Þjóðviljinn - 11.03.1981, Síða 8

Þjóðviljinn - 11.03.1981, Síða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 11. mars 1981 Miðvikudagur 11. mars 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 mhg ræöir við Ingimar Sigurðsson ■■ ■ ■■■ Baöaó • '•u'ri H|omn i Fagrahvammi, Emilia og Ingimar Mynd -óik lngimar i Fagrahvammi: ..Kannski lét maður sig dreyma um þessar framfarir en ég er ekki viss um að viö, sem vlð þessa starfsgrein fengumst á fyrstu árum hennar hériendi^höfum gert okkur vonir um að lifa þá tima”. — Mynd: —eik Landneminn á bökkum Varmár trúað að meðalstærðin væri svona um 1200 ferm. Og úr þvi að viö vorum að minnast á þetta þá vil ég gjarna koma þvi að, að nú fá gröðurhúsabændur ekki lán úr Stofnlánadeildlandbúnaðarins, ef byggingar fara fram úr 1250 ferm. Það er hámarkið. Þessi mörk tel ég ákaflega vafasöm, að ekki sé meira sagt.þvi það er eng- an veginn nægilegt verkefni fyrir eina fjölskyldu að sjá um rekstur garðyrkjustöðvar sem ekki er stærri. „Sveinninn rjóða rósu sá” — Hvaö var það einkum, sem þú ræktaðir til að byrja með, Ingimar? — I byrjun og fyrst framan af var ég meö tómata og blóm. Ræktun grænmetis var ekki ýkja arðvænleg á þeim árum þvi eng- inn kunni átið á það og fólki var almennt ekki orðin ljós hollusta þess. Það hefur tekið griðarlega miklum breytingum. Nú er mjög mörgum orðið ljóst, að hollari fæðu er ekki hægt að fá og fólk neytir þess i siauknum mæli. — Hefurðu þá kannski lagt meiri áherslu á ræktun grænmet- is hin siðari ár? — Nei, þvert á móti. Það eru svo margir farnir að rækta græn- meti að ég hef alveg dregið mig út úr þvi. Núna ræktum við ein- göngu rósir. Það er á ýmsan hátt þægilegra að einbeita sér þannig að ræktun einnar tegundar. — Ræktum við, segirðu, þú ert þá kannski ekki einn með þennan rekstur hér? — Nei, það er ég ekki, sonur minn rekur garðyrkjustöðina með mér. Gjörbreytt aðstaða — Og það þarf auðvitað ekki að þvi að spyrja, að aðstaðan muni vera orðin gjörólik nú frá þvi sem hún var fyrir 50 árum þegar þú byrjaðir hér með þitt 45 ferm. gróðurhús. — Já, það hefur nú heldur betur orðið breyting á. Þú þekkir nú sjálfur hvernig þetta var. Þaö varð sifellt að vera að fylgjast með hitastiginu i húsunum, að- gæta loftið og svo að standa tim- unum saman með slöngu við að vökva. Svona vinnubrögð þóttu ekki tiltökumál i gamla daga.en nú heyra þau fortiðinni til, sem betur fer, a.m.k. þar sem garðyrkja er stunduð i stærri stil. Nú er margháttuð sjálfvirkni komin til skjalanna; sjálfvirk loftun, hitastilling og vökvun. Kannski lét maður sig dreyma um þessar framfarir, en ég er ekki viss um að við, er við þessa starfsgrein unnum á fyrstu árum hennar hérlendis, höfum gert okkur vonir um að lifa þá tima. Og það höfum við nú raunar ekki gert allir. Heilsuræktarbær á heimsmælikvarða — Hverjir byggðu svo næstir á eftir þér hér i Hveragerði? — Mjólkurbú ölfusinga byggöi sitt hús hér 1929 óg þaö tók til starfa 1930. Starfsmenn þess sett- ust hér að sjálfsögöu að. Siðan komu hér skólar, barnaskóli og kvennaskóli, nokkur ibúðarhús og garðyrkjustöðvar. Fólk úr Reykjavik tók snemma að verða sér hér úti um bletti undir sumar- bústaði. En allt fór þetta mjög rólega fyrstu árin. Það var eigin- lega ekki fyrr en upp úr striðinu, sem þorpið tók að stækka veru- lega,en þá varð uppbyggingin lika ákafleg hröð. — Heldurðu að nokkurn ykkar, sem settust hér að fyrstu árin, hafi órað fyrir þvi að Hveragerði yrði slikur stórstaður á ekki lengri tima? — Ég efast nú um það. Hins vegar gerði maður sér grein fyrir þvi, að Hveragerði bjó yfir fágæt- um möguleikum til þess aö hér gæti risið á legg margháttuð starfsemi. Það gerir hinn ótæm- andi jarðhiti. Hann hlaut ekki að- eins að gera þennan stað að hreinustu paradis fyrir garð- yrkjumenn, heldur hafa og risið hér upp merkilegar heilsuræktar- stöðvar, dvalar- og orlofsheimili. Býður mér þó i grun, að þar sé ennþá aðeins um að ræða upphaf að langri sögu. Hveragerði hefur öll skilyrði til þess að geta orðið heilsuræktarbær á heimsmæli- kvarða. Ekki veit ég hvort ég hef efnt það loforð, sem ég gaf Ingimar i upphafi þessara viðræðna okkar: að hafa sem fæst eftir honum. Mér þykir auk heldur liklegt, að svo telji hann ekki vera. Vist er þó, að meira er óskráö af þvi, sem okkur fór á milli en hitt, sem fest hefur veriö á blað. Og svo kveðjum við þá að sinni hann Ingimar i Fagrahvammi, — landnemann á bökkum Varmár. gcii u y i njuuvmua i ■ «51 mivcimimj sem fyrstur reisti byggö i Hveragerði, fyrir rúmum 50 árum Sennilega hefur ekkert þorp hér á landi tekið jafn örum vexti og Hveragerði. Þegar ég kom þangað f yrst voru þar aðeins örfá íbúð- arhús á víð og dreif, auk fáeinna sumarbústaða og nokkurra gróðurhúsa. Þó var kominn þarna viss kjarni, sem ætla mátti að hlæði utan á sig, smátt og smátt. Þarna var Mjólkur- bú ölfusinga, sem um þetta leyti var, ef ég man rétt, orðið útibú frá Mjólk- urbúi Flótamanna. Þarna var barnaskóli, kvenna- skólinn hennar Árnýjar minnar blessunarinnar, en hann var í augum okkar Garðyrkjuskólastráka merkasta og þýðingar- mesta stofnun byggðar- lagsins, samkomuhús, verslun, póstafgreiðsla og símstöð. En þó var það auövitað fyrst og fremst jarðhitinn, sem þarna vall og sauð allsstaðar undir fótum manns, er megin þáttinn átti i hinni öru uppbyggingu þessa hlý- lega sveitaþorps undir Kömbun- um. Þvi hlýlegt er það og vinalegt þótt oft „detti úr lofti dropar stór- ir”, enda kallaði Magnús sýslu- maður Torfason Hveragerði Suddakrók. Hvar voru gömlu kunningjarnir? Þegar ég kom aftur i Hvera- gerði, nokkrum árum seinna, hélt ég að ég væri að villast. Ég hafði dvalið á þessum slóðum á þriðja ár og hélt þvi að ég þekkti Hvera- gerði. En hér kannaðist ég ekkert við mig. Hvar voru þessi gömlu hús, sem margar skemmtilegar minningar voru bundnar við? Hvar var Aðalstrætið og raunar eina „strætið” þá, þar sem við Garðyrkjuskólafélagar „spássér- uðum” meö kvennaskólameyjun- um, ýmist i leyfi eða óleyfi, ýmist um hábjartan daginn eða i brúna myrkri, þvi það var nú einn kost- urinn við þetta elskulega þorp, að það var svo blessunarlega laust við alla götulýsingu. Mig langaði til að sjá á ný þessa gömlu kunn- ingja, en til þess varö ég að leita leiðsagnar skólafélaga mins eins, sem þarna var búsettur. Um að gera að birta sem minnst Það eru nú reyndar ekki nema rúmlega 50 ár siðan fyrsti ibúinn settist að i Hveragerði. Það var Ingimar, sonur Sigurðar Sigurðs- sonar búnaöarmálastjóra. Hann reisti þarna nýbýlið Fagra- hvamm árið 1929 og býr þar enn af sama yfirlætislausa myndar- skapnum og ætið áður. Og þótt ekki beri mikið á honum Ingimar i Fagrahvammi, jafnvel ekki i fá- menninu i gamla daga, þá setti hann og setur sinn sterka svip á umhverfið og samfélagiö — og það er menningarsvipur. Og svo er það einn daginn að við Einar ljósmyndari erum á leiö austur i Hveragerði. Við höfum m.a. hugsað okkur að hitta Ingi- mar i Fagrahvammi. Er mér þó raunar full ljóst, af fyrri kynnum, hversu mjög er undir hælinn lagt að eftir honum fáist haft svo mik- ið sem eitt orð i opinberu blaði. Nú, en hvaö sem þvi liður þá er þó alltaf gaman að rifja upp gamlan kunningsskap. Við kveðjum dyra i Fagra- hvammi. Ingimar kemur út á stéttina, óbreyttur sýnist mér að öðru en þvi, að dökkt hárið er far- ið að grána. — Þú ert alltaf velkominn, seg- ir hann — en þó kannski sist i þeim erindum, sem þú ert senni- lega núna. Samt fæ ég hann til aö fallast á viðtal, — en þó með þvi skilyrði, að þú birtir sem allra minnst af þvi, em ég kann aö segja. Já, það er nú svo með blaðaviðtal, — að birta sem fæst, — einhvernvegínn finnst mér að það muni nú ekki vera venjan, en, jæja, litið er þó betra en ekki neitt. Fékk snemma áhuga á garðyrkjunni — Hvenær settist þú að hér i Hverageröi, Ingimar? — Ég flutti hingað 9. mai 1929 og hugsaði mér þá að hefja hér garðyrkju, öðrum þræði að minnsta kosti. — Hafðirðu kannski áður stund- að nám i garðyrkju? — Já, ég fékk snemma áhuga á garðyrkju og var ákveðinn i að leggja hana fyrir mig, ef kostur væri. En það voru engir mörguleikar til náms á þessu sviöihér heima i þá daga. Þvi var það að ég fór til Noregs 16 ára gamall og hóf þar nám i garð- yrkju. I Noregi dvaldi ég i tæpt ár. Fórþaöan til Danmerkur og var þar einn vetur. Siðar var ég svo i Þýskalandi, árið 1929—1930. Með það veganesti, sem ég fékk i þessari dvöl erlendis, lagði ég svo út á braut garðyrkjunnar, og sé ekki eftir. — Með hverjum hætti gerðist það að þú náðir fótfestu hér i Hveragerði? — Það stóð nú þannig á þvi, að pabbi vann mikið að stofnun Mjólkurbús Flóamanna og Mjólk- urbús ölfusinga, á sinum tima. Liklega hefur það verið i þakk- lætisskyni við hann að forráða- menn Mjólkurbús Ölfusinga gáfu honum landspildu, sem búið átti hér. Spilda þessi lá að landareign Jóns bónda i Vorsabæ og af hon- um keyptum við svo nokkra i við- bót. — Var þá komin einhver byggð hér I Hveragerði? — Nei,þegarviökomum hingað var hér engin byggð. Það var bara gamli Reykjabærinn ofan við ána. Það á þvi vist svo að heita að við höfum verið land- némar hér. Eina byggingin, sem ég veit til að sögur fari af hér áður var gamla ullarverksmiðjan, sem mun hafa verið reist hér um alda- mótin. Það var búiö að rifa hana um það leyti, sem ég kom hingað, en grunnur hennar stendur enn, þögult vitni um merkilegt fram- tak á þeirri tið. Fyrst var auðvitað fyrir að koma sér upp þaki yfir höfuðið og við hófumst þegar handa við að býggja okkur ibúðarhús hér i hvamminum niður við Varmána, og skirðum það og býliö Fagra- hvamm. Þetta fyrsta hús er nú ekki lengur við lýði þvi það brann árið 1934. Og þá var auðvitað bara að byggja á ný. — Hvenær byggðiröu svo fyrsta gróðurhúsiö? — Það gerði ég árið 1930. Og það var nú svo sem engin höll, 45 ferm., og það var jafnframt fyrsta gróðurhúsið i Hveragerði. — Og tókst þér strax að lifa sæmilega af garðyrkjunni einni saman? — Nei, ekki var það nú. Ég, eða við pabbi i sameiningu, þvi hann dvaldi hér mikið fyrstu árin, komum okkur upp kúabúi og höfðum hér um eitt skeið einar 10 kýr. En þegar frá leið og gróðurhúsunum fjölgaði sneri ég mér eingöngu að garðyrkjunni. 45 ferm. verða að 5500 — Hvað hefurðu mikið undir gleri núna? — Að 10 árum liðnum frá þvi ég byrjaði hér, eða árið 1939, var ég kominn með 700 ferm. undir gler en nú eru það orðnir 5500 ferm. — Er það þá ekki stærsta garð- yrkjustöðin hér i Hveragerði nú? — Jú, ég hygg mér sé óhætt að segja að það sé stærsta garð- yrkjustööin hér i þorpinu. — Nú er orðinn mikill grúi garð- yrkjustöðva hér I Hveragerði og af ýmsum stærðum. Hefurðu nokkra hugmynd um hver muni vera meðalstærð þeirra? — Ekki treysti ég mér nú til að fullyrða alveg um það.en ég gæti „Fyrst var aö koma upp þaki yfir höfuðið”. Fyrsta húsið I Hveragerði, Fagrihvammur hinn eldri. á dagskrá Þá tel ég sem byggingamaður að þessar framkvæmdir verði til þess að auka verulega atvinnuöryggi í byggingar iðnaði, en ekki hið gagnstæða, eins og hinir ólíklegustu aðilar halda fram þessa dagana Grétar Þorsteinsson- formaöur jTrésmiöafélags ‘Reykjavikur Félagslegar íbúðabyggingar og atvinnuöryggi í byggingariðnaði Það hefur vakið undrun mina, nú siðustu daga, að sjá þvi „slegið upp” sem stórfrétt i nokkrum dagblöðum, að nýsett lög um félagslegar ibúðabyggingar sé aðför að atvinnuöryggi i byggingaiðnaði. Sannleikurinn i þessu máli er að sjálfsögðu sá, að ef ákvæði þessarar lagasetningar verða að raunveruleika, er stigið stórt skref i þá átt að tryggja atvinnu- öryggi I byggingaiðnaðinum. Þau blaðaskrif sem að framan greinir, eru mér nokkur visbend- ing i þá átt að verulegar likur séu á þvi að stjórnvöld standi loksins viö gefin fyrirheit þess efnis aö 1/3 af þörfinni sé uppfyllt með félagslegum Ibúðabyggingum. En slik fyrirheit hafa verið gefin af stjórnvöldum árum saman án þess að við þau hafi verið staöið, enda minnist ég ekki áður skrifa af þvi tagi sem hér um ræðir. Þeir aðilar, sem nú standa fyrir þessum skrifum, hafa trúlega talið litlar likur á efndum, enda hefur sú orðið raunin fram til þessa. Það hefur oft verið bent á að byggingaiönaðurinn væri illa skipulagður, bæði frá hendi byggingayfirvalda og einnig frá hendi byggingaverktaka (meistara). Hvort tveggja er að minu viti rétt. Lóðaúthlutanir eru oft á tiðum óreglulegar, þ.e.a.s. miklum fjölda úthlutað i dag, og siðan liður langur timi þar til næst er úthlutað. Þá kemur það einnig fyrir aö lóöir eru ekki byggingahæfar fyrr en siðari hluta árs og i framhaldi af þvi ráðist i byrjunarframkvæmdir undir veturinn. , Vinnubrögð sem þessi eiga fátt sameiginlegt með þvi sem ég vil kalla skipulag: t annan stað ér siðan sú hliðin sem snýr að byggingaverktökunum (meist- urunum). Vafaiaust hafa þeir átt I erfiö- leikum vegna illa skipulagöra lóðaúthlutana, en hitt tel ég hafa verið öllu alvarlegra að ailsttfr hluti af þessari atvinnugrein hefur verið borinn uppi af mjög smáum byggingaverktökum (meisturum), svo smáum að sumir hverjir halda ekki uppi samfelldum rekstri allt árið. Þessir byggingaverktakar (meistarar) eru ekki liklegir til að skapa það atvinnuöryggi i byggingaiðnaðinum sem æskilegt væri, eða að þeir geti skapað verkafólki það starfsöryggi sem þvi ber. I þessu sambandi vil ég benda á að i sumum starfs- greinum byggingaiðnaðarins er algengt að fjöldi meistara sé allt að helmingur þess fjölda, sem er i viðkomandi sveinafélagi. Þetta ástand hlýtur að hafa það i för með sér að verðlag á húsnæði verður hærra en þegar um vel skipulagðan rekstur er að ræða, m.a. vegna þess að jafn litlar ein- ingar og ég vék að hér á undan hafa ekkert bolmagn til að tækni- væðast, eða að þær geti tryggt starfsfólki atvinnu og starfs- öryggi. Sitthvað fleira væ.i ástæða til að rekja hér i þessu sambandi, en verður geymt nema frekara til- efni gefist. Ég hef litillega reynt að lýsa her að framan þvi ástandi sem nú er og veriö hefur lengi i bygginga- iðnaðinum. Þess vegna fagna ég þvi þegar allar likur benda til að um það bil 1/3 af ibúða- byggingunum fari væntanlega I vel skipulagöan farveg og á ég þá bæði við þann þátt sem snýr að atvinnuörygginu, þvi ekki hef ég ástæðu til að ætla annað en hér verði verkefnum dreift skynsam- lega á allt árið, og i annan stað sem ekki er léttvægari, aö hér veröi um ódýrt en jafnframt gott ibúðahúsnæöi að ræða. En fram- kvæmdir eins og hér um ræöir eiga að sjálfsögðu að tryggja þetta hvort tveggja. Ef vikið er að þeim blaða- skrifum, sem eru tilefni þessa greinarkorns, þá hefur þar komið fram að meginparturinn af öllu lánsfjármagni frá Húsnæðismála- stofnun verði varið i félagslegar ibúðabyggingar. Þessar hugrenningar koma mér heldur spánskt fyrir sjónir, þvi aö I fyrsta lagi er fyrirhugað að veita hlutfallslega meira fjár- magni til ibúðabygginga i ár en á s.l. ári, og ekki séð fyrir enn að dregið verði hlutfallslega úr fjár- magni til þeirra aðila, er standa utan við félagslegu ibúöabygg- ingarnar. Þegar hugsaö er til þess hve snar þáttur i framfærslu hverrar fjölskyldu húsnæðiskostnaðurinn er, er sannarlega ástæða til að fagna hinum nýju lögum um félagslegar ibúðabyggingar, þar sem tryggja á að 1/3 af ibúöa- þörfinni sé byggður samkvæmt þessum lögum. Héreru veitt mjög hagstæð lán, jafnframt hljótum við að ætlast til að hér verði um gott og ódýrt hús- næði að ræða. Þá tel ég, sem byggingamaður, að þessar framkvæmdir verði til þess að auka verulega atvinnu- öryggi i byggingaiðnaði, en ekki hið gagnstæða, eins og hinir óliklegustu aðilar halda fram þessa dagana. Siðast en ekki sist tel ég að þetta byggingaform, þ.e.a.s. félagslegar ibuða- byggingar, sé ákjósanlegt form, og sist of mikið þó 1/3 af ibúða- þörfinni sé fullnægt með þessum hætti. Grétar Þorsteinsson erlendar bækur Vergil — Aeneis Ubersetzt von Johannes Götte. Mit 136 Holzschnitten der 1502 in Strassburg ershcienenen Aus- gabe. Herausgegeben und komm- entiert von Manfred Lemmer. Edition Leipzig 1979. Publius Vergilius Maro fæddist i þorpi skammt frá Mantua árið 70 f. Kr. Fá skáld hafa hlotið annað eins lof og pris. Hann var nefndur um leið og Hómer, oft kallaður hinn annar Hómer, eða Hinn rómverski Hómer. Stundum var hann nefndur Hómer rómverja og siðar vorú sumir aðdáendur hans, en þeir voru margir, sem nefndu hann föður Vesturlanda. Það var eitt sem stuðlaði mjög að aðdáun manna á Virgil eftir að kristni komst á, en það var að kristnir menn þóttust sjá i Eneasarkviðu votta fyrir spádómi um holdtekju Krists, einnig var fleira sem þeir sáu i kviðunni, sem gat stutt hina striðandi kirkju. En það þurfti ekki til að auka skáldhróður Virg- ils, skáldskapur hans stendur einn og óstuddur og Eneasar- kviða er meðal merkustu verka sem kveðin hafa verið. Meðan latinan var mál hinna lærðu var Virgil hafður sem dœmi um rétt mál. Donat og Priscian nota dæmi úr kviðunni i grammatikur sinar og sem fyrirmynd rétts ræðusniðs var hann yfir flesta hafinn. Franskur miðaldakveð- skapur sækir margt til Virgils og þýskar miðaldabókmenntir eru mótaðar af skáldmætti hans. Miðaldamenning Evrópu var mörkuð af þessu rómverska skáldi. Um sextiu árum eftir uppkomu prentlistarinnar var búið að gefa út 52 útgáfur af Eneasarkviðu. Þessi útgáfa er eftirprentun fyrstu myndskreyttu útgáfunnar frá 1502. Útgefandinn var kunnug fyrir að gefa út klassikerana og sá sem sá um þessa útgáfu var hvorki meira né minna en Sebast- ian Brandt, sem varð viðkunnur fyrir „Narrenschiff”, þá frægu mórölsku satiru frá 1494. Þessi höfundur var vel lærður og var aðstoðarmaður útgefandans, sem var Johann Gruninger. Þetta er vönduð úgáfa og tréskurðar- myndirnar 136koma ágætlega út. The lllustrated Herbal Wilfrid Blunt and Sandra Raphael. Frances Lincoln — Weidenfeld & Nicolseon 1979. Grasabækur frá miðöldum ov endurreisnar-timabilinu eru fyrir margra hluta sakir forvitnilegar, þær hafa geymst sem handrit og einnig sem prentaðar bækur með tréskurðarmyndum fyrst i stað. Mörg fegurstu miðaldahandritin eru bækur um grös og jurtir og það gagn sem menn geta haft af þeim til lækninga. Þvi voru þessi handrit mjög eftirsótt, afrituð og siðan mörg hver prentuð, eftir að prentlist hófst. Ráðleggingar voru um tinslutima vissra jurta og margt fylgdi með, sem nú eru heimildir um það, sem ekki þótti fréttnæmt i annálum og árbókum frá þeim timum. Með prentlistinni hófst mikil útgáfa jurtabóka og með útgáfu Otto Brunfelds á „Hebrarum Vivae Eicones” varð i rauninni bylting hvað varðaði prentum og myndgerð i jurtabókum. Hinar fegurstu útgáfur tóku nú að koma út i Sviss, á Þýskalandi og á Norðurlöndum, i Frakklandi og loks rak England lestina. Jurta- bækur voru oftlega tengdar öðr- um þætti fróðleiks en það var lyfjagerð úr jurtum. Ýmiskonar trú var önnur á eðli og „dyggðum” jurta eins og sjá má t.d. i ritum Jóns lærða og i öðrum islenskum lækningaritum. Fjölkynningsmenn notuðu seyði jurta við vélabrögð sin og kúnstir og jurtatáknin var viða að finna i verkum skáldanna. Höfundar þessarar bókar, rekja þróun jurtabókagerða, allt frá fyrstu kunnu handritunum og siðan framúr. t bókinni má finna smáúrdrætti úr frægum jurtabók- um og ágætlega prentaðar eftir- myndir bæði svart/hvitar og i lit- um. Þetta eru inngangafræði að bókfræði jurtabóka, grasnytja- bóka og maturtabóka.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.