Þjóðviljinn - 06.03.1981, Page 16
djoovuhnn
Föstudagur 6. mars, 1981.
I Aðalsími Þjóbviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins i þessum slmum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 1 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt að ná i afgreiöslu blaðsins I sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsúni 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663
Nýr samningur Norðurlanda um félagslegt öryggi undirritaður
Aukinn ráttur fyrir
fjölmarga islendmga
i gær var undirritaður í
Kaupmannahöfn nýr
samningur milii Norður-
landanna um félagslegt ör-
yggi. Af íslands hálfu
undirritaði Svavar Gests-
son félagsmálaráðherra
samkomulagið/ sem lagt
verður fyrir Alþingi til
staðf estingar. l samn-
ingnum eru ýmis merk
nýmæli/ t.d. tekur hann nú
til tryggingargjalda ekki
siður en tryggingarbóta/
ferðakostnaðarvandamál
veikra ferðalanga er leyst/
og íslenska lífeyrissjóða-
kerfið fellt undir hinn nýja
samning.
Samningurinn milli Norður-
landanna um félagslegt öryggi
hefur verið í gildi siðan 1955, en
hefur nú verið endurskoðaður.
Með þeirri heildarendurskoðun
hefur fyrst og fremst verið leitast
við að einfalda núgildandi samn-
ing með þeim fjölmörgu breyt-
ingum sem á honum hafa verið
rF
Ferjumálið á Norðurlandaráðsþingi:
F ærey ingar
láta bíða eftir
iá eða
nei
Ferjumálið var enn á dagskrá
Norðurlandaþings i gær og
spurðist Guðrún Helgadóttir,
sem situr þingið i vcikinafor-
föllum Stefáns Jónssonar, fyrir
um það, hvenær vænta mætti
svars frá Færeyingum um af-
stöðu þeirra til ferjunnar milli
islands og annarra Norður-
landa. i ööru lagi spurði hún
hvort vinna þyrfti upp á nýtt
athugun á starfsgrundvelli ferj-
unnar. Pauli Ellefsen lögmaður
sagði i svari sinu að nýja lands-
stjórnin i Færeyjum myndi taka
málið upp innan þriggja vikna.
Guðrún Helgadóttir sagði i
samtali við blaðið i gær að hún
hefði rætt við Jogvan Sundstein,
forseta færeyska lögþingsins, og
hefði hann staðfest að áhugi
væri á þvi i Færeyjum að fara
að afgreiða þetta mál sem lengi
hefur verið að velkjast i
umræðum. Guðrún þakkaði lög-
manni Færeyinga svarið og
sagði að ibúar norðursins væru
að visu afar þolinmóðir, en
IsJendiga væri þó nokkuð tekið
að lengja eftir svari Færeyinga.
Forsaga málsins er sú að sögn
Stefáns Jónssonar sem sæti
hefur átt i samgöngunefnd
Norðurlandaráðs að fyrir uþb.
fjórum árum lá fyrir skýrsla
þar sem komist var að þeirri
niðurstöðu að reka mætti bila-
ferju á leiðinni Island — Fær-
eyjar — Skotland — Danmörk —
Noregur með ágóða. Á þeim
tima sem siðan væri liðinn hefðu
Færeyingar rekið Smyril með
góðum hagnaði yfir sumar-
timann, en hugmyndin væri að
reka norrænu ferjuna allan
ársins hring.
Stefán sagði i gær að ýmsar
verðforsendur hefðu áreiðan-
lega breyst á fjórum árum, t.d.
oliukostnaður sem einnig gæti
dregið úr bilaflutningum milli
landa. A hinn bóginn hefðu
opnast aðrir möguleikar, svo
sem flutningur á isuðum fiski i
kæligeymum frá tslandi á neyt-
endamarkað i umræddum
löndum. Færeyingar hefðu hins-
vegar dregið við sig að svara
Guðrún llelgadóttir: tslend-
inga tekíð að lengja eftir svari
h'æreyinga.
upp á hug sinn i málinu, m.a.
vegna Smyrils. Á þingi Norður-
landaráðs i fyrra hér i Reykja-
vik brýndi Stefán Jónsson Fær-
eyinga á þessu og hvatti þá til
þess að svara játandi eða neit-
andi hið fyrsta. Talsmenn Fær-
eyinga hétu þvi þá að hafa af-
stöðu sina á hreinu fyrir þingið i
Kaupmannahöfn, en hafa
greinilega ekki getað staðið við
það.
Kvaðst Stefán Jónsson ekki
skilja hvað illa gengi að draga
einsatkvæðisorðin já eða nei
uppúr frændum okkar, en
fagnaði þvi að enn skyldi hreyft
við málinu.
—ekf
gerðar undanfarin aldarf jórðung,
og samningsákvæðin gerð skýr-
ari. Þá hefur sjúkratryggingar-
samningurinn verið felldur inn i
aðalsamninginn.
Það er nýmæli , sagði Svavar
Gestsson að tekin eru af öll tvi-
mæli um það að samningurinn
skuli taka til tryggingargjalda,
ekki siður en til tryggingarbóta.
Óvissa i þessu efni hefur leitt til
þess að i sumum tilvikum hefur
ýmist getað átt sér stað tvi-
greiðsla gjalda eða gjaldfrelsi.
Þá er ferðakostnaðarvandamál
manna sem veikjast eða slasast á
ferðalögum sinum um Norður-
lönd utan heimalands sins leyst i
nýja samningnum. Lausn þessa
máls hefur verið meðal áhuga-
mála Norðurlandaráðs um langt
skeið.
Loks vil ég benda á ákvæði um
að biðtimi annarsstaðar á
Norðurlöndum nýtist þegar úr-
skurða skal um rétt til viðbótar-
lifeyris. Ætlunin er að islenska
lifeyrissjóðakerfið falli undir hinn
nýja samning um félagslegt
öryggi og munu þeir fjölmörgu
Islendingar sem starfa um
skamman tima, eitt eða tvö ár,
annarsstaðar á Norðurlöndum
ekki lengur glata þeim réttindum
sem þeir ávinna sér i viðbótar-
lifeyriskerfi starfslandsins. Enn-
fremur hverfur sú áhætta sem að
jafnaði fylgir þvi að fara úr einu
tryggingarkerfi yfir i annað,
sagði félagsmálaráðherra að
endingu.
—ekh
Lögfræðingur
Kortsnojs
kemur í dag
Lögfræðingur skákmeistarans
Viktors Korsnoj, sem væntan-
legur var til landsins i gær en kom
þá ekki, mun koma til íslands i
dag til að lita á allar aðstæður hér.
á landi varðandi heimsmeistara-
einvigið i skák. Sem kunnugt er
hafa tslendingar boðist til að
halda einvigið á sumri komanda.
Bygging íbúða á félagslegum grundvelli:
Mikið framfaraspor
Nokkrar deilur hafa
átt sér stað opinberlega
um þá ákvörðun að færa
byggingarstarfsemi
ibúðarhúsnæðis meira
en verið hefur inná
félagslegt svið. Hafa
byggingarmeistarar og
Landssamband iðnaðar-
manna gagnrýnt þessa
ákvörðun mjög undan-
farið. Þjóðviljinn leitaði
álits Benedikts Daviðs-
sonar formanns Sam-
bands byggingarmanna
á þessu máli.
— Ég tel, aö það spor sem stigið
hefur verið, að færa byggingar-
starfsemina í auknum mæli yfir á
hendur félagslegra aðila, sé
segir Benedikt
Davíðsson
formaður
Sambands
byggingar-
manna
framfaraspor og til heilla. Ekki
bara hvað varðar eignaraðildina,
heldur lika hvað varðar skipu-
lagninguna á byggingarstarfsem-
inni. Ég tel miklar likur fyrir þvi
að I með þessu móti haf’i bygg-
ingarmenn traustari atvinnu
enella og að það verði byggt skyn-
samlegar og ódyrar, og jafnvel
betur en áöur, sagði Benedikt.
Hann bætti þvi þvi svo við, að
það væri að sjálfsögðu gefið, að
þeir sem verið hafa hvorttveggja
i senn, byggingarmenn og
seljendur ibúða, en Landssam-
band iðnaðarmanna er að sjálf-
sögðu málsvari þessara aðila,
þeir munu missa spón úr aski og
þeirra staða verður erfiðari.
Benedikt var spurður um
hvernig atvinna byggingarmanna
hefði verið i vetur. Sagði hann að i
tréiðnaðinum heföi verið meiri
vinna ef eitthvaö er en undan-
farna vetur. Aftur á móti atvinna
múrara verið minni en oft áður og
kæmi þar margt til. En ef horft
væritil næstutveggja eða þriggja
ára þá mætti búast við ágætri at-
vinnu hjá byggingarmönnum, á
Stór-Reykjavikursvæðinu, vegna
þess að eftir þvi sem nær dregur
sveitarstjórnakosningum eykst
lóðaúthlutun. Skiptir i þvi sam-
bandi ekki máli hvort bæjar-
félagið heitir Seltjarnarnes eða
Reykjavik. Loks minnti
Benedikt á.að sú tiskusveifla sem
verið hefur, að gera upp gömul
Benedikt Daviðsson: Atvinna hjá
tréiðnaðarmönnum meiri en áður
og útlitið gott.
ibúðarhús og færa þau i nýtisku-
legan bUning, hefði aukið mjög
atvinnu hjá trésmiðum. Hefði
viðhalds og breytingavinna
sjaldan verið jafn mikil hjá
þessum aðilum og undanfarið.
—S.dór
Prófessors-
embætti til
handa
dr. Kristjáni
Eldjám
Á fundi Háskólaráðs i gær
var samþykkt samhljóða til-
laga frá heimspekideild
skótans, þess efnis, að stofn-
að verði nýtt prófessorsem-
bætti við Háskólann, bundið
nafni dr. Kristjáns Eldjárns,
sem jafnframt myndi gegna
þvi embætti.
Prófessorsembættið, sem
verður launalaust embætti,
verður ekki bundið kennslu-
skyldu né réttindum og
skyldum til stjórnunar-
starfa.
Guðmundur Magnússon
háskólarektor sagði i sam-
tali við Þjóðviljann i gær, að
samþykkt háskólaráðs yrði
nú komið á framfæri við
menntamálaráðherra og
vonandi yrði þessi málaleit-
an afgreidd við fyrsta tæki-
færi.
1 greinargerð Heimspeki-
deildar með tillögunni segir
m.a. að dr. Kristján sé við-
kunnur fræðimaður i sér-
grein sinni, fornleifafræði,
og að auki vel menntaður i
fleiri greinum, einkum sögu
tslands og almennri sögu.
Kristján vinni nú að ýmsum
fræðilegum verkefnum og
megi mikils vænta af störf-
um hans. Heimspekideild
vilji votta dr. Kristjáni virð-
ingu með stofnun prófessors-
embættisins.
Tillaga heimspekideildar
var flutt i fullu samráði við
dr. Kristján en þetta er i
fyrsta sinn i sögu Háskóla Is-
lands sem stofnað er pró-
fessorsembætti bundið nafni
tiltekins manns. —tg.
Stöðuveitingarnar
í jafnréttisráði:
Niöurstaöa í
næstu viku
t gær hélt Jafnréttisráð fund
þar sem m.a. var fjallað um svo-
nefnt Dalvikurmát og sagði
Guðriður Þorsteinsdóttir, lög-
fræðingur, formaður ráðsins, að
það myndi ijúka könnun sinni á
þvi innan viku.
Þetta er fyrsta málið sem kem-
ur til okkar vegna stöðuveitinga,
sagði Guðríður.og það hefur ekki
áður reynt á þessi ákvæði. Við
höfum þvi kosið að skoða það
vandlega uppá framtiðina og ég
tel að þetta sé ekki óeðlilega lang-
ur timi til þess.
Guðriður sagði að lækna-
deildarmálið væri i athugun og
hún gæti ekki sagt hvenær niður-
stöðu yrði að vænta i þvi.
Greinargerð Ingvars Gislasonar
menntamálaráðherra hefði borist
ráðinu og væri i skoðun.
— Ai.