Þjóðviljinn - 11.03.1981, Síða 7

Þjóðviljinn - 11.03.1981, Síða 7
Miðvikudagur 11. mars 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Ráöstefna á vegum Frœðsluráðs Reykjavíkur: Ráðstefna um félags- og tómstundastörf i grunn- skólum Reykjavikur hófst i Hagaskóla á föstudaginn var. Raðstefnan er haldin á vegum Fræðsluráðs Reykjavikur og er boðið til hennar skólastjórum, yfir- kennurum og umsjónar- Hvernig förum við að þessu Félags- og tómstundastarf í skólum er í þróun og vextí vegna aukinna jjár- framlaga og aukins áhuga mönnum með félags- og tómstundastarfi í grunn- skólunum í Reykjavik, auk þess sem fulltrúar í fræðsluráði og æskulýðs- ráði og starfsmenn á Fræðsluskrifstofunni sitja hana, en undirbún- ingurvar i þeirra höndum. Um 80 manns sátu ráð- stefnuna á föstudag, en nokkru færri á laugardag. Ráðstefnan var sett af Kristjáni Benediktssyni formanni fræðslu- ráðs og gat hann þess að hér væri um nýbreytni i starfi fræðsluráðs að ræða — kæmi ráðstefnan eigin- lega i stað þess fundar sem venja væri að ráðið héldi á miðjum vetri með skólastjórum. Ætlunin væri að gera nokkra úttekt á félags- og tómstundastarfi i skólum og skýra hugmyndir þátttakenda um það, hvernig heppilegast sé að haga þvi i framtiðinni. Skipulag ráðstefnunnar er með nýstárlegum hætti. Ætlunin er að ljúka henni næstkomandi föstu- dag. Þeim fjórum hópum sem vegna ráðstefnunnar starfa er með þvi móti gefinn kostur á að koma saman milli hinna föstu fundardaga,sjái þeir ástæðu til. A fyrsta áfanga ráðstefnunnar voru flutt sjö stutt yfirlitserindi um fjárhagslegar og lagalegar forsendur félags- og tómstunda- starfa i skólum, framkvæmd hinna ýmsu þátta og stefnumið i framtiðinni. Að loknu kaffihléi störfuðu fjórir hópar. A laugar- dagsmorgni var rætt um skiða- iðkun og aðra iþróttastarfsemi á sameiginlegum fundi, en siðan Það færist I vöxt aö foreldrar taki þátt I félags- og tómstundastarfi skólanna. störfuðu umræðuhópar fram að hádegi. Niðurstöðum þeirra verður skilað nk. föstudag en þá heldurráðstefnanáfram til 2. e.h. Skynsamlegt samkomulag Ráðstefnustjórinn Haraldur Finnsson yfirkennari I Hagaskóla var spurður álits á þvi hvernig fyrrihlutinnhefðitiltekist: „Vel i flestum greinum,sagði hann, en það er ljóst að hér er um mjög umfangsmikinn málaflokk að ræöa og erfitt að móta ákveðnar niðurstöður. En það er tvimæla- laust mjög gagnlegt að menn fái tækifæri til að koma saman, læra meira um þessi mál og skiptast á skoðunum um þau. Með þvi móti er lika hægt að komast hjá þvi að setja stifar reglur um alla þætti starfsins; þess i stað þróast skyn- samlegt samkomulag um fram- kvæmd og stefnu.” Jákvæð þróun Hörður Bergmann, fulltrúi i fræðsluráði, komst svo að orði um ráðstefnuna: ,,t fræðsluráði hefur að minum dómi verið vaxandi áhugi á þvi að á fundum ráðsins með skóla- stjórum sé fjallað um mál sem geta orðið til að efla og bæta skólastarfið. Við höfum t.d. haldið góðan fund um náms- og starfsfræðslu i grunnskólum og siðan hefur fræðsluráð beitt sér fyrir nokkru átaki i þvi máli. A fyrsta fundinum með skóla- stjórum grunnskólanna i Reykja- vik á þessu skólaári var m.a. rætt um félags- og tómstundastarf i skólum. Þetta starf er i þróun og vexti nú i seinni tið, bæði vegna aukinna fjárframlaga frá riki og borg og aukins áhuga innan skóla og utan, sem m.a. birtist i fram- lagi og þátttöku foreldra umfram það sem áður var. Upplifun Ég er afar ánægður með að sú takmarkaða umræða sem ég gat um áðan, heldur nú áfram á viðari grunvelli. Starfsmenn fræðsluskrifstofunna r eiga miklar þakkir skildar fyrir vand- aðan undirbúning. Það hefur verið heilmikil upplifun að sjá og heyra á ráðstefnunni hve margt hefur skýrst fyrir fólki og hvað skoðanaskiptin hafa verið lifleg og málefnaleg. Hvað sem öllum niðurstöðum og ályktunum liður er augljóst að minum dómi að ráðstefnan á eftir að verða til að auðvelda skynsamleg tök skól- anna á þessum þætti starfsins og efla þá sem vinna að þvi. Nú — en það stendur til að senda fjöl- miðlum frásögn af ráðstefnunni eftir að henni lýkur. Eftir það gefst væntanlega gott tækifæri til að ræða nánar þróun og stefnu mála i þessu starfi.” ' :: ::: y .•ÁVv,- Andri (Hallur Helgason) heimsækir ömmu sina (Aróru Halldórsdóttur) á Eiliheimilið Tvær ungar leikkonur i „Punktinum Punkturinn frumsýndur á fostudag A föstudagskvöldiö, 13. mars, verður frumsýnd i Háskóiabiói kvikmyndin „Punktur, punktur, komma, strik”, sem gerö er eft- ir samnefndri sögu Péturs Gunnarssonar. Daginn eftir hefjast svo almennar sýningar á myndinni i tveimur kvikmynda- húsum i Reykjavik, Háskóíabiói og Laugarásbiói. Leikstjóri „Punktsins” er Þorsteinn Jónsson, og kvikmyndatökumaður Sigurður Sverrir Pálsson. Þorsteinn samdi handritið i samvinnu við Pétur Gunnarsson, og er farið mjög frjálslega með efni skáld- sögunnar á kvikmyndamálinu. Myndin var tekin s.l. sumar i Reykjavik, Borgarfirði, á Suðurnesjum, austur undir Eyjafjöllum og viðar. Alls koma um 300 manns fram i myndinni, þ.á m. mörg börn, unglingar og einnig atvinnu- leikarar. Söguhetjuna Andra leika þeir Pétur Björn Jónsson og Hailur Helgason, en Erlingur Gislason og Kristbjörg Kjeld leika foreldra hans. Tónlist við myndina samdi Valgeir Guðjónsson, en auk þess er notuð hljómlist samin og flutt af „The Beatles”. Leikmynd er eftir Björn Björnsson. Búninga gerði Frfður ólafsdóttir. Aðstoðarleikstjóri er Þórhallur Sigurðsson. Framleiðslukostnaður er um 1,5 milljónir kr. Kvikmynda- sjóður lagði fram styrk að upphæð 230.000 kr. en afganginn fjármögnuðu eigendur með lántöku hjá bönkum og fleirum. Framleiðandi kvikmyndar- innar er' Kvikmyndafélagið Óðinn h.f. sem starfsmenn við myndina stofnuðu. Fram- kvæmdastjóri er Ornólfur Arnason.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.