Þjóðviljinn - 11.03.1981, Síða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 11. mars 1981
Skora á yfir-
völd og
starfsmanna-
félagið að
sýna frum-
kvæði
í fóstru-
deilunni
Foreldrasamtök barna á dag-
vistarheimilum Reykjavikur-
borgar hafa sent frá sér eftirfar-
andi yfirlýsingu:
Foreldrasamtökin lýsa áhyggj-
um sinum yfir þvi að ekki skuli
hafa tekist viðunandi samningar
við fóstrur i nýafstöðnum sér-
kjarasamningum.
Samtökunum kemur ekki á
óvart að langflestar fóstrur hafa
nú sagt upp störfum. Sá mögu-
leiki að fóstrur gangi út af dag-
heimilum og leikskólum i vor eða
sumar knýr samtökin til að
hvetja borgaryfirvöld til að
endurskoða i alvöru þessa samn-
inga.
Þeir sem komið hafa nálægt
starfi dagvistarheimila vita að
starfsmannaskipti þar eru mjög
tið. Þessar ,,breytingar”og lang-
vinn óánægja starfsliðs með kjör
sin er okkur foreldrum mikið
áhyggjuefni. Við trúum þvi ekki
að hlutverk fóstra við uppeldi og
mótun barna sé ekki metið til
jafns við hlutverk kennara.
Foreldrasamtökin eru ekki
þrýstihópur en þau vilja vekja at-
hygli á tvennu:
1. Óánægja fóstra er mjög al-
menn. Takist ekki endurskoðun
sérkjarasamninga kemur án
efa til þess að uppsagnir þeirra
taki gildi.
2. Ringulreiðin sem verður þegar
útivinnandi foreldrar halda
kyrru fyrir heima með börnum
sinum verður veruleg, bæði
fyrir þá sjálfa og vinnustaðina.
Foreldrasamtökin álita að hér
sé á ferðinni mikilvægt og sam-
þætt hagsmunamál foreldra,
fóstra og atvinnulifsins og þau
vænta þess að borgaryfirvöld og
Starfsmannafélag Reykjavikur-
borgar sýni frumkvæði ög já-
kvæðan skilning á málinu. Sam-
tökin vilja einnig hvetja hags-
munasamtök vinnuveitenda og
launþega að ljá málstað fóstra lið
sitt.
■ BHHHB » ■■■■■■■■■ ■
Lýsa yfir ;
I stuðningi !
I við fóstrur I
Byggingar í Reykjavik á síðasta ári:
Lokið við smíði
818 íbúða
Timburhúsin sækja á
Á árinu 1980 var lokið við
smiði 818 ibúða i Reykja-
vik/ samtals 313 rúm-
metrar að stærð. 92.975
rúmmetrar voru full-
byggðir í skólum, félags-
heimilum og sjúkrahúsum
og 39.612 rúmmetrar af
verslunar- og skrifstofu-
húsnæði. Um áramótin
voru í smiðum 795 íbúðir,
þar af eru 402 fokheldar
eða lengra komnar. Á sið-
asta ári var hafin bygging
á 479 nyjum ibúðum.
Lokið var við 376 fleiri ibúðir á
siðasta ári en á árinu 1979 og
aðeins tvivegis á siðasta áratug
var lokið við fleiri ibúðir, árin
1972 og 1974. Að sögn Gunngeirs
Péturssonar hjá byggingafull-
trúa er skýringin sú að mikið var
fullbyggt af stórum blokkarbygg-
ingum, m.a. af Byggung og öðr-
um byggingasamvinnufélögum.
Hins vegar var á árinu 1980
aðeins hafin bygging á 479 ibúð-
um, 57 færri en árinu áður og
svipað og á árinu 1977. Skýringin
er að margar lóðir, sem úthlutað
var i fyrravetur, eru enn
óhreyfðar m.a. á Eiðsgranda, ar
sem stór hluti úthlutananna var.
Gunngeir sagði að timburhúsin
hefðu sótt nokkuð á en riflega 35
þúsund rúmmetrar af fullgerðu
ibúðarhúsnæði i borginni voru i
timburhúsum, og stór hluti af þvi
i einingahúsum.
— AI
A aðalfundi foreldrafélags
á dagvistarheimilinu
Hamraborg i Reykjavik var
samþykkt eftirfarandi
ályktun:
„Aðaifundur foreldra-
félagsins á dagheimilinu
Hamraborg lýsir yfir fullum
stuðningi við yfirstandandi
kjarabaráttu fóstra. Kröfur
fóstra um laun samkvæmt
13. launaflokki eru fyllilega
réttmætar og lengri undir-
búningstimi er mikilvægt
hagsmunamál barna og
fóstra. Fundurinn átelur
borgaryfirvöld harðlega
fyrir seinagang þann og
skeytingarleysi, sem þau
hafa sýnt i þessu .má'li og
skorar á þau að ganga til
samninga við fóstrur nú
þegar”.
Unglingabókakeppni móðurmálskennara:
Finnsk saga talin best
Saga eftir finnska rithöfundinn
Marjatta Ellila var dæmd best i
samkeppni norrænna móður-
málskennara um smásögur við
hæfi lesenda á aidrinum 12—16
ára.
Efnt var til samkeppninnar sl.
vor i tilefni norræna málaársins
og veitti Norræni menningar-
sjóðurinn styrk til samkeppn-
innar. Tvær sögur voru valdar frá
Danmörku, Noregi, Sviþjóö og
Finnlandi, önnur á finnsku, hin á
sænsku, en ein frá Færeyjum og
tslandi. Alls hlutu þvi 10 sögur
verðlaun, 2000 norskar krónur
hver.
Mikil þátttaka varð i sam-
keppninni og bárust alls á 5.
hundrað sögur til dómnefnda i
öllum löndunum. 1 islensku dóm-
nefndinni áttu sæti þau Ragna
ólafsdóttir kennari, Þórður
Helgason kennari og Þorsteinn
frá Hamri rithöfundur. Bárust
þeim alls 13 sögur og urðu þau
sammála um að besta islenska
smásagan væri sagan Morgun-
Ferðaþjónusta á Islandi
Skilyrði til ferðaþjónustu á ts-
landi og möguleikar iandsins sem
ferðamannalands er umræðuefní
á ráðstefnu sem Félag islenskra
ferðaskrifstofa og Verslunarráð
isiands gangast fyrir I sam-
einingu.
Ætlunin er að varpa ljósi á vax-
andi þýðingu ferðaþjónustu sem
atvinnugreinar, segja fundarboð-
endur, og benda á, að á sl. ári hafi
komið hingað 65.900 erlendir
. ferðamenn og gjaldeyristekjur
vegna útgjalda þeirra innanlands
hafi numið um 110 miljónum Gkr.
sem sé um 2% af heildargjald-
eyrisöflun þjóðarinnar. Einnig er
nefnt, að við ferðaþjónustu og
tengdar greinar starfi um 4.200
manns.
Ráðstefnan verður haldin i
Kristalsal Hóte' Loftleiða nk.
fimmtudag, 12. mars, og hefst kl.
12,15 með léttum hádegisverði,
þar sem Steingrimur Hermanns-
son samgönguráðherra mun
flytja ávarp.
dögg eftir Guðjón Sveinsson rit-
höfund sem á undanförnum árum
hefur skrifað mikið fyrir börn og
unglinga.
Þessar tiu sögur voru nú lagðar
fyrir samnorræna dómnefnd
undir stjórn Gunnel Beckman.
Ragna ólafsdóttir starfaði i
nefndinni fyrir Islands hönd.
Taldi nefndin finnsku söguna
R3vsommar eftir Marjatta Ellil3
bestu söguna.
Nú eru allar verðlaunasög-
urnar i prentun og væntanlegar á
markað á næstu vikum. Gefur
norska útgáfufyrirtækið Cappe-
len sögurnar út. Dreifingaraðili á
Islandi verður Námsgagnastofn-
un. Birtast þær allar á frummál-
unum en auk þess finnska sagan,
sú færeyska og islenska i þýð-
ingum. Þess er vænst að siðar
verði allar sögurnar gefnar út á
islensku.
Þeir sem sendu handrit til is-
lensku dómnefndarinnar geta
vitjað þeirra á skrifstofu Versl-
unarskóla Islands við Grundar-
stig næstu daga frá kl. 9—17.
! Alþýðubandalagið
V -Húnavatnssýslu:
Fram
j kvæmdír
! hef jist við
I Blöndu-
virkjun
Félagsfundur i Alþýðu-
I bandalagsfélagi Vestur -
Húnvetninga, sem haidinn
var þann 1. mars sl. sam-
, þykkti tiilögu um raforku-
■ mál.
Fundurinn „skorar á
I stjórnvöld að ljúka sem fyrst
, samningaviðræðum vegna
■ Blönduvirkjunar þannig að
I hægt sé að hefjast handa um
| virkjunarframkvæmdir.
, Fundurinn minnir á, að i
| rikisstjórnarsáttmála er
| ákvæði um að næsta stór-
| virkjun skuli reist utan eld-
• virkra svæða. Blönduvirkjun
I er best staðsett slikra virkj-
I ana gagnvart raforkumark-
| aðinum, auk annarra kosta.
• Með tilliti til þessa og
I orkuskortsins, sem undan-
] farið hefur komið I ljós,
| hvetur fundurinn til skjótra
« framkvæmda i þessu máli”.
I Sjálfsbjörg
Reykjavík:
Lækka þarf j
bílakostnað
Reykjavíkurfélag Sjálfs- |
bjargar samþykkti eftirfar- |
andi ályktun á aðalfundi «
sinum:
„Aðalfundur Sjálfs- |
bjargar, félags fatlaðra i |
Reykjavik og nágrenni, «
haldinn fimmtudaginn 26. fe- I
brúar 1981, fagnar fram- |
komnu frumvarpi fjármála- I
ráðherra til laga um bif- •
reiðakaup öryrkja en minnir I
jafnframt á að kostnaður við |
rekstur bifreiðar eykst sifellt I
og hvetur þvi fundurinn *
rikisstjórnina að leita ráða I
til að lækka kostnaðinn i |
samráði við öryrkjafélögin i I
landinu”.
I
Athugasemd
vegna Skráar- I
gatsins
Við sem höfum stjórn- «
málastarf með höndum þurf- j
um ýmsu að una i blaðaskrif- |
um um störf okkar. Það |
venst þó eins og fleira. Ég á ■
þó erfitt með að sætta mig J
við að það sé borið á mig að |
ég sinni ekki þeim störfum, |
sem ég hef tekið að mér. I *
þættinum „Skráargatiö” i J
sunnudagsblaði Þjóðviljans ]
segirsvohelgina 7.—8. mars-. |
„Hann (þ.e. Birgir Isl. ]
Gunnarsson) sést nú varla á .
borgarstjórnarfundum...”.
Þessi fullyrðing blaðsins er |
röng. Frá áramótum t.d. hef ]
ég setið alla fundi borgar- .
stjórnar nema einn, þ.e. sið- j
asta fund, en þá hömluðu
sérstök forföll. I haust var ég t
forfallaður á nokkrum fund- ■
um vegna dvalar erlendis
m.a. vegna nokkurra vikna
setu á þingi S.Þ. i New York. ,
Þrátt fyrir það treysti ég ■
mér til að fara i samjöfnuð
við hvaða borgarfulltrúa Al-
þýðubandalagsins sem er ,
um mætingu á fundum ■
borgarstjórnar.
E.t.v. er það skortur á |
kimnigáfu af minni hendi að ,
taka alvarlega það, sem i l
umræddum dálki segir, en |
það verður þá að hafa það. |
9. mars 1981 •
Birgir ísl. Gunnarsson I