Þjóðviljinn - 11.03.1981, Side 5
Miðvikudagur 11. mars 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 5
Loft er lævi blandað á Spáni:
Osigur samsærismanna
var skammgóður vermir
Loft er lævi blandið á
Spáni eftir valdaráns-
tilraunina fyrir röskum
hálfum manuði. Margir
höfðu vonað að ósigur
Tejero ofursta og hans
manna mundi efla
lýðræði í landinu/ en nú
hallast æ fleiri að þeirri
skoðun/ að þau málalok
séu skammgóður vermir.
Valdaránsævintýrið hafi
fyrst og fremst kennt
hershöfðingjum Spánar/
sem höfðu leynt og Ijóst
samúð með
valdaránsmönnum/ að
næst eigi þeir að fara
öðruvísi að — og kannski
byrja á að handtaka ekki
þingmenn/ heldur Juan
Carlos konung!
Eftirmál hafa sýnt, að
tilraunir til að koma spænska
hernum og hinu vopnaða
„varðliði” út úr stjórnmálum
eftir dauða Francos einvalda
1975 hafi mistekist hrapallega.
Atburðir hafi sýnt, að það séu
aðeins tveir verulega sterkir
aðilar á Spáni: herinn og kon-
ungurinn. Þingið og stjórnin
hafa þegar á reynir litil völd,
ekki sist vegna þess að herinn
heyrir beint undir konung. Ef að
þingið vill knýja fram breytingu
þar á, t.d. með þvi að taka af
allan vafa um það hver getur
skipaðháttsettum liðsforingjum
fyrir, þá getur það að sönnu sett
lög, en það hefur takmarkaða
Konungur kveður Suarez, sem kannski vissi meira en aðrir héldu.
Hershöfðingjar höfðu reiknað með þvi að krúnan sætti sig við orðinn
hlut.
möguleika á að láta þau lög
virka.
Aðeinseinu sinni
Sú staðreynd, að konungur er
æðsti maður hersins, og tekur
við umkvörtunum hans og
gagnrýni, hafði — a.m.k. að
dómi Spánarfréttaritara
Financial Times, sin áhrif á að
ýta undir samsærið. Þeir hers-
höfðingjar, sem voru að stinga
saman nefjum um uppreisn,
vissu, að konungur hafði svip-
aðar skoðanir og þeir á ýmsum
veigamiklum vandamálum
Spánar. (Fasistar hafa reyndar
breitt það óspart út siðustu
daga, að konungur hafi beinlinis
verið með i ráðum, en siðan
brugðist samsærismönnum —
og eru að sjálfsögðu með þessu
að reyna að gera konungsdæmið
tortryggilegt og hefna sin
þannig á Juan Carlos) En þetta
sérstaka samband hers og
konungs leiddi einnig til þess, að
konungur gatstöðvað valdarán-
ið með einarðri framkomu sinni
valdaránsnóttina. Hitt er svo
annað mál, að konungur getur
ekki gegnt sliku hlutverki nema
einu sinni. Má vera að næst
verði byrjað á að handtaka
hann.
Samsærisáætlunin
1 grein i Financial Times.sem
fyrr var nefnd, segir, að
valdaránsáætlunin hafi litið
þannig út i stórum dráttum.
1) Tejero ofursti og menn
hans taka þinghúsið.
2) Hershöfðingjar yfir
einstökum svæðum Spánar
koma saman undir forystu
Jaime Milan del Bosch og stofna
„þjóðlega bjargráðastjórn”
3) Helstu lykilstofnanir i
höfuðborginni eru teknar her-
skildi með aðstoð Brunette-
brynvagnaherfylkisins.
4) Konungurinn viðurkennir
stjórn sem herinn hefur skipað
undir forsæti Alfonso Armada
hershöfðingja, sem lengi hefur
verið nánasti hernaðarráðu-
nautur konungs.
Fyrsti liður var framkvæmd-
ur. Annar liður var alllangt
kominn. Þriðji var i skötuliki og
sá fjórði mistókst með öilu.
Helsti veikleiki þessarar
áætlunar var, að dómi
Financial Times, að þar var
gert ráð fyrir að konungur
samþykkti orðinn hlut og tæki
sér stöðu með hershöfðingjunum.
Þegar samsærismenn komust
að þvi, að konungur studdi þá
ekki til valdaráns höfðu þeir
engin svör á reiðum höndum —
allra sist þegar hann sagði, að
það væri ekki hægt að setja
hann sjálfan af nema með valdi.
Hitt er svo annað mál, að það
þykir ekki efnilegt fyrir
framtiðarþróun á Spáni að nú
vita menn, að ýmsir helstu
hershöfðingjar landsins voru
mjög á báðum áttum um það,
hvort þeir ættu að koma til liðs
við samsærið eða ekki. Fæstir
þorðu það, eins og mál æxlúðust
til — en hitt er vist, að hers-
höfðingjarnir eru jafn
sannfærðir og fyrr um að Spánn
þurfi „sterka stjórn” og að
stjórnmálaforingjar fái ekki við
neitt ráðið.
Vettlingatök
Fyrst eftir valdaránið voru
uppi háværar raddir um að nú
ætti að hreinsa til i hernum
mjög rækilega, til að skera á öll
tengsli aftur til hinnar fasisku
fortiðar. Nú er allt annað uppi á
teningnum. Stjórnin þorir
bersýnilega ekki fyrir sitt litla
lif að styggja herinn. Fasistar
lofsyngja valdaránsmenn opin-
skátt i blöðum sinum. en
hermálaráðherra hinnar nýju
stjórnar, Alberto Oliat, hefur
varað við „galdraofsóknum”
gegn hægrisinnum innan hers-
ins. Þeir liðsforingjar sem
handteknir hafa verið fyrir
beina aðild að valdaráninu njóta
áfram allra friðinda i her-
skálum, þar sem þeir eru i
varðhaldi, og fá heimsóknir
vina og samherja sem hylla þá
sem hetjur. Dómsvaldið hefur
ekki árætt að forvitnast um þá
auðkýfinga og iðjuhölda
landsins sem veittu samsærinu
styrk i peningum eða með
öðrum hætti. Og það er jafnvel
látið að þvi liggja, að Suarez,
forsætisráðherrann, sem sagði
svo skyndilega af sér rétt fyrir
valdarán, hafi vitað hvað var i
bigerð!
áb tók saman
Rotterdamverð undir OPEC-verði:
Þegar striöiö milli Irans
og írak hófst i fyrrahaust
voru olíubirgðir að sönnu
allmiklar í heiminum/ en
engu aö siður óttuðust
margir/ að styrjöldin
mundi draga svo úr oliuút-
flutningi að til meiriháttar
verðhækkana á olíuvörum
mundi koma innan
skamms tíma. Þetta hefur
ekki gerst/ og gangverð á
þeim Rotterdammarkaði
sem er svo afdrifaríkur
fyrir íslensk olíukaup
hefur í reynd verið undir
því verði sem OPECríkin
krefjast. (Enda er nú all-
langt síðan Morgunblaðið
hefur rokið upp með full-
yrðingar um að Rotter-
damviðmiðun sé landráð í
þágu Rússa).
1 stað þess að oliuverð færi
sihækkandi á uppboðsmarkaði
gerðist það, að um áramót sátu
helstu oliufélög uppi með 100 daga
birgðir, sem er óvenjulega mikið.
Ástæðurnar eru margvislegar.
Þegar styrjöldin fyrrnefnda milli
frans og fraks hófst dróst oliu-
framboð saman um fimm
miljónir tunna á dag. Saudi
Arabia hljóp þá undir bagga og
jók framleiðslu sina um 2 miljónir
tunna á dag. I annan stað hefur
viðleitni til oliusparnaðar i bland
við samdrátt og kreppu leitt til
þess að oliunotkun hefur blátt
áfram minnkað. Þau 21 riki sem
aðild eiga að Alþjóðlegu orku-
málastofnuninni (IEA) hafa
minnkað oliukaup sin um 7,9%
siðan 1979. Samdráttur i iðnaði er
helsta „neikvæða” ástæðan fyrir
minnkandioliukaupum. En önnur
ástæða er til, sem vel má kalla já-
kvæða: hagfræðingar og fleiri
telja sig verða vara við að oliu-
kreppur liðinna ára hafi smám
saman mótað nýja afstöðu til
orkueyðslu og einkum til oliu-
notkunar — m.ö.o.: menn eyða
ekki hugsunarlaust eins og áður,
þeir reyna að spara.
Norðursjór
Hér við bætist, að lönd utan
OPEC eru að auka oliuútflutning
sinn. Talið er að frá Mexikó og úr
Norðursjó komi 750 þúsund
tunnur á dag nú i sumar til við-
bótar fyrra magni. trak hefur
þegar byrjað að dæla um hálfri
miljón tunna á dag á heims-
markað um leiðslur sem liggja
gegnum Sýrland og nýlegar
fregnir benda til þess að vopnahlé
við Persaflóa sé miklu liklegra en
verið hefur: þá kemur iranska
olian aftur á markað i stór-
auknum mæli.
Visitölubinding
Ýms aðildarriki OPEC vilja fá
Saudi Arabiu til að bregöast við
þessari þróun með þvi að draga
aftur úr útflutningi svo að um
muni, en þaðan koma nú 10,3
miljónir tunna á dag á heims-
markað. Jamani oliuráðherra
Saudi Arabiu vill hinsvegar binda
endi á þá óreiðu sem rikt hefur i
verðlagsmálum OPEDrikja, þar
sem hver hefur reynt að selja sina
oliu sem dýrast og látið samráð
mikið til lönd og leiö. Saudi
Arabia hefur hamlað gegn þessu,
með þvi að halda sinu verði lægra
en aðrir (32 dollarar á tunnu), en
þegar til lengdar lætur vill rikið
koma á samræmdu oliuverði og
visitölubinda það við verðbólgu
og hagvöxt i helstu iðnrikjum —
m.ö.o. búa til einskonar sjálfvirkt
verðlagningarkerfi á oliu. Tekist
verður á um þessa stefnu á
OPEC-fundi sem haldinn verður
seint i mái.
Rotterdam
og London
Eitt af þvi sem talið er að vinna
muni gegn sveiflum á oliuverði,
er stofnun nýs oliumarkaðar i
London, sem verður kallaður
International Petroleum
Exchange. Þessi markaður mun
ekki fást viö skyndisölur á
förmum sem fáanlegir eru án
fyrirvara, heldur versla með
samninga til lengri tima. En talið
er aö þessir samningar muni i
reynd reynast einskonar
tryggingarskirteini fyrir alla
aðila gegn verðsveiflum — og þar
með draga úr áhrifamætti þess
sem i Rotterdam gerist.
— áb tóksaman.