Þjóðviljinn - 11.03.1981, Síða 16
DIÚÐVIUINN
Miðvikudagur 11. mars 1981
Aðalsimi Þjóöviljans er 81333 ki. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt aö ná i blaðamenn og aðra starfsmenn Aðalsími Kvöldsúni Helgarsími
blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt að 81333 81348 afgreiðslu
ná I afgreiðslu blaðsins i sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81663
Asmundur Stefánsson forseti ASÍ um ákvöröun FBM
að ganga ekki i Alþýðusambandið:
Harma
þessi
úrslit
— Auðvitað harma ég það aö
bokagerðarmenn skuli ekki ætla
að ganga i Alþýðusambandiö,
en auðvitað verður hver að ráða
þvi hvort hann vill vcra innan
heildarsa mtakanna eða ekki.
Það hefur verið svo litið sérstök
staða hjá bókagerðarmönnum
varðandi málið, þeir hafa
itrekað lýst yfir opinberlega á
undanförnum árum, að þeir telji
forræði heildarsamtakanna I
samningagerð of mikið, sagði
Asmundur Stefánsson forseti
ASÍ þegar Þjóðviljinn leitaði
álita hans á þeirri ákvörðun
bókagerðarmanna að gerast
ekki félagar í ASl.
En hann benti jafnframt á, að
bókagerðarmenn hafi farið
sinar eigin leiðir varðandi
samningagerð undanfarin ár,
án þess að ASl legði stein i götu
þeirra. En hvað sem þessu
tiltekna máli liður þá tel ég það
óheppilegt fyrir heildar-
samtökin að bókagerðarmenn
skuli kjósa aö standa utan
þeirra, þvi það er auðvitað
styrkur ASÍ að geta fylgt saman
öllum verkalýðsfélögum lands-
ins, sagði Asmundur.
Aðspurður um hvort hann áliti
að þessi ákvörðun FBM muni
draga dilk á eftir sér hvað við-
vi'kur öðrum félögum sagði
Asmundur að hann sæi engin
teikn á lofti sem bentu til fjölda-
úrsagna félaga úr ASÍ, og þvi
endurspegli ákvörðun bóka-
gerðarmanna ekki neina
almenna hluti i þvi sambandi.
Hinu geri ég mér grein fyrir, að
i öllum félögum innan ASl eru
til menn sem eru sömu
skoðunar og bókagerðarmenn,
en tel af og frá að þeir séu i
meirihluta, sagði Asmundur.
Loks var Asmundur spurður
um hvort hann teldi eitthvað
það vera að innan ASl sem
ástæða væri til að skoða nánar i
ljósi þessarar niðurstöðu hjá
FMB?
— Ég tel að þessi óánægja
innan raða bókagerðarmanna
sé grundvölluð á þvi, að þeir
hafa verið ósáttir við þann
meirihlutavilja, sem verið hefur
innan ASl. Þar er fyrst og
fremst um að ræða fyrirkomu-
lag á samningum og vinnubrögð
I sambandi við þá. Það er
ákvörðunaratriði hverju sinni
hvernig að þeim málum er
staðið, en meirihlutavilji innan
sambandsins hlýtur þó að ráða
ferðinni i þeim efnum sem
öðrum. Aftur á móti fullyrði ég
að við erum alltaf með okkar
mál í skoðun og erum að reyna
að finna Ut hvernig best er að
standa að málum hverju sinni.
Ef bókagerðarmenn eru
óánægðir með okkar vinnu-
brögð, þá er aðstaða þeirra til
að hafa áhrif þar á, betri innan
dyra en utan. Þvi tel ég að þessi
ákvörðun þeirra sé ekki bara
óheppileg fyrir okkur innan ASl
heldur muni hún vera óheppileg
fyrir þá lika, sagði Asmundur
að lokum.
— S.dór.
Barist áfram I rokinu.
Nœsta stórvirkjun:
Valkostirnir
lagðir fram
á næstunni
Guöjón Jónsson formadur Málm- og skipasmiðasambandsins:
! Endur-
j speglar
! ekki
j vilja
\annarra
j félaga
| — Ég tel að þessi Urslit hjá
| bókagerðarmönnum endur-
| spegli ekki á nokkurn hátt vilja
, félaga annarra verkalýðsfélaga
| að vera ekki i Alþýöusam-
I bandinu, sagði Guðjón Jónsson
I formaður Málm- og skipa-
, smíðasambands tslands, er
• hann var inntur álits á þeirri
I fullyrðingu Magnúsar E. Sig-
I urðssonar, formanns FBM að
fleiri verkalýðsfélög myndu
fara eins aðog bókagerðarmenn
ef um aðild að ASt yröi kosið.
— Vissulega hefur maður
heyrt þessar raddir, einkum
þegar svo stendur á aö menn
eru eitthvað ósáttir við ASt, sér
i lagi ef mönnum þykir ASI ekki
koma með nógu hagstæða stöðu
útúr samningum. Ég tel hins-
vegar að það sé oftast bara í
nösunum á mönnum. Ég hygg
aö allir sjái þörf þess að verka-
lýösfélögin sameinist i heildar-
samtökum, sem komi fram fyr-
ir þeirra hönd gagnvart stjórn-
völdum og löggjafanum og at-
vinnurekendum, þegar
aöstæður eru þannig að
nauðsynlegt er að verkalýðs-
hreyfingin komi fram sem ein
órofa heild. Það er svo aftur
matsatriði hvort það sé megin-
regla aö ASI skuli alltaf koma
fram fyrir félögin. Stundum
getur það verið taktiskt i samn-
ingum að skipta málunum uppá
sérsamböndin, enda hefur þaö
lika oft verið þannig, sagði
Guöjón.
Hann benti á dæmi sem
nauðsynlegt væri að verkalýös-
hreyfingin tæki á sameiginlega,
svo sem verðbætur á laun visi-
tölumdlin, enda koma þessi mál
eins viö alla launamenn i
landinu.
Loks var Guöjón inntur eftir
þvi hvort hann teldi að ASI
þyrfti að snúa sér með einhverj-
um hætti að þessu máli. Hann
sagðist ekki telja að þróunin
yrði þessu lik, miklu frekar að
hér væri um einangrað dæmi að
ræöa, jafnvel þótt allir viti aö
skiptar skoðanir eru um ágæti
ASI hverju sinni. Ég tel að flest-
ir séu sammála um þaö að
nauðsyn sé á að eiga heildar-
samtök til allra stærri átaka,
sagði Guðjón.
— S.dór.
Magnús Geirsson formaður Rafiönaöarsambandsins:
Maöur
heyrir
þessar
raddir
— Þctta kemur mér ekki mjög
á óvart, þvi að ég heyri þessar
raddir innan mins sambands,
sagði Magnús Geirsson for-
maður Rafiðnaðarsambandsins
aðspurður um úrslit atkvæða-
greiðslunnar innan FBM. Hann
var þá inntur eftir þvi hvort
hann teldi aö ef kosið yrði um
aöild að ASt innan Rafiönaöar-
sambandsins, þá yrði það fellt
eins og hjá bókagerðarmönn-
um.
— Um það þori ég ekki að full-
yrða, en ég er alveg viss um
það, að það stæði i járnum að
meirihluti fengist fyrir aðild.
Persónulega harma ég þessi úr-
slit hjá FBM og það er slæmt
fyrir heildarsamtökin ef ein-
hverjir hópar sjá sér ekki styrk i
þvi aö vera innan þeirra. Þessi
niöurstaða veikir ASt, á þvi er
ekki nokkur vafi. Ekki bara
hvort það er nokkur hundruö
manns fleira eða færra innan
ASl, heldur er hér um félags-
lega veikingu að ræða, sem er
hættuleg. Þegar byrjar að
brotna utan úr þessu, getur það
sem best haldið áfram. Þá vil ég
lika taka fram að ég tel það vera
rangt, þótt menn séu ekki á
sama máli og meirihlutinn að
hlaupa i burtu, menn eiga þess i
stað að vinna sinum málstað
fylgi innan samtakanna, það
vinnst ekkert utan þeirra, sagði
Magnús Geirsson að lokum.
—S.dór
Langar umræður voru um stór-
virkjanir utan dagskrár á Alþingi
i gær og voru skoðanir manna
nokkuð skiptar um hvar hefja
skyldi næstu stórvirkjun. Virkjun
Blöndu á Norðurlandi átti þó
mestan hljómgrunn hjá þeim sem
til máls tóku. Ilúnvetningar sem
komið höfðu fjölmennir til
Reykjavfkur fylgdust meö af
áhorfendapöllum.
1 máli iðnaðarráðherra
Hjörleifs Guttormssonar kom
fram að rikisstjórnin myndi á
næstunni leggja fyrir Alþingi
skýrsluum þá virkjunarkosti sem
fyrir hendi væru. Auk Blöndu hef-
ur Fljótsdalsá á Austurlandi
verið nefnd sem hugsanlegur
virkjunarkostur en báðir þessir
staðir hafa þann kost að vera utan
eldvirkra svæða. Sultartangi á
Suðurlandisem einnig hefur verið
nefndur er hins vegar talinn i of
mikilli nálægð eldvirkra svæða.
I umræöunni lýstu Ingólfur
Guðnason, Pálmi Jónsson, Arni
Gunnarsson, Eyjólfur Konráð
Jónsson, Þórður Skúlason, Stefán
Guðmundsson og Stefán
Valgeirsson fyrir fullum stuðn-
ingi viö Blönduvirkjun sem
forgangsmáli. Egill Jónsson
sagði að Austfirðingar teldu ekki
sjálfgefið að Blanda yrði næsta
stórvirkjun. Magnús H. Magnús-
son taldi að byrja ætti á Sultar-
tangavirkjun. Páll Pétursson
lagði áherslu á að samkomulag
næðist í deilu heimamanna um
Blönduvirkjun. Ragnar Arnalds
taldi að unnt væri að ná
samkomulagi um Blönduvirkjun.
Einnig tóku Kjartan Jóhannsson
og Guðmundur G. Þórarinsson til
máls.
— þ
Félagsstofnun stúdenta
Batnandi hagur og
blómleg starfsemi
Nýtt barnaheimili í undirbúningi
Viö Hringbrautina stendur
bygging Félagsstofnunar
studenta. Löngum hafa staðið
deilur meðal námsmanna um
rekstur fvrirtækjanna sem þar
eru til húsa, vinstri sinnaðir
studentar sem ráðið hafa meiri-
hluta frá árinu 1972 telja sig
hafækomið rekstrinum á fastan
og traustan grundvöll, eftir mikla
crfiðleika, en hægri öflin glugga
ákaft I reikninga i leit að sukki og
misfærslum. t kosningunum sem
fram fara i Háskólanum i dag er
enn tekist á um F.S., hvort
stúdentar eigi að standa undir öll-
um kostnaöi og reka fyrirtækið
mcö gróða, eða hvort áherslan
eigi að vera á félagslegri
þjónustu, lagu verði og þvi að
rikið standi við skuldbindingar
sínar.
Fyrir skömmu kynnti starfsfólk
F.S. það sem er að gerast á veg-
um stofnunarinnar og var nýlega
sagt frá viðgeröum á stúdenta-
görðunum og þeim áformum sem
uppi eru um útvegun húsnæðis
fyrir stúdenta.
Fleira er á döfinni hjá F.S. A
fundi 3. mars var samþykkt aö
stefna að þvi að reisa nýtt bárna-
heimili á lóð við hjónagaröana
sem eru við Suðurgötu. Nefnd
verður skipuö til aö undirbúa
framkvæmdina og verða i henni
fulltrúar stúdenta, ibúa hjóna-
garðanna, F.S. og fleiri, en leita
þarf fjárhagsaðstoðar hjá riki og
borg til að koma barnaheimilinu
á fót.
Þá er ferðaskrifstofa stúdenta
að undirbúa sumarstarfsemi
sina, en hún var stofnuö á siðasta
ári. Ferðaskrifstofan hefur
einkaumboð á ferðum stúdenta-
ferðaskrifstofa út um allan heim,
en samningar standa yfir við
Flugleiöir um hagkvæm flug-
fargjöld fyrir stúdenta og annan
æskulýð.
A vegum Félagsstofnunar
stúdenta starfa alls tiu fyrirtæki,
þar á meöal bóksala, kaffistofur,
matsala, garöarnir og fl. Starfs-
fólk er alls 45. Stofnunin býr við
batnandi hag og veitir mikla
þjónustu sem tekur miö af þörf-
um stúdenta, enda er kjörorö
þeirra vinstri manna sem ráða
meirihlutanum: Félagsstofnun
stúdenta er okkar fyrirtæki.
— ká