Þjóðviljinn - 21.03.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.03.1981, Blaðsíða 2
ÞJÓÐVILJINN — Helgin 14.-15. mars 1981. Helgin 14.-15. mars 1981. — ÞJÓÐVILJINN 1 um helgina syningar Kjarvalsstaðir Guörún Svava: Svavarsdóttir og Þorbjörg Höskuldsdóttir sýna málverk i vestursal. Úr fórum Grete og Ragnars Asgeirssonar, sýning i Kjarvalssal. Op- ið kl. 14—22. Nýlistasafnið Ólafur Lárusson og Þór Vigfússon sýna myndverk. Opið kl. 16—20 virka daga, kl. 12—20 um helgar. Ásmundarsalur Málverka sýning Rónalds Simonar- sonar. Siðasta sýningarhelgi. Opið kl. 14—22 alla daga. Torfan Teikningar af leikmyndum og búning- um eftir Messiönu Tómasdóttur. Djúpið Frank van Mens frá Hollandi opnar á laugardag sýningu á teikningum og málverkum. Opiö kl. 11—23.30 daglega. Gallerí Langbrók Sýning Ingibjargar Sigurðardóttur: Ullarleikur. Opið kl. 12—18 virka daga og kl. 16—18 um helgar. Mokka Gunnlaugur ó. Johnson sýnir .teikn- ingar. Nýja galleriið, Laugavegi 28 Magnús Þórarinsson sýnir nýjar og eldri myndir. Rauða húsið, Akureyri Helgi Þorgils Friðjónsson sýnir mál- verk, teikningar og bækur. lerikhús Alþýðuleikhúsið Konalaugardag kl. 20.30. Kóngsdóttirin sunnudag kl. 15. Stjórnleysinginn sunnudag kl. 20.30. Nemendaleikhúsið Peysufatadagurinn sunnudag kl. 20. Leikfélag Reykjavíkur Rommi laugardag kl. 20.30. ótemjan sunnudag kl. 20.30. Þjóðleikhúsið Sölumaður deyrsunnudag kl. 20. Oliver Twist sunnudag kl. 15. Sölumaöur deyr sunnudag kl. 20. Litla sviðið Likaminn, annaö ekki, sunnudag kl. 20.30. Flensborgarskóli Jakob eða agaspursmálið, frumsýning sunnudag kl. 20. bíó Háskólabió, Laugarásbíó Punktur, punktur... Mynd Þorsteins Jónssonar eftir bók Péturs Gunnarsson- ar. Kl. 5,7, 9 Laugarásbiói, kl. 3, 5, 7 og 9 Háskólabiói. Tónabíó Hárið.Gerð af tékkneska meistaranum Milos Forman i Bandarikjunum eftir samnefndum frægum söngleik. Ótrú- legt, en satt: Það tekst og á enn erindi! Sýnd á öllum sýningum. Fjalakötturinn Húsvörðurinn. Eftir samnefndu leikriti. Harold Pinter. Leikstjóri: Clive Bonner. Regnboginn Filamaðurinn, bresk, gerð 1980. Leik- stjóri David Linch. Leikendur: John Hurt, Anthony Hopkins, John Giegud. Mjög athyglisverð mynd um mann sem var afskræmdur i útliti vegna sjúkdóms, en bjó yfir fagurri sál. Nýja bió Willie og Phil. Ný mynd eftir Paul Mazursky, frumsýnd i agust s.l. Fjallar um vináttu tveggja karlmanna og ást þeirra til sömu konunnar. Hefur fengiö frábæra dóma. Sýnd á öllum sýningum. Og svo sameinast allir i Concerto grosso eftir Corelli. Tónlistarstefna í Kópavogskirkju 1 tilefni af 25 ára afmæli Kópavogskaupstaðar mun Tón- listarskóli Kópavogs annast tónleika sem haldnir verða i Kópavogskirkju sunnudaginn 22. mars n.k. kl. 17.00. Flutt verða sönglög eftir elsta núlifandi tónskáld kaupstaöar- ins, Sigfús Haildórsson, Guð- mundur Guðjónsson tenór syng- ur viö undirleik höfundar. Einnig veröa flutt verk eftir yngstu tónskáldin, þ.e. nemend- ur i skólanum, bæði sönglög og verk fyrir hljóðfæri. Aö lokum munu fyrrverandi og núverandi nemendur og kennarar skólans sameinast um að flytja Concerto grosso nr. 1 i D-dúr eftir Corelli. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Frank vanMens: hugarflug.draumurogveruleiki... (ljósm^: eik) Hollendingur sýnir Is- landsteikningar sínar Hollenskur listamaður, Frank van Mens, er aö opna sýningu á teikningum i Djúpinu undir Horninu i Hafnarstræti. Listamaöurinn segir svo frá þvi sem þar er aö sjá: Eftir tveggja ára flakk um Þýskaland, Holland og Italiu, þar sem ég teiknaði, spilaði i ýmsum hljómsveitum, gladdist, hneykslaðist osfvr. kom ég til tslands fyrir ári siðan. Teikningarnar sem ég sýni i Djúpinu eru að hálfu leyti frá minum fyrstu tveim mánuðum hér. Þær komu eins og af sjalfu sér fram i fingurgómana og eru einskonar „samklipp” sjónar, hugarflugs, draums og veru-' leika. Summa af reynslu minni i landinu. Hinar teikningarnar eru úrval þess sem ég gerði seinna. Ég hef haldið sex sýningar i ýmsum borgum Hollands á teikningum, málverkum og grafk. Nýja bíó frumsýnir: Willie og Phil eftir Mazursky Nýja bió hefur um helgina sýningar á alveg nýrri (ágúst 1980) bandariskri mynd, Willie og Phil, gerða af Paul Mazursky, þeim sama sem stjórnaði kvikmyndinni An Un- married Woman (Ógift kona), sem hér var sýnd fyrir 2—3 ár- um við miklar vinsæidir, enda frábær. Þessi nýja mynd Mazurksys fjallar um vináttu tveggja karl- manna, sem báðir verða ást- fangnir af sömu konunni, og um Flens- borgarar sýna Ionesco Leiklistaklúbbur Flensborg- arskóla mun frumsýna leikritið „Jakob eða agaspursmálið” „eðlistrúan kátleik” eftir Euguéne Ionesco i þýðingu Karls Guðmundssonar, þann 22. mars eða næstkomandi sunnu- dag. Klúbburinn hóf starfsemi sina 1976 og hefur starfað óslitið siöan. Fyrsta verkefni klúbbs- ins var uppfærslan á söngleikn- um „Ö þetta er indælt strið” undir stjórn Arna Ibsens. Siðan rak hvert verkið annað og i fyrra vakti sýning leiklistar- klúbbsins á „Gulldrengjunum” eftir Peter Terson verulega at- hygliog hlaut góöa aðsókn. Inga Bjarnason leikstýrði og Sigurð- ur Rúnar Jónsson sá um tónlist- ina við leikritiö. Leikritið „Jakob eða aga- spursmálið” fjallar um fjöl- skyldu eina. Sonurinn Jakob er uppreisnarmaður og neitar að aðlaga sig að erfðavenjum og li é Jakob, sem stjórn.... ekki lætur gervilifi fjölskyldunnar. Hún (fjölskyldan) vill steypa hann i ákveðið mót, sveigja hann að sinum vilja og kreista úr honum sálina og persónuna. Eugéne Ionesco er þekktur höfundur og er hvað þekktastur fyrir svokölluð „absúrd-leik- rita” og hafa mörg leikrita hans verið sýnd hér á landi, þar á meöal leikritin „Nashyrning- arnir”, „Kennslustundin og Stólarnir” og „Sköllótta söng- konan”. „Jakob eða agaspurs- málið” samdi hann 1958. Alls fara 9 manns með hlut- verk i leiknum en um allt taka 20 manns þá i uppfærslunni. Leikstjórn er i höndum Jóns Júliussonar. Tónlistarfélagið í dag: Gunnar Kvaran og Gísli Magnússon Gunnar Kvaran sellóleikari og Gisli Magnússon pianóleikari halda tónleika á vegum Tón- listarfélagsins i Reykjavik, i dag 21. mars kl. 2.30 i Austurbæjarbiói A efnisskrá tónleikanna eru sónata nr. 5 i e-moll eftir Antonio Vivaldi, sónata „Arpeggione” op. Posth. eftir Franz Schubert, Tólf tilbrigðium stef eftir Handel eftir L.v. Beethoven og siðast sónata i e-moll op. 38 eftir Jóhannes Brahms. Gunnar Kvaran er fædd- ur i Reykjavik og hóf tónlistar- nám hjá dr. Heinz Edelstein. Sið- an stundaði hann nám hjá Einari Vigfússyni, Tónlistarskólann i Reykjavik, Frá 1964—1971 var Gunnar nemandi Erlings Blön- dals Bengtssonar við Tónlistar- háskólann i Kaupmannahöfn Gunnar var aðstoðarkennari hans frá 1968—1974. Gunnar Kvaran hlaut tónlistarverölaun Gades 1969. Framhaldsnám stundaði hann hjá prófessor Reine Flachot i Basel og Paris. Gunnar Kvaran hefur haldið tónleika i Frakk- landi, Þýskalandi, Hollandi og á öllum Norðurlöndunum. Gisli Magnússon stundaði nám i pianóleik við Tónlistarskólann i Reykjavik og siðan við Tónlistar háskólann i Zurich, en kennari hans þar var Walter Frey. Gisli Magnússon lauk einleiksprófi ár ið 1953. Gisli hélt fyrstu opinberu tónleika sina á vegum Tónlistar félagsins árið 1951. Gisli Magnús- son hefur leikið á fjöldamörgum tónleikum á Islandi, sem einleik- ari og þátttakandi i kammer músikflutningi. Haustið 1974 ferð aðist Gfsli um Norðurlöndin með Gunnari Kvaran en sú ferð var styrkt af Nomus samskipti þeirra þriggja. Sama tema notaði Francois Truffaut i mynd sinni Jules og Jim, sem löngu er komin i tölu klassiskra kvikmyndaverka. Mazursky fylgir hiö ytra sömu sögu — i bandarisku umhverfi og á öör- um tima auövitað, — en myndin er þó annað og meira en virö- ingarvottur við Truffaut. Ekki sakar að geta þess, að sænski kvikmyndatökumaður- inn Sven Nykvist leggur sitt af mörkum við gerð myndarinnar. Aöaihiutverkin, Wiliie, Phil og vinkonan Jeanette eru I höndum Jan Miner, Juiie Bovasso og Kathleen Magurie. Gisli og Gunnar leika i Hliöarenda. Síöasta helgi hjá Ronald Sýningu Ronalds á 30 vatns- litaverkum og oliumyndum lýk- ur i Ásmundarsal á Skólavörðu- holti sunnudaginn 22. kl. 22. Þarna eru eingöngu sýnd nú verk sem til eru komin á þessu og siðasta ári, en nú er rétt ár liðið frá stórri yfirlitssýningu Ronalds i Reykjavlk. Fjöldi fólks hefur þegar séð sýninguna og ekki skemmir að r fyrir helgina hafði um helming- ur sýningarverkanna selst. Vamir gegn hjarta- sjúkdómum I dag verður haldinn fræðslufundur i Bæjarbiói i Hafnarfirði um varnir gegn hjartasjúkdómum og llfgun úr dauðadái. Verður sýnd fræðslukvikmynd og einnig mun Asbjörn Sigfússon, læknir, halda erindi og svara fyrirspurnum um þessi efni. Junior Chamber i Hafnar- firði stendur fyrir þessum fundi sem er öllum opinn. JC-félög um allt land verða reyndar með kynningu og námskeið i hjartahnoði i samvinnu við Rauða kross tslands, lækna, Slysavarnar- félög og skáta. Kalla JC-fé- lögin daginn „lifgunardag, til aö ieggja áherslu á mikil- vægi kunnáttu i endurlifgun. Fjáröflun A morgun, sunnudag, er árlegur fjáröflunardagur Kvenfélags Langholts- sóknar. Þeim fjármunum sem þá safnast er variö i kirk jubyggingarsjóð. Kirkjuskip safnaðarins komst undir þak sl. haust. Að lokinni guðsþjónustu kl. 3 siðdegis verður kaffisala á vegum kvenféiagsins i Safn- aðarheimilinu við Sóiheima. I upphafi mun kór Lang- holtskirkju syngja þar i and- dyri og auk þess munu kór- félagar „láta i té ýmiskonar hljómiist og söng” meðan kaffi er drukkið. Merki Langholtsóknar verða seld og afhent söiubörnum f Safn- aöarheimilinu kl. 10 aö morgni. Fjölskyldu- skemmtun soroptimista A morgun, sunnudag, 22. mars, heldur Soroptimista- klúbbur Reykjavikur barna- og fjölskylduskemmtun i Tjarnarbiói til ágóöa fyrir starfsemi sina, og hefst hún kl. 2 e.h. Þar verður fjöl- breytt efni á dagskrá, sýnd veröur kvikmynd, 2 barna- pör úr Þjóðdansafélagi Reykjavikur sýna dans, Barnakór Seltjarnarness syngur, börn leika á hljóð- færi, Jóhann Helgason sýng- ur, Gerður Hjörleifsdóttir les sögu og fóstrunemar skemmta. Jörundur kynnir. Aðgangseyri er i hóf stillt. Soroptimistar eru deild i alþjóölegum kvennasamtök- um. Þeir efna til fjáröflunar i ýmsu formi til aðstoðar við fatlaðra, til tækjakaupa á sjúkrahús og fleiri skyldra verkefna. Guðrún Helgadóttir kynnir Jóna tvo Barnabókadagar Bókhlöð- unnar eru i fullum gangi og i dag laugardag kl. 3 kemur Guörún Heigadóttir rithöf- undur og kynnir þá bræður Jón Odd og Jón Bjarna og les upp úr bókunum. Strax aö þvi loknu mun Sigurður Jóelsson lesa úr bókinni Orð- skyggnir. I Baöstofu Bók- hlööunnar eru kaffiveitingar og gosdrykkir til sölu á vægu verði. Bókamarkaöurinn er op- inn til kl. 17 i dag. 5% af bókasölunni renna til Félags heyrnarlausra. Rætt við Hauk Haraldsson, sem nýkominn er heim úr heimsókn til höfuðstöðva Soiidarnosc í Póilandi — Þaðsem mér fannst kannski mest einkenn- andi fyrir stöðuna í Póllandi, var hversu Lech Walesa og aðrir fulltrúar úr samstarfs- nefnd Solidarnosc voru ^bb nnHgm a Úr anddyri höfuðstöðvanna, þar sem daglega eru hengdar upp ýmiss konar tilkynningar til félags- manna samtakanna. Eins og sjá má fylgjast Pólverjar vel með öllu sem fram fer. — Mynd: — Haukur Már. Verkfallsvopnið það eina sem við höfum bjartsýnir á framtíðina og vissir um að barátta þeirra muni skila sér í bættu ástandi innan þess þjóðskipulags sem þeir búa við, sagði Haukur Már Haraldsson, blaða- fulltrúi ASI og ritstjóri Vinnunnar, í samtali við Þjóðviljann í gær, þá nýkominn til landsins úr stuttri kynnisför til höf- uðstöðva Solidarnosc í Gdansk í Póllandi. — Tilgangur feröar minnar til Póllandsvar annarsvegar að afla efnis fyrir Vinnuna, og hins vegar að flytja leiðtogum Soli- darnosc boð um samstarf og samskipti við ASÍ og að upp- hafið að sliku samstarfi yröi boö þriggja leiðtoga samtakanna til tslands á þessu ári. Þessu boöi kom ég á framfæri á stuttum fundi sem ég átti meö Lech Walesa, og tók hann mjög vel i erindið, en við ákváðum að biða með að dagsetja heimsóknina þar til i vor, þar sem mikið starf stendur fyrir dyrum hjá sam- tökunum nú á næstu vikum við undirbúning fyrstu kosninga til stjórna hinna ýmsu deilda hreyfingarinnar um ailt landið. - Hvernig er skipuiag Solidarnosc háttað? — I raun má segja að með þeim kosningum sem eru fram- undan sé verið aö reyna að koma einhverju formlegu skipulagi á starfsemi óháðu verkalýöshreyfingarinnar. Hingað til hefur starfsemin verið frekar óskipulögð, þe. byggst upp á svæðasamböndum sem hafa starfað alveg sjálf- stætt, og i svokallaðri samstarfs- nefnd hefur veriö reynt aö mynda einhverskonar yfirstjórn hreyfingarinnar, en þar eiga sæti fulltrúar allra svæðasam- bandanna. Formlega hefur ennþá ekkert verið til sem heitir heildarsamtök, heldur hafa öll svæðasambönd og félög starfaö sjálfstætt. I Gdansk hafa þróast upp nokkurs konar stjórn- stöðvar, i sjálfu sér eingöngu vegna þess að þar i skipasmiöa- stöðvunum varð fyrsti visir að Solidarnosc til, og þar búa flestir þeirra manna sem hafa orðiö mestu áhrifamenn i starfi hreyfingarinnar. 150 starfsmenn í höfuðstöðvunum I höfuðstöðvum Solidarnosc i Gdansk, sem eru til húsa i stórri segir Lech Walesa um baráttu Solidarnosc 5 hæða byggingu.starfa nú um 150 manns i fullri vinnu. Ég var þarna i höfuðstöðvunum meira og minna i tvo daga og aflaði mér upplýsinga um starfsemi samtakanna og ræddi við ýmsa forsvarsmenn hreyfingarinnar. Flest starfsfólkið er mjög ungt að árum, þvi hreyfingin óttast skrifstofuveldiö og vildi þvi ekki ráða vant skrifstofufólk til starfa. Hins vegar var þetta hörkuduglegt fólk og virtist hafa meira en nógu að sinna. Mikill fjöldi sjálfboðaliða var einnig sifellt til staðar i byggingunni og jafnvel á stundum fannst manni bæði of mikiö af fólki og of mik- ill asi einkenna vinnubrögðin. Oll starfsemin er fjármögnuð af frjálsum framlögum verkafólks og þaö virtist vera minnsti höfuðverkurinn. Hinsvegar er aðal starfið sem nú er fram- undan að koma á betra skipu- lagi innan hreyfingarinnar. Þú áttir fund með Walesa. Hvernig kom hann þér fyrir sjónir? — Já, ég hitti Walesa þegar hann var rétt nýkominn frá þvi að sinna deilumálunum i Radon, og var þá strax farinn að funda með félögum sinum i höfuö- stöövunum. Hann virtist gifur- lega þreyttur, en bar sig vel. Ég spurði hann ma. að þvi hvort þessar eilifu verkfallshótanir einstakra svæðafélaga Soli- darnosc gerðu allri heildarstarl semi hreyfingarinnar ekki erfitt fyrir. Hann svaraöi að svo mætti kannski segja, en menn yrðu að gera sér ljóst aö verkfallsvopniö væri það eina sem óháðu verkalýðsfélögin hefðu i höndunum, þegar sú staða kæmi upp að rikisvaldið stæði ekki viö sinn hluta af þvi samkomulagi, sem gert heföi verið um þriggja mánaða frest á öllum verkfallsaðgeröum Solidarnosc. Viða um land hefði allveru- lega skort á efndir rikisvaldsins og sú væri ástæðan fyrir þvi, að deildirnar væru að boða verk föll. t Radon var látið undir höf- uð leggjast að segja tilteknum yfirmönnum lögreglunnar upp störfum, en nú væri búiö aö tryggja aö þeir yrðu látnir fara frá. „Lech Walesa maður ársins” segir á þessu stóra veggspjaldi, sem er raunar stækkuð forsiða franska timaritsins L’Express frá þvi um áramót, og hangir uppi á einni skrifstofunni i höf- uðstöðvum Solidarnosc i Gdansk. Fyrir neðan vegg- spjaldið situr einn af túlkum samtakanna. Mynd: —Haukur Már. Ástandið miklu betra 1985 Haukur sagði einnig að sér hefði fundist áberandi i máli Walesa og annarra fulltrúa I samstarfsnefnd Solidarnosc bjartsýni á framtiðina. „Ef þú kemur hingað aftur árið 1985, þá verður ástandið hér miklu betra en nú”, sagöi Walesa m.a. „Okkar barátta mun skila sér i bættu efnahagslegu ástandi inn- an okkar sósialiska þjóðskipu- lags. Það sem hingað til hefur kannski aðallega staðið umbót- um fyrir þrifum, er sú ritskoöun sem verið hefur við lýði. Hér vita allir um vandamálin og hvérnig má reyna að leysa þau, en það má eða mátti bara enginn tala um það áöur.” Þessir aðilar tóku það mjög skýrt fram i viöræðunum aö þeirra barátta væri alls ekki sú að stefna að umskiptingu þjóðskipulagsins. Þeir væru sósialistar. Beðið eftir Rússum Hvað fannst þeim um mat- reiðslu vestrænna fjöimiðla á fréttum frá Póllandi? — Ég varð var viö mjög mikla óánægju hjá þeim meö hið vestræna fréttamat á at- burðunum i Póllandi. Þeir sögðu þaö ljóst vera að þessir fjöl- miölar heföu engan áhuga á þvi sem Solidarnosc væri að gera heldur eingöngu hvaða áhrif starfsemi hreyfingarinnar hefði á sálarástand Kremlverja. Sem dæmi um þetta var mér sögð sú saga að fyrr i vetur hafi 3 blaða- menn frá bandariska timaritinu Newsweek verið i hálfan mánuð i höfuðstöðvum Solidarnosc og beðið eftir þvi að Rússarnir kæmu. Þeir heföu ekkert annað haft fyrir stafni en aö vona að þeir yrðu til staðar og þá fyrstir meö fréttirnar af þvi þegar Rússarnir kæmu. Eftir hálfs- mánaöar biö fóru þeir vonsvikn- ir heim og birtu grein þar sem þeir fjölluðu um innrásarhætt- una frá Rússum og birtu m.a. með kort þar sem sýndar voru mögulegar leiðir Rússa inn i Pólland. Fréttamennska sem þessi væri dæmigerð fyrir vest- ræna fjölmiðla; barátta Soli- darnosc fyrir bættu sósialisku þjóðfélagi skipti minnstu fyrir þessa aðila. Solidarnosc — samtök fólksins Hvert fannst þér viöhorf fólks vera til Solidarnosc og þá kannski lfka til Lech Walesa? — Þau viðbrögð sem ég varð var við þann tima sem ég stóð við, voru öll á þann veg að Walesa væri ótvíræöur leiðtogi. Það væri ekki hægt að leysa vandamálin, nema hann tæki þátt I þvi. Það var einnig greini- legt að fólk leit á Solidarnosc sem sin samtök. Mæður úr nágrenninu komu einn daginn i höfuöstöðvarnar og kvörtuðu yfir mjólkurleysi i búöunum. Þær höfðu greinilega trú á þvi aö ef einhver gæti kippt þeim málum i lag, þá væru það sam- tökin. Ég er mjög ánægður með þessa ferð þótt hún hafi verið stutt. Mér var veitt fyllsta fyrir- greiösla af hálfu Solidarnosc og náði tali af helstu leiðtogum hreyfingarinnar. Af þeim sam- tölum mátti merkja aö stuðn- ingur og samskipti við Alþýðu- samband Island voru þakksam- lega þegin á þeim bæ, sagði Haukur Már að lokum. — lg-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.