Þjóðviljinn - 06.03.1981, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 06.03.1981, Qupperneq 11
Föstudagur 6. niars, 1981. ÞJÓÐVILJINN — StÐA II íþróttir /> íþróttir ® Umsjén: Ingólfnr Hannesson. íþróttir Pétur Guðmundsson var atkvæðamestur hjá Valsmönnum i gærkvöld, skoraði 20 stig. Hér sést hann gefa ungum aðdáendum rithandarsýnishorn. Valur vann bikarlnn Valsmenn sigruðu islands- meistara Njarðvikinga i úrslitum bikarkeppni KKÍ með 90 stigum gegn 84 i hörðum og vel leiknum úrslitaleik i gærkvöld . SigurVals var fyllilega sanngjarn þvi þeir höfðu allan timann örugg tök á leiknum og forystu allt frá byrjun með aðeins einni undantekningu þegar Njarðvikingar skoruöu fyrstu tvö stigin. Það sem gerði útslagið var mun meiri breidd i leik Vals, lið þeirra var jafnara og lagöi ekkert upp úr einstaklingsframtaki eins eða neins. Þvi var ekki þannig farið hjá Njarðvikingum þar sem Danny Shouse skoraði hvorki fleiri né færri en 43 stig og var potturinn og pannan i leik liðsins. Leikurinn var jafn i byrjun en smátt og smátt náðu Valsmenn öruggu forskoti, staðan breyttist úr 8:7 i 12:7, úr 12:9 i 18:9 og i hálfleik var staðan 41:33. 1 siðari hálfleik skoruðu Vals- menn fyrstu tvö stigin en þvi næst tóku Njarðvikingar mikinn kipp og minnkuðu muninn i 43:41. A þeim kafla virtust Valsmenn vera að missa tökin á leiknum, en þá tók Rikharður Hraínkelsson sig til og skoraði hvert stigið á fætur öðru. Var leikurinn alveg i járn- um langt fram i seinni hálfleik og minnst munaði einu stigi, 55:54, og 57:56. Einhvernveginn virtust Njarðvikingar aldrei orka að ná yfirhöndinni þrátt fyrir góða við- leitni. Náðu Valsmenn aftur miklu forskoti og var sigurinn aldrei i hættu, lokatölur sem áður sagði, 90:84. Pétur Guðmundsson var besti maður Vals i leiknum.skoraði 20 stig.hirti fjölmörg fráköst og átti stórfallegar sendingar á samherja sina. Torfi Magnússon skoraði 19, stig, Rikharður skoraði 18 stig, Kristján 14 og Brad Miley 13. Danny Shouse var sá maður Njarðvikinga sem allt byggðist á og skoraði 43 stig. En einn maður vinnur ekki leik og einstefna Shouse bitnaði greinilega á liðs- heildinni. Að lokinni köriuknattleiksvertíð: Aðsóknin hefur dregist samán Með leik Vals og UMFN i úrslit- um bikarkeppninnar lauk i raun körfuknattleiksvertiðinni, a.m.k. hvað varðar mfl. karla, þvi um helgina verða til lykta leidd mót yngri flokkanna. Á undanförnum árum hefur körfuknattleikurinn verið i mikilli sókn sem sést hvað bestá þvi aðaftur er farið að taka Laugardalshöllina i notkun fyrir leiki efstu deitdarinnar en það er a.m.k. áratugur siöan körfu- knattleikskeppni íslandsmótsins var með öllu flutt úr Ilöllinni. Eftir að bandariskir körfu- knattleiksmenn komu hingað til lands jókst aðsókn. Tölur sem KKl heíur tekið saman benda þó til þess að aðsókn hafi minnkað nokkuð frá þvi sem var i fyrra þegar hún náði hámarki sinu. Sveiflur hafa hins vegar verið miklar. Samdráttur i aösókn að úrvalsdeildarleikjum nemur tæp- um 30% en mjög mikil aukning i aðsókn að leikjum 1. deildar hefur að nokkru komið þar á móti. Lokaniðurstaðan er sú að áhorfendafjöldinn i ár sé nálægt 18 þúsund sem er mjög svipað og var á fyrsta ári úrvalsdeildarinn- ar keppnistimabilið 1978—1979. I fyrra komu liðlega 20 þúsund manns að horfa á islandsmót og Bikarkeppni. Torfi Magnússon hampar sigurlaunum Valsmanna, bikar sem formað- ur körfuknattleiksdeildar Vals, Halldór Einarsson,gaf til keppninnar. Landsleikir í blaki Um helgina leika íslendingar landsleikiviðFæreyinga. Það eru kvennaliðog unglingaliö (drengir 17—19 ára) þjóðanna sem eigast við. Þetta eru 5. og 6. kvennalands- lákur tslands, en i fyrsta sinn sem unglingalið fær aö spreyta sig. Flogið veröur til Færeyja fimmtudaginn 5. mars, leikiö i Vogi föstud. 6. og Þórshöfn laugardag 7. mars. Liöin eru þannig skipuð: Kvennalið Nr. 3 Þorbjörg Rögnvaldsd. UBK 4 Birna Krist jánsd. IS 6 GuörúnGuömundsd. UBK 7 Þóra Andrésd IS 8 Jdha nna Guðjónsd. Viking 9 Máifriður Pálsd. IS 11 Hulda Laxdal Þrótti 12 Sigurborg Gunnarsd. UBK NM unglinga í badminton t gær héldu 6 unglingar til Hels- ingfors i Finnlandi þar sem fram fer Norðurlandamót unglinga i badminton. Þeir sem valdir voru til þátttacu fyrir íslands hönd voru eftirtaldir: Inga Kjartans- dóttir, TBR, Laufey Sigurðar- dóttir, ÍA, Þórdis Eðvald, TBR, Gunnar Björnsson, TBR, Þorgeir Jóhannsson, TBR, og Þorsteinn P. Hængsson, TBR. I gær voru leiknir landsleikir milli allra Norðurlandaþjóðanna, en i dag hefst svo einstaklingskeppnin. Mótinu lýkur 8. mars. Keppendur tslands á unglinga- mótinu i Helsingfors. F.v. Hæng- ur Þorsteinsson, fararstjóri, Gunnar Björnsson, Þorsteinn P. Hængsson, Þorgeir Jóhannsson, Inga Kjartansdóttir og Þórdis Eðvald. A myndina vantar Laufeyju Sigurðardóttur. Unglingalið Nr. 1 Magnús K. Magnúss. HK 2 Jón Rafn Péturss. IMA 3 Kristján Sigurss. IMA 5 Þorvaldur Sigfúss. IMA 6 Karl Valtýsson IMA 7 Jón Árnason Þrótti 9 Haukur Magnúss. Þrótti 10 Astvaldur Arthurss. HK Þjálfarar eru þeir félagar Leifur Haröarson og Guðmundur E. Pálsson Þrótti. tslendingar og Færeyingar hafa leikið 4 A-landsleiki kvenna og islensku stúlkurnar hafa sigrað 3—0 i öllum leikjunum. t islenska liðið vantar nú nokkrar af máttarstólpum fyrri leikja og Færeyingar hafa verið i stöðugri sókn, þannig að búast má við jöfnum og spenn- andi kvennaleikjum. Mun fleiri félög i Færeyjum en á tslandi hafa yngri flokka, þann- ig að hætt er við að færeysku ung- lingarnir veröi þeim islensku skeinuhættir, þótt islenska karla- landsliðið hafi sigrað Færeyinga meö nokkrum yfirburöum, þegar þjóöirnar mættust fyrir 2 árum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.