Þjóðviljinn - 11.03.1981, Page 10

Þjóðviljinn - 11.03.1981, Page 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 11. mars 1981 Hvítabandið óhentugt fyrir langlegusjúklinga Stjórn Stéttarfclags Islenskra félagsráðgjafa hefur sent frá sér ályktun, þar sem lýst er ánægju með að borgaryfirvöld hyggjast nú gera átak til að Ieysa nokkuð úr brýnustu þörf aldraðra sjúk- linga. Vegna þeirrar ákvörðunar Símskrefamálið: Ekki of seint að hætta við! Á almennum borgarafundi sem haldinn var s.l. laugardag vegna simskrefamálsins var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Almennur borgarafundur haldinn á Hótel Sögu, laugardag- inn 7. mars, mótmælir harðlega áformum um að taka upp skrefa- mælingu á innanbæjarsimtöl. Vekur fundurinn athygli á að enn er ekki of seint að hverfa frá þeim fyrirætlunum og skorar á stjórn- völd að bregðast rétt við mótmæl- um borgarbiía.” að taka Hvitabandið undir lang- legudeild meðan beðið er eftir B-álmu Bor garspita lans vill stjórnin benda á eftirfarandi at- riði: Hvitabandið mun alltaf að mati félagsráðgjafa verða óhentugt sem langlegudeild þrátt fyrir breytingar á húsnæðinu og til- komu lyftu. Breytingarkostnaður verður að mati félagsráðgjafa mjög mikill og rýrir þvi það fjármagn sem veita á til frambúðarlausna. Hjúkrunarheimili sem aðeins rúmar um 25 sjúklinga er að mati félagsráðgjafa mjög dýr rekstrareining. Velji borgarfulltrúar að loka augunum fyrir ofangreindum ábend'ingum og óhagkvæmni væntir stjórn félagsráðgjafa þess að þeirri starfsemi sem nú fer fram á Hvitabandinu verði tryggt fullnægjandi frambúðarhúsnæði, en sem kunnugt er var skýrt tekið fram i samþykkt borgaryfirvalda að það yrði gert. ALFA-nefnd á Króknum 1 tilefni af alþjóðlegu ári fatlaðra, ALFA 81, var i janúar s.l. skipuð s.k. ALFA-nefnd á Sauðárkróki. Verkefni nefndar- innarer m.a. að vinna að upplýs- ingamiðlun i héraðinu i samráði við ALFA-nefnd Félagsmála- ráðuneytis. Þar að auki mun hún vinna ýmis smærri verkefni i sambandi við aðbúnaðarmál fatlaðra i Sauðárkróksbæ. 1 ALFA-nefnd Sauðárkróks eiga eftirtalin sæti: Sigurlina Arnadóttir og Helga Hannesdótt- ir frá félagsmálaráði, Lára Angantýsdóttir frá Sjálfsbjörg, Aðalheiður Arnórsdóttir frá félagsstarfi aldraðra, sem jafn- framt er ritari nefndarinnar. Formaður ALFA-nefndar Sauð- arkróks er Friðrik A. Brekkan, félagsmálastjóri. 70 ára í dag Kjartan Bergmann Guðjónsson skjalavördur Alþingis Þegar komið er inn i skjala- geymslu Alþingis þá er ekki kom- ið að tómum kofunum. Það er allt á sinum stað, allt i einstakri röð og reglu; á svipstundu er þing- skjal frá siðustu árum dregið fram og allt er gert með sömu lipurðinni og ljúfmennskunni og skjalaverðinum er svo eiginleg. Það er þvi ekki nema að vonum, að ég biðji Þjóðviljann fyrir fáeinar linur á sjötugsafmæli Kjartans Bergmanns, sem i hvi- vetna er hjálparhella okkar þing- manna og að auki hinn skemmti- legasti og fróðasti félagi, þegar tóm gefst til samræðna. Ekki ætla ég mér þá dul að fara að rekja lifshlaup Kjartans, en aðeins að minnast á nokkur at- riði, sem i hugann koma, þegar hann er látinn reika frá fyrstu kynnum og til þessa dags. Það er engin tilviljun, að Kjartan er hinn unglegasti, beinn i baki og hinn röskasti i fasi, sem þar færi maður nokkrum áratug- um yngri en aldur segir til um. Hann hefur svo sannarlega lifað eftir þvi ágæta forna spakmæli: Heilbrigð sál i hraustum likama. Hann hefur ævinlega sinnt Iþróttamálum og þá glimumálum alveg sérstaklega og verið þar i forystu. Hann er einnig vel búinn andlegu atgjörvi, er vel að sér um þá hluti sem á góma ber, og áhugi á ýmsum málefnum, sem skipta þjóð okkar miklu máli, leynir sér hvergi. Ég hika ekki við að fullyrða, að Kjartan sé óvenju vel gerður til sálar og likama, og það er i senn hressandi og lærdómsrikt að hitta hann hverju sinni, óblandin ánægja þeim sem i erli dagsins þarf á vissri tilbreytni að halda frá þrasi og þrugli. Fyrir margar góðar stundir inni i skjalavörslu er skylt og rétt að þakka nú á þessum tima- mótum. Ég held, að sú samvisku- semi samfara lipurð I starfi, sem Kjartan er gæddur i svo rikum mæli, sé býsna fágæt. Færsla þingskjala og annað sem þvi fylgir er vandaverk og þar fer saman frágangur með miklum ágætum, þar sem hin skýra og fallega rithönd hans nýt- ur sin vel og við færsluna er öllu tilhaga haldið, sem nauðsyner á, hvorki of né van. Þaðerhrein unun að fletta þessum bókum, svo glöggar og greinargóðar sem þær eru, þó aðeins sé um eina eða tvær linur að ræða um hvert mál. Þannig eru öll verk Kjartans og ég veit, að þar mæli ég fyrir munn margra, er ég flyt honum hug- heilar þakkir. Kynni okkar Kjartans hafa ekki siður verið tengd þvi mikla áhugamáli hans að halda uppi heiðri og reisn islensku glimunn- ar. Þar hafa fáir, ef nokkrir, lagt meira til mála á flestum þeim sviðum, sem lúta að þessari þjóð- arfþróttokkar. Þar er hann sifellt vakinn og sofinn og aðal stefnu hans þar er fegurð glimunnar, mýktin og snerpan og dreng- skapurinn. Þetta er i góðu sam- ræmi við alla skapgerð Kjartans, hann er i hvivetna hinn traustasti starfsmaður, sem i engu má vamm sittvitaog skoðanir hans á málum og mönnum eru byggðar á staðgóðri þekkingu, sanngimi og heilbrigðri dómgreind. Þannig þekki ég manninn Kjartan Berg- mann, og það er hverjum mikils virði að kynnast rækilega slikum persónuleika. Nú veit ég, að ég má ekki halda öllu lengur áfram, þvi enginn er hógværari og minna gefinn fyrir það að vekja athygli á sinum ágætu mannkostum en einmitt Kjartan Bergmann. Ég skal þvi aðeins stikla á þvi helsta úr lifs- hlaupi hans og tæpi þar rétt á. Fæddur er hann að Flóðatanga i Stafholtstungum og voru foreldrar hans hjónin Guðjón bóndi og póstur þar Kjartansson og kona hans Sólveig Arnadóttir. Hann gekk i íþróttaskóla Sigurð- ar Greipssonar og lærði að auki fimleika, glimu og sund sérstak- lega hjá færustu mönnum i þeirri grein þá. Hann kenndi lika i nær þrjá áratugi vitt um landið, glim- una alveg sér i lagi, en einnig sund. Hafa gamlir nemendur hans sagt mér, að kennsluhæfi- leikarnir hafi verið honum semi blóð bornir og skammur timi á námskeiði oft reynst sem heill vetur væri, og geri aðrir betur. Frá 1933—38 var hann bóndi að Sigmundarstöðum i Hálsasveit og fer ekki milli mála hve sveitin og sveitalifið á enn rik itök I huga hans, þó að öðrum störfum væri horfið. Hann gerðist siðar lögreglu- þjónn I Reykjavik og frá 1945—1951 var hann fram- kvæmdastjóri l.S.Í. Er mér sagt að þar sem i öðru hafi hann verið hinn sivökuli áhugamaður, sem i engu lét sér nægja skrifstofu- störfin, heldur var þar á vett- vangi, sem mest var þörfin hverju sinni. Skjalavörður Alþingis hefur hann svo verið i 30 ár. Kona hans er Helga Kristins- dóttir úr Reykjavik og eiga þau hjón 3 dætur. Ekki skal hér tiundað frekar um störf Kjartans, en þó má við bæta, að hann er hið besta ritfær og hefur skrifað greinar um áhugamál sin, sem bera honum glöggt vitni, einkennast af skarp- skyggni og réttsýni um leið. Kæri Kjartan! Innilegar hamingjuóskir skulu þér færðar i tilefni dagsins og ein- læg þökk fyrir ágæt og ánægjuleg kynni. Hugheilar skulu þær óskir, að þú eigir bjarta daga framundan og gæfan verði þér farsæll föru- nautur hér eftir sem hingað til. Helgi Seljan. Skemmtilegur Sveit Guðmundar Reykjavíkur- meistari Sveit Guðmundar Sv. Hermannssonar varð Reykja- Verum viðbúin vétrarakstri J vikurmeistarii sveitakeppni 1981. Til úrslita kepptu,nokkuð óvænt, sveitir Guðmundar og Sigurðar Sverrissonar. Guðmundar-sveitin sigraði sveit Asmundar Páls- sonar i undanrás 92—78 (40 spil) og Sigurður sigraði sveit Arnar Arnþórssonar með 96—80. 1 úrslitaleiknum þróaðist leik- urinn þannig, að sveit Guð- mundar tók forystuna i upphafi og er 32 spilum var lokið (af 64) hafði Guðmundur skorað 53 en Sigurður 46. Nokkuð jafnt. Eftir 48 spil stórjók Guðmundur for- ystuna, i 110—77, og héldu menn þá að leikurinn væri „búinn”. En Sigurðar-menn voru ekki á sama máli, og i lokin gat sigurinn hafa lenthjá hvorri sveitinni, þvi loka- tölur leiksins urðu þær, að Guðmundur fékk 123—116, hjá Sigurði. Þetta er I annað sinn sem sveit Guðmundar (þá Sævars) hlýtur Reykjavikurhornið, en 1978 sigraði sveitin einnig. Hún er þannig skipuð: Guðmundur Sv. Hermannsson fyrirl., Sævar Þor- björnsson, Jón Baldursson, Valur Sigurðsson, Skúli Einarsson og Þorlákur Jónsson. Sveit Sigurðar stóö sig mjög vel I mótinu, og hefðu fáir búist við að hún lenti í 2. sæti, er upp var staðið. Er hún þannig skipuð: Sigurður Sverrisson fyrirl., Hrólfur Hjaltason, Haukur Ingason, Runólfur Pálsson, Tryggvi Bjarnason og Steinberg Rikharðsson. úrslitaleikur Um 3.-4. sætið kepptu svo sveitir Arnar og Asmundar, og sigruðu þeir fyrrnefndu með 3 stigum (40 spil). Þátturinn óskar nýbökuðum Reykjavikurmeisturum 1981 til hamingju með sigurinn. Landsliös- keppni 1981 Helgina 28.-29. mars nk. verður haldin landsliðskeppni Bridgesambands Islands, til opins flokks. Fyrirhugað er að mest 16 pör taki þátt i keppninni, sem verður með sama fyrirkomulagi og sl. ár. Ef fleiri en 16 pör sækja um þátttökurétt, mun stjórn B.l. velja 16 pör úr, sem taka þátt. Úrslit verða síðan 9,—10. mai. Þau pör sem áhuga hafa á að vera með eru beðin um að hafa sam- band við Þorgeir Eyjólfsson fyrir 16. mars nk. 1 hann næst i vinnu- slma 84033 eöa heima 76356. Þátt- tökugjald er kr. 160,- pr. parið. Evrópumótið I ár verður haldið i Birmíngham Englandi, dagana 11.-25. júlí. Frá T.B.K. Eftir 2 kvöld I barometer-tvi- menningskeppni félagsins, er staða efstu para þessi: Valur Sigurðsson — Þórarinn Sigþórss. Óli M. Guðmundss. — 303 SigtryggurSigurðss. Rafn Kristjánss. — 212 Þorsteinn Krist j. Gisli Steingrimss. — 156 Sigurður Steingrimss. Jón P. Sigurjónss. — 123 Sigfús ö. Árnason Guðm. Aronsson — 123 Jóhann Jóelsson 110 Frá Bridge- félagi Akureyrar Tvimenningskeppni Bridge- félags Akureyrar, Akureyrarmóti lauk s.l. þriðjudagskvöld. Alls spiluðu 32 pör eftir Monradkerfi — 4 umferðir. Gunnlaugur Guð- mundsson og Magnús Aðal- bjömsson sigruðu eftir miklar sviptingar i siðustu umferöinni, en I siðustu setunni (þ.e. 3 spil) tryBgðu þeir sér sigurinn. Röð efstu para er þessi: 1. Magnús Aðalbjörnss. — Gunnlaugur Guðmundss. 152 2. Steingrimur Bernharðss. — FriðrikSteingrímss. 138 3. Þórarinn B. Jónsson — PállJónsson 129 Li Umsjón: ólafur Lárusson 4. Stefán Ragnarsson — PéturGuðjónsson 114 5. Grettir Frimannsson — Ólafur Agústsson m 6. Soffia Guðmundsd. Ævar Karlesson 95 7. Hörður Steinbergss. — Jón Stefánsson 94 8. Ragnar Steinbergss. — Gunnar Sólnes 76 9. Páll Pálsson — FrÍmannFri'mannsson 70 Meðalárangur er 0 stig — Keppnisstjóri er sem fyrr Albert Sigurðsson. Næsta keppni er Einmennings- og Firmakeppni og byrjar hún þriðjudaginn 10. mars kl. 8 I Félagsborg. - öllum eru sem fyrr opnar keppnir B.A. og eru spilar- ar hvattir til að mæta vel og stundvislega. Sunnudaginn 1. mars sl„ komu Húsvikingar I heimsókn til Akur- eyrar, með 8 sveitir, þaraf 1 ung- lingasveit, til árlegrar keppni við heimamenn. Að þessu sinni sigruðu Akur- eyringar með nokkrum mun, enda á „heimavelli”. P.J.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.