjárn,
verslunarstjóri Bóksölu stúdenta. — Mynd: Ella.
Stúdentagarðar ganga
í endurnýjun lífdaga
Stórfelldar endurbætur
hafa staðið yfir á
Stúdentagörðunum að
undanförnu og er þeim
raunar hvergi nærri lokið
enn. Framkvæmdir við
Gamla-Garð hófust í júní í
vor og á árinu var varið til
þeirra kr. 1.438.560. En þær
framkvæmdir. sem
áætlaðar eru við Garðana á
þessu ári munu trúlega
koma til með að kosta allt
aðkr. 1.812.500/ Dýrt/ segja
kannski einhverjir en þá er
þess að gæta/ að hér er að
verulegu leyti verið að
byggja ný hús því
Garðarnir voru á góðri leið
með að //safnast til feðra
sinna". Og engum dettur f
hug að komist verði af án
stúdentagarða.
Þegar Félagsmálastofnun
stúdenta var stofnuð 1968 yfirtók
hún rekstur stúdentagarðanna.
Gamli Garður var byggður 1934
og Nýi Garður 1943. Auðvitað létu
þeir á sjá eins og önnur
mannanna verk, en allt um það
fengu þeir aldrei neina verulega
viðgerð fyrr en nú. Félagsstofnun
stúdenta tók þvi við Görðunum i
þvilikri niðurniðslu að bæði
Heilbrigðis- og Eldvarnaeftirlit
höfðu margsinnis hótað lokun
þeirra, ef ekki fengjust á þeim
verulegar endurbætur.
Eftir aö Félagsstofnun tók við
Görðunum fékkst nokkurt
viðhaldsfé frá þvi opinbera, en
1975 var það framlag lækkað.
Eldhúsiðerekkiamalegtisfnum nýja búningi. — Mynd: Ella.
Reyndist þá ekki einu sinni unnt
að halda i horfinu hvað þá að hægt
væri að sinna þeirri endurnýjun á
húsnæöinu, sem nauðsynleg var.
I janúar 1979 skipaði þáverandi
menntamálaráöherra Ragnar
Arnalds nefnd, er athuga skyldi
rekstur Garðanna. Nefndin
skilaði áliti i ágúst 1979, þar sem
gerðar voru tillögur um mjög
verulega fjárhagsaðstoð þess
opinbera til Félagsstofn-
unarinnar. Lagði nefndin til aö
veitt yrði fé til eftirgreindra
þátta:
A. Almenns rekstrar félags-
málastofnunar, þ.e. tiltekinna
kostnaðarliða viö rekstur mat-
stofu, skrifstofu Félagsstofnunar
og stúdentaheimilisins.
B. Til viðgerða á stúdenta-
görðunum.
C. Til þess að greiða vanskila-
skuldir vegna byggingar Hjóna-
garða. A hinn bóginn skyldi
húsaleiga á Görðunum nægja til
þess framvegis að greiða rekst-
urskostnað þeirra og viðhald.
Þessi fyrirgreiðsla leysti hina
fjárhagslegu sjálfheldu Félags-
stofnunar og gerði henni kleift að
halda áfram rekstri Stúdenta-
garðanna. t annan stað fólst I áliti
nefndarinnar viðurkenning á þvi,
að eðliiegt sé að almenn þjónustu-
starfsemi Félagsmálastofnunar
sé I verulegum mæli styrkt af
opinberu fé. Ef áfram verður
fylgt þeirri stefnu, sem þarna var
mörkuö, má fullyröa, aö orðið
hafi þáttaskil i sögu Félagsmála-
stofnunarinnar, þau mestu frá
upphafi hennar. Eru nú i fyrsta
skipti umtalsveröar horfur á þvi,
að stofnuninni takist að standa
undir þvi hlutverki, sem henni
var falið i lögum.
— mhg
Þingsályktunartillaga frá Sveini Jónssyni:
Svæðisskipulag
Fli ótsdalshéraðs
Sveinn Jónsson sem nú situr á
þingi sem varamaður Hjörleifs
Guttormssonar hefur lagt fram
þingsályktunartillögu um að
rikisstjórnin hlutist til um að
skipulagsstjóri ríkisins beiti sér
fyrir gerö svæðaskipulags fyrir
Fljótsdalshérað I samvinnu við
hlutaðeigandi sveitarstjórnir og
aðra er ntálið varðar. Skipulag
þetta nái til helstu þátta land-
notkunar og landverndar og taki
mið af æskilegri og mögulegri
nýtingu landsgæöa, félagslegum
viðhorfum og áætlunum um at-
vinnuþróun á svæöinu.
1 greinargerð með tillögunni
segir flutningsmaður að mikið
skorti á hérlendis aö unniö sé að
kortlagnigu, endurbættum land-
mælingum og þróun fjarkönnunar
miðað við þarfir og þá möguleika
sem nútimatækni leyfir. Vöntun á
slikum gögnum og upplýsingum
bitni á margháttuðum
rannsóknum sem æskilegar væru
Sveinn Jónsson.
náttúru landsins, skipulags-
vinnu og framkvæmdaundirbún-
ingi.
Þá segir orðrétt:
Nú eru uppi áform um virkjun i
Fljótsdal og að i Reyöarfirði verði
komið upp orkufrekum iðnaði.
Þessir þættir hafa veruleg áhrif á
byggðaþróun á stóru svæði.
A vegum SSA hefur undanfarin
ár verið unnið aö hagrænni áætl-
un fyrir allt Austurland og nær sú
áætlun fyrst og fremst til þétt-
býlisstaðanna. Siðasti hluti þess-
arar áætlunar er iðnþróunaráætl-
un.
Talið er nauösynlegt aö tengja
þessar hagrænu áætlanir meira
við landnýtingaráætlanir hinna
einstöku sveitarfélaga með gerö
svæðisskipulags fyrir fleiri
sveitarfélög, þar sem teknir yrðu
inn þættir eins og landbúnaður,
Framhald á bls. 13
Bæjarsjóður
Neskaupstaðar;
Hafist verði
handa við
Fljótsdals-
virkjun
1 nýlegri ályktun, sem
bæjarstjórn Neskaupstaðar
hefur gert er hvatt til þess að
ekki verði lengur dregið að
taka ákvörðun um Fljóts-
dalsvirkjun. Telur bæjar-
stjórnin að berlega hafi
komið I ljós á undanförnum
vikum, að ekki sé einhlýtt
fyrir landsmenn að treysta á
orkuverin á suðvesturhorni
landsins.
Jafnframt segir i þessari
ályktun að bæjarstjórn Nes-
kaupstaðar skori á rikis-
stjórnina að sjá um að kostn-
aði þeim, sem af keyrslu
varaaflsstöðva leiðir i vetur
verði skipt sem réttlátast á
alla landsmenn i samræmi
við stefnuyfirlýsingu rikis-
stjórarinnar.
Telur bæjarstjórn Nes-
kaupstaðar að verulegur
árangur hafi náðst i tið nú-
verandi stjórnar i verðjöfnun
á orku, úr 80—90% mun niöur
i 24% mun. Hvetur bæjar-
stjórnin til að haldið veröi
áfram á þessari braut.
S.dór
28 skip fá
veiðileyfi
Eins og skýrt var frá i
Þjóðviljanum á dögunum,
ákvað sjávarútvegsráðu-
neytið að leyfa veiðar á 60
þúsund lestum af loðnu til
hrognatöku og frystingar
umfram það magn sem áður
hafði verið leyft að veiða á
haust og vetrarvertlð. Nú
hefur verið ákveðið að eftir-
talin 28 skip fái að veiöa
þetta magn:
lestir
Arsæll KE 17 1.900
Bergur VE 44 1.940
BjarniÓlafss.AK 70 2.360
Börkur NK 122 2.360
Dagfari ÞH 70 1.960
Elaborg HF 13 2.660
FifillGK 54 2.010
Gigja RE 340 2.090
Gisli Árni RE 375 2.010
Grindvikt GK 606 2.300
Guðmundur RE 29 2.210
Gullberg VE 292 2.010
Hafrún IS 400 2.030
Hilmirll SU 177 1.980
Huginn VE 55 2.010
Jón Kjart. SU 111 2.330
Júpiter RE 161 2.470
Ljósfari RE 102 1.980
Magnús NK 72 1.960
Óli Óskars RE 175 2.500
Seley SU 10 1.890
• Sigurður RE 4 2.540
Súlan EA 300 2.140
Svanur RE 45 2.060
Sæberg SU 9 2.000
Vikingur AK 100 2.490
Þórður Jónass. EA 350 1.940
Þórshamar GK75 2.000
Einnig er þessum skipum
heimilt aðveiða ótakmarkað
magnafloðnuá timabilinu 1.
til 15. mars á svæði vestan 22
gr. 24’v. lengdar. Þá er tekið
fram i reglugerö varðandi
þessar veiðar, að veiði skip
Imeira magn en það hefur
fengið leyfi til, verði sá afli
gerður upptækur.