Þjóðviljinn - 06.03.1981, Page 5
Föstudagur 6. mars, 1981. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Þcir sem missa vinnuna geta alltaf flutt austur fyrir Úralfjöll,
segir Popof......
Tillaga sovésks hagfræðings:
,,Best er að
reka lata
verkamenn”
Á nýafstöðnu þingi Kommúnistaf lokks Sovétríkj-
anna var margt sagt um nauðsyn þess að auka
afköstin. Ýmsir ræðumenn létu að því liggja, að
vinnuagi væri lélegur í landinu og ýmis fyrirtæki
eftir því of mönnuð. Um svipað leyti fór f ram í blöð-
um umræða sem nokkra athygli hefur vakið: hún
hófst á því að lagt var til að latir verkamenn væru
reknir og duglegri látnir hafa laun þeirra !
Þessi hugmynd var fram borin af Popof nokkrum, sem er hag-
fræðiprófessor, i grein sem kom i flokksmálgagninu Prövdu, og
ætlar hann henni nokkurt hlutverk i umræðu um það hvernig
auka megi afköst og koma i veg fyrir ýmislega sóun. Popof
viðurkennir ekki að það sé beinlinis skortur á vinnuafli í landinu.
Hann segir i stuttu máli, að vinnuafl sé nóg, það séu blátt áfram
of margir um að gera of litið.
Hitt er svo vitað, að á næstunni munu smærri árgangar koma á
vinnumarkaðinn en áður. Timaritið Visindin og lifið hefur reikn-
að það út, að á næstu fimm árum bætist 3.3 miljónir ungra
manna við á vinnumarkaði, en röskar ellefu miljónir bættust við
á næstliðnu fimm ára timabili.
Setjum þá á lágmarkslaun
Sú lausn sem Popof ber fram er sú, að segja upp duglausum
verkamönnum og hækka launin við þá dugmeiri sem eftir verða.
Segjum að i vinnuflokki séu tiu menn, segir prófessorinn, — sex
geta starfað áfram og skipta með sér þeim launum sem tiu áður
höfðu. Og fjórir menn losna til annarra verka.
En nú er það svo, að i stjórnarskrá Sovétrikjanna eru ákvæði
um að öllum beri að tryggja atvinnu, og það væri heilmikið áfall
fyrir þá imynd verkamannarikis sem Sovétrikin vilja gera til-,
kall til, ef atvinnuleysi væri með einhverjum hætti viður-
kennt sem stjórntæki og framleiðsluhvati.
Þetta veit Popof. Þess vegna leggur hann til að þeir sem sagt
hefur verið upp verði settir i ýmisleg ófaglærð störf (t.d. við
götuhreinsun) þar sem þeir fái lágmarkslaunin, sem eru nú sögð
80 rúblur á mánuði. En meðallaun voru i fyrra talin um 170
rúblur á mánuði.
Síbería tekur við
Og hann telur það óliklegt að þessir verkamenn mundu lengi
vera á svo lágum launum, sem þýddu i flestum tilvikumverulega
kjararýrnun frá þvi sem þeir áður höfðu sem iðnverkamenn
(lágmarkslaunin eru algengust hjá fólki i ýmsum þjónustugrein-
um). Hann bendir á að það sé mikill skortur á vinnuafli austan
Úralfjalla og fyrirtæki þar muni ,,taka allan handlegginn ef
þeim býðst litli fingur” — m.ö.o. fá þetta verkafólk til sin. Og
Popov heldur að reynslurikari verði þeir, sem iðnaðarborgir
Evrópuhluta landsins höfnuðu, betri verkamenn á nýjum staö.
Hann hefur þá ekki tekið tillit til þess, að tregða fólks á að
flytja austur fyrir Úralfjöll er ekki tengd launum fyrst og fremst
(þar eystra eru nú þegar greiddar staðaruppbætur), heldur hinu,
hve miklu lakari ýmisleg þjónusta og vöruúrval er austur þar en
i Evrópuhluta landsins.
Hugmyndirnar prófaðar
Það fylgir sögunni, að hugmyndir eins og þær sem Popof legg-
a ur til séu þegar prófaðar i efnaiðjuveri i bænum Sjekin, sem er
| skammt frá Moskvu.
Ýmsir hafa orðið til að taka undir við þessa tillögugerð i
sovéskum blöðum, en aðrir hafa andmælt. Þeim finnst að hér sé
■ harkalega að farið, og menn séu i raun sviptir frelsi eða raun-
| hæfum möguleikum á að velja sér starf. En sú staðreynd, aö ■
flokksmálgagnið Pravda hefur orðiö vettvangur þessarar um-
ræöu,bendireindregið til þess, að hér sé nokkur alvara á ferð.
■ Byggt á Information ,
Tvísýn barátta um frjáls verkalýðsfélög:
Verkalýðsforingjar
dæmdír í Brasilíu
Það komu fregnir frá Brasiliu
um i siðustu viku að hinn þekkti
verkalýðsleiðtogi sem gengur
undir gælunafninu „Lula” hafi
verið dæmdur i þriggja og hálfs
ára fangelsi. Tólf aðrir verka-
lýðsieiðtogar fengu allþunga
fangelsisdóma. Þessir stéttar-
dómar segja sina sögu af-þvi,
hvernig stjórnvöld i Brasiliu ætla
að standa við eigin fyrirheit um
lýðræöislega þróun — kannski
segja þeir einnig sina sögu af þvi,
hver áhrif það hefur um alla
Rómönsku Ameriku, að sterkan
hægri gust leggur suður álfuna
frá nýjum forseta I Washington.
„Lula” er helsti forystumaður
málmiðnaðarmanna, sem hafa
veriö i fararbroddi i baráttu fyrir
frjálsum verkalýðsfélögum i
Brasiliu.
Þegar herinn i landinu hrifsaði
til sin völdin árið 1964 var það
hans fyrsta verk að eyðileggja
þau landssamtök verkafólks sem
þá voru til. Kúgunarvaldið var
lengi vel litt grimubúið, en
siðustu ár hafa verið haföir uppi
tilburðirtil að taka upp nýja siði.
Verkamenn gripu tækifærið og
efndu til verkfalla, sem náðu
hámarki i april-mai 1980 þegar
200 þúsindir málmiðnaðarmanna
i Sao Paulo fóru i verkföll bæði til
þess að krefjast hærri launa og
réttar til að stofna frjáls verka-
lýösfélög.
Andóf gegn ,,gulum”
foringjum
Stjórnvöld lögðu þá lýðræðis
vigorð til hliðar, handtóku ýmsa
verkalýðsforingja, m.a. Lula, og
settusinaeiginmenni stað þeirra
i þeim verkalýðsfélögum sem til
voru orðin. Verkamenn gengu til
vinnu aftur að nokkrum vikum
liðnum gegn þvi fyrst og fremst
að fá félaga sina úr fangelsi.
Kjarabætur fengu þeir ekki.
Engu að siður telja þeir, að
margt hafi unnist i þeirri íotu.
Verkamönnum hafði skilist betur
en áður hvers eðlis sú stjórn er,
sem reynt hefur að bregða uppi
lýðræðisgrimutilspari. Auk þess,
segir einn af formönnum verk-
fallssjóðs málmiðnaðarmanna,
höfðum við fengið nokkra at-
vinnurekendur til að semja við
okkur — það var merkileg
reynsla, þótt stjórnin siðan
bannaði þessum atvinnurek-
endum að viðlögðum kárinum að
undirrita samninga við okkur.
Þeir verkfallssjóðir, sem
stofnaðir voru til að deila út mat
meðal fjölskyldna þeirra sem i
átökum stóðu, eru enn við lýði og
hafa orðið vettvangur andófs-
hreyfingar innan þeirra verka-
lýðsfélaga sem til eru. Tilganur
sjóðanna nú er að vera bakhjarl
fyrir verkamenn sem vilja ná
félögunum Urklóm þeirra „gulu”
foringja, sem þar fara meö stjórn
og hafa haldið völdum meö ýmis-
legum bolabrögðum. Verkfalls-
sjóðirnir verða einskonar 'stéttar-
félög við hlið hinna „opinberu”.
Bolabrögð
Joaquim de Andrade heitir sá
sem hefur talist formaður málm-
iðnaðarmanna il5 ár.Aðferð hans
er sU, að senda út rógskrif um
andstæöinga slna f verkalýðs-
hreyfingunni, reyna aö friöa með-
limi með launahækkunum, sem
hafa verið allmiklu minni
reyndar en verðhækkanir, og
halda stöðu með þvf aö stýra
kosningum i verkalýðsfélögunum
með ýmiskonar mafiuaðferðum,
meðal annars með meiriháttar
kosningasvikum.
Arið 1979 linaði herstjórnin i
Brasiliu tök sin á stjórnmálalif-
inu. Þá reyndist unnt aö stofna
Verkamannaflokk, sem nýtur
einkum stuðnings andófsmanna i
verkalýðsfélögunum, sem hafa
barist fýrir raunverulegu sam-
takafrelsi. Flokkur þessi, sem
telur sig sósialiskan og er gagn
rýninn á sovéskan kommúnisma,
Daglegt brauð i Brasiliu: lögregla gegn verkamönnum.
ætlar að bjóða framtil þingkosn-
inganna sem lofað hefur verið að
haldnar veröi á næsta ári. En
eftir er að vita, hvort hin pólitísku
málaferli gegn óþægum verka-
lýðsleiðtogum, sem fyrr var frá
sagt, gefa ekki i raun visbendingu
um að þær kosningar verði mjög i
skötuliki, ef þá af þeim verður.
áb tók saman.
Nýr umboðsmaður á Blönduósi
Ráðinn hefur verið nýr umboðsmaður
blaðsins á Blönduósi. Hann heitir Olga
Bjarnadóttir, Árbraut 10, s. 4178.
WOBVIUINN Siðumúla 6, s. 81333.
ARTÚNSHOFÐA
argus