Þjóðviljinn - 26.03.1981, Qupperneq 3
Fimmtudagur 26. mars 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Stundakenmradeilan i Háskólanum:
Stundakennari helmingi
ódýrari en fastráðinn?
Ólafur Jónsson
Ólafur Jónsson, bók-
menntafræðingur, einn
af samningamönnum
stundakennara við há-
skólann i yfirstandandi
kjaradeilu, sagði i gær í
samtali við Þjóðviljann
að gera mætti ráð fyrir
að hver stundakennari
við háskólann væri allt
að helmingi ódýrari
fvrir rikið en fastur
kennari og væri þá ekki
tekið inn i dæmið
greiðslur vegna rann-
sóknaskyldu fastra
kennara né heldur
Þurfuni fleiri
fastakennara
Ein af þeim deildum sem hafa
mjög mikla stundakennslu er
Viftskiptadeild. Við ræddum i gær
stuttlega við deildarforsetann
þar, próf. Ólaf Björnsson.
— Það er rétt að fastráðnir
menn hjá okkur eru tiltölulega
fáir og vinnustöðvun mundi bitna
tilfinnanlega á okkar deild og
okkar nemendum. Ég hef nú
raunar ekki yfirlit við höndina um
hvernig hlutfallið er milli fastra
og lausráðinna kennara.
— Er það ekki óeðlilegt ástand
frá sjónarmiði háskólans hve
hlutfall stundakcnnslu er stórt?
— Ég get nú ekki svarað fyrir
háskólann allan-, ég get bara sagt
það sem mína persónulegu
skoðun að fastakennarar eigi að
vera fleiri. Það er að mlnu áliti
ekki hægt að heimta eins mikið af
mönnum sem kenna samhliða
öðrum störfum. Það væri ofætlun
að búast við að þeir gætu lagt það
sama af mörkum og þeir sem
hafa kennsluna sem sitt höfuð-
starf og hafa hér þá aðstöðu sem
þeir þurfa. Ég tek það fram að ég
álit stundakennarana ekkert
siður hæft fólk, enda hafa þeir
orðið að standast sinar hæfnis-
kröfur ekkert siður en aðrir. En
Ólafur Björnsson
það hefur verið mjög á brattann
að sækja þegar átt hefur að fjölga
fastakennurum.
j
reksturskostnaður hús-
næðis fastra kennara
sem háskólanum er
skvlt að láta þeim i té.
,,Við sjáum skólanum i
raun fyrir húsnæði”,
sagði Ólafur, ,,þvi að
allur okkar undirbún-
ingur fyrir kennslu
verður að fara fram
heima hjá okkur og við
verðum að ræða við
nemendur okkar á kaffi-
húsum eða heima hjá
okkur”.
Ólafur sagði að tala mætti um
þrjá hópa stundakennara. Þá sem
hefðu kennsluna fyrir fullt starf,
þetta fólkþyrfti kannske að halda
8 fyrirlestra á viku. Til saman-
burðar skal þess getið að kennslu-
skylda lektora er 6 fyrirlestrar á
viku og þurfa stundakennarar
auðvitað að kenna meira til að fá
sambærileg laun. ólafur taldi að i
þessum hópi mætti gera ráð fyrir
25—30 manns en engu að siður fer
þessi hópur með umtalsverða
kennslu. Annar hópur er sá sem
hefur kennslu við háskólann sem
hlutastarf samhliða öðru hluta-
starfi. Til samans taldi ólafur að
hér væri um hundrað manns að
ræða og færi þessi hópur með
stærstan hluta stundakennsl-
unnar. t þriðja hópnum eru svo
þeir sem kenna við háskólann
samhliða aðalstarfi sinu og væri
þá gjarna um að ræða einn kúrs
eða hluta úr kúrsi. Það skal árétt-
að að hér er ekki um nákvæmar
tölur að ræða heldur um ágisk-
unartölur sem þó ættu að fara
nærri réttu lagi.
Námsbrautirnar verst
settar
Stefán Sörcnssen háskólaritari
sagði að ef til vinnustöðvunar
kæmi yrðu hinar ýmsu deildir
nokkuð misjafnlega úti. Verst
kæmi vinnustöðvunin niður á
Lán til nýbygginga 1981
Langflestar ibúðir fokheldar á 3. ársfjórðungi
1 töflunni hér að neðan, sem visað er til á forsiöu, má sjá áætlun Húsnæðisstofnunar um þróun bygg-
ingarlána hennar á árinu 1981, en hún er byggð á verðbólguspá fjárlaga fyrir þetta ár. Gerir hún ráð fyr-
ir 40% veröbólgu frá ársbyrjun til ársloka. Verði hún meiri munu lánin hækka til samrwmis við það.
Glöggt má sjá af töflunni, að þegar á miðju ári og úr þvl munu allar fjölskyldustærðir, að einhleypingum
undanskildum, fá hærri lán en verið hefði ef lánin hefðu verið veitt samkvæmt eldri lögum. Húsnæðis-
stofnun hefur einnig bent á það að langflestar Ibúðir verði fokheldar á 3. ársf jóröungi:
1. ársfjórðungur 1981.
Fjölskyldustærö Nýlög Eldri lög Hækkun/Iækkun i %
1 84.000 121.464 + 30.8
2-4 107.000 121.464 + 11.9
5—6 127.000 121.464 ,+ 4.6
7 + 147.000 121.464 + 21.0
2. ársfjórðungur 1981.
Fjölskyldustærð Ný lög Eldrilög Hækkun/Iækkun I %
1 91.000 121.464 + 25.1
2—4 116.000 121.464 + 4.5
5—6 138.000 121.464 + 13.6
7 + 160.000 121.464 + 31.7
3. ársfjórðungur 1981.
Fjölskyldustærð Nýlög Eldri lög Hækkun/lækkun 1 %
1 99.000 121.464 + 18.5
2-4 126.000 121.464 + 3.7
5-0 150.000 121.464 + 23.5
7 + 174.000 121.464 + 43.3
4. ársfjórðungur 1981. Fjölskyldustærð Nýlög Eldri lög Hækkun/Iækkun i %
1 108.000 121.464 + 11.1
2-4 137.000 121.464 + 12.8
5-6 163.000 121.464 + 34.2
7 + 189.000 121.464 + 55.6
Þorsteinn Geirsson
námsbrautunum þrem i sjúkra-
þjálfun, hjúkrunarfræði og lyfja-
fræði lyfsala þvi þar væri
stærstur hluti kennslunnar I formi
stundakennslu. Þær deildir sem
best væru settar væru guðfræði,
læknisfræði, lögfræði og tann-
lækningar; I þessum greinum
væru hlutfallslega flestir fast-
ráðnir kennarar. 1 félagsvisinda-
deild væri hins vegar um mikla
stundakennslu að ræða; sama
væri að segja um heimspekideild,
viðskiptadeild og verkfræði- og
raunvisindadeild.
Stefán sagði að hann sæti
samningafundi um málið, en að-
eins til þess að veita upplýsingar
sem leitað væri eftir, en stefna
háskólans sem slíks væri sú að
blanda sér ekki i kjaradeilur
starfsmanna sinna.
Stefán sagði að á hverju ári
kæmu fram beiðnir um fleiri
stöður frá hinum ýmsu deildum,
jafnvel svo tugum skipti, en
stefnan hjá fjárveitingavaldinu
væri greinilega sú að fjölga ekki
stöðum. Þar af stafar vöxturinn á
stundakennslunni.
Kemur okkur á óvart
,,Stundakennarar hafa ekki
sjálfstæða kjarasamninga,heldur
ákvarðast laun þeirra af reglu-
gerð sem gefin er út af mennta-
málaráðuneytinu og þar eru
launakjör fastra kennara höfð til
viðmiðunar. Sérkjarasamningur
fastra háskólakennara tók gildi 1.
mars I fyrra og rennur út 28. fe-
brúarnæsta ár. Fyrirhugaðar að-
gerðir stundakennara nú koma
okkur þvi i opna skjöldu”. Þetta
sagði Þorsteinn Geirsson sem
tekur þátt i samningaviðræðum
fyrir hönd fjármálaráðuneytis.
Hafið þið lagt fram einhver
gagntilboð?
„Nei, ég var að fá þessa
ályktun frá þeim inn á borð til
min i gær og það hefur ekki gefist
tóm til að ræða málið, en við
fundum I fyrramálið með samn-
inganefndinni”.
Samningafundur á sem sagt að
hefjast i dag kl. 10. Þess skal getið
að rektor háskólans, prófessor
Guðmundur Magnússon er er-
lendis og þvi var ekki hægt að fá
sjónarmið hans i málinu.
— j-
,Sjafnarblik, á sumum ryk,
Sælirvikudraumur
55
Sæluvika Skagfirðinga hefst 28.
mars nk, og stendur til 5. april.
Verður þar að vanda mikið um
dýrðir. Ög þó aö Sætuvikan hafi
verið sótt i miktum mæli, — ef að
veður er skapiegt og færi, — af
fólki utan Skagafjarðar, þá gefst
Sunnlendingum betra tækifæri en
nokkru sinni fyrr til þess að heim-
sækja Skagfirðinga og njóta með
þeim Sæluvikunnar því Flugleiðir
munu bjóða sérstök vildarkjör
þeim, sem til Sauðárkróks fara
ofangreinda daga. Flogið verður
á hverjum degi. Gistingu er hægt
aðfá á Hótel Mælifelliog auk þess
mun Ólafur Jónsson, fram-
kvæmdastjóri félagsheimilisins
Bifrastar, aðstoöa fólk um út-
vegun húsnæðis.
Sæluvikan hefst sem sagt
laugardaginn 28. mars með „for-
sæludansleik”. Þar verður ma.
tiskusýning. Skagfirðingar segja
að „forsæluballið” hiti menn upp
fyrir vikuna.
Meðal þess, sem til skemmt-
unar verður d Sæluvikunni má
nefna: „Tvö leikrit. Leikfélag
Sauðárkróks sýnir leikritið „1
lausulofti” áhverju kvöldi. Leik-
félag Skagfirðinga sýnir „Brúðu-
heimili” Ibsens þrjú kvöld, fyrst
laugardagskvöldið 28. mars.
Tvær til þrjár kvikmyndasýn-
ingar verða á dag. Þá mun
Kirkjukór Sauðárkróks efna til
kirkjukvölda á mánudag og
þriðjudag og sunnudaginn 5. april
efnir Kirkjukórinn til kabaretts i
Bifröst. — Myndlistarsýning
verður opin i Safnahúsinu alla
daga Sæluvikunnar. Þar sýnir
Tómas Guðvarðarson myndir og
skúlptúra. Helgi Sæmundsson,
ritstjóri, mætir og i Safnahúsinu
laugardaginn 4. april og flytur
þar erindi.
Eins og af ofantöldu má sjá eru
flest skemmtiatriði „heima-
bökuð”. Þó er lengra seilst. A
dansleiknum þriðjudaginn 31.
mars mæta þeir Ómar Ragnars-
son, Bessi Bjarnason og Ragnar
Bjarnason og hafa þar sitt hvað
til málanna að leggja.
A árum áður vöktu umræðu-
fundir og ræðukeppnir jafnan
mikla athygli. Nú verður þráöur-
inn tekinn upp að nýju og mætast
lið frá JC Sauðárkróki og JC
Reykjavik.
Og svo verður auðvitað dansað
flest kvöld Sæluvikunnar. Er
gömlu dönsunum ætlað rúm
fimmtudagskvöldið 2. april.
1 tilefni Sæluvikunnar veita
Flugleiðir 30% „Sæluvikuafslátt”
á fargjöldum milli Reykjavikur
og Sauðárkróks meöan á Sælu-
viku stenduij og gildir einu hvort
menn hefja ferð á Sauðárkróki
eða i Reykjavik.
— mhg
Keres-
miimlng-
armótíð
í Tallinn
Margeir Pétursson
stendur sig mcð mikilli prýði
á minningarmótinu um
sovéska stórmeistarann
Keres, sem haldið er i Tall-
inn. Að 12 umferðum loknum
hafði hann hlotið 6.5 vinn-
inga.
Efstur er Gipslis með 8
vinninga. Næstur er Tal með
7.5 vinninga, en siðan koma
þeir Bronstein, Bagirov,
Gufeld og Nei með 7 vin.
hver. Margeir og Ftachnik
með 6.5, Vogt og Kjarner 6
vin., Barczay, Veingold og
Nazai 5 vin., Djuric og Uusi
4.5 vin. og Vooremaan 4 vin.