Þjóðviljinn - 11.03.1981, Side 11
Miövikudagur 11. mars 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
íþróttirf^j íþróttirí^] íþróttir
V. J H Umsjón: Ingólfur Hannesson. 1 ^
Jóhann Ingi átti að
klára verkefni sitt
Orsakirófaranna á B-keppninni
i Frakklandi má vafalitið rekja til
þess tima sl. vor þegar Jóhann
Ingi Gunnarsson lét af störfum
sem landsliðsþjálfari og Hilmar
Björnsson tók við. Það var næsta
fáránlegt að Jóhann skyldi ekki fá
að ljúka við það verkefni sem
hann hafði i rauninni tekið að sér,
þ.e. að stýra liðinu i gegnum B-
keppnina. Ég var i hópi þeirra
manna sem oft gagnrýndu
Jóhann Inga á sinum tima, en það
var ekki réttlátt að hann fengi
ekki (vildi ekki?) að klára
raunverulegt verkefni sitt.
Úr þvi sem komið var i lands-
liðsþjálfaramálunum sl. sumar
var skásti kosturinn valinn, hinn
reynslumikli og góði þjálfari
Hilmar Björnsson fékkst til starf-
ans. Hins vegar sé ég ekki 'nógu
velhveirs vegná Hilmar tók starfið
aö sér. Hann hafði áður ráðið sig
sem þjálfara 1. deildarliðs KR,
stendur i húsbyggingu og vinnur
fullt starf sem iþróttakennari.
Það er erfitt fyrir einn mann að
færast svo mikið i fang. Vafalitið
hefur þó þrábeiðni HSl-manna
ráðið úrslitum.
Sá timi sem Hilmar fékk til
þess að byggja upp lið sitt var
ákaflega knappur frá þjálffræði-
legu sjónarmiði og erfitt fyrir
hann að byggja ofan á þann grunn
sem Jóhann Ingi hafði lagt, þvi
hugmyndir þeirra fara að mörgu
leyti ekki saman. A móti má
auðvitað spyrja: Hvaða grunn
hafði Jóhann Ingi lagt?
Sálrænn undirbúningur
af skornum skammti
Þegar Hilmar byrjaði siðan að
starfa að landsliðsmálum sl.
haust, þá var fyrir löngu búið að
leggja linurnar i sambandi við
landsleiki og samæfingar lands-
liðshópsins. Hvort sú áætlun hafi
verið i samræmi við hugmyndir
Hilmars veit ég ekki en ég þykist
þó vita að timi sem landsliðið
fékk var of naumur.
Einhvernveginn hafði ég það á
tilfinningunni, eins og margir
aðrir, að nægilega samhentur
kjarni myndaðist ekki, allt frá
byrjun. Stærsta orsök þessa var
að of mikið var gert af þvi að
hræra til i 16-manna hópnum og
að ekki var nógu mikið „keyrt” á
sama kjarnanum. Þeir landsliðs-
menn sem ekki fá að leika mikið
verða hreinlega að taka þvi,
þegjandi og hljóðalaust, og hafi
þeir athugasemdir fram að færa
Hvað gerðist?
Leitað skýringa á óförum handbolta-
landsliðsins í B-keppninni í Frakklandi
Hvaö gerðist eiginlega í Frakklandi? Þessari spurningu hefur verið æði oft varp-
að fram undanfarið af áhugamönnum um handknattleik, en oftast hefur verið fátt
um svör. Undirritaður hefur yfirleitt reynt að svara spurningunni á þá leið að svo
mörg samverkandi atriði séu orsök ófaranna að ógerningur er að tiunda þau í
stuttu máli.
Hér á eftir ætla ég að reyna að útskýra málið eins og það litur út frá mínu sjónar-
horni og þá ætið með það i huga, aðvið séum ekki eins lélegir og úrslitin i þessari
einu keppni sýna. Hér er um að ræða huglægt mat, sem að vísu er byggt á mörgum,
löngum samtölum við þá sem gerst þekkja til. Slíkt mat hlýtur ætið að vera umdeil-
anlegt/og sjái einhver ástæðu til þess að gera athugasemdir er Þjv. tilbúinn að Ijá
rúm fyrir þær.
rótttr
l0R6U-«
.I.ii'ds
Uandkn*
\on»nq«'u'
iHilmar
,'meb vl
nlöan »»4*'
plin»»r
ere|a drepast
eiga þeir að snúa sér tíl þjálf-
arans. Það er ekki og á ekki að
vera einhver góðgerðarstarfsemi
að stjórna landsliöi.
Eftir þvi sem ég kemst næst var
sáralitil rækt lögð við sálrænan
undirbúning liðsins sem lék i
Frakklandi og að minu mati er
hér um að ræða einn stærsta þátt-
inn i óförunum. Það atriði, að
greinilegir „konfliktar” voru á
milli einstakra manna og hópa
landsliösins, hefði hugsanlega
mátt lagfæra með „hópefli” og
sjálfsþjálfun (autogen-þjálfun).
Hér er um að ræða atriði sem
krefjast sérfræðilegrar þekking-
ar og staðreynd er að sá maður
sem góöa menntun hefur á þessu
sviði Páll Eiriksson, geðlæknir,
var reiðubúinn til starfa. Til hans
var ekki leitað fyrr en hálfum
mánuði fyrir B-keppnina. Má
vera að þar hafi fjármagnsskort-
ur ráðið miklu.
Fyrri
hluti
Leikir i Höllinni
gefa ranga mynd
af getunni
Að minu mati eru leikir i
Laugardalshöllinni gegn sterkum
mótherjum skömmu fyrir erfiða
keppni ákaflega varasamir, það
sýnir reynslan. Fyrir B-keppnina
á Spáni 1979 lögöum við m.a. að
velli i Höllinni Pólverja, Tékka og
Vestur-Þjóðverja i tvigang. Fyrir
A-keppnina í Danmörku 1978
sigruðum við hér heima Norð-
menn þrivegis og gerðum jafn-
tefli gegn Ungverjum. úrslit
leikja i Höllinni gefa alls ekki
raunverulega mynd af getu
landsliðsins i erfiðri keppni og ala
oft á óhóflegri bjartsýni meðal
landsliðsstrákanna, blaðamanna
og handboltaáhugamanna.
Vissulega er erfitt fyrir HSt að
fækka leikjum i Höllinni fyrir
HM-keppni frá þvi sem verið hef-
ur, þvi þessir leikir hafa einmitt
gert það kleift að taka þátt i HM.
Hér stangast e.t.v. á fjarhagsleg
atriði og þjálffræðileg atriði.
Skömmu fyrir Frakklands-
ferðina lékum við tvo leiki gegn
Austur-Þjóðverjum og okkur
tókst að sigra i seinni viðureign-
inni. Um leið var farið aö
byggja skýjaborgir; einungis
landsliðsþjálfarinn, Hilmar
Björnsson, varaði að ráði við of
mikilli bjartsýni. Við, blaða-
mennirnir, fengum m.a. kort frá
HSl af Frakklandi og var slegið
hring utanum væntanlega
keppnisstaði. Enginn hringur var
utanum borgina Orleans, hvar
tsland siðan lék um 7.—8. sætið;
sá möguleiki virtist ekki fyrir
hendi.
Röng
„markmiðssetning"
Þannig er það álit mitt að
markmiðin hafi að stórum hluta
verið röng. Til dæmis fór of mikið
púður i leikinn gegn Svium, allir
virtust einblina á þann leik og
töldu möguleika okkar á sigri
mikla. En hvað gaf- tilefni til
slikrar bjartsýni? Væntanlega
ekki útreið okkar gegn Svium á
Norðurlandamótinu fyrr i vetur.
Þá er það beinlinis fáránlegt að
miða bónusgreiðslur til
leikmanna við ákveðin sæti i
lokakeppninni. Þvi fylgir alltaf sú
hætta að leikmenn liti á riðla-
keppnina sem einskonar forleik
að stóra slagnum. Sú várð einmitt
raunin, a.m.k. hvað nokkra
leikmenn áhrærir. Þetta kallast
einfaldlega röng „markmiðssetn-
ing”.
— í Þjv. á morgun verður siðan
fjallað um sjálfa keppnina i
Frakklandi og framtiðarhorfur i
landsliðsmálunum. —
[S iþróttí
"'•«ð ur
''iKu rhUl
k'it-ð, „;
'"U. Id
s,rtenli
^Já/m ar>
'''’kjuu i
r rnKinn
."kul' <-kh
lVr' '"i
rhrrt n
l'oik
v*Töirmr
m,°B cóð„
n°kkuh
5»
,5*2; skor,
eð' ,'*»r
• ''Hi i
rnJulrh
'JUrutn
iÉ"1' .i t
#,*rud|
selnnl
-IngH